Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 29 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Atvinnuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði til leigu Glæsileg 139 fm skrifstofuhæð á 2. hæð með sérinngangi til leigu við Fiskislóð, 101 Reykjavík. Getur leigst í heilu lagi eða einstakar skrifstofur. Nánari upplýsingar í síma 897 3290. Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Námskeið Reykstopp árið 2006 Sjálfstyrking - reykstopp - frelsi frá streitu og kvíða. Notuð er m.a. EFT (Emotional Freedom Techniques) og dáleiðsla (Hypnotherapy). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . Handstúkur Lærið að prjóna: Sjöl og hyrnur, dúka, handstúkur, lopapeysur. Fjölbreytt handverksnámskeið. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN, Laufásvegi 2 - 101 Reykjavík, símar 551 7800 - 895 0780, hfi@heimilisidnadur.is, www.heimilisidnadur.is. Til sölu Naglaskóhlífar til notkunar í hálku, utan yfir skó, stærð frá 38 til 47. Verð kr. 3.995. Sendum í póstkröfu. Smáraskóari, Smáralind. Skóvinnustofa Austurveri. Skóbúð Húsavíkur. Skóverslun Leós ehf. Ísafirði. Versl. Haraldar Júl. Sauðárkróki. Skóbúðin Borg Borgarnesi. Jón Bergsson ehf., Kletthálsi 15. Bílamottur Gabríel höggdeyfar, gormar, vatnsdælur, vatnslásar, kúplingssett, spindilkúlur, stýris- endar, ökuljós, sætaáklæði, drif- liðir, hlífar, skíðabogar og fleira. G.S. varahlutir ehf., Bíldshöfða 14, sími 567 6744. Bókhald Bókhald. Get bætt við mig verk- efnum í bókhaldi og launaútreikn- ingi. Einnig framtöl einstaklinga. Sveinbjörn, s. 898 5434, netfang svbjarna@simnet.is. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.hardvidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á hardvidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í síma 660 0230 og 561 1122. Málarar Klárt Mál klárar málið. Alhliða málningaþjónusta.Tilboð/ tímavinna. Sandspörtlun, málun, lökkun. Málum allt, stein, timbur, gifs og stál. Sími 824 3020. Ýmislegt Prjónuð sjöl kr. 1.290. Alpahúfur kr. 990. Treflar frá kr. 1.290. Vettlingar kr. 690 Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Kanaríeyjaskórnir vinsælu komnir. Barna- og fullorðins- stærðir. Verð aðeins kr. 990. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Íþróttahaldarinn sívinsæli fæst í BCD skálum kr. 1.995. Mjög þægilegur og fer vel í CDE skálum kr. 1.995, buxur í stíl kr. 995. Virkilega smart með smá fyllingu í BC skálum kr. 1.995. Buxur í stíl kr. 995. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Flottir herraskór fyrir þorrablótin Þægilegir herraskór úr leðri með gúmmísóla. Litur: Svart. Verð 6.885. Flottir herraskór úr leðri með leð- ursóla, reimaðir. Litur: Svartur og brúnn. Verð 7.285. Sígildir herraskór úr leðri með leðursóla og reimaðir. Litir: Svart- ur og bordo. Verð 6.985. Hefðbundnar herramokkasíur úr leðri með leðursóla. Litir: Svartur, brúnn og bordo. Verð 6.985. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Vélar & tæki Stórhöfða 35 • 110 Reykjavík • Sími 587 2470 Getum útvegað alla varahluti í Yamaha vélsleða, eigum á lager „original” olíur, reimar o.fl. Erum einnig með hin geysivinsælu Flexi-Ski skíði. Bílar Til sölu Sprinter 212 árg. 96, 2,9 l, 5 gírar, ekinn 127 þús. km, sk. 07, skráður fyrir 6 manns. Gluggar, klæddur, dúkur, toppl., sumar/vetrardekk. Upplýsinar í síma 892 7230. Jeppar Toyota LC 90 VX 38" árg. '97, ek. 140 þús. Góður bíll á nýjum AT 405 dekkjum, læstur að framan og aftan, aukatankur o.fl. o.fl. Upplýsingar í síma 894 5785 snabjorn@simnet.is Vörubílar NFP - EUROTRAILER Ný Eurotrailer gámagrind. 3ja öxla á tvöföldu . 2- lyftihásingar. Verð 2.750.þús. Th. Adolfsson ehf. S. 898 3612. Bílaþjónusta Kringlubón, Kringlan 8 (beygt inn hjá stóra og litla turni). Tökum að okkur þvott, bón, alþrif, möss- un og djúphreinsun. Bónaðu bílinn meðan þú verslar í Kringlunni. Tímapantanir, s. 534 2455. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Varahlutir JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr- ano II '99, Subaru Legacy '90-'04, Impreza '97-04, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppar. Smáauglýsingar sími 569 1100 ÞAÐ voru hvorki fleiri né færri en 112 börn sem mættu til leiks á Íslandsmóti barna sem haldið var í húsakynnum Taflfélags Reykjavík- ur og Skáksambands Íslands um síðustu helgi. Um metþátttöku var að ræða sem bendir til þess að áhugi ungviðisins á skák fari vaxandi. Einnig var afar ánægjulegt að margar stúlkur voru á meðal keppenda og gáfu þær drengjunum oft á tíðum lítið eftir í færni við skákborðið. Mikil stemning var á skákstað og fullt var út úr dyrum á skákheimilinu í Faxafeni svo að umsjónar- menn mótsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Páll Sigurðsson, höfðu í nógu að snúast umferð- irnar átta sem tefldar voru. Dagur Andri Friðgeirsson í Taflfélaginu Fjölni gaf andstæðingum sínum engin grið og vann allar sínar skákir. Þetta er í fyrsta skipti sem Dagur hampar titlinum og þessi glæsilegi sigur veitir honum sjálfsagt aukið sjálfstraust á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Finnlandi í næsta mánuði en þar verður hann á meðal keppenda. Lokastaða efstu manna varð annars þessi: 1. Dagur Andri Friðgeirsson 8 vinninga af 8 mögulegum. 2.–3. Brynjar Ísak Arnarss. og Hjörtur Snær Jónsson 7 v. 4.–5. Emil Sigurðarson og Friðrik Þjálfi Stefánsson 6½ v. 6.–12. Hans Patrekur Hansson, Ársæll Guðjónsson, Birkir Karl Sigurðsson, Guðmundur Kristinn Lee, Ólafur Freyr Ólafsson, Mikael V. Karlsson og Baldur Haraldsson 6 v. Hrund Hauksdóttir sem einnig er í Taflfélag- inu Fjölni náði bestum árangri stúlkna á mótinu og varð því Íslandsmeistari telpna 10 ára og yngri en Sædís B. Jónsdóttir hreppti annað sæt- ið. Þrjár stúlkur fengu jafnmarga vinninga í þriðja sæti en Gunnhildur Kristjándóttir hlaut það sæti í ljósi þess að hún fékk fleiri stig en Andrea Sif Sigurð- ardóttir og Margrét Finnboga- dóttir. Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi. Akureyringurinn Hjörtur Snær sigraði í flokki þeirra sem fæddust árið 1996 en Eyjapeyinn Ársæll Guðjónsson varð hlutskarpastur þeirra sem fæddust árið 1997. Skúli Guðmundsson stóð sig vel á mótinu en hann er eingöngu 7 ára og fékk meira en helming vinninga sem þýddi að hann varð hlut- skarpastur þeirra sem fæddust árið 1998 en Eiður Gauti Sæbjörnsson náði best- um árangri þeirra sem fæddust árið 1999. Það er eftirtektarvert að hið unga félag í Grafarvogi, Taflfélagið Fjölnir, skyldi eiga báða Íslandsmeistara mótsins. Hugsanlega er það vísbending um það sem koma skal og að upp spretti skákstórveldi í Grafarvogi. Einnig virðist gott barnastarf unnið í Taflfélagi Garðabæjar og í fleiri félögum á höfuðborgarsvæðinu. Höfuð- borgarsvæðið er þó ekki nafli alheimsins og víð- ar en þar er unnið gott starf. Akureyringar hafa löngum alið upp marga af bestu skákmönnum landsins og hinn tíu ára Hjörtur Snær tapaði eingöngu einni skák á mótinu en vann sjö. Um þessar mundir er unnið þróttmikið starf hjá Taflfélagi Vestmannaeyja og tóku margir fé- lagsmenn þess þátt í mótinu og nokkrir þeirra unnu til verðlauna. Af þessu öllu að dæma virð- ist framtíðin geta orðið björt hjá skákfélögum um allt land. Topalov og Anand jafnir og efstir á Corus-mótinu Stigahæstu keppendurnir í A-flokki Corus mótsins, búlgarski heimsmeistarinn Veselin Topalov (2.792) og Indverjinn Viswanathan An- and (2.792), eru jafnir og efstir með 5½ vinning þegar átta umferðum af þrettán er lokið. Anand tapaði óvænt fyrir Gata Kamsky (2.686) í sjöttu umferð en vann svo Frakkann Etienne Bacrot (2.717) í þeirri áttundu. Topalov hefur barist vel á mótinu og leiddi það einn og óstuddur að lok- inni sjöundu umferð en þá bar hann sigur úr býtum í viðureign sinni við Íslandsvininn Ivan Sokolov (2.689). Í næstu umferð brá Boris Gelf- and (2.723) á það ráð að tefla rússneska vörn gegn heimsmeistaranum og dugði það til jafn- teflis eins og svo oft áður í þeirri byrjun. Undra- barnið Sergey Karjakin (2.660) er nokkuð óvænt í þriðja sæti á mótinu með 5 vinninga en þar á eftir koma þrír skákmenn með 4½ vinning. Hitt undrabarnið á Corus-skákhátíðinni, Norðmaðurinn Magnus Carlsen (2.625), lætur engan bilbug á sér finna í B-flokknum en hann lagði Þjóðverjann Arkadij Naiditsch (2.657) að velli í sjöttu umferð en þeir voru fyrir þá skák jafnir og efstir með fjóra vinninga. Sá þýski hef- ur síðan þá tapað tveim skákum til viðbótar á meðan Magnus hefur sigrað brasilíska stór- meistarann Giovanni Vescovi (2.633) og gert jafntefli við tékkneska stórmeistarann David Navara (2660). Magnus er einn efstur í flokkn- um með 6½ vinning en á eftir honum koma þrír skákmenn með 5½ vinning. Hægt er að fylgjast með skákum skákhátíðarinnar í beinni útsend- ingu á skákþjóninum ICC sem og á heimasíðu mótshaldara, www.coruschess.com. Stefán stendur vel að vígi á Skeljungsmótinu Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2.476) lagði kollega sinn Jón Viktor Gunnars- son (2.421) að velli í sjöttu umferð Skeljungs- mótsins og hafði þá fullt hús vinninga. Bragi Þorfinnsson (2.367) stöðvaði sigurgöngu Stefáns í næstu umferð með því að gera jafntefli við hann. Stefán hefur þess vegna vinningsforskot á Braga, Jón Viktor, Sævar Bjarnason (2.240) og Sigurð Pál Steindórsson (2.208) en þeir hafa allir 5½ vinning. Mótinu lýkur föstudaginn 27. janúar en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um það á www.skak.is. SKÁK Skáksamband Íslands ÍSLANDSMÓT BARNA 2006 21. janúar 2006 Metþátttaka á Íslands- móti barna í skák Dagur Andri Friðgeirsson varð Íslandsmeistari barna í skák. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.