Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 16
Laxamýri | Mikil gróska er í gróðurhúsunum hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga, en um helgina var flutt í 1.300 fermetra nýbyggingu. Plantað var út tómatplöntum sem hafa verið forræktaðar í sérstöku uppeldishúsi og er vonast til að þær gefi af sér góða uppskeru. Nýja húsið er bjart og vistlegt enda gólfið klætt með hvítum dúk til þess að hafa sem mesta birtu. Þá eru öll hitarör máluð hvít og alls staðar eru raf- magsljós í loftinu. Mikið verk hefur verið að koma þessu upp en starfsfólkið er ánægt og hlakkar til að vinna við þessar góðu aðstæður. Á myndinni er Jorrit de Jager frá Hollandi sem unnið hefur hjá fyrirtæk- inu um árabil og kann hann vel tökin á plöntunum enda með græna fingur. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ræktun við rafljós Garðyrkja Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Bjartsýni ríkir hjá kúabændum á nýju ári þar sem mikil þörf er fyrir alla mjólk sem hægt er að framleiða. Allar kvígur eru settar á og víða er margt í fjósum. Gamlar kýr fá nýtt líf, eru mjólkaðar lengur en áætlað var, kelfdar ef þess er nokkur kostur.    Tíðarfarið hefur ekki spillt fyrir bjart- sýni því nú í skammdeginu bráðnuðu svell á mörgum bæjum sem gefur von um að kal verði mun minna en bændur héldu. Þá ríkir bjartsýni í fram- kvæmdum og erfitt er að fá iðn- aðarmenn til vinnu nema að panta með mjög löngum fyrirvara. Það telst til tíð- inda í Aðaldal að 5–6 íbúðarhús verði byggð þar í sumar.    Fuglar eru fáir á flugi nema hvað margir tugir hrafna sveima, í von um æti, yfir gorgryfjunum í Saltvík, sunnan Húsavíkur. Menn bíða þess með óþreyju að nýja sorpbrennslustöðin verði tekin í notkun því þá mun varg- fugl ekki hafa eins mikinn aðgang að úrgangi. Máfagerið við höfnina á Húsa- vík er samt við sig og velta menn því fyrir sér hvort æskilegt sé að fisk- útflutningsfyrirtæki búi við slíkan fjölda fugla. Eitt er víst að hundruð máfa mega ekki vera við mjólkurhús og því fjósi yrði fljótt lokað sem hefði drit- andi máfa á hlaðinu. Alltof lítið hefur verið gert til þess að fækka varginum.    Nýtt sveitarfélag er í undirbúningi eftir kosningarnar um helgina. Á kynn- ingarfundi á Húsavík fyrir nokkrum dögum var sagt að vegabætur yrðu mik- ið á dagskrá ef sameiningin yrði að veruleika. Það vekur upp vonir manna um varanlega vegagerð eftir gömlu þjóðleiðinni frá Reykjahverfi til Keldu- hverfis sem myndi stytta leiðir milli verðandi sveitunga. Menn grínast með það að „fríríkið“ Tjörnes verði með toll- gæsluhlið við Héðinshöfða en eins og kunnugt er hafa Tjörnesingar ekki vilj- að sameinast öðrum. Athygli vakti að innan við tuttugu manns voru á kynningarfundinum á Húsavík og að aðeins 28,5% kjósenda í Húsavíkurbæ neyttu atkvæðisréttar síns. Sumir segja að þögn sé sama og samþykki, en aðrir segja að þétt- býlisfólkið hafi gefið þessum sameining- artilraunum langt nef. Úr sveitinni SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLA EFTIR ATLA VIGFÚSSON FRÉTTARITARA hans sjö krónur af hverj- um seldum poka, að því er fram kemur í tilkynningu frá ÁTVR. Ívar sagði einnig að ekki þyrfti að fara mörgum orðum um störf björgunarsveita í landinu svo kunnar væru þær af góðum verkum. Styrkurinn er veittur FORSVARSMENNPokasjóðs versl-unarinnar hafa af- hent Hjálparsveit skáta í Hveragerði einnar millj- ónar króna styrk til kaupa á tækjum. Bjarni Finnsson, formaður sjóðs- ins, afhenti Kristjönu Sig- urveigu Sveinsdóttur styrkinn við móttöku í vínbúð Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins í Hveragerði. Viðstaddir voru Höskuldur Jónsson, fulltrúi í stjórn Poka- sjóðs, og Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR. Við þetta tækifæri minnti Ívar J. Arndal á að þær verslanir sem ættu aðild að sjóðnum legðu til að frumkvæði ÁTVR, en eins og kunnugt er varð Hjálparsveitin fyrir um- talsverðu tjóni í bruna á gamlársdag. Ívar notaði þetta tækifæri til að þakka íbúum bæjarins samstarfið á síðasta ári, en þá var vínbúðin í Hveragerði opnuð. Hjálparsveitin studd til tækjakaupa Ingibjörg Unnur Sig-mundsdóttir heyrðiað Hilmir Snær þætti svo kynþokkafullur að konur liðu út af: Konur sögur segja af því svei mér ef ég ýki. Þegar Hilmi heyrist í hnjáliðirnir svíki Davíð Hjálmar Haralds- son yrkir áttskeytlu: Er maður fyrir eigin hatt. Aldrei þó nota hattinn. Tæplega verð í tafli patt, tíðast mig vinnur pattinn. Aldraðir borga ekki skatt, ærinn þó greiði skattinn. Allur hann fer til Árna Matt. Er það nú meiri skrattinn. Rúnar Kristjánsson hugsar til Akureyrar: Tæpast held ég sjái á svörtu, sjálfsvirðingin hinsta deyr, þegar kalin kratahjörtu kjósa að slá í takt við Geir! Af Hilmi Snæ pebl@mbl.is Garður | „Við erum mjög jákvæð gagnvart hugmyndum um álver og horfum fyrst og fremst á að það myndi verða mikil lyftistöng fyrir Suðurnesin í heild ef slíkt yrði að veru- leika,“ segir Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði. Í drögum að matsáætlun vegna umhverf- ismats fyrirhugaðs álvers Norðuráls við Helguvík kemur fram að gert er ráð fyrir því sem möguleika að hluti kerskálabygg- ingar álversins færi inn á varnarsvæðið við Helguvík og þar með inn í land Sveitarfé- lagsins Garðs. Reykjanesbær á hafnarbakk- ann og iðnaðarsvæðið upp af höfninni en þar var í upphafi gert ráð fyrir að álverið risi. Sigurður segir að bæjarstjórinn í Reykja- nesbæ og stjórnendur Norðuráls hafi rætt málið við bæjaryfirvöld í Garðinum og þar væru menn opnir fyrir þessum möguleika. Landið sem er Garðsmegin sveitarfélaga- markanna er skilgreint varnarsvæði. Sig- urður segir að varnarliðið þurfi að skila landinu til að unnt verði að nota það í annað og vonast hann til að það þurfi ekki að taka allt of langan tíma. Ef hluti kerskálans fer inn á land Sveitar- félagsins Garðs þurfa sveitarfélögin að semja um skiptingu fasteignagjalda. Sig- urður telur að fordæmi séu um slíkt frá Grundartanga. „Við myndum vissulega njóta góðs af fasteignagjöldunum sem kæmu í góðar þarfir,“ segir hann. Lyftistöng fyrir svæðið í heild Siglufjörður | Pæjumótið á Siglufirði hefur um nokkurt skeið verið eitt fjölmennasta knattspyrnumót ár hvert hér á landi. Ný- verið gerði Íslandsbanki samstarfssamning við Knattspyrnufélag Siglufjarðar og verð- ur stærsti styrktaraðili mótsins, og mun mótið heita XY-pæjumótið á Siglufirði. Nafnið vísar til þjónustu Íslandsbanka við fólk á aldrinum 12–16 ára og er ljóst, að sögn forsvarsmanna KS, að samningurinn hefur mikla þýðingu fyrir mótið. „Má búast við enn öflugra og skemmtilegra móti þegar svo sterkur aðili kemur að sem helsti styrkt- araðili,“ segir í frétt frá félaginu. Mótið á Siglufirði fer fram dagana 11.–13. ágúst nk., helgina eftir verslunarmanna- helgi. Íslandsbanki styður Pæjumótið ♦♦♦ Sýnishorn úr söluskrá Erum með óvenjulega góða söluskrá og mörg góð fyrirtæki til sölu. Eins og flestir vita erum við langelsta fyrirtækjasala landsins. Hér kemur smá sýnishorn úr söluskrá okkar. 1. Glæsilegt kaffihús 101 Reykjavík. 2. Einn flottasti matsölustaður borgarinnar. 3. Splunkunýr sölu- og veitingaturn í stóru hverfi. 4. Sérverslun með kvenfatnað í Reykjavík. 5. Flottur austurl. veitingastaður, vinsæll. 6. Sportvöruverslun í 101 Reykjavík. 7. Hverfisveitingastaður með grill- og heimilismat. 8. Lítil heildverslun með kerti, olíulampa og músík. 9. Fataverslun við Laugaveginn, mjög ódýr. 10. Stór söluturn með 2 bílalúgum. Mikil velta. Þetta er aðeins smá sýnishorn. Allir velkomnir til okkar. Upplýsingar veittar á skrifstofunni ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.