Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 35 MENNING KIA umboðið á Íslandi er í e igu Heklu hf. Laugavegi 172 • Reykjavík • sími 590 5700 KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrýtið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. KIA Rio, enn einn glæsilegur fólksbíll úr smiðju KIA. Gæði, kraftur og hagkvæmni eru hér í fyrirrúmi. Rio er búinn aksturstölvu, átta öryggisloftpúðum, ABS hemlalæsivörn, álfelgum og öflugri en sparneytinni 1,6 lítra 112 hestafla CVVT bensínvél. KIA Picanto, lipur, fallegur og nútímalegur smábíll. Rúmgóður og ríkulega útbúinn. Það sakar ekki að verðið á sér ekki hliðstæðu. 11.289 kr. á mánuði* 15.582 kr. á mánuði* KIA Cerato, rúmgóður og kraftmikill, 2,0 lítra, 144 hestöfl. Ríkulegur staðalbúnaður, átta öryggisloftpúðar, aksturstölva, álfelgur o.fl. 17.067 kr. á mánuði* *miðað við SP-bílasamning til 84 mán. og 30% innborgun Picanto Cerato Rio KIA Rio • 1,6 • 5 dyra • 5 gíra • verð 1.498.000 KIA Cerato • 2,0 • 4 dyra • 5 gíra • verð 1.648.000 KIA Picanto • 1,0 • 5 dyra • 5 gíra • verð 1.088.000 Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aglow | Spænska kl. 10–11.30, post- línsmálun kl. 13, hjá Sheenu lestr- arhópur kl. 13.30, vinnustofa frá kl. 9– 16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handa- vinna kl. 9-16.30. Smíði/útskurður kl. 9-16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, sund, vefnaður, línudans, boccia, fóta- aðgerð. Þorrablótið verður fös. 27. jan. kl. 17. Salurinn opnaður kl. 16.30. Kvennakórinn Heklurnar syngur undir stjórn Bjarkar Jónsd. Óskar Pét- ursson syngur við undirleik Jónasar Þóris. Þorvaldur Halldórs sér um stuðið á ballinu. Happdrætti og fjölda- söngur. Skráning í síma 553 2760 fyrir miðvikud. 25. jan. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Minnum sérstaklega á Tungubrjóta alla mánudaga kl. 13.30, félagsvist alla þriðjudaga kl. 14, söng alla fimmtudaga kl. 14. Skráning er hafin á myndlistarnámskeið sem hefst. 31. jan. kl. 9–12. Þorrablótið er 3. feb. Dagskráin send heim sé þess óskað. Sími 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópur kl. 10– 11. Mæting fyrir framan Bessann og kaffisopi þar eftir göngu. Allir eldri borgarar velkomnir í hópinn, bara mæta. Nánari upplýsingar gefur Guð- rún í síma 565 1831. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan að Gullsmára 9 er opin í dag kl 10–11.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák í dag kl. 13. Félagsvist kl. 20. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Stangarhyl 4, kl. 10. Skemmtun og kynning á FEB haldinn í félagsheim- ilinu á Seltjarnarnesi miðvikud. 25. jan. kl. 16. Fjölbreytt dagskrá. Veit- ingar. Námskeið í framsögn, uppl. og skráning í síma 588 2111. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf sem öllum hentar í Ármúlaskóla kl. 16.20–18. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 10 handavinna, kl. 10.50 rólegar æfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 ganga. Ath. Eigum ennþá laus pláss á námskeið í spænsku og tré- skurði. Upplýsingar í síma 554 3400. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 9. Jóga kl. 10, laus pláss. Leikfimi kl. 12.15, laus pláss. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9:45 og karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Trésmíði/tréskurður kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. | Línudans í Kirkju- hvoli kl. 13. Opið hús í safnaðarheim- ilinu á vegum kirkjunnar kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Á morgun kl. 13.30 er lagt af stað á sýningar í Gerð- arsafni í Kópavogi. Fimmtud. 26. jan. kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breið- holti“, félagsvist í samstarfi við Selja- skóla. Föstud. 27. jan. kl. 16 opnuð listmunasýning Sigrúnar Björgvins. Mánud.6. febr. er þorrahlaðborð í há- deginu. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13 spilað og kl. 15 kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kl. 9 Almenn handa- vinna, glerskurður, kaffi, spjall, dag- blöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Myndmennt kl. 10. Leikfimi kl. 11.30. Myndmennt kl. 13. Brids kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur kl. 9–13 hjá Sigrúnu. Boccia kl. 9.30– 10.30. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Námskeið í myndlist kl. 13.30–16.30. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hár- snyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir þeir sömu. Minnum á námskeið í ljóðagerð sem hefst mánudag 23. jan. kl. 16. Framsagnarhópur þriðjudaga/opinn tími og miðvikudags/framhaldshópur kl. 10–12. Tölvunámskeið kl. 13 laug- ard. Þorrablótið er 27. jan. Sendum dagskrána í pósti eða netbréfi sé þess óskað. Síminn okkar er 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Almennur fé- lagsfundur á Korpúlfsstöðum á morg- un, miðvikudag, kl. 10. Laugardalshópurinn Blik, Laug- ardalshöll | Leikfimi fyrir eldri borg- ara í Laugardalshöll kl. 11. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 postulíns- málning, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa- vinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45– 12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postu- línsmálun. Kl. 13–16 bútasaumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, perlusaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, handmennt al- menn kl. 13, félagsvist kl. 14. Allir vel- komnir. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Foreldramorgnar kl.10–12 í safnðarheimili kirkjunnar. Fræðsla, spjall og veitingar. Áskirkja | Opið hús kl. 10–14. Kaffi og spjall. Hádegisbæn kl. 12. Boðið upp á hádegisverð. Bústaðakirkja | TTT-fundirnir eru á þriðjudögum kl. 17 í safnaðarheim- ilinu. Sjáumst hress. Sjá: www.kirkja.is Bústaðakirkja | Miðvikudaginn 25. janúar verður haldin þorragleði í starfi eldri borgara í Bústaðakirkju. Dagskráin hefst kl. 12.30. Heið- ursgestur dagsins er Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra. Skráning fer fram hjá kirkjuverði til hádegis nk. þriðjudag í síma 553 8500. Þátttöku- gjald kr. 1.900. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Kl. 12 léttur málsverður, helgistund í umsjá sr. Magnúsar B. Björnssonar, kaffi. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17– 18.15. Húsið opnað kl. 16.30. www.digraneskirkja.is Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstundir kl. 12 í Fella- og Hólakirkju. Org- elleikur, íhugun og bæn. Eftir stundina er hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði. Allir velkomnir. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 13 til 16. Við púttum, spilum lomber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum samfélags við hvert annað. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgistund í kirkj- unni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895 0169. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit- ingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag í Rimaskóla kl. 20–22, fyrir unglinga í 8. bekk. Æsku- lýðsfélag í Grafarvogskirkju kl. 20– 22, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Hafnarfjarðarkirkja | TTT starf fyrir krakka á aldrinum 10–12 ára er alla þriðjudaga í Hafnarfjarðarkirkju milli klukkan 17–18. Ýmislegt skemmtilegt er gert saman. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf með öldruðum þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Á morgun kl. 11 fyrirbænastund í kirkj- unni. Súpa kl. 12. Brids kl. 13. Kaffi kl. 15. Allir velkomnir. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er kl. 9.15–11, í umsjá sr. Sig- urjóns Árna Eyjólfssonar héraðs- prests. Bæna- og kyrrðarstund í Hjallakirkju kl. 18. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 kl. 19. Nýtt námskeið að hefjast. Það er enn laust. Ef þú er ekki búinn að skrá þig, láttu sjá þig, við tökum vel á móti þér. Allir velkomnir. www.go- spel.is – www.alfa.is KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK Holtavegi 28, þriðjudaginn 24. jan. kl. 20 í umsjón Lilju Baldvinsdóttur kennara. Kaffi. Allar konur eru vel- komnar. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM Holtavegi 28, fimmtudaginn 26. jan. kl. 20. „Skattamál félaga, nokkrir punktar“. Kristín Norðfjörð skrif- stofustjóri sér um efni. Bjarni Gísla- son kristniboði hefur hugleiðingu. Kaffi. Allir karlmenn eru velkomnir. Laugarneskirkja | Mannræktarkvöld Laugarneskirkju: Kl. 20 Kvöldsöngur. Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur Guðsorð og bæn. Kl. 20.30 er kynning á 12 spora- starfi safnaðarins og nýir hópar stofnaðir. Við hvetjum fólk til að koma og heyra. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Beðið fyrir sjúkum og bág- stöddum. Einnig tekið við bænar- efnum. Kaffisopi að lokinni athöfninni. Kirkjuskóli í Félagsmiðstöðinni við Tryggvagötu kl. 14. Til Josephs Bullinger, abbé í Salzburg París, 7. ágúst 1778 … og kem ég nú að Salzburg. Þér vitið, ást- kæri vinur, hve Salzburg er mér viðurstyggileg – ekki einungis fyrir þau rangindi sem við faðir minn kær höfum orðið að þola þar og væru þó í sjálfu sér næg ástæða fyrir okkur til þess að vilja gleyma þeim stað og afmá úr endurminning- unni. – Ef til vill misskiljið þér mig og haldið að mér þyki of þröngt um mig í Salzburg. Ef svo er, skjátlast yður stórum. Ég hefi þegar skýrt föður mínum frá ástæðunni. En að svo stöddu verðið þér að láta yður þá skýringu nægja að Salzburg er hæfileikum mínum ósam- boðin! Fyrst og fremst vegna þess hve tónlist- armenn eru þar í litlum metum, og í öðru lagi af því að þar er ekkert að heyra, ekkert leikhús, engar óperusýningar! Og enda þótt þess væri talin þörf, hverjir myndu fást til þess að syngja þar? – Hljómsveitin í Salzburg hefir síðustu 5 eða 6 árin verið auðug af öllu sem óþarft er og einskis nýtt en harla fátæk af því sem að gagni mætti koma og örsnauð af því sem ekki má án vera. Þannig er ástandið! … Íslensk þýðing: Árni Kristjánsson Þinn einlægur Amadé Wolfgang Amadeus Mozart 27. janúar 1756– 5. desember 1791 MOZART-MOLAR ORÐ í eyra, hljóðbókaútgáfa Blindra- bókasafns Íslands er þessa dagana að gefa út þrjár hljóðbækur. Bæk- urnar eru Kleifarvatn eftir Arnald Indr- iðason í lestri Jóns Inga Hákonar- sonar, Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur í lestri Guðrúnar Evu Mín- ervudóttur og Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle í þýðingu Vésteins Lúð- víkssonar og í lestri Sigurðar Skúla- sonar. Héðan í frá verður útgáfa Orðs í eyra á geisladiskum. Bækurnar fást í flestum stærri bókaverslunum en einnig má panta þær hjá Blindrabókasafni Íslands í síma: 564 4227 eða gegnum tölvu- póst kristine@bbi.is Nýjar hljóðbækur frá Orði í eyra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.