Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ÍSLENSK stjórnvöld hafa í heilt ár verið að und- irbúa að falla frá fyrirvara sem Ísland gerði í við- auka 1 við samninginn um Evrópskt efnahags- svæði, en hann fjallar um heilbrigði dýra og plantna. Áfram er þó gert ráð fyrir að við verðum með fyrirvara varðandi innflutning á lifandi dýr- um. Gangi þetta eftir rýmka verulega heimildir ferðamanna til að flytja til landsins osta og unnar kjötvörur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru formlegar viðræður við Evrópusambandið ekki hafnar, en gert er ráð fyrir að þær hefjist á næstu vikum eða mánuðum. Búið er hins vegar að vinna mikið að málinu innan íslenska stjórnkerfisins. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir síðar á þessu ári. Málið er viðamikið og snertir fjármálaráðuneytið, land- búnaðarráðuneytið og umhverfisráðuneytið. Sam- kvæmt núverandi reglum mega ferðamenn taka með sér allt að þrjú kíló af matvöru, þar á meðal sælgæti. Verðmæti matvælanna má ekki vera meira en 10.000 krónur. Meðal matvara sem bann- að er að flytja til landsins er „ósoðið kjötmeti og kjötvörur ýmiss konar, t.d. þurrkað kjötmeti, ósoðin reykt svínslæri, beikon svínahryggir, reyktar ósoðnar pylsur, ósoðnir fuglar og fugla- innyfli, fersk eða fryst, innmatur, svið og blóð,“ eins og segir í reglugerð. Ennfremur er bannað að flytja inn ógerilsneydda mjólk og ósoðin egg. Áfram hámarks kílóafjöldi Verði reglunum breytt eins og áformað er verð- ur heimilað að flytja inn til landsins algengar mat- vörur sem bannað er að flytja til landsins í dag. Þannig yrði t.d. heimilt að flytja inn ógerilsneydda osta og ýmiss konar pylsur. Gert er ráð fyrir að áfram verði viss hámarkskílóafjöldi sem hver ein- staklingur má flytja með sér til landsins. Ef ferða- maður er með meira af matvörum en reglurnar kveða á um verður varan ekki gerð upptæk heldur verður viðkomandi gert að greiða toll af henni samkvæmt almennum tollareglum. Stjórnvöld áforma að falla frá fyrirvörum í EES-samningi um heilbrigði dýra Stefna að rýmri reglum um innflutning á matvörum Morgunblaðið/Ásdís Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EKKI hefur fundist nein fugla- flensa í villtum fuglum sem rann- sakaðir hafa verið hér á landi að undanförnu. Búið er að taka 30 sýni og greina 19. Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir segir að haldið verði áfram að taka sýni hér á landi, m.a. í farfuglum í vor. Halldór var spurður hvort líklegt væri að það myndi finnas að fugl sýktur af fuglaflensu fyndist hér á landi. Hann sagði að það færi tals- vert mikið eftir því hver þróunin yrði í Bretlandi. Bretar væru búnir að taka um 1.500 sýni, en í þeim hefði ekki greinst H5N1 veira sem talin er einna hættulegust. Þeir hefðu fundið aðrar veirur sem við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af. Ef Bretar færu hins vegar að finna H5N1 veiru í fugli á Bretlands- eyjum ykjust líkur á að fugl sýktur af fuglaflensu myndi greinast hér á landi. Búið er að setja upp rannsóknar- áætlun til að leita að fuglaflensu í fuglum hér á landi. Samkvæmt henni verða sýni tekin úr villtum fuglum, m.a. á Tjörninni í Reykja- vík, í farfuglum sem koma til lands- ins í vor og í alifuglum inni og úti. Halldór sagði að menn hefðu tal- ið að ef kæmi upp fuglaflensa í villtum fugli væru endur í einna mestri hættu. Sjúkdómurinn gæti þó einnig komið upp í álftum og gæsum og fleiri tegundum. Halldór sagði að fuglar á Tjörninni hefðu sérstaklega verið rannsakaðir, en ekkert hefði fundist. Hann sagði því ekki tilefni til að vara almenn- ing við því að umgangast villta fugla vegna hættu á fuglaflensu, að svo komnu. Það væri hins vegar þekkt að salmonellu og kamfýló- bakter væri að finna í villtum fugli og alltaf væri viss hætta á að þess- ar bakteríur bærust þaðan yfir í menn. Morgunblaðið/Sverrir Leitað að flensu í farfuglum ÓDÝRUST var matvörukarfan í Bónus á 3.286 krónur og dýrust í Tíu–ellefu á 5.071 krónu í verðkönn- un sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær á nítján matvörutegundum í matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Munurinn á hæsta og lægsta verði matvörukörfunnar nemur því 1.785 krónum eða 54%. Mikill verðmunur var á ýmsum matvörum. Til dæmis reyndist 212% munur á hæsta og lægsta verði Tilda Basmati-hrísgrjóna í suðupok- um, 168,9% munur á pastaskrúfum og 137% munur á hæsta og lægsta verði kínakáls. Athygli vakti að innan við fjög- urra króna munur var á verði þrett- án vörutegunda í körfunni milli Bónuss og Krónunnar og á tólf vörutegundum milli Bónuss og Kaskó. Farið var í tólf matvöruverslanir en fella varð Nettó úr könnuninni þar sem grunur lék á um að starfs- menn þar hefðu reynt að hafa óeðli- leg áhrif á niðurstöður könnunar- innar.      3   3   3 G H 4 3  D @   3  E    +"!$& * +"#.& +"#., #"'%. #"+'' #"+%. #"++! #"#++ #"$#! #",*$ *"'.% 3    54% verð- munur á matvöru- körfunni  212% verðmunur | 19 ASIA Seafood Inc. er nýstofnað fyr- irtæki fyrrverandi starfsmanna Ice- landic Asia sem er í eigu Icelandic Group. Í tilkynningu frá Asia Sea- food frá því í gær segir að 21 starfs- maður Icelandic Asia hafi sagt upp störfum og stofnað eigið fyrirtæki vegna óánægju með stjórnendur Ice- landic Asia. Ellert Vigfússon, framkvæmda- stjóri Asíuhluta Icelandic Group, segir að einungis liggi fyrir uppsagn- arbréf níu starfsmanna. Hann segir þessar uppsagnir hafa óveruleg áhrif á afkomu félagsins. | 13 Sögðu upp og stofnuðu eigið félag „ÉG efast um að íslenskan hverfi í bráð en held að hún muni breytast stórlega,“ segir Telma Huld Ragnarsdóttir, sautján ára nemi í MH, og skólafélagi hennar, Björn Þor- leifsson, er á sama máli. „Áhrif- in frá enskunni eru kannski að aukast en íslenskan verður allt- af til staðar.“ Áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu eru ekki nýjar af nálinni en svartsýnismenn spá hnignun málsins og jafnvel endalokum. Íslenska er ekki á lista UNESCO yfir tungumál í út- rýmingarhættu. Eiríkur Rögnvaldsson, pró- fessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir ávallt ástæðu til að vera á verði gagn- vart breytingum á málinu en hann kveðst óviss um að þátta- skil séu að verða varðandi þró- un tungunnar. Fleiri eru á sama máli og líta framtíð ís- lenskrar tungu björtum augum. Íslenskan ekki í út- rýming- arhættu  Málbreytingar | 6 AUKIÐ er á sveigjanleika við framkvæmd kennslu með því að fella niður ákvæði um lágmarkskennslustunda- fjölda á viku og að meðallengd kennslustunda skuli vera 40 mínútur. Þetta er meðal þess sem lagt er til í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á gild- andi lögum um grunnskóla sem lagt var fram á Alþingi í gær. Jafnframt eru lagðar til víðtækari heimildir til mats á námi utan grunnskóla til valgreina og einnig veitt aukið svigrúm til undanþágu frá skólasókn nemenda vegna reglubundins náms eða íþróttaiðkunar utan skóla eða af öðrum gildum ástæðum. Ákvæði gildandi laga um stofnun grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum eru gerð skýrari, auk þess sem lagt er til að lögbundið verði lágmarksfjár- framlag sveitarfélaga til rekstrar þeirra, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, til að tryggja frekar en nú rekstr- argrundvöll þeirra. Skerpt er á lögbundnum umsagnarrétti foreldraráða þannig að hann nái til fyrirhugaðra meiri háttar breyt- inga á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær liggur fyrir. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ákvæði sem snúa að námsumhverfi nemenda og vellíðan þeirra í skólastarfinu, auk þess sem menntamálaráðherra er fal- ið, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, að setja reglugerðir um skólaakstur og um slysavarnir og öryggismál í grunnskólahúsnæði og á skólalóðum. Jafn- framt er lagt til að skerpt sé á jafnrétti nemenda til náms óháð kynhneigð, en slíkt ákvæði var ekki að finna í gömlu lögunum. | 10 Kveðið á um jafnrétti nemenda til náms óháð kynhneigð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.