Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 37 MENNING FRÁ fyrstu tíð hefur nóteruð vest- urlenzk listmúsík fyrir blást- urshópa einkum verið ætluð til skemmtunar utan dyra. Það er því ákveðin réttlæting fyrir nafngift Hnúkaþeys um oktett ofan- greindra spilara af yngri kynslóð, er hélt sína árlegu höfuðborg- artónleika í Dómkirkjunni á sunnudag með tilstyrk Reykjavík- urborgar. Að sama skapi fylgir hefðinni, og hljómstyrkara eðli blásturshljóðfæra, að þau eru yf- irleitt óháðari góðri ómvist en strengir. Því mátti sæmilega við flutningsumgjörðina una í stjúp- móðurlegri heyrð Dómkirkjunnar, jafnvel þótt veikari og fíngerðari staðir verkanna hefðu átt betri hljómburð skildan. Ég hafði ekki áður hlýtt á hóp- inn, og skal því ekki dregið að lýsa því yfir að spilamennskan veitti mikla og ómengaða ánægju. Túlk- un þeirra áttmenninga (ásamt snöfurlegu framlagi Eiríks tromp- etleikara í verkum Herberts, Wer- ners og Páls eftir hlé) var nefni- lega af þeirri gæðagráðu að maður hlaut snemma að spyrja hvort ekki væri fullt tilefni til að senda slíkt út fyrir landsteina í tónleikaför, eða varðveita á hljómdiski – helzt hvort tveggja. Því eins og margoft áður hefur komið fram sagði dræm aðsókn (um 20 manns, þrátt fyrir ókeypis aðgang) næsta lítið um verðleikana í boði. Að því sögðu tekur varla að þaulgreina viðfangsefni kvöldsins, er voru upp til hópa bráð- skemmtileg áheyrnar, enda hlaut fátt lakari útreið en annað í upp- numdum og hnífsamstilltum leik þeirra félaga. Forleikur Malcolms Arnold (úts. Uwe Radok) bar hressilegan svip af fjölhæfu brezku tónskáldi með aukarætur í m.a. kvikmyndatónlist og djassi. Verkin tvö eftir Hummel, Die Eselhaut (úts. Wenzel Sedlak) og Oktett- partítan í Es, gáfu vísbendingu um hvernig kennari hans Mozart hefði hugsanlega getað hljómað í léttari kanti um 1825, hefði honum enzt eðlilegur aldur. Sextett Beethov- ens í Es f. 2 klar., 2 horn & 2 fag- ott (ekki nánar auðkenndur í tón- leikaskrá, en mun frá 1796, þrátt fyrir ópusnúmerið 71) var inn- blásið æskuverk innan hefðbundins skemmtiramma. Verkaþrennan eftir hlé fyrir okt- ett og trompet – gáskatryllt þjóð- lagaskotið Scherzo Herberts H. Ágústssonar, krassandi íhugul Me- ditation Wernes Schulze og litrík- ur Nonett Páls P. Pálssonar – fóru dável saman, enda fyrirskrifuð til samflutnings í þeirri röð. Kynti hún með ákjósanlegasta móti undir lokaverki tónleikanna, fyrrnefndri og sérlega sjarmerandi Oktettp- artítu Hummels. Lauk þar með úr- valsblæstri er hefði fyllilega verð- skuldað fullsetið Háskólabíó. Úrvalsblástur í hrópandi kyrrþey TÓNLIST Dómkirkjan Verk eftir Arnold, Hummel, Beethoven, Herbert H. Ágústsson, Werner Schulze og Pál P. Pálsson. Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr (Peter Tompkins & Eydís Franzdóttir óbó, Ármann Helgason & Rúnar Óskarsson klarínett, Anna Sig- urbjörnsdóttir & Emil Friðfinnsson horn og Darri Mikaelsson & Kristín Mjöll Jak- obsdóttir fagott) ásamt Eiríki Erni Páls- syni trompet. Sunnudaginn 22. janúar kl. 17. Kammertónleikar Morgunblaðið/Sverrir Blásturinn „hefði fyllilega verðskuldað fullsetið Háskólabíó“. Ríkarður Ö. Pálsson ÉG HORFI á tryggingaspæjarann Abe Holt festa bílinn sinn í sandi, sennilega einhvers staðar á Suður- landi. Hann á að vísu að vera í ná- grenni North-Hastings í Minnesota og ók skömmu áður fram hjá vega- skiltum á ensku en fjöllin í baksýn voru greinilega sunnlensk. Holt pauf- ast í myrkrinu inn í eyðibýli þar sem hann sér gamlar ljósmyndir á hillum. Hann tekur eina myndina og skoðar hana; hún er af litlum prakkaralegum strák ásamt foreldrum sínum. Mér finnst ég kannast óljóst við andlitið á drengnum og þegar kvikmyndavélin færist til og foreldrarnir verða greinilegri rennur upp fyrir mér ljós. Ég sný mér að konunni minni og segi hálf hátt: Þetta er myndin! Og við förum bæði að hlæja og ég sé að áhorfendur í bíósalnum líta undrandi á okkur eins og alltaf þegar hlegið er á röngum augnablikum að kvikmynd. Sagan hófst raunar fyrir þremur árum þegar við lögðum leið okkar í Ljósmyndasafn Reykjavíkur á sunnudegi til að skoða ljósmyndasýn- ingu og í stað þess að taka lyftuna aftur niður gengum við niður stigana og virtum fyrir okkur gamlar ljós- myndir sem þar höfðu verið hengdar upp á veggi. Ég gekk fram hjá mynd af fjölskyldu standandi við húsvegg og fékk það um leið á tilfinninguna að fólkið væri kunnuglegt. Svo ég sneri við og leit aftur á myndina og mikið rétt: Við blöstu ég sjálfur, bróðir minn, foreldrar og afi og amma fyrir um það bil 40 árum framan við húsið heima! Ég stóð lengi og starði á ljósmynd- ina. Ég hafði aldrei séð hana áður og mundi ekkert eftir því þegar hún var tekin. Ég var mættur á skrifstofu Ljósmyndasafnsins snemma daginn eftir til að fá nánari upplýsingar og þá kom í ljós að myndin var úr filmu- safni ljósmyndarans Gunnars Rún- ars Ólafssonar, sem hafði meðal ann- ars ferðast um sunnan- og vestanvert landið á síðari hluta sjötta áratugar síðustu aldar og fyrri hluta þess sjö- unda og tekið myndir af fólki sem þar bjó. Ég átti þarna óvænt en afar skemmtilegt stefnumót við bernsk- una þegar ég fletti filmusafninu. Auk fleiri mynda af minni fjölskyldu voru þarna margar myndir af fólki á öðr- um bæjum í Vallarkrók, eins og sveit- in mín var kölluð, og víðar í Rang- árvallasýslu. Án efa eru margir í sömu sporum og ég og eru annað- hvort á myndum þarna, án þess að vita af því eða eiga ættingja sem þar sjást. Því birti ég hér lista yfir bæi þar sem Gunnar Rúnar tók myndir: Ánabrekka í Borgarfirði, Þór- unúpur, Tjaldhólar, Moshvoll, Efri- Hvoll, Bakkavöllur, Völlur, Árgils- staðir, Kotvöllur, Stórólfshvoll, Duf- þaksholt, Giljar, Miðkriki, Langagerði, Tumastaðir, Torfastað- ir, Holt, Keldunúpur og Prestbakki á Síðu, Móar á Kjalarnesi, Ingjalds- sandur, Hraun, Brekka, Ástún, Há- tún, Þverspyrna, Hrepphólar, Galta- fell, Múli á Landi, Núpstaður, Hvassafell, Steinar, Kálfafell, Dverg- hamrar, Alviðra, Hraungerði, Rauði- lækur, Vorsabær á Skeiðum, Raf- tholt, Kaldárholt, Fellsmúli, Meðalholt, Holt á Síðu, Hólmur, Prestbakkakot. Þessi listi er sjálfsagt ekki tæmandi. Gunnar Rúnar mynd- aði einnig mikið í Hafnarfirði og fyrir nokkru kom út bók með myndum hans sem hét Hundrað Hafnfirð- ingar. Nú sá ég fjölskyldumyndina mína aftur með jafn óvæntum hætti og í fyrsta skiptið, í kvikmyndinni A Little Trip to Heaven. Þar sást að vísu aðeins hluti hennar, andlit bróð- ur míns og útlínur foreldra minna, sem nú stóðu framan við bandarískan timburbæ í stað hvíta steinveggsins heima. En hvernig stóð á því að þessi mynd komst í hendurnar á Abe Holt? Með nokkrum símtölum tókst mér að rekja slóð hennar inn í eyðibýlið, sem mun raunar vera í Borgarfirði, og í ljós kom að sú slóð hófst einnig í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þang- að höfðu starfsmenn framleiðanda kvikmyndarinnar komið í leit að gömlum fjölskyldumyndum og fengu nokkrar, sem Baltasar Kormákur, leikstjóri, valdi síðan úr. Og þannig atvikaðist það að mér tókst næstum því – óafvitandi að vísu, að komast í Skreppitúr til himna. Baltasar útskýrði afsakandi fyrir mér að það hefði verið of flókið að hafa tvo drengi á myndinni og því var annar þeirra klipptur brott. Nú veit ég því af eigin raun hvernig þeim leikurum líður, sem verða fórn- arlömb skæranna í klippiherbergjum kvikmyndagerðarmanna. Helga bróður mínum hlotnaðist hins vegar sá heiður – einnig óafvitandi, að leika eina af lykilpersónunum mynd- arinnar, sem sést aldrei nema á þess- ari ljósmynd. En ég er löngu búinn að fyrirgefa kvikmyndagerðarfólkinu þetta því ég hafði mikla ánægju af að horfa á kvikmyndina. Hún er líka tekin á þeim slóðum þar sem ég er fæddur og uppalinn og mér fannst bara eðli- legt að sjá Seljalandsfoss í baksýn þótt myndin eigi að gerast í Minne- sota. Fossinn myndar notalegt og traustvekjandi mótvægi við hrörleg húsakynni sögupersónanna og hlut- skipti þeirra. Þá er ég ekki frá því að „góðu“ hliðinni á Heklu hafi brugðið fyrir, sem sýnir að þarna voru smekkmenn að verki, því það fær mig enginn ofan af þeirri skoðun, að Hekla séð frá suðvestri sé eitt falleg- asta fjall heims. Raunar eru Hekla og Seljalandsfoss allt of falleg fyrir North-Hastings. Mér þykir því lík- legast, að í kvikmyndinni séu þau að leika himnaríki í fjarska. Ljósmyndir | Klipptur út úr A Little Trip to Heaven... Myndin Eftir Guðmund Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Abe Holt skoðar myndina af Fred McBride og foreldrum hans í mynd- inni A Little Trip to Heaven. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Gunnar Rúnar Ólafsson Heimilisfólkið á Kotvelli í Hvolhreppi sennilega sumarið 1963. UM ER að ræða semi-fígúrasjón sem á ættir að rekja til snemm- módernismans, Alberto Giacometti, Pablo Picasso o.fl. sem á sínum tíma höfðu byltingarkenndar hugmyndir um rými og skúlptúr. Framvinda í skúlptúr hefur síðan snúist einna helst um rými og áþekkir skúlptúrar og brautryðjendurnir gerðu fyrir tæpri öld síðan virka í dag sem heim- ilislegir listmunir. Engu að síður er hér fagurfræði í gangi sem snýst um rými innan hlutarins sjálfs, samtöl lína og forma, eða eins og Giacometti kallaði „konstrúksjónir í rými“. Þessar „konstrúksjónir“ Péturs eru í lífrænni kantinum, bæði formrænt séð og efnislega þar sem efnið sem hefur þrýst sér inn í skilin á mótinu líkist einhverskonar mosa eða þangi. Auk þess að svipa að hluta til konst- rúksjóna snemm-módernismans minna skúlptúrarnir því líka á jurtir. Ég verð að játa að ég tengdi ekk- ert sérstaklega við þessi verk Pét- urs. Þau eru full settleg fyrir mitt leyti og lítil tilraunasemi í gangi utan afmarkaðs ramma tækninnar. Pétur er handverksmaður mikill. Hann sá m.a. um að kenna nemendum Mynd- listar- og handhíðaskólans að steypa í brons og hann rekur einu málm- steypu landsins sem sérhæfir sig í að steypa listaverk með svokallaðri „lost wax“ aðferð. Á sýningunni má sjá stutt myndband sem sýnir lista- manninn að iðju sinni. Myndbandið er ágætis viðbót við sýninguna. Und- irstrikar að áhugi Péturs snýst að- allega um aðferðina eða tæknina. Lífrænar konstrúksjónir MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga nema þriðjudaga frá 11- 17. Sýningu lýkur 30. janúar. Í Sverrissal og Apóteki Hafnarborgar sýn- ir Pétur Bjarnason 20 skúlptúra steypta í brons. Pétur Bjarnason Morgunblaðið/Sverrir Frá sýningu Péturs Bjarnasonar. Jón B.K. Ransu FYRSTA skáldaspírukvöldið á þessu ári, þ.e. hið 51. verður í kvöld 23. janúar og þá lesa upp þau; Rúna K. Tetzschner og Gunn- ar Hersveinn. Upplesturinn er sem fyrr í Iðu, og hefst kl. 20.00 Rúna les upp úr sígildri barnabók sinni, Ófétabörnin, sem býr yfir fal- legum og hnitmiðuðum boðskap sem á ekki síður erindi til full- orðna en barna. Gunnar Hersveinn les upp úr bók sinni Gæfuspor – gildin í líf- inu. Hún hefur einnig að geyma sterkan og ákveðinn boðskap. Sem fyrr er hægt að kaupa all- ar bækur Lafleur útgáfunnar með 20 prósent afslætti á Skálda- spírukvöldi, sem og bækur skáld- anna sem lesa. Skáldaspírukvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.