Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 25 MINNSTAÐUR Bolungarvík | Íþrótta- og æsku- lýðsráð Bolungarvíkur útnefndi Gunnar Má Elíasson íþróttamann ársins 2005 í hófi sem efnt var til í Víkurbæ í Bolungarvík af því tilefni síðastliðinn fimmtudag. Þrjár tilnefningar bárust til kjörs- ins, frá hestamannafélaginu Gný, Ungmennafélagi Bolungarvíkur í knattspyrnu og Golfklúbbi Bolung- arvíkur. Gunnar Már var tilnefndur fyrir bæði golf og knattspyrnu. Gunnar, sem er á tuttugasta ári, hefur náð góðum árangri í knatt- spyrnu þar sem hann er einn af máttarstólpum meistaraflokks UMFB, sem endaði í 4. sæti síns rið- ils, og í liði UMFB, sem vann sér sæti í 2. deild á innanhúsmóti KSÍ. Gunnar vann ekki síður stórafrek á golfvellinum en hann sigraði á opn- unarmóti GBO, Sjómannadagsmóti GÍ, Meistaramóti GBO, Sigga Bjart- ar-mótinu í Bolungarvík og golfmóti Endurskoðunar Vestfjarða en auk þessa komst Gunnar í verðlaunasæti á fleiri mótum. Á árinu lækkaði Gunnar forgjöf sína úr 11,3 í 7,6 og náði þeim merka áfanga að fara holu í höggi á par 4 holu á Syðridalsvelli og fékk hann þar með það sem golfarar kalla al- batros, það er að fara 3 undir pari holu, en það mun vera afar sjaldgæft að golfarar nái því. Gunnar Már hefur orð á sér fyrir að vera prúður og fylginn sér og fyr- irmynd góðra íþróttamanna. Einnig voru af þessu tilefni veittar viðurkenningar fjölmörgu íþrótta- fólki fyrir góðan árangur í íþrótta- iðkun sinni á síðastliðnu ári. Tilnefndur fyrir tvær íþróttagreinar Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Eftir Gunnar Hallsson Fáðu úrslitin send í símann þinn Reykjanesbær | Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- nesbæ, hefur sent frá sér ályktun þar sem því er mótmælt að rík- isreksturinn virðist nú reyna að bola í burtu einkaframtaki í orkusölu þótt lög kveði á um að þar skuli ríkja frjáls samkeppni. „Miðað við þau orð sem höfð eru eftir iðnaðarráðherra virðist ákveðið í bakherbergjum hverjum eigi næst að selja orku til stóriðju og veita framkvæmdaleyfi, á sama tíma og sömu aðilar segjast hafa komið á frelsi í orkusölu,“ segir í ályktuninni. Það er rifjað upp að Hitaveita Suð- urnesja hefur hafið samstarf við Norðurál um undirbúning álvers í Helguvík. Stigskipting framkvæmda þýði að skrefin eru minni en sést í framkvæmdum á Austurlandi og fyrirhuguð eru í Straumsvík. Þau þýða því betri undirbúning að orku- öflun frá jarðgufuvirkjunum, minni mengun og jafnari áhrif á efnahags- lífið. „Um þetta virðast þeir sem tjá sig frá ríkisstjórninni ekki hugsa. Látið er sem eini orkusöluaðilinn heiti Landsvirkjun og ríkisstjórnin ákveði að baki hennar hverjum skuli næst seld orka.“ Krefjast þess að farið verði að lögum um frjálsa orkusölu Styrkjum úthlutað | Alls hlutu þrettán félög styrki úr Tóm- stundasjóði Reykjanesbæjar á árinu 2005, samtals 2,8 milljónir kr. Flestir styrkirnir eru greiddir vegna fyrirliggjandi samninga félag- anna við bæinn. Skátafélagið Heiða- búar frá 700 þúsund, KFUM og K fá 750 þúsund, Félag harmónikuunn- enda fær 100 þúsund, Gallerí Björg 50 þúsund, Skákfélag Reykjanes- bæjar fær 100 þúsund, Pílukastfélag Reykjanesbæjar, Sæþotufélag Suð- urnesja, Sportköfunarskóli Íslands og Flugmódelfélag Suðurnesja fá 150 þúsund hvert félag og loks fara 100 þúsund til Bridsfélags Suð- urnesja samkvæmt samningi. Flest- ir samningarnir snúast um kynningu félaganna á starfsemi sinni fyrir íbúa Reykjanesbæjar ásamt þátttöku fé- laganna í atburðum eins og Ljósa- nótt, frístundahelginni og 17. júní. Einnig hlutu eftirtalin félög styrki úr Tómstundasjóði: Félag eldri borgara kr. 100.000 vegna danssýn- ingar, Tómstundabandalag Reykja- nesbæjar kr. 300.000 vegna fram- kvæmdar á frístundahelgi 2005, Eldey, kór eldri borgara, kr. 100.000 vegna starfsemi kórsins og ferðar á kóramót. LANDIÐ Í tilefni prófkjörs framsóknarflokksins Í Reykjavík býð ég upp á kosningakaffi Í Þróttaraheimilinu Laugardal (beint á móti Laugardalshöll) Kl. 10 – 18 á meðan prófkjör fer fram Næg bílastæði Veljum Hjört í Framsóknarmenn og aðrir Reykvíkingar Opið lau.: 11:00 - 16:00 1.990- Verð áður: 2.990- 4.990- Verð áður: 6.960- 14.980- Verð áður: 19.970- 1.990- Verð áður: 2.890- 990- Verð áður: 1.990- 1.990- Verð áður: 4.860- 2.990- Verð áður: 3.890- 11.740- Verð áður: 18.850- 1.875- Verð áður: 3.870- Úrval l jósa á frábæru verði! Allt að 70 afsláttur% ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.