Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 51 MINNINGAR gerðar að erfa orðinn hlut við nokk- urn mann. Sumrin í sveit í Svignaskarði hjá Skúla bónda urðu þrjú. Við bund- umst þá vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað síðan. Skúli var ósérhlíf- inn og hamhleypa til verka. Hann var rammur að afli og mikill íþrótta- maður. Það eru ekki margir sem geta leikið það eftir að taka heljar- stökk án fyrirhafnar eins og hann gerði. Seint líður mér úr minni þegar hann sem oftar fór á handahlaupum frá bænum niður allt tún. Hann var að sönnu mikill garpur og atgerv- ismaður. Hestamennska var snar þáttur í búskapnum að Svignaskarði. Skúli var mikill hestamaður og átti margt góðra hesta. Þarna komst ég í kynni við hestamennskuna í sinni bestu mynd. Það eru ógleymanlegar stundir við smalamennsku á hest- baki með Skúla. Hann var oft vel ríð- andi en þó aldrei eins og þegar hann sat gæðinginn fræga Stjarna frá Svignaskarði. Skúli sagði óhikað að þar færi besti hestur á Íslandi. Nú hittast þeir aftur félagarnir og vafa- lítið verða fagnaðarfundir. Skúli var afburða greindur og minnugur maður. Hann kunni ógrynni af kvæðum og vísum sem hann fór gjarnan með á góðri stundu. Hjá honum var einnig að finna hafsjó af fróðleik um sveitina og þá sem hana byggðu. Var hann stálminnugur á menn og málefni. Því voru margir sem gengu í smiðju til hans um stefnumót við liðna tíð. Þessu tók Skúli jafnan ljúflega enda var hann gæddur mikilli frásagnar- gáfu og naut þess að rifja upp sögur og atburði sem nú eru í allt of mikl- um mæli að týnast og hverfa með kynslóð síðustu aldar. Heimilið að Svignaskarði var rausnarheimili og oft var þar margt um manninn enda gestrisnin húsráð- endum í blóð borin. Skúli var alla- jafnan mikið á ferðinni. Þannig var hann. Hann var félagslyndur og sök- um mannkosta sinna oft kvaddur til starfa að félagsmálum. Eftirlifandi kona hans, Rósa Guðmundsdóttir, stóð þétt að baki bónda sínum og gekk til verka jafnt úti sem inni. Þau hjónin voru samhent um búskapinn. Það var mikið metnaðarmál hjá Skúla að fóðrun og umhirða búfén- aðarins væri eins og best verður á kosið. Hið forna spakmæli að búskapur er heyskapur átti vel við Skúla. Hann vann nánast allan sólarhring- inn um heyskapartímann og var van- ur að hafa á orði að það væri nægur tími til að sofa um veturinn. Þetta gerði hann öll sumur og jafnvel hin síðustu ár eftir að hann flutti í Borg- arnes. Eftir að við hjónin fluttumst að Eskiholti II fyrir ellefu árum má segja að ég hafi kynnst nýrri hlið á Skúla. Hann hefur verið mér hinn hjálp- sami nágranni og vinur. Alltaf tilbú- inn að ráðleggja um hvaðeina sem sneri að búskapnum og rétta hjálp- arhönd ef á þurfti að halda. Að leið- arlokum viljum við hjónin þakka samfylgdina og hugur okkar er hjá Rósu og fjölskyldunni. Bergur M. Jónsson. Kæri Skúli, það er mikill heiður að hafa fengið að kynnast manni eins og þér, þú ert maður sem ég bar virð- ingu fyrir. Fullur af reynslu og nátt- úrumaður í kringum allar skepnur. Þú varst þekktur fyrir að hafa hross- in þín í góðu standi og stoltur af því að þín hross höfðu aldrei fengið að kynnast því að líða skort. Þú varst ekki að eyða miklum óþarfa tíma í að nostra við vélar og tæki, enda voru það bara verkfæri sem til þurftu svo búfénaðurinn fengi sitt. Ég heyrði einu sinni góða sögu af manni sem gekk inn á bílasölu og heyrði þar sölumann vera að bjóða manni bíl og meðmælin voru þannig að þessi teg- und hefði enst Skúla á Svignaskarði vel, og þótti það góð meðmæli. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom í fyrstu skiptin mín að Svignaskarði og sá hvað Rósa var dugleg að hugsa um þig. Þið áttuð ykkar eigið tákn- mál sem þú notaðir ef þig vantaði t.d. sígarettur, öskubakka eða sykur í kaffið. Þessar bendingar notaðir þú til að trufla ekki samræðurnar við þann sem þú talaðir við, þessu hafði ég mjög gaman af að fylgjast með. Ég hafði gaman af því að tala við þig um skeið því að þú varst mikill skeið- reiðmaður og hafðir mikið vit á skeiði sem kom sér mjög vel því mitt aðaláhugamál er skeið. Það var mjög gott að þjálfa hesta fyrir þig því þú treystir manni fyrir því sem maður var að gera en samt gat ég alltaf hringt í þig þegar á þurfti. Jæja, Skúli minn, það á eftir að verða skrítið og einmanalegt að hafa engan Skúla lengur á Svignaskarði en vonandi líður þér betur núna. Kveðja, Daníel Ingi. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (Einar Benediktsson.) Þessar ljóðlínur hafa ekki farið úr huga okkar síðan við fréttum látið hans Skúla í Svignaskarði. Hann var bóndi og hestamaður af lífi og sál, og finnst okkur þessar ljóðlínur eiga mjög vel við hann. Hann mundi nú ábyggilega ekki kæra sig um neina lofgjörð eftir sig en það má ekki minna vera en færa honum innilegar þakkir fyrir áratugalöng kynni og vináttu við okkur hér á Hofsstöðum. Fyrir hjálpsemi og vináttu við pabba og mömmu og Ingólf bróður okkar, sem síðan færðist yfir á okkur syst- urnar og fjölskyldur okkar. Fyrir þetta og allt gott og skemmtilegt viljum við nú þakka og munum alltaf minnast. Við munum eftir öllum skemmtilegu reiðtúrunum í æsku. Gjarnan var farið á skemmtanir á hestum því ekki voru þá bílar á hverjum bæ. Voru þetta ógleyman- legar stundir er farið var heim um bjartar sumarnætur. Þá var stund- um farið greitt og þess á milli áð, og var þá margt spjallað. Skúli var þá hrókur alls fagnaðar enda maðurinn orðheppin og skemmtilegur. Svo tók alvaran við með búskaparamstri og öllu sem því fylgdi. Skúli fór að búa í Svignaskarði með henni Rósu sinni, sem stóð alltaf eins og klettur við hliðina á honum, í blíðu og stríðu. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, Guðbjörgu, Guðmund og Sig- ríði Helgu. Skúli var með afbrigðum greiðasamur maður og úrræðagóð- ur, og taldi ekki eftir sér snúninga fyrir aðra. Og síðastliðið haust tók hann að sér ásamt fleirum að leita fjár á afréttinum, sem skilaði sér ekki í lögboðnum leitum. Hefur þetta verið ærin viðbót við erfiðan heyskap sumarsins þar sem ekki var slegið slöku við frekar venju. Skep- nuhirðing fórst honum vel úr hendi, hvort sem voru fé eða hross. Hann ræktaði góða reiðhesta sem voru eft- irsóttir, enda hafði hann yndi af hestum. Átti hann góða kynbóta- og sýningargripi sem hvarvetna voru til sóma. Þessum fátæklegu orðum vilj- um við ljúka með því að senda inni- legar samúðarkveðjur til Rósu, barnanna og fjölskyldna þeirra og biðjum góðan Guð að létta þeim sorgina á þessum erfiðu tímum. Ingunn, Helga og fjölskyldur. Einn þekktasti hestamaður lands- ins Skúli Kristjónsson frá Svigna- skarði er látinn. Skúli varð nánast strax sem ungur maður landsþekkt- ur fyrir reiðmennsku sína og dirfsku við tamningu á erfiðum hrossum. Af uppátækjum hans við þá iðju fóru ýmsar sögur og fáir treystu sér í fót- spor hans. Þegar ég kynntist Skúla var hann orðinn fullorðinn. Kynni okkar urðu innan Landssambands hestamanna- félaga en Skúli var í stjórn LH frá 1981 til 1992 og varformaður sam- bandsins 1988 til 1992 þann tíma sem ég gegndi þar starfi formanns. Mér lék forvitni á að vinna með þess- um manni sem ég reyndar hafði oft hitt á þingum sambandsins. Það er skemmst frá því að segja að með okkur tókst góð vinátta og hélst til endadægurs. Skúli var bráðgreindur og góður félagsmaður og einstaklega málefnalegur og tillögugóður við lausn mála. Hann var einnig mjög traustur í því að fylgja fram þeim samþykktum sem teknar voru af stjórn. Skúli var þrautreyndur í fé- lagsmálum hestamanna hvort held- ur var hjá hrossaræktendum eða í félagsstarfi hestamanna heima í hér- aði. Þá markaði hann varanleg spor í ræktunarstarfi. Eftirminnanlegasti hesturinn sem kom frá Skúla var trúlega Stjarni frá Svignaskarði sem Skúli keppti á á landsmótinu í Skóg- arhólum 1970 og sigraði þar í B- flokki. Stjarni var þá valinn sem keppnishestur á Evrópumóti ís- lenskra hesta (nú heimsmeistara- mót) 1970 og var lengi síðan viðmið- unarhestur fyrir keppnishesta í B-flokki. Nú við andlát sitt skilur Skúli eftir góðan ræktunarstofn kenndan við Svignaskarð. Skúli hlaut margar viðurkenningar fyrir störf sín að félagmálum. Hann hlaut gullmerki LH og heiðursviðurkenn- ingu frá Hrossaræktarsambandi Vesturlands svo eitthvað sé nefnt. Oft áttum við löng samtöl í síma því um margt sótti ég ráð til hans og lærði margt af honum. Skúli sem var búfræðikandidat að mennt og oft í dómum á kynbótahrossum og reynd- ar einnig í gæðingadómum bjó yfir mikilli þekkingu á íslenska hestin- um. Hann var í eðli sínu ræktunar- maður en hefði líka orðið ágætur bú- vísindamaður hefði hann valið þá braut. Skúli var mikill hamingjumaður í makavali en Rósa Guðmundsdóttir eiginkona hans reyndist honum af- skaplega vel í ýmsum erfiðleikum sem oft steðjuðu að. Í sumar þegar við hjónin heimsóttum Skúla og Rósu í Borgarnesi var ánægjulegt að sjá hve vel þau höfðu búið um sig þar. Þá var Skúli hress og lá vel á honum. Fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi stóð þá yfir og hross frá honum unnu þar til verðlauna og hann sá barnabarn sitt blómstra. Þannig vil ég muna þennan ágæta vin minn. Síðustu árin barðist Skúli við mjög erfiðan sjúkdóm sem hneppti hann í fjötra. Þegar hann nú kveður þetta jarðlíf er hann laus úr þessum fjötrum og væntanlega bú- inn að ná sambandi við Stjarna sinn. Rósu, börnum þeirra Skúla og fjölskyldum þeirra vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Kári Arnórsson. Hér verður ekki rakið lífshlaup Skúla vinar míns frá Svignaskarði aðeins örfáar minningar. Mín fyrstu kynni af Skúla voru í bændaskólanum á Hvanneyri vetur- inn 1952–53 þá var hann nemandi í yngri deild en ég í eldri deild. Síðar áttum við samleið í fram- haldsdeildinni á Hvanneyri. Skúli var þá tápmikill ungur maður sem vílaði ekki fyrir sér að takast á við hlutina. Skúla var hestamennskan í blóð borin, hann var óragur að glíma við baldna fola, hann skorti hvorki kjark né dug. Ég minnist þess að þegar við vor- um í framhaldsdeildinni á Hvann- eyri að margir af nemendum bænda- skólans tóku hann sér til fyrirmyndar einkum í sambandi við hestamennskuna. Skúli var hrókur alls fagnaðar og naut þess að gleðjast með glöðum. Hann eignaðist marga góða vini meðal nemenda á Hvanneyri. Skúli var harðfrískur og góður leikfimismaður, stundum var tekist hressilega á en aldrei nema í góðu, það var gaman að takast á við Skúla því hann var bæði liðugur og eld- snöggur. Skúli hóf búskap á Svignaskarði með konu sinni Rósu Guðmunds- dóttur, þau bjuggu með sauðfé og hross. Hann lagði áherslu á góða fóðrun og meðferð, enda skiluðu ærnar góðum afurðum. Hestamennskan og hrossaræktin voru hans aðaláhugamál, þar náði hann þeim árangri sem lengi munu sjást merki um. Nú þegar við kveðjum Skúla í hinsta sinn er mér tvennt efst í huga, það er glettnin og glaðværðin sem hann var svo ríkur af og velvildin og hjálpsemin sem margir nutu góðs af. Vart stóð svo á hjá honum að hann hjálpaði ekki þeim sem til hans leit- uðu ef það var á hans valdi. Ég votta Rósu eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og öðrum að- standendum innilega samúð. Megi allar góðar vættir veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímamótum. Jósep Rósinkarsson. Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang, og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn. Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær, í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn. (Steinn Steinarr.) Þegar ég heyri af andláti fjöl- skylduvinar, Skúla í Svignaskarði, kemur þetta erindi eftir Stein Stein- arr umsvifalaust upp í hugann. Ég er líklega ellefu ára gömul, sit á stéttinni við bensíndælurnar í Hreðavatnsskála, mér finnst endi- lega að það hafi verið sól og ekki sér- staklega mikið að gera í afgreiðsl- unni. Skúli stendur hjá okkur krökkunum, fer með ljóð eftir Stein, segir okkur sögur og spjallar. Svona stundir höfðum við oft átt áður og þær urðu margar þau ár sem ég var heima í Norðurárdalnum. Ég lærði að meta þá báða, Skúla og Stein. Pabbi og Skúli áttu sameiginlegt áhugamál, hestamennskuna, sem þeir sinntu báðir af ástríðu og urðu perluvinir. Þeir voru oft í samstarfi þegar far- ið var með hross á hestamannamót og margt, margt fleira í kringum hestana. Þeir áttu líka mikið sam- starf í félagsmálum tengdum hrossa- rækt og allur tími sem hægt var fór í hestamennskuna og stundum rúm- lega það. Nú hefur pabbi minn misst mjög kæran vin. Fyrir hönd foreldra minna, Leó- polds og Olgu, sendi ég Rósu, Guð- björgu, Guðmundi, Sigríði og fjöl- skyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur, Jóhanna Leópoldsdóttir. Við höfðum ekki búið lengi í sveit- inni er knúið var dyra. Þar var kom- inn bóndinn í Svignaskarði, Skúli Kristjónsson. Vildi bjóða okkur vel- komin í sveitina og ræða við okkur um Nesið. Hvort hann vildi ekki koma inn? Nei, ekki vildi hann það. Sagðist hafa orðið votur í fæturna, vera berfættur í strigaskónum. Ekki húsum hæfur. Við sögum að ekki væri nýskúrað og kaffi til á könn- unni. Bóndinn lét til leiðast. Nesið er Sigmundarnes er skagar út í Norð- urá og af því á Svignaskarð bút en engan aðgang nema í gegnum ykkar land, sagði bóndi. Um þetta vissum við auðvitað allt, en hann vildi ræða hvernig aðgengi og umgengni ætti að vera. Vildi hafa hlutina á hreinu í upphafi. Svona hófust fyrstu kynni okkar af Skúla í Skarði, eins og hann í dag- legu tali var nefndur. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur hverju sinni. Okkar samskipti voru alltaf hrein og bein. Ekkert vesen, engar vöflur, ekkert látið liggja ósagt í loftinu, bara talað hreint út. Er leið að smalamennsku kom hann að máli við okkur og sagðist nú yf- irleitt hafa smalað hér fyrir ofan, hvort við hefðum eitthvað á móti því? Ekki töldum við það, okkar hag- ur þar í húfi. Svo var bara hringt, dagur ákveðinn og málin leyst. Landið smalað til annarrar réttar. Ef kind sást síðar var hún tekin og okkur tilkynnt um það. Mórauð kind var keypt frá Skarði. Loðin og lembd. Haustið eftir, er rolla og lamb voru komin á hús, var spurt: „Er þetta vel gerð kind, þessi hrútur sem út af henni Móru kom?“ Fátt var um svör. „Immm jæja, en útlitið segir ekki allt.“ Og svo reynd- ist verða. Þetta varð vel gerð kind, þegar upp var staðið, sannarlega. Hvernig verður tilveran í sumar og haust. Nú verður enginn sem heyjar Nesið, hreinsar upp það sem við ekki nenntum að slá og smalar hér fyrir ofan, til annarrar réttar. Nú hringir enginn til að tala um að sést hafi kindur sem þarf að fá okkur til að stugga við og koma í hús. Ver- öldin er sannarlega fátækari eftir en áður. Við hjónakornin á Borgum þökk- um Skúla í Skarði öll hans gengnu spor í okkar landi, í okkar þágu. Ánægjuleg samskipti og velvild í okkar garð. Hann var fyrst og síðast bóndi. Unni landinu og flestu sem á því lifði. Var umhugað um afkomu manna og fénaðar, vildi vita af vetr- arforða öruggum í húsi áður en vet- ur gengi í garð. Þá myndi flestu borgið. Þeim fækkar óðum er svona hugsa. Þessum rammíslenska bónda, er alinn var upp við þá stað- reynd að allt ætti hann undir því að tækist að afla heyja og koma skepn- um á hús. Elsku Rósa, börn, tengdabörn og barnabörn. Megi góður Guð gefa ykkur ljós á myrkum dögum er lýsi ykkur fram á veginn um ókomna tíð. Birna og Brynjar, Borgum. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.