Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 61
Hafnarfjarðarkirkja – Samstarf kirkjudeilda á nýrri öld NÆSTKOMANDI sunnudag verður guðsþjónusta Hafnarfjarðarkirkju helguð íhugunarefnum sam- kirkjulegu bænavikunnar sem þá er rétt að ljúka. Í tilefni bænavikunnar verður þema predikunar dagsins: Samstarf kirkjudeilda á nýrri öld. Farið verð- ur yfir sögu átaka fortíðarinnar en þó fyrst og fremst íhuguð sú þróun til samvinnu kirkjudeildanna sem átt hefur sér stað á tuttugustu öld og horft til framtíðar og einingar heimskirkjunnar. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en organisti Antonia Hevesi. Eftir guðsþjónustuna gefst tæki- færi til að spjalla um samkirkjulega starfið yfir kaffibolla í safn- aðarheimilinu. Guðsþjónustan hefst kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og Hvaleyrarskóla. Menningarvaka í Seljakirkju FYRSTA menningarvaka eldri borgara á nýju ári verður þriðju- daginn 31. janúar kl. 18. Vakan hefst á helgistund. Þá flytur Ingi- björg Pálmadóttir fyrrverandi ráð- herra ræðu. Laufey Geirlaugsdóttir syngur við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Vökunni lýkur á léttum málsverði. Verið velkomin. Nýr framkvæmdastjóri í Grensáskirkju FRÍÐUR Norðkvist Gunnarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Grens- ássafnaðar og verður hún formlega boðin velkomin til starfa í guðsþjón- ustu á morgun, 29. jan., kl. 11 árdeg- is. Framkvæmdastjóri sér um fjár- mál og framkvæmdir og fjölbreytt fyrri starfsreynsla Fríðar mun áreiðanlega nýtast vel í þeim verk- efnum. Forveri hennar, Halldór Elí- as Guðmundsson, er fluttur til Bandaríkjanna þar sem hann og eig- inkona hans munu stunda nám næstu árin. Eins og áður segir hefst guðsþjón- ustan kl. 11 í fyrramálið og að henni lokinni verður kaffi á boðstólum. Æðruleysismessa í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði FYRSTA æðruleysismessan á þessu ári verður í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði annað kvöld, sunnudags- kvöldið 29. janúar, kl. 20. Í æðruleysismessum er byggt á reynslusporunum 12 sem liggja til grundvallar í öllu starfi AA- samtakanna. Það er hópur áhuga- fólks um æðruleysismessur sem stendur á bak við þetta helgihald ásamt prestum Fríkirkjunnar en messurnar hafa verið afar vel sóttar frá því þær hófust í kirkjunni fyrir einu og hálfu ári. Annað kvöld fáum við ungt fólk í heimsókn sem sér um vitnisburð og söng en það er Fríkirkjubandið sem leiðir tónlist og almennan söng sem er á léttum og fallegum nótum eins og alltaf í æðruleysismessum. Að lokinni messu verður heitt á könnunni í safnaðarheimilinu. Kristján Valur messar í Langholtskirkju SUNNUDAGINN 29. janúar, hinn almenna bænadag að vetri, mun sr. Kristján Valur Ingólfsson messa í Langholtskirkju, en Jón Stefánsson leiðir messusönginn með sínu fólki. Barnastarfið er hafið af fullum krafti á ný eftir jólaleyfi og eru for- eldrar og afar og ömmur hvött til að koma með börnum sínum í kirkju þar sem fjölþætt dagskrá í tali og tónum og myndum fer fram. Lifandi steinar í Hallgrímskirkju LIFANDI steinar er námskeið um kristið lífsviðhorf. Það fjallar um messuna, uppbyggingu hennar og leyndardóma. Námskeiðið er byggt upp með hópumræðum, boðun, kyrrðarstundum, íhugun og heima- verkefnum. Það verður haldið á vor- önn í suðursal Hallgrímskirkju, sex miðvikudagskvöld, kl. 18–20, frá 1. feb. til 8. mars. Enn fremur er lang- ur laugardagur (kl. 10–15) einu sinni á tímabilinu. Leiðbeinendur verða sr. Bára Friðriksdóttir og Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálf- ari. Markmið námskeiðsins eru marg- þætt. Það á að veita innsýn í guðs- þjónustuna, skapa samfélag við aðra í söfnuðinum, auka trú þátttakenda á eigin möguleika í lífinu, að auka tengsl milli trúar og daglegs lífs, einkum í samskiptum við aðra. Einnig er unnið með spurningar er vakna um trúna og lífið og er mark- miðið aukinn trúarþroski. Lifandi steinar – lifandi samfélag Þátttakendur eru virkjaðir á nám- skeiðinu. Hver og einn hefur áhrif á námskeiðið með framlagi sínu. Á námskeiðinu er séð til þess að þátt- takendur geti myndað tengsl hver við aðra, deilt lífsskoðunum og víkk- að út sjóndeildarhringinn. Lögð er áhersla á mikilvægi þagnarskyldu, að það sem sagt er í trúnaði geymi hver með sér. Leitast er við að auka skilning á gildi trúarinnar í hinu daglega lífi og á því hvernig sunnu- dagurinn og guðsþjónustan geta glætt hvunndaginn lífi. Í Lifandi steinum á fólk að láta uppbyggjast í trú og samfélagi. Skráning er hjá kirkjuvörðum í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, og á biskupsstofu hjá Kristínu Arn- ardóttur, s. 535 1500. Námskeiðið kostar 2.000 kr. og greiðist fyrsta kvöldið. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fyrstu messunnar á þessu ári í Breiðholts- kirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 29. janúar, kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu átta árin. Fram- kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guð- fræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mik- il áhersla er lögð á fyrirbænaþjón- ustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og fram- kvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Þorragleði eldri borgara og fundur með for- eldrum fermingarbarna í Grafarvogskirkju NÆSTKOMANDI þriðjudag, 31. janúar, verður haldin þorragleði eldri borgara í Grafarvogskirkju. Hátíðin hefst kl. 12. Dagskrá er sem hér segir: Helgi Seljan fyrrverandi þingmaður flytur gamanmál. Sig- hvatur Jónasson og Benedikt Magn- ússon leika á harmóniku. Þorvaldur Halldórsson syngur og spilar. Að lokum er stiginn dans. Verð er 2.000 krónur. Næstkomandi sunnudag, 29. jan- úar, kl. 11 er fermingarbörnum úr Borgaskóla, Engjaskóla, Rimaskóla, Víkurskóla og Korpuskóla og for- eldrum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu í Grafarvogskirkju. Eftir guðsþjónustuna verður fundur með þessum aðilum, þar sem verður meðal annars rætt um ferming- arfræðsluna, ferminguna sjálfa og því sem henni tengist. Að fundinum loknum verður boðið upp á kaffi og kleinur. Mjög mikilvægt er að sem flestir mæti, fermingarbörn sem og foreldrar. Kyrrðarstundir eru í Grafarvogs- kirkju alla miðvikudaga kl. 12. Í stundinni er orgelleikur, söngur, altarisganga og fyrirbænir. Á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð. Æskulýðsfélagið heldur fundi alla þriðjudaga kl. 20. Grafarvogskirkja. Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjarðarkirkja. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 61 MESSUR Á MORGUN SKÁKSTÍLL heimsmeistarans Veselins Topalovs (2801) ber æ meir keim af snillingnum frá Bakú, Garry Kasparov. Búlgarinn hefur reyndar ávallt verið afar sókndjarfur en tafl- mennska hans er orðin þroskaðri og fimi hans í byrjunum er orðin mjög öflug. Hann og aðstoðarmenn hans eru einkar lagnir við að koma auga á fórnir í byrjun tafls sem eru til þess fallnar að koma á róti á stöðuna, sem og andstæðinginn. Fórnirnar eru kannski ekki alltaf mjög flóknar en iðulega er erfitt að geta sér til um langtímaáhrif hennar á stöðuna þar eð sjáanlegur árangur hennar kemur ekki fram fyrr en löngu síðar í skák- inni. Nýjasta dæmið um þetta er skák Topalovs gegn Levon Aronjan (2.752) á Corus-mótinu en fyrir skákina voru Topalov og Anand (2.792) jafnir og efstir með 6½ vinning af 9 mögu- legum en í tíundu umferð gerði An- and jafntefli við heimsmeistara ung- linga, Shakhriyar Mamedyarov (2.709) á meðan eftirfarandi meist- araverk leit dagsins ljós á taflborði heimsmeistarans. Hvítt: Veselin Topalov (2.801) Svart: Levon Aronjan (2.752) 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. Bc3 d5 9. Re5 Rfd7 10. Rxd7 Rxd7 11. Rd2 O-O 12. O-O Rf6 13. e4 b5 14. exd5 exd5 15. He1 Hb8 16. c5 Bc8 17. Rf3 Re4 Topalov hefur teflt margar sókn- arskákir í því hæglætisafbrigði sem 4. g3 afbrigðið í drottningarindverskri vörn er en þessi staða kom upp í ein- vígi Kramniks og Leko árið 2004 í Brissago um heimsmeistaratitil Kramniks. Þá lék Rússinn 18. Re5 en heimsmeistarinn hafði í undirbúningi sínum komið auga á dýnamískari möguleika í stöðunni. (Sjá stöðumynd 1) 18. Hxe4! Eitursnjöll skiptamunsfórn sem sjálfsagt hefur komið Armenanum í opna skjöldu. Við fyrstu sýn virðast færi hvíts fyrir skiptamuninn vera lít- il en eins og kemur á daginn þá vegur biskupapar hvíts þungt í stöðunni, sem og veikleiki svarts á c6. 18. ...dxe4 19. Re5 Dd5 20. De1! Bf5 Þessi leikur virðist vera eðlilegur en eigi að síður hefði komið til álita að leika 20...Bb7 21. Bxe4 De6 22. Rxc6! Bxc6 23. Bxc6 Dxc6 24. Dxe7 og svartur ætti að geta orðið sér úti um næg gagnfæri til að halda taflinu gangandi og jafnvel vel það. 21. g4 Bg6 22. f3 b4 Bent hefur verið á að 22. ...Bxc5 hefði getað einfaldað vörn svarts þó að hvítur stæði betur eftir 23. dxc5. 23. fxe4 De6 24. Bb2 Bf6 Leyfir gervifórn sem gerir að verk- um að hvítur fær tvö samstæð frípeð. (Sjá stöðumynd 2) 25. Rxc6! Dxc6 26. e5 Da6 27. exf6 Hfe8 28. Df1! Hvítum er að sjálfsögðu ekkert á móti skapi að það skiptist upp á drottningum þar sem þá myndu frí- peðin hans færa honum sigurinn. 28. ...De2 29. Df2! Dxg4 30. h3 Dg5 31. Bc1 Dh5 32. Bf4 Hbd8 33. c6 Be4 34. c7 Hc8 35. He1 Dg6 Svartur hefur barist um hæl og hnakka en nú kemur enn ein sleggjan frá heimsmeistaranum og aftur á hún sér stað á e4-reitnum! (Sjá stöðumynd 3) 36. Hxe4! Hxe4 37. d5 Hce8 38. d6 He1+ 39. Kh2 Df5 40. Dg3 g6 41. Dg5! Öruggasta leiðin til sigurs er að skipta upp á drottningum þar eð hrókar svarts tveir ráða ekki við frí- peð og biskupapar hvíts. 41. ...Dxg5 42. Bxg5 Hd1 43. Bc6 He2+ 44. Kg3 og svartur gafst upp. Norska undrabarnið Magnus Carl- sen (2.625) hefur enn forystuna í B- flokknum en hún hefur minnkað úr einum vinningi í hálfan. Sá sem er í öðru sæti, rússneski stórmeistarinn Alexander Motylev (2.638), mun sjálf- sagt gert allt það sem í hans valdi stendur til að Norðmaðurinn knái beri ekki sigur úr býtum en sigurveg- ari B-flokksins öðlast þátttökurétt í A-flokknum að ári. Nánari upplýsing- ar um Corus skákhátíðina er að finna á heimasíðu mótsins, www.corusc- hess.com. Skeljungsmótinu lokið Skeljungsmótinu, Skákþingi Reykjavíkur, verður lokið þegar þessar línur verða birtar en þegar þær eru ritaðar hefur alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2.476) eins vinnings forystu fyrir lokaumferðina en í henni teflir hann við Hjörvar Stein Grétarsson (2.040). Stefán hefur 7½ vinning af átta mögulegum en kollegi hans, Bragi Þorfinnsson (2.362), hefur einum vinningi minna. Félagi þeirra tveggja, Jón Viktor Gunnarsson (2.421) hefur sex vinninga en þar á eftir koma átta skákmenn með 5½ vinning. Fjallað verður um lokaúrslit mótsins síðar en fróðleiksþyrstir les- endur geta kynnt sér þau á www.skak.is. Héðinn í Tallinn Alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson (2.438) hefur teflt á fjölda móta í vetur og staðið sig með mikilli prýði sé mið tekið af því að hann hafði ekki tekið þátt í alþjóð- legum keppnum um margra ára skeið. Ritstjóra skak.is barst grein- argóð frásögn Héðins af alþjóðlegu móti í Tallinn í Eistlandi þar sem hann var á meðal keppenda. Um kappskákmót var að ræða en það var hluti af skákhátíð sem haldin var til að heiðra minningu eistneska skák- snillingsins Paul Keres. Meðalstig andstæðinga Héðins voru 2.490 stig og fékk hann gegn þeim helming vinninga. Fyrir utan kappskákmótið var haldið öflugt atskákmót þar sem fyrrverandi heimsmeistarinn Karpov fékk flesta vinninga ásamt Ivansjúk og Kasimdzhanov. Nánari upplýsing- ar um mótið er að finna á www.skak- .is. Meistaraverk heimsmeistarans SKÁK Wijk aan Zee í Hollandi CORUS SKÁKHÁTÍÐN 13.–29. janúar 2006 Topalov t.v. sýndi meistaratakta gegn Aronjan. Morgunblaðið/Ómar Stöðumynd 3 Stöðumynd 2Stöðumynd 1 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is SKÁK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.