Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 33 MENNING SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT tónlist- arskólanna var stofnsett haustið 2004 og hélt sína fyrstu tónleika í Langholtskirkju í janúar á síðasta ári. Hljómsveitin er samvinnuverk- efni nokkurra tónlistarskóla á höf- uðborgarsvæðinu og er markmiðið með starfi hennar að skapa vettvang í nánu samstarfi skólanna til þess að efla þjálfun ungra íslenskra hljóð- færaleikara í hljómsveitarleik. Þjálf- un af því tagi er nauðsynlegur þáttur í tónlistarnámi, en um árabil hafa nemendur í framhaldsnámi í tónlist ekki haft næg tækifæri til að taka þátt í flutningi stærri hljómsveit- arverka, enda ekki á færi einstakra tónlistarskóla að starfrækja stóra sinfóníuhljómsveit. Annað starfstímabil hljómsveit- arinnar stendur nú yfir. Hófst það með námskeiði þann 29. desember og lýkur með tónleikum í Langholts- kirkju í dag kl. 16. Þátttakendur eru 88 tónlistarnemar. Stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni er Daníel Bjarnason, en hann stundar framhaldsnám í hljóm- sveitarstjórn við tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi. Flutt verð- ur Dance Macabre eftir Camille Sa- int-Saëns, Tabula Rasa fyrir tvær einleiksfiðlur, strengjasveit og und- irbúið píanó eftir Arvo Pärt og Sin- fónía nr. 4 op.120 eftir Robert Schu- mann. Einleikarar verða tveir fiðluleikarar í framhaldsnámi, Huld Hafsteinsdóttir og Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir. Bakhjarlar og skipuleggjendur Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskól- anna eru Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Tónlistarskóli Hafn- arfjarðar, Tónlistarskóli Kópavogs, Tónlistarskóli FÍH og Tónlistarskól- inn í Reykjavík, auk þess sem nem- endur fleiri skóla taka þátt í hljóm- sveitarstarfinu, nemendur Tónlistarskóla Seltjarnarness og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna. Tónlist | Sinfóníuhljómsveit tónlistarskól- anna leikur í Langholtskirkju í dag Unga fólkið spilar gamla og nýja klassík HJÁ Máli og menningu er komin út í kilju ein þekktasta ástarsaga heimsbókmenntanna, Hroki og hleypidómar eftir Jane Aust- en í þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur. „Það er kunn- ara en frá þurfi að segja að pip- arsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu,“ segir í frægum upphafsorðum þessarar bókar. Þegar ungur og vel stæður karl- maður flytur í héraðið fara sveitung- arnir um leið að orða hann við stúlku – fallegustu heimasætuna í sveitinni. Sú saga hefði fljótlega endað vel ef vinur hans, auðugur piparsveinn úr öðru héraði, hefði ekki farið að skipta sér af þessum ráðagerðum. Í hroka sínum þykir honum stúlkan ekki af nógu góðum ættum fyrir vin sinn og vekur með því heiftarlega hleypidóma systur hennar sem verður honum verð- ugur andstæðingur. Hroki og hleypidómar eftir bresku skáldkonuna Jane Austen kom fyrst út árið 1813 og er ein fræg- asta ástarsaga allra tíma. Hún er auk þess allt í senn; fjörug, fyndin og ögrandi. Höfundur leiðir persón- ur sínar út á dansgólf sögunnar þar sem þær stíga sín þokkafullu spor, frá einum dansfélaga til annars, hring eftir hring, sem smám saman þrengist utan um söguhetjurnar. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi og skrifar eftirmála um Jane Austen og umhverfi sögunnar. Bókin er 315 bls. Verð: 1.799 kr. Hroki og hleypidómar Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is 13.15 Aðalfundur Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra. 14.30 Opinn fundur. Búum til heimsins bestu höfuðborg. Ávarp leiðtoga borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, umræður og fyrirspurnir þar sem þátt taka frambjóðendurnir: Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og varaborgarfulltrúi, Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, Júlíus Vífill Ingvarsson, lögfræðingur, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra, Jórunn Ósk Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun. Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, stjórnar umræðum. Þingforseti: Marta Guðjónsdóttir, kennari. 20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 19.00 Heiðursgestur: Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Blótsstjóri: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Búum til heimsins bestu höfuðborg Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna í dag, laugardag, í Sunnusal Hótels Sögu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 31 00 5 0 1/ 20 06 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn á Nordica hótel laugardaginn 4. febrúar kl. 14. Tilkynna skal um framboð til bankaráðs eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda liggja frammi í Aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis. Einnig er hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Gerð er tillaga um breytingu á samþykktum félagsins um að bankaráði verði heimilt að fela formanni bankaráðs að sinna ákveðnum verkefnum í þágu félagsins umfram þau sem tengjast reglulegum fundum bankaráðs. Hluthöfum er bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við inngang í upphafi fundar. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Aðalfundur 4. febrúar 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.