Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 31 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Þrjár ferðir í golf til London GB Ferðir og Icelandair verða með þrjár hópferðir á Foxhills Club & Re- sort í London í apríl og maí. Hótelinu fylgja tveir 18 holu vellir. Báðir vellirnir eru skógarvellir,. Auk þess er 9 holu æfingavöllur og yfirbyggt æf- ingasvæði á Foxhills. Hótelið er í að- eins 15 mín fjarlægð frá Heathrow flugvelli. Fyrsta ferðin verður dagazna 28.apríl - 1. maí, önnur ferðin frá 12.-17. maí og sú þriðja 25. maí - 28. maí. Kvennaferð til Kaupmannahafnar Kvennaferð verður farin til Kaup- mannahafnar undir leiðsögn Sigrúnar Hjálmtýsdóttur eða Diddú dagana 9.– 12. mars. Gist verður á Hotel Square við Ráðhústorgið. Í boði er að fara á Sinfóníutónleika þar sem rússneski baritónsöngvarinn Sergej Leiferkus syngur verk eftir Tschaikowski, Sjo- stokowitz, Rachmaninoff o.fl. Einnig er boðið upp á dekurdag með nuddi í Vannkulturhuset sem og sameig- inlegan kvöldverð á vinsælu veitinga- húsi. Einnig verður skoðunarferð í nýju Óperuna og kanalsigling. Morgunblaðið/Ómar Sjá nánar www.expressferdir.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti SAS býður upp á sjónvarps- dagskrána SAS-flugfélagið mun bjóða farþegum á viðskiptafarrými upp á að horfa á sjónvarp í rauntíma á lengri flug- leiðum. Á vef Berlingske Tidende kem- ur fram að þetta verði frá og með vor- inu, þ.e. hefjist innan þriggja mánaða. Í fyrstu verður hægt að horfa á sjón- varp á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Asíu, þ.e. Taílands, Kína, Singapore og Japans. Skjáum verður komið fyrir á sætisbökunum þannig að hver og einn farþegi getur valið stöð eftir eigin höfði. Fjórar stöðvar verða í boði, t.d. BBC eða CNN og fleiri fréttastöðvar, auk íþróttarásar. Ekki er endanlega ákveðið hvaða stöðvar verða í boði en markhópurinn er viðskiptaferðalangar. SAS hefur nú yfir að ráða gervi- hnattabúnaði sem gerir farþegum kleift að tengjast netinu á flugi. Þannig getur fólk horft á sjónvarpið í tölv- unum sínum en SAS verður nú fyrst flugfélaga að bjóða sjónvarpsútsend- ingar í skjáum flugvélarinnar. Skjánum verður komið fyrir í tengslum við að sætum á viðskiptafarrými verð- ur skipt út fyrir fullkomnari og þægi- legri sæti. Með tíð og tíma mun far- þegum á venjulegu farrými að öllum líkindum einnig gefast kostur á að horfa á sjónvarp í flugvélum SAS og einnig er líklegt að sjónvarp verði í boði á styttri flugleiðum síðar meir. FÉLAG þýskra bifreiðaeigenda hef- ur skorað á bílaleigur að setja vetr- ardekk undir bíla, sem þær leigja, að vetrarlagi. Í frétt í þýska tímaritinu Der Spiegel kemur fram að við- skiptavinir geri sér yfirleitt ekki grein fyrir því að þeir þurfi sér- staklega að fara fram á það að bíll- inn, sem þeir hyggist leigja, verði á vetrardekkjum. Að auki fylgir vetr- ardekkjum viðbótarkostnaður upp á 10 til 15 evrur. Í tímaritinu er vitnað í við- skiptavin, sem leigði bíl í sam- bandslandinu Hessen hjá bílaleig- unni Budget. Ökuferðin breyttist í sleðaferð „vegna óviðeigandi sum- ardekkja“ og hann rann á kyrr- stæðan bíl. Nú er viðskiptavinurinn í þeirri stöðu að hann ber jafnvel ábyrgð á tjóninu, en hann segir að hann hefði aldrei tekið bílinn á leigu hefði hann áttað sig á því að hann væri á sumardekkjum. Bílaleigurnar segja að eftirspurn eftir vetrardekkjum sé ekki mikil. Vetrardekk séu sett undir 40–50% bílaleiguflotans, en gríðarlegur kostnaður fylgi því að ganga lengra. Auk þess hafa fyrirtækin bent á að þeim beri ekki skylda til þess að setja vetrardekk undir bíla sína. Alltaf á vetrardekkjum Hjá bílaleigunum Budget og Avis á Íslandi fengust þær upplýsingar að það væri ófrávíkjanleg regla að afhenda aldrei bíla til leigu öðruísi en á vetrardekkjum eða nagladekkj- um á veturna. Bílaleigubílar án snjódekkja  ÞÝSKALAND Farmiðar lækka um 9% Rayanair hefur ákveðið að lækka verð á flugmiðum félagsins um 9% frá og með 16. mars næstkomandi, þ.e.a.s. hjá þeim farþegum, sem eingöngu ferðast með handfarangur. Í frétt Aftenposten, kemur fram að frá og með sama tíma verður að greiða sérstaklega fyrir innritaðan farangur. Haft er eftir Karl Högstadius, for- svarsmanni félagsins á Norður- löndum, að boðið sé upp á fyrirfram innritun á Netinu í sparnaðarskyni. Sé farseðillinn pantaður á þann hátt og eingöngu ferðast með handfarangur, er ekki tekið aukagjald en ef miðinn er pantaður fyrirfram og farangurinn innritaður um leið er lagt á aukagjald, 2,5 pund, fyrir hverja tösku eða um 972 kr. ísl. Ef innritað er á flugvellinum hækkar aukagjaldið um helming, í 5 pund, fyrir hverja tösku eða um rúmar 1.900 kr. ísl. Þessi 9% lækkun mun því aðeins eiga við þegar ferðast er með handfar- angur. Reglur um hversu mikinn farangur farþegum er heimilt að hafa verða hertar um leið og nýju reglurnar taka gildi en nú er heimilt að ferðast með allt að 10 kg í handfarangri og 15 kg þegar farangurinn er innritaður. Félagið vonast til að með þessum að- gerðum fækki í biðröðunum við inn- ritun á flugvellinum en benda jafn- framt á að eftir sem áður verði farþegar að mæta tímanlega fyrir flug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.