Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 53 MINNINGAR stöndum þétt saman, eins og alltaf. Ykkar missir er mikill og við biðjum Guð að vaka yfir ykkur og styrkja á þessari erfiðu sorgarstundu. Við sendum einnig okkar innilegustu samúðarkveðjur til Jónu og fjöl- skyldu. Við viljum kveðja þig, elsku Dóri, með þessum orðum sem börnin okk- ar fara svo oft með: Alla daga og allar nætur Jesú englar vaki yfir þér. Fjölskyldan Digranesheiði 2. „Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni og ekki vantar að honum fén- ist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.“ (31, 10–12 Or.K.) Halldór Gunnarsson hlaut væna konu, Ragnheiði Guðnadóttur, konu sem stóð þétt við hlið hans í gleði og erfiðleikum. Hann háði harða bar- áttu við heilsubrest, með lífsviljann og sigurvissuna að vopni. Þau eign- uðust fjögur væn börn sem ólust upp við mikið ástríki og öryggi hjá for- eldrum sínum. Stöðugt erum við minnt á hvað við fáum litlu ráðið í líf- inu. Ekkert er öruggt nema guð og kærleikurinn. Í hinni helgu bók er- um við hvött til að læra að telja daga vora svo að við öðlumst viturt hjarta. Þó við hugsum oft með okkur hvað lífið sé í raun stutt og stopult kemur það okkur samt alltaf á óvart þegar allt er búið, engu fær breytt. Við eig- um ekkert nema líðandi stund, af- markaða stund. Dóri og Ragnheiður lögðu mikla rækt við heimilið og hjónabandið og veittu hvort öðru skjól. Þau störfuðu saman við bú- skap í Þverholtum á Mýrum. Þau voru góðir bændur sem hlúðu vel að búi sínu, enda uppskáru þau verð- laun fyrir umhirðu á skepnum. Til gamans má segja að kýrnar fóru ekki í jólaköttinn því þær fengu allt- af auka tuggu í jólagjöf. Halldór hafði næmt innsæi sem endurspegl- aðist í öllu umhverfi hans. Hann var stálminnugur á menn og atburði. Með dugnaði byggðu hjónin sér góð- an húsakost. Við byggingu íbúðar- hússins var móðurbróðir minn, Guðni, pabbi Ragnheiðar, í farar- broddi enda góður trésmiður. Þykist ég vita að oft hefur verið glatt á hjalla þegar þau voru saman komin þar sem sönggleði og hláturmildi var í fyrirrúmi. Ég tel að öllum verði ógleymanleg 50 ára afmælisveisla húsmóðurinnar í Þverholtum fyrir tæpu ári, þegar Dóri og börnin höfðu undirbúið og boðið til stór- veislu, afmælisbarninu að óvörum. Skynjuðu viðstaddir þvílíka ást, virðingu og þakklæti sem fjölskyld- an sýndi hvert öðru. Þrátt fyrir að Dóri tapaði orustunni var hann sig- urvegari í lífinu, hann eignaðist ást- ríka fjölskyldu sem er æðri en allur heimsins auður. Dóri minn, við kveðjumst að sinni. Þakka þér fyrir samfylgdina, ég óska þér góðrar heimkomu. Blessuð sé minning þín. Ingibjörg Marteinsdóttir. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Minningar, fyrstar, frá Varma- landsskóla af glaðsinna strák, prakkara, sem aldrei var hægt að ganga framjá án þess að eiga það á hættu að manni væri gert bylt við. Við vinkonurnar lærðum það fljótt að best var að láta sem ekkert væri og þykjast ekki taka eftir því þó strákarnir hárreyttu okkur eða stríddu á annan hátt. Dóri var einn af þessum „hrekkjalómum“ og átti það sameiginlegt með fleirum að prakkarastrikunum fylgdi engin ill- kvittni, heldur góðlátleg stríðni. Hann fór áfram í heimavistar- skóla og nú að Skógum undir Eyja- fjöllum sem varð honum mikið gæfu- spor. Þar kynntist hann Ragnheiði, þessari glæsilegu, lífsglöðu og kjark- miklu konu sem hefur staðið með honum í blíðu og stríðu síðan, í rúm- lega þrátíu ár. Hún sýndi það snemma að henni var ekki fisjað saman og hún, borgardaman, var ekki síður mikil sveitakona og hafði þegar þau kynntust verið mörg sum- ur í sveit hjá frændfólki sínu í Rang- árvallasýslu. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Dóri og Ragnheiður í Reykjavík og þar fæddust synirnir tveir. Dóri starfaði hjá Reykjavík- urborg og var vinnudagurinn oft æði langur, sérstaklega við snjómokstur á veturna. Samverustundir fjöl- skyldunnar voru því fáar og Dóri sagðist hafa alvarlega farið að hugsa sinn gang einn sunnudagsmorgun- inn þegar annar sonurinn þekkti hann ekki. Hann var alltaf farinn til vinnu áður en synirnir vöknuðu og þeir sofnaðir þegar hann kom heim að kvöldi. Þetta var ekki óskalífið og upp frá því fóru þau að hugsa um að flytja út á land, í sveit, þar sem fjöl- skyldan gæti verið meira saman. Þau völdu heimaslóðir Halldórs, Mýrarnar, til að setjast að. Frá Þverholtum er útsýni óviðjafnanlegt hvert sem litið er og víðáttan og frelsið átti vel við þau bæði og þrátt fyrir byrjunarörðugleika sveitabú- skapar fóru í hönd bestu ár fjöl- skyldunnar og Heiðrún og Guðrún bættust í systkinahópinn. Í rúmlega tvo áratugi ráku þau mjög gott kúabú og voru samhent í búskapnum og gengu í störf hvort annars þegar þannig stóð á. Eins var í öðrum störfum sem þau stunduðu, þau gátu unnið þau öll í sameiningu. Eftir veikindakafla hjá Dóra und- anfarin ár voru bjartir dagar fram- undan og því svo óréttlátt að hann skyldi ekki fá að lifa lengur og njóta samvista með fjölskyldunni. Þau Ragnheiður dvöldu um nokk- urra vikna skeið í Danmörku síðast- liðið vor þegar Dóri fór í nýrna- skipti. Vissulega var dvölin í Danmörku óvissutími en um leið samverutími þeirra þar sem þau gengu um á götur og garða á fal- legum vordögum. En mest um vert var að aðgerðin heppnaðist vel og Dóri varð sem nýr maður, laus við vélina sem hann þurfti að vera í ann- an hvern dag og þau hugsuðu gott til framtíðarinnar. Þau sáu nú fram á að geta farið að ferðast meira saman sem var áhugamál þeirra beggja. Sérstaklega höfðu þau gaman af ferðalögum um sveitir landsins og voru ótrúlega vel að sér um bæi og búskaparhætti. En ferðalögin verða ekki fleiri að sinni og þau skreppa ekki oftar sam- an á sumardegi til mín í heimsókn yfir Steinadalsheiði. Hugur minn er hjá þér, Ragnheiður mín, og fjöl- skyldunni sem styður þig á þessum dimmu dögum. Þó það sé óraunveru- legt núna þá hækkar sólin á lofti og það birtir alltaf upp að nýju og ég veit hvað þú átt undur gott með að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Misstu aldrei vonina því eins og Gunnar Hersveinn segir í bókinni Gæfuspor: Vonin hefur undramátt sem ljær mönnum þindarleysi í lífs- baráttunni og þrótt á göngunni. Blessuð sé minning Dóra sem var alltaf sami góði strákurinn sem við skólasystkinin kynntumst í barna- skóla og kveðjustundin er sannar- lega ótímabær. Arnheiður Guðlaugsdóttir. Halldór vinur okkar er allur. Eftir mikla og erfiða sjúkdómsreynslu var orðið bjart fram undan hjá Halldóri. Við kynntumst á blóðskilunardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss þar sem við vorum saman á tveggja manna stofu á meðan gervinýrun hreinsuðu blóð okkar. Margt var spjallað og við vorum ekki lengi að finna mörg sameiginleg áhugamál. Hundar og kettir voru þar þó efstir á blaði – dýr sem heilluðu okkur bæði mjög. Þegar Halldór þurfti að byrja í blóðskilun var hann strax ákveðinn í því að læra að stinga sjálfur nálun- um í handlegginn á sér. Nálunum sem annars vegar draga út blóðið og hins vegar skila því aftur til baka inn í æðakerfið. Hann óskaði eftir að því að fá blóðskilunarvél heim til sín og sjá um þessi mál sjálfur. Keyrsla of- an af Mýrum niður á Landspítala þrisvar í viku árið um kring er bæði tímafrek og hættuleg í erfiðri færð og vondum veðrum. Þetta verk að stinga sig sjálfur lærði hann fljótt og vel og við hin sem ekki treystum okkur dáðumst að honum. Eftir þetta sinnti Halldór eigin blóð- hreinsun heima hjá sér eins og sér- fræðingur. Þegar hann kom til eft- irlits í bæinn kom hann alltaf við hjá mér og það var auðséð hve vel hon- um líkaði að geta verið meira sinn eigin herra. Dag einn birtist Halldór hjá mér á spítalanum brosandi út að eyrum og sagðist vera að fara til Köben. Stóra stundin í lífi hvers nýrnasjúklings var komin hjá Halldóri – nýra beið eftir honum á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Við föðmuðumst og viknuðum af gleði. Við samjúkl- ingar hans á deild 13b fylgdumst síð- an með því hvernig gekk í Dan- mörku og fögnðum honum innilega þegar hann kom heim úr þeirri för með starfandi nýra og laus við blóð- skilun. Eftir það gekk allt upp á við með heilsu hans og hann var sem nýr maður. Síðan er það hálkuslys sem færir Halldór aftur inn á spítala og þar deyr hann snögglega. Að vera samskipa á svona fari eins og blóðskilunardeild markar djúp spor í hvern einstakling. Við Halldór urðum vinir. Vinir í þeirri merkingu orðsins að við bárum hag hvort ann- ars einlæglega fyrir brjósti og deild- um skoðunum og tilfinningum á smáu og stóru. Halldór var einstak- lega jákvæður maður og léttur í lund. Hann var einnig skoðanafastur og vissi hvað hann vildi. Því var gott að umgangast Halldór og hann gerði fjögurra klukkustunda veru mína í blóðskilun þrisvar í viku miklu létt- bærari. Halldór var maður vors og sumars. Í minningu minni lifir lýsing hans á þeirri tilfinningu að koma út á hlað snemma á sólríkum sumar- morgni þegar loftið ómaði af söng mófuglanna. Ragnheiði konu Halldórs og dætr- um kynntist ég einnig þegar þær mæðgur komu nokkrum sinnum á sjúkrahúsið til þess að fylgjast með því hvernig blóðskilunarvél vinnur svo þær gætu aðstoðað hann ef eitt- hvað bæri út af. Sonum hans finnst mér ég líka hafa kynnst því svo margt og mikið sagði hann mér frá þeim. Við urðum öll fjögur góðir vin- ir Halldór og Ragnheiður og við Þor- steinn eiginmaður minn. Okkur verður ævinlega ógleymanleg ferðin sl. sumar að Þverholtum og þær hlýju og glaðværu móttökur sem við fengum. Borgarhundanir fengu að hlaupa um allt utan dyra sem innan en heimahundarnir kunnu sig og fóru ekki inn nema þeim væri boðið. Sl. haust komu þau síðan í heimsókn til okkar í Kópavoginn. Þessar heim- sóknir áttu að halda áfram – við fundum að þær voru aðeins upphafið að langri vináttu. En nú er Halldór skyndilega allur og okkur Þorsteini sem aðeins þekktum hann skamma hríð finnst missir okkar mikill. Hall- dór var vinmargur og ég hugsa til þeirra vina hans og sveitunga sem þekktu hann árum saman. Mýrarnar verða ekki þær sömu fyrir þá eftir fráfall Halldórs. Stærstur er missir fjölskyldunnar. Ég veit hve mjög Halldór unni fjölskyldu sinni og bar hag hennar fyrir brjósti. Við Þor- steinn vottum eiginkonu hans Ragn- heiði og börnunum Guðna, Gunnari, Heiðrúnu og Guðrúnu einlæga sam- úð í djúpri sorg þeirra. Jórunn Sörensen. Lífið er skrítið. Stundum sólríkt og bjart, stundum drungalegt og dapurt. Fyrir tæpum áratug kynntumst við hjónin Halldóri og Ragnheiði í Þverholtum. Það var með þeim hætti að yngri dóttir okkar og elsti sonur þeirra bjuggu saman um hríð og eiga soninn Hallgrím Hrafn, fyrsta barnabarnið í báðum fjöl- skyldum, sannkallaður sólargeisli okkar allra. Eftir sambúðarslit hjá börnum okkar hefur haldist styrk vinátta fjölskyldnanna. Það er ekki sjálfgefið að eiga góða að, síst af öllu eðal, kraftmikla, hlýja, framsýna og frjálslynda fjölskyldu, en þannig er „sveitin“. „Allir í sveitinni minni“ er orðtak sem við þekkjum vel, þar er gott að vera, eiga alla, elska alla og fá allt endurgoldið hundraðfalt. Afi Dóri, eins og litli prinsinn okk- ar kallaði hann, hafði lengi átt við vanheilsu að stríða. Eftir vel heppn- aða aðgerð á síðasta ári hafði hann náð nokkuð góðri heilsu aftur. Gam- an var að fylgjast með honum eflast á ný, ná upp fyrri glaðværð og þeim mikla krafti sem jafnan fylgdi hon- um. Loksins virtist allt leika í lyndi. Skyndilega vond frétt, drungi og depurð tekur yfir, allt búið. Það eru forréttindi að fá að kynn- ast fólki eins og Halldóri og hans góðu fjölskyldu og tengjast á svo skemmtilegan hátt. Hann var mikill fjölskyldufaðir, heilsteyptur, hreinn og beinn. Kæra fjölskylda, Ragnheiður, Guðni, Gunnar, Heiðrún og Guðrún, ykkar missir er mikill, en þið eigið líka mikið, minninguna um bjartsýn- an, yfirvegaðan og glæsilegan mann sem þekkti mótlætið svo vel. Hallgrímur og Sigurbjörg. Við kynntumst í gegnum hana Ragnheiði frænku, hún krækti í hann þegar hún var við nám í Skóga- skóla. Við, þessar yngri frænkur, lit- um hver á aðra og skelltum í góm. Fjallmyndarlegur piltur, dökkur á brún og brá, lá hátt rómur, stutt í hláturinn, ættaður af Mýrunum og þar við sat. Í gegnum súrt og sætt síðan þá hjá honum og Ragnheiði. Bændahjón, stólpar samfélagsins og góðar fyrirmyndir fyrir börnin sín og barnabarn, samstiga í tilver- unni. Í gegnum tíðina hafa tengslin haldist og jafnvel eflst með árunum, börnunum og æðruleysinu gagnvart lífinu. Þau byggðu sér fallegt hús í Þverholtum á Mýrum, í nánd við æskustöðvarnar, þar er fallegt út- sýni til allra átta. Þangað fluttu þau með Guðna og Gunnar og þar fædd- ust dæturnar Heiðrún og Guðrún. Það var sumarið 1986 sem ég var svo heppin að gerast kaupakona hjá þeim í nokkrar vikur þegar Heiðrún kom í heiminn. Það fór vel á með okkur öllum og við mæðgur áttum yndislega daga í sól og sumaryl hjá fjölskyldunni. Dóri geymdi stutt myndbrot af Önnu Birtu þar sem hún sprangar um, brosmild, í nýjum stígvélum sem Ragnheiður gaf henni. Rosalega gátum við oft hlegið saman í eldhúsinu, við áttum líka svo margt sameiginlegt, svipaðan bak- grunn, stórar fjölskyldur, vakandi auga fyrir því sem var að gerast í kringum okkur, pólitík og búskap. Þau fylgdust með námsáformum mínum og glöddust með mér þegar ég hélt á önnur mið, aldrei dómhörð, heldur full áhuga. Allir hraustir og hressir, ósköp virtist lífið einfalt og ljúft. Hann fyrirgaf mér meira að segja þegar ég klippti konuna hans sam- kvæmt nýjustu tísku! Ranka sagði mér seinna að myndin sem tekin var af okkur við það tækifæri væri notuð til þess að koma í veg fyrir að hún sæti aftur uppi með svo ótrúlega hárgreiðslu. Guðrún og Sindri fæddust þremur árum síðar og þó að hálfur hnött- urinn aðskildi okkur frænkur þá styrktust böndin enn og ég dreif mig með drenginn til þeirra hjóna þegar hann var rúmlega mánaðargamall. Það gekk svo mikið á að heimsækja þau að ég fékk hita, Ragnheiður pakkaði mér ofan í rúm og um kvöld- ið endaði ég í mjaltavél á fæðing- ardeildinni! Þegar við fjölskyldan bjuggum á Hvanneyri áttum við ennþá fleiri samverustundir og börnin mín voru sannarlega velkomin í sveitina til þeirra hjóna. Dóri kenndi Sindra að keyra traktor og Katerína fékk snert af hestadellunni undir þeirra handleiðslu. Það var yndislegt að fá fjölskyld- una vestur í ferminguna hans Sindra. Við áttum góða daga í frá- bæru veðri bæði hér á Ísafirði og á sælustaðnum í Arnardal. Að leggja land undir fót var fagnaðarefni og alltaf voru áform um að fara lengra og skoða meira. Eftir erfið veikindi í fyrra var Dóri búinn að ná sér, hann var hreystin uppmáluð og allir hrósuðu happi. Dvölin í Kaupmannhöfn gerði útslagið og nýtt líf blasti við hús- bóndanum í Þverholtum. Hann var kominn í fulla vinnu og lét sem ekk- ert væri. Þetta var ótrúlegur um- snúningur og maðurinn fær í flestan sjó. Kallið kom sannarlega óvænt. Hann Dóri var ákaflega gestris- inn, bóngóður og barngóður. Síðast bauð hann okkur lítinn hvolp rétt fyrir jólin þegar við komum við í Þverholtum, honum fannst hálfónýtt að við værum hundlaus fyrir vestan. Litlu stúlkunni veitti ekkert af því að hafa fyrir einum hundi. Við for- eldrarnir vorum á annarri skoðun. Áður en við kláruðum úr kaffiboll- unum greip húsbóndinn nokkra eggjabakka, þvoði eggin af kost- gæfni og setti þau ofan í. Ég hafði á orði að honum fyndist nú tilheyra að senda mig með eggin heim, beint í jólabaksturinn! Við lögðum í’ann og þeir feðgar stóðu á hlaðinu og veifuðu til okkar. Jólatréð stóð við innganginn, Ranka var á heimleið úr póstferð og allt var klárt fyrir hátíðirnar. Mánuði síðar er hann Dóri farinn, rétt si svona. Elsku Ranka mín, börn og fjöl- skyldan öll, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Ingibjörg Ingadóttir. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.