Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hvíl í friði, elsku Þórey. Elsku Guðmundur Þór, Elínborg, Rakel, Sara, Helga Kristín og Þórir, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og viljum við votta ykkur okkar dýpstu samúð. Ásgerður Friðbjarnardóttir og María Bjargey Davíðsdóttir. Elsku Þórey mín, aldrei hélt ég þegar þú heimsóttir okkur fyrir jólin að það væri í síðasta skipti á þessari jörð sem ég fengi að sjá sólskins- brosið þitt og tæki á móti mjúklega knúsinu. Þetta er allt svo óraunveru- legt og að manni finnst óréttlátt. Þetta yndislega lífsins ljós hrifsað burt og eftir sitja allir í losti. Minningarnar streyma fram í hug- ann, allt frá því að fréttir bárust af því að Ella og Gummi ættu von á tvö- földum vinningi, tvíburar væru á leiðinni. Svo komu þessir yndislegu ein- staklingar Þórey og Þórir, algjörar perlur. Fljótt kom í ljós hversu Þór- ey var hjartahlý og yndisleg, alltaf með sæta brosið sitt á andlitinu. Mynd kemur upp í hugann af lítilli hnátu með ljósa lokka, ljómandi bros og stór þykk gleraugu og ég brosi en þannig áhrif hafði það að hugsa um eða sjá hana. Það tendraði bros að heyra nafn hennar nefnt. Svo komu unglingsárin og þá veikjast nú margir af unglingaveiki og gelgju, en ekki hún Þórey, hún tók unglingsárunum af sömu hóg- værð og ljúfmennsku og öllu öðru. Aldrei var talað illa um neinn og öll- um vildi hún vel. Það verður okkar verkefni sem eftir erum að reyna að líkja sem best eftir þessari yndislegu framkomu hennar. Hún Þórey snerti fleiri á sinni stuttu ævi en margir gera á langri. Elsku Þórey, við fjölskyldan þökk- um allt sem þú varst okkur, við gleymum þér aldrei, elskan. Þangað til við sjáumst aftur kveðjum við og biðjum guð að geyma þig. Svíf þú í ljósið, hjartans dúfa. Svíf þú, svíf þú, stúlkan ljúfa. Jesús þig verndi og við þér taki, umfaðmi, blessi og yfir þér vaki. (H. P.) Elsku Ella, Gummi, börnin, tengdasonur, barnabörnin, Helgi afi, aðrir aðstandendur og vinir,Guð blessi ykkur og styrki í sorginni. Með innilegri samúð. Halla, Sigsteinn, Haraldur og Jóhanna. Elsku Þórey. Nú þegar þú ert horfin á braut allra hinna englanna, þá sér maður hvað maður hefur átt en skyndilega misst. Þú varst engill í mannsmynd. Þú hefur alltaf verið og munt alltaf vera jafn saklaus og hjartahlý og í barnæsku. Þú ert nefnilega ein af þeim fáu manneskj- um sem glata aldrei sakleysi barn- æskunnar. Missir eins og þessi að missa þig er eitthvað sem situr í okk- ur öllum til æviloka. Við hugsum um þig dag hvern og minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með þér, þeim mörgu en samt allt of fáu. Ég man það þegar við vorum að byrja að æfa körfubolta, í mini-bolta, við vorum alltaf saman þegar það átti að vera 2-2, við spiluðum sem heild og vildum alltaf fá að vera sam- an í liði. Þú varst alltaf svo feimin og hógvær og gafst alltaf boltann á aðra. Samt gastu allt sem þú ætlaðir þér og varst í raun hörkuleikmaður. Ákveðnin kom bara seinna. Alltaf þegar við vorum í sitt hvoru liðinu notaði ég frekjuna mína til að rífa af þér boltann, en í seinni tíð varstu far- in að kunna öll mín brögð og naust þess að taka mig í nefið. Og þegar við fórum að „synda“ í ánni inni í Hnífs- dal, varð ég auðvitað alltaf að monta mig og fara lengra en þú og á end- anum vorum við næstum syndandi þarna að frjósa úr kulda, en það var samt gaman, það var alltaf gaman. Ég sé þig fyrir mér á himnum með þennan stút sem þú settir alltaf á munninn þegar þú varst að sýna mér hvað þú fílaðir eitthvert lag. Þannig ertu núna hlæjandi að veifa mér bless. Kveðja. Þín vinkona að eilífu, Birgitta Rós. Ég er svo sannarlega ánægð með allar þær minningar sem ég á um þig, elsku Þórey, þær eru samt sem áður alltof fáar. Ég man einna helst eftir skólaferðalaginu í 10. bekk hjá okkur. Þá kynntist ég þér einna best og ég naut þess tíma ótrúlega mikið. Það sem við vinkonurnar gátum hlegið, ég er ekki frá því að mestu lætin hafi komið frá okkar herbergi og við nutum þess líka alveg í botn að hafa þessi læti og fá að hlæja saman. Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og ég mun sko sannarlega hugsa til þessa tíma sem og körfu- boltaferðanna og þessa eina fótbolta- móts sem þú komst með okkur á. Ég mun aldrei geta þakkað þér fyrir það að draga mig inn í körfuboltann. Það varst þú sem hélst mér sem og hin- um stelpunum gangandi, bæði að mæta á æfingar og með móralinn. Þetta er eitthvað sem ekki er að finna í neinni annarri manneskju en þér. Þú varst einfaldlega einstök út í gegn. Hafðu það gott með öllum hin- um englunum. Þín að eilífu, Halla Björg. Ég man það svo vel í partýinu heima hjá Sigrúnu, þegar við vorum nýbúnar að hafa okkur til fyrir djammið þegar við ætluðum að vera ótrúlega töff og taka nokkrar arm- beygjur áður en við færum út. Við lögðumst á gólfið og ætluðum að byrja, en eftir eina gáfumst við upp, lágum svo lengi á eftir í gólfinu hlæj- andi að aumingjaskapnum í okkur. Það var ekki alltaf sem við vorum þessir aumingjar eins og í partýinu, við nutum þess að vera saman í Stud- io Dan, sem var þitt annað heimili auk íþróttahússins. Þar gátum við verið tímunum saman, spjallað, hreyft okkur og hlegið að vitleysunni sem vall út úr okkur. Þetta er eitt- hvað sem stendur upp úr og eitthvað sem ég væri til í að endutaka við tækifæri. Þér mun ég aldrei gleyma, elsku Þórey. Takk fyrir allt. Þín Guðmunda. Enginn sem einhvern tímann hef- ur þekkt þig mun geta gleymt þér, þannig varstu bara og munt alltaf verða í hjörtum okkar allra. Að hafa átt þig sem vinkona er eitthvað sem við munum alltaf getað státað okkur af. Gangi þér sem allra best meðan þú vakir yfir okkur öllum. Hlökkum til að hitta þig og sjá alla sætu körfu- boltastrákana sem þú ert búin að krækja þér í þarna uppi. Kær kveðja. Þínar vinkonur sem geta ekki beðið eftir því að fá að knúsa þig aftur. Halla Björg Ragnarsdóttir, Guðmunda Stefanía Gestsdóttir, Birgitta Rós Guðbjartsdóttir. Elsku vinkona okkar og sam- starfsfélagi . Við fyrstu sýn virtist þú mjög feimin, en komst okkur á óvart með æðislega persónuleikanum þínum og brosinu, ekki má gleyma forvitninni þinni og fyndnu tilsvörunum. Þú barst af í hópnum eins og glitrandi engill, alveg sama á hvaða tíma dags það var, þú varst alltaf brosandi. Það skipti engu hvar maður var í vinnunni, maður gleymdi sér alltaf á spjalli við þig. Hver man ekki eftir þegar þú mættir ofurhress á laug- ardagsvaktirnar með stírurnar í augunum. Samt varstu alltaf svo sæt og í góðu skapi. Við minnumst þess þegar þú sast á kassanum í of stórri eða of þröngri rauðri Samkaups-flís- peysu brosandi að vanda. Þín verður sárt saknað og minning þín mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Kæra fjölskylda Þóreyjar, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Megi minningin um yndis- lega stúlku gefa ykkur styrk og sefa sárustu sorgina. Krakkarnir í Samkaup, Ísafirði. Elsku Þórey. Ég er afar þakklát fyrir það að hafa kynnst þér svona vel og fengið að vera vinkona þín, en ég vildi að ég hefði haft miklu meiri tíma með þér og þótt það hafi verið stuttur tími var það hellingur sem ég fékk að þekkja þig og fyrir það er ég þakklát. Núna þegar ég hugsa um þig sé ég þig alltaf fyrir mér í svörtu hummel-úlpunni þinni, í svörtu út- víðu buxunum þínum, með spöng í hárinu og líka spennur og ávallt geislaði brosið þitt, það er það fyrsta sem ég sé fyrir mér og ég heyri þig hlæja. Ég á alltaf eftir að muna eftir brosinu þínu og hlátrinum það var einstakt þegar þú bæði brostir og hlóst. En mér er minnisstæðast þegar við vorum saman um áramótin. Ég kom niður í bæ og þar sá ég þig. Ég hljóp til þín og knúsaði þig og við kysstumst gleðilegt ár. Við eyddum kvöldinu saman í bænum með skemmtilegum krökkum og skemmtum okkur svo vel. Við týnd- um alltaf hinum stelpunum því við vorum svo fljótar að fara á milli að óska öllum gleðilegs árs. Þegar þú varst að bíða eftir systur þinni og þið voruð að fara heim og hún var búin að gefa þér blátt áramótaskraut um hálsinn, mig hafði langað í svona ára- mótaskraut allt kvöldið og þegar ég sagði þér það þá réttir þú mér eitt af þínu og sagðir: ,,Hérna, þú mátt eiga þetta.“ Það sýnir bara hversu góð þú varst í hjartanu. Ég mun alltaf eiga þetta bláa áramótaskraut til minn- ingar um þig og núna geymi ég það á kommóðunni minni utan um ramma sem ég hef myndir af þér í. Þessi ára- mót verða alltaf mín uppáhaldsára- mót, áramótin sem ég fékk að eyða kvöldinu með þér. Núna þegar ég skrifa þetta heyri ég í þér hlæja og sé brosið þitt, það var svo fallegt. Þórey, þú varst ynd- isleg stelpa sem vildir öllum vel. Ég á fullt af minningum um þig, ég gæti endalaust verið að minnast þín. Þú varst frábær og alveg einstök stelpa og þín verður sárt saknað. Elsku Þórey, ég mun elska þig að eilífu, þú varst vinkona mín og þú munt eiga stóran hlut í hjarta mínu. Þótt þú værir aðeins sautján ára skilur þú eftir spor í hjarta svo margra. Ég veit að englarnir geyma þig vel og vaka yfir þér þarna uppi og vonandi spila þeir körfubolta með þér því það var þitt uppáhald. Sofðu rótt, kæra vinkona, heimur- inn verður aldrei samur án þín en perlur minninganna verða fjársjóð- urinn sem við hin getum yljað okkur við í sárustu sorginni. Elsku Þórir, foreldrar Þóreyjar, systur og fjölskyldur þeirra, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar mikla missi. Hildur María Helgadóttir. Það er ekki svo langt síðan þú sast hjá okkur í skólanum, brostir, hlóst og varst yndisleg eins og alltaf. Að svona frábær stelpa eins og þú sért farin frá okkur og við fáum ekki að hitta þig aftur og vera með þér, það er erfið tilhugsun. Sólin lék við fjöllin daginn eftir að slysið varð. Þau voru fallega gullin og himinninn rauður. Við vissum að þú varst brosandi eins og vanalega og að þér liði vel, svo við brostum á móti. Minningarnar eru margar, fyndn- ar, kjánalegar, og allar góðar. Við (Arna og Eyrún) sáum þig í síðasta sinn í íslensku og það síðasta sem við heyrðum var ,,sjáumst“. Elsku Þórey, takk fyrir allar frábæru stundirnar sem við áttum með þér. Við munum alltaf sakna þín en geyma minningarnar í huga okk- ar. Hlátur þinn og hjartahlýja munu ylja okkur um hjartaræturnar í framtíðinni. Sjáumst. Arna Dalrós, Eyrún og Karen. Æ, breið þú blessun þína, á barnæskuna mína. Síðustu tvær línurnar köfnuðu í háls- inum og ég hreyfði bara varirnar. Þetta var ákaflega dimmur morg- unn, Menntaskólinn á Ísafirði ótrú- lega þögull og stofan mín full af ör- væntingarfullum stúlkum. Við stóðum þétt saman, héldumst í hend- ur og mynduðum stóran hring. Stundin var dýrmæt og varði lengi, gráturinn og ekkasogin fjöruðu út smám saman. Þessi stúlknahópur deildi saman minningum um kæra vinkonu sem hvarf svo skyndilega á brott. Hópur syrgjandi ungmenna svo hjálpar- vana snemma dags. Af hverju hún? Hún sem átti eftir að klára skólann. Hún sem ætlaði sér svo stóra hluti með litlu stelpurnar sem hún kallaði alltaf stelpurnar sínar. Hún sem ætl- aði til Englands í sumar. Hún sem ætlaði að gera svo margt með vin- konum sínum og átti eftir að upplifa svo margt. Hvernig gátu þær haldið áfram? Þórey í fótboltanum, Þórey í körfu- boltanum, Þórey að þjálfa litlu stelp- urnar, Þórey í búðinni að vinna, Þór- ey í bekknum hjá mér, Þórey til fyrirmyndar, þannig var hún. Feimnislegt bros um leið og hún dró andann örsnöggt og lygndi aftur augunum, lágvær röddin og fasið allt, hæversk og rólynd. Hvílíkur missir fyrir fjölskylduna, vinina, skólann og samfélagið allt. Hún kom svo víða við blessunin og við söknum hennar svo sárt. Hún sat alltaf aftast við gluggann og rétti ekki upp hönd nema svarið væri skothelt. Hún efldist með hverri önn og hvernig feimna stúlkan þarna í horninu varð öruggari með sig var yndislegt að upplifa, hún var meira að segja farin að pískra við sessu- nautana í tímum. Skólafélagar og vinir Þóreyjar hafa upplifað mikla sorg en þau hafa tek- ist á við þetta áfall af miklum mynd- arskap undanfarna viku; heimsótt fjölskyldu Þóreyjar, lagt blóm við slysstaðinn, haldið minningarathöfn í skólanum og árgangurinn hennar mun eyða laugardagskvöldinu sam- an í grunnskólanum þar sem þau ætla að borða saman og halda utan um hvert annað og minnast kærrar vinkonu. Það eru forréttindi að um- gangast þessi ungmenni. Kæru Guðmundur Þór, Elínborg, Sara, Rakel, Helga Kristín, Þórir tvíburabróðir og fjölskyldan öll. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni, minningin um ljósið ykkar, hana Þóreyju, mun lifa. Ingibjörg Ingadóttir. ÞÓREY GUÐMUNDSDÓTTIR Vor í lofti á Suðurnesjum Það birti yfir sl. mánudag en þá hófst aðalsveitakeppni Bridsfélags Suðurnesja og Bridsfélagsins Mun- ins. 10 sveitir mættu til keppni og er það mun betri þátttaka en undanfar- in ár. Ekki er þó allt sem sýnist því a.m.k. fimm pör komu til keppninnar af höfuðborgarsvæðinu, flest úr Hafnarfirði, og eru Hafnfirðingar þar að endurgjalda Suðurnesja- mönnum þátttöku þeirra í mótum hjá BH í vetur. Auk þess eiga þeir harma að hefna því Suðurnesjamenn unnu sveitakeppni hjá BH nýlega. Í aðalsveitakeppninni eru spilaðir 14 spila leikir og síðasti leikurinn verður með Monrad-fyrirkomulagi, þ.e. efstu sveitirnar spila saman og 3. og 4. sætið keppa um bronsið o.s.frv. Staðan eftir tvær umferðir: Sparisjóðurinn í Keflavík 46 Svala K. Pálsdóttir 40 Erla Sigurjónsdóttir 38 Grethe Íversen 37 Lilja Guðjónsdóttir 34 Það skal tekið fram að þrátt fyrir ofangreindan lista taka karlar einnig þátt í mótinu. Spilað er í félagsheimili bridsspil- aranna á Suðurnesjum á Mánagrund og eru spilarar hvattir til að mæta snemma þannig að umræðan um landsins gagn og nauðsynjar verði í hávegum höfð áður en byrjað verður að spila kl. 19.30. Bridsfélag Kópavogs Ragnar og Sigurður stóðu uppi sem sigurvegarar þótt „gömlu mennirnir“ gerðu harða atlögu að þeim á lokakvöldi í þriggja kvölda tvímenningi. Lokastaðan varð þessi: Ragnar Björnss. –-Sigurður Sigurjónss. 564 Vilhjálmur Sigurðss. -Þórður Jörundss. 552 Bernódus Kristins. - Hróðmar Sigurbjs. 547 Árni M. Björnsson - Gísli Tryggvason 521 Loftur Pétursson - Sigurjón Karlsson 521 Hæsta kvöldskor NS: Heimir Tryggvason - Leifur Kristjánss. 197 Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðarson 181 Georg Sverrisson - Ragnar Jónsson 172 AV Jón P. Sigurjss. - Stefán R Jónsson 188 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 176 Björn Haldórss.- Þórir Sigursteinss. 173 Nk. fimmtudag hefst 4ra kvölda Barómeter tvímenningur sem mörg- um finnst skemmtilegasta spila- formið og því ástæða til að hvetja sem flesta að mæta. Þess má til gam- ans geta að á þessu ári eru 55 ár síð- an Vilhjálmur Sigurðsson kynntist þessari keppni í Noregi og varð svo hrifinn af, að hann kom með hana með sér heim á Frón og síðan hefur hún verið árleg keppni hjá brids- félögum á Íslandi. Gullsmárabrids Bridsdeild Fél. eldri borgara í Kópavogi (Gullsmáradeild) spilaði tvímenning á 13 borðum fimmtudag- inn 26. janúar. Meðalskor 264. Bezt- um árangri náðu í N–S: Þorsteinn Laufdal – Tómas Sigurðsson 350 Kristinn Guðmss. – Guðm. Magnússon 341 Elís Kristjánsson – Páll Ólason 338 Kristín Óskarsdóttir – Gróa Þorgeirsd. 298 AV Einar Markússon – Steindór Árnason 331 Guðjón Ottósson – Guðm. Guðveigsson 331 Sigtryggur Ellertsson – Ari Þórðarson 298 Sigríður Sigurðard. – Sigurður Björnss. 285 Spilað mánu- og fimmtudaga. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 26.01. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor var 216 stig. Árangur N–S Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 273 Ægir Ferdinands. – Jóhann Lútherss 259 Sigurður Steingrímss. – Karl Karlss. 229 Árangur A–V Oliver Kristóferss. – Magnús Halldórss. 275 Ragnar Björnss. – Magnús Oddsson 241 Björn Pétursson – Kristján Jónsson 238 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.