Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 40
Félag fasteignasala harmar niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélags Íslands FYRIR nokkru féll héraðs- dómur þar sem fasteignasali var dæmdur bótaskyldur vegna sölu- meðferðar á íbúð sem í ljós kom nokkru eft- ir að hún var seld að væri ósamþykkt. Í kjölfar dómsins birti DV mjög áber- andi frétt á forsíðu sem virtist hafa þann tilgang stærstan að sverta viðkomandi fasteignasala sem mest en horfa fram hjá aðalatriðum máls- ins. Stór mynd var birt af fasteignasal- anum á forsíðu þar sem áritað var með stórum stöfum að hann væri SEKUR. Í kjölfar þessa óskaði fast- eignasalinn eftir afsökunarbeiðni frá DV sem var snarlega hafnað og kærði þá viðkomandi fast- eignasali hina villandi umfjöllun og framsetningu til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Með úrskurði nefndarinnar nú í janúar var DV ekki talið hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Ís- lands. Félag fasteignasala telur niðurstöðu siðanefndarinnar engan veginn geta staðist enda skýrt kveðið á um í 3. gr. siðareglna Blaða- mannafélags Íslands að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetn- ingu eins og kostur er, sýni tillitssemi og forðist að valda sak- lausu fólki sársauka eða vanvirðu. Í úr- skurði nefndarinnar er ekki tekið á aðalatriði málsins, þ.e. því orða- lagi á forsíðunni sem var fullkomlega rangt að fast- eignasalinn væri SEKUR og vegna þess stór mynd birt af hon- um. Augljóslega er um brot á 3. gr. siðareglnanna að ræða enda fullkomlega röng framsetning sem í þessu tilviki var sett fram til að valda viðkomandi sársauka og van- virðu sem siðareglunum einmitt ber að vernda. Félag fasteignasala telur brýnt að fjallað sé um mál sem varða fasteignasala og fasteignaviðskipti, hvort sem um er að ræða jákvæð- ar eða neikvæðar fréttir. Aðal- atriðið er að fréttaflutningurinn sé upplýsandi fyrir alla en hafi ekki þann aðaltilgang að vera, villandi og meiðandi gagnvart þeim sem að málum koma sem því miður var raunin í frétt DV og svo ein- kennilega vill til að siðanefnd Blaðmannafélags Íslands lagði blessun sína yfir. Grétar Jónasson skrifa um úrskurð Blaðamannafélags Íslands Grétar Jónasson ’Aðalatriðið er að frétta-flutningurinn sé upplýs- andi fyrir alla en hafi ekki þann aðaltilgang að vera villandi og meiðandi gagnvart þeim sem að málum koma.‘ Höfundur er hdl. og framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala. 40 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIRTÆKI nýta sér int- ernetið í vaxandi mæli til að selja vörur og þjónustu og til að kynna starfsemi sína að öðru leyti. Ein leið til að ná árangri í markaðs- starfinu og ná til fleiri við- skiptavina er að nota leitarvél- arnar á netinu á markvissan hátt. Á ensku, sem er tungumál upplýsinga- tækninnar, er þessi tegund markaðs- setningar kölluð Se- arch Engine Market- ing (SEM) sem þýða má sem "markaðs- setningu með notkun leitarvéla". Ef leit- arvélarnar eru rétt notaðar má auka stórlega árangur sölu- og markaðsmála með því að:  Búa til ný við- skiptatengsl  Auka sölu  Efla vörumerkið  Bæta sýnileika fyrirtækis Markaðssetning með notkun leitarvéla er í raun blanda af tveimur aðferðum. Önnur aðferðin er leitarvélargreining (e. Search Engine Op- timasation) en hin aðferðin er keypt leit (e. Paid Search eða Pay per Click). Leitarvélargreining Internetið samanstendur af milljónum vefsíðna og leitarvélar á borð við Google, MSN og Yahoo auðvelda mönnum leit að upplýs- ingum sem þar leynast. Leitarvél- arnar hafa það hlutverk að safna saman og skila í gagnagrunna öll- um þeim upplýsingum sem þær safna saman af netinu. Hver leit- arvél býr til viðeigandi uppflettiorð í gagnagrunn sinn sem hún flettir upp í þegar lögð er fram leitarfyr- irspurn. Þannig leitar hún að upp- lýsingum í gagnagrunninum en ekki á netinu sjálfu. Niðurstöðum er svo raðað í röð, þar sem þær upplýsingar sem taldar eru skipta mestu máli eru settar efstar og svo koll af kolli. Það er því mik- ilvægt fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér netið í markaðsmálum að leitarvélarnar taki gott afrit af vef þeirra. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að vefsvæðið sé allt lesið og að leitarvélarnar hafi afrit af öllu því efni, sem þar er að finna, í gagnagrunnum sínum. Ýmsar leið- ir eru hins vegar til að tryggja að tekið sé gott afrit af vefsvæðinu og auka þannig líkurnar á að það birtist ofarlega í leitarniðurstöðu. Leitarvélagreining er fólgin í því að byggja vefsvæðið þannig upp að það skori hátt á leit- arvélum við innslátt þeirra lykilorða sem viðskiptavinir fyr- irtækisins mundu að öllum líkindum nota þegar þeir leita á net- inu. Ef leitarvél- argreining er fram- kvæmd á faglegan hátt, þá á vefsvæðið að finnast vel á öllum helstu leitarvélunum. Það þýðir að vefsvæðið fær heimsóknir sem ekki þarf að borga sérstaklega fyrir. Þessi aðferð er nokkuð tímafrek og að það krefst mikillar þekkingar að koma vefsvæði ofarlega í niðurstöðu á leitarvélum. Eftir að slíkt hefur tekist þarf svo að halda stöðunni með því að uppfæra vefsvæðið reglulega og fylgjast með sam- keppninni og þeim breytingum sem verða á leitarvélunum. Í fram- haldinu þarf að fá vísanir á vef- svæðið af öðrum vefsvæðum sem hafa hátt skor á leitarvélum og skrá það á helstu gagnagrunnanna. Keypt leit og skráning gegn gjaldi Ólíkt leitarvélagreiningu er "keypt leit" fljótleg og árangursrík leið til að gera vefsvæðið sýnilegt á leitarvélum og helstu gagna- grunnunum. Keypt leit hefur náð talsverðum vinsældum að und- anförnu og bendir margt til að vöxturinn muni aukast mikið í framtíðinni, því vaxandi fjöldi fyr- irtækja er farinn að verja umtals- verðum fjármunum í þessa tegund af markaðssetningu. Keypt leit er fólgin í því að fyr- irtæki bjóða í þau lykilorð sem þau telja að viðskiptavinir þeirra muni nota þegar þeir leita á netinu. Sá sem býður hæst í viðkomandi lyk- ilorð birtist efstur í leitarvélunum. Greiðsla fyrir hvert lykilorð getur numið frá 4 centum upp í nokkra dollara eftir vinsældum viðkom- andi lykilorðs. Fyrirtækin ráða hversu mörg lykilorð þau velja, en almennt er ráðlagt að velja þau orð og/eða setningar sem lýsa vel því sem verið er að kynna. Margar leitarvélar og gagna- grunnar bjóðast einnig til að skrá vefsvæði handvirkt gegn ákveðnu skráningargjaldi. Getur það stytt mjög þann tíma sem tekur fyrir ný vefsvæði að finnast á viðkomandi leitarvél eða gagnagrunni. Þessi þjónusta getur einnig hentað fyrir þau vefsvæði sem uppfærast mjög oft, því örar uppfærslur auka líkur á að leitarvélarnar séu með eldri útgáfu vefsins á skrá hjá sér. Með því að borga fyrir að leitarvélarnar afriti vefsvæðið reglulega er komið í veg fyrir slíkt. Fréttasíður eru dæmigerð vefsvæði sem þyrftu að íhuga að kaupa reglulega afrit- unartöku. Keypt leit og skráning gegn gjaldi getur átt vel við þau fyr- irtæki sem telja sig ekki vera að fá viðunandi niðurstöðu í gegnum al- menna leit á leitarvélum, fyrirtæki sem eru í ákveðinni skammtíma markaðsherferð og þau sem selja vörur og/eða þjónustu í gegnum vefsvæðið sitt. Báðar aðferðirnar krefjast mik- ils tíma, fyrirhafnar og þekkingar en ef vel er staðið að málum getur markaðssetning á leitarvélum komið markaðsstarfi fyrirtækja að miklu gagni. Það er því mikilvægt að sérfræðingur sé fenginn til að aðstoða fyrirtæki við þessa mark- aðssetningu þar sem um er að ræða síbreytilegan miðil sem krefst þess að menn séu alltaf á tánum. Að nota leitarvélar til að ná hámarks árangri Dagur Jónsson fjallar um notk- un leitarvéla fyrir netþjónustu Dagur Jónsson ’Það er því mik-ilvægt að sér- fræðingur sé fenginn til að að- stoða fyrirtæki við þessa mark- aðssetningu …‘ Höfundur er netráðgjafi og er framkvæmdastjóri markaðs- fyrirtækisins Libius ehf. Í MORGUNBLAÐINU 19. jan- úar sl. er viðtal við Finn Árnason, forstjóra Haga, þar sem hann fjallar nokkuð ýtarlega um smá- sölumarkaðinn hér á landi, ekki síst mat- vörumarkaðinn. Það sem vakti ekki síst athygli var fyrirsögn viðtalsins; „Hagar töpuðu 700 milljónum vegna verðstríðsins“, ekki síst í ljósi bráð- skemmtilegarar for- ystugreinar Morg- unblaðsins daginn áður undir fyrirsögn- inni „Fíflagangur“. Þar eru rifjuð upp ýmis ummæli fram- kvæmdastjóra Bón- uss á síðustu mán- uðum. Niðurstaða blaðsins í þeirri grein var að fjölmiðlar, neytendur og stétt- arfélög þyrftu aftur að herða aðhald sitt að matvörumark- aðnum. Til upprifjunar þá er Baugur Group eigandi Haga sem síðan reka m.a. Bónus, Hagkaup, 10–11 og fleiri verslanir og fyrirtæki auk innkaupafyrirtækisins Aðfanga og fleiri fyrirtækja, sem sjá um inn- kaup og vinnslu fyrir matvöruversl- anir í eigu Haga. Í forystugrein Moggans er orðrétt vitnað í frétt blaðsins frá 13. maí 2005 þar sem talað var við Guðmund Marteins- son, framkvæmdastjóra Bónuss, og segir m.a. á þessa leið: „… Guð- mundur minnir einnig á orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, eiganda Bónuss, um að út- rás fyrirtækisins í Bretlandi muni skila sér í lægra vöruverði til neyt- enda á Íslandi.“ Sé þetta svo virðist ekki fjarri sanni að setja áðurnefnt tap upp á kr. 700 milljónir í samhengi við umsvif Baugs á sl. ári. Hagnaður Baugs Group á árinu 2005 nam 28,0 milljörðum króna eftir skatta, þar af eru 15 milljarðar kr. inn- leystur hagnaður. Heildareignir Baugs Group voru bókfærðar á 145 milljarða króna í árslok 2005. Eigið fé var 62,9 milljarðar króna og eiginfjárhlut- fall félagsins 43%. Arð- semi eigin fjár nam 78,7% á árinu 2005. Áð- urnefndar 700 milljónir kr. eru því 2,5% af hagnaði Baugs á árinu 2005, 0,5% af heildar- eignum fyrirtækisins í árslok og 1,1% af eig- infé. Það hefði því ver- ið hægt að hugsa sér ýmsar aðrar útgáfur á fyrirsögninni á viðtal- inu við Finn Árnason. Enginn þarf að láta sér til hugar koma að Hagar hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera með því verðstríði sem þeir tóku þátt í á markaðnum á sl. ári. og mergurinn málsins er auðvitað sá að það var á ábyrgð stærstu að- ilanna á smásölumarkaði. Ávinn- ingur neytenda til lengri tíma litið er hins vegar takmarkaður þó að til hans megi auðvitað telja þessar 700 milljónir sem Hagar ákváðu að leggja í þennan herkostnað og þannig létta útgjöld heimilanna til matvælakaupa tímabundið. 700 milljóna króna herkostnaður Haga Erna Bjarnadóttir fjallar um verðstríð og smásölumarkaðinn Erna Bjarnadóttir ’Ávinningurneytenda til lengri tíma litið er hins vegar takmarkaður …‘ Höfundur er hagfræðingur og forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands. ÉG HRÖKK við, þegar ég heyrði viðtal við formann Sjómannafélags Eyjafjarðar, Konráð Alfreðsson, um hug- myndir hans og fleiri í sambandi við heildar- samtök sjómanna og að hann teldi Sjómanna- samband Íslands úrelt og barn síns tíma. Ég gat samt ekki betur heyrt en hann væri að viða að nákvæmlega sömu hugmyndinni og faðir minn, stofnandi og fyrsti formaður Sjó- mannasambands Ís- lands, Jón Sigurðsson, hafði í huga, þegar hann fór í það að stofna Sjómanna- sambandið fyrir 49 árum síðan, og mér varð spurn, hvort ætti að leggja Sjómannasambandið niður á 50. ald- ursári þess á næsta ári. Ekki líst mér á hugmyndina, verð ég að segja. Sjómannasambandið gegnir ekki sínu hlutverki, sagði formaðurinn. Ég hélt nú, að það gerði það, svo langt sem það nær. Hins vegar get ég upplýst Konráð Alfreðsson um það, að framtíðarhug- sjón föður míns var sú, að Sjómanna- sambandið yrði heildarsamtök allra sambanda sjómanna, líkt og Alþýðu- sambandið er nú heildarsamtök sam- banda launafólks. Faðir minn háði langa og harða baráttu í því skyni og lét bæði formann Farmanna- og físki- mannasambandsins, sambands Smá- bátaeigenda og eins Vélstjóra- sambandsins lítið í friði, þar sem hann vildi sjá farmenn, fiskimenn, vélstjóra, háseta og aðra sjómenn í einu sambandi. Þannig taldi faðir minn sjó- mannastéttinni best borgið í baráttu sinni við útgerðarmenn um kaup sitt og kjör og styrkt stöðu þeirra til muna gagnvart þeim – þ.e. sameinaða í einu heild- arsambandi, sem hefði getað heitið Farmanna- og sjómannasamband Íslands, ef sá draumur hans hefði getað orðið að raunveruleika, sem því miður tókst ekki. Formenn þessara sam- banda vildu ekki ansa því né hlusta á, og voru ekki reiðubúnir til að bindast samtökum með Sjómannasambandi Íslands um eitt heildarsamband sjó- manna, sem ætti síðan aðild að Al- þýðusambandi Íslands, og vildu sífellt vera einir úti í sínu horni með sitt og lokuðu sífellt dyrunum á föður minn, sem vann að því hörðum höndum að reyna að styrkja stöðu sjómanna gagnvart útgerðarvaldinu, og fannst aldrei nóg gert af því. Því vil ég segja við þennan ágæta formann Sjómannafélags Eyja- fjarðar, Konráð Alfreðsson, þetta: Það væri skynsamlegra að reyna enn á ný að koma öllum samböndum sjómanna, Farmanna- og fiskimanna- Sjómannasamband Íslands í fortíð, nútíð og framtíð Guðbjörg Snót Jónsdóttir skrifar um heildarhagsmuna- samtök sjómanna Guðbjörg Snót Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.