Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ? Skúli Ögmund- ur Kristjónsson fæddist í Svigna- skarði 18. febrúar 1935. Hann lést á heimili sínu í Borg- arnesi 17. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristjón Ögmunds- son, f. 25. maí 1892, d. 14. janúar 1963, og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 6. janúar 1899, d. 28. maí 1981, frá Svignaskarði. Skúli átti eina syst- ur, Valdísi, f. 21. ágúst 1932, d. 22. nóvember 1997. Árið 1959 kvæntist Skúli eftir- lifandi eiginkonu sinni Rósu Guð- mundsdóttur, frá Kjarna í Eyja- firði, dóttur Guðmundar Rósinkarssonar, f. 16. júlí 1909, d. 18. október 2000, og konu hans Sigríðar Helgadóttur, f. 11. júní 1916. Börn Skúla og Rósu eru: 1) Guðbjörg, f. 18. des. 1959, maki Jón Ívarsson, f. 24. október 1961, dóttir þeirra er Ingibjörg Rósa, f. 8. febrúar 1985. 2) Guðmundur, f. 2. júlí 1961, maki Oddný M. Jónsdótt- ir, f. 28. maí 1962, dætur þeirra eru a) Berglind Rósa, f. 14. júlí 1984, b) Guðný Birna, f. 13. júní 1991, og c) Valdís Björk, f. 16. ágúst 1997. 3) Sigríður Helga, f. 30. júní 1965, maki Guðm. Kjartan Jónasson, f. 15. mars 1963, börn þeirra eru a) Skúli, f. 28. maí 1990, og b) Heiða, f. 3. des. 1992. Skúli stundaði nám í Reykholts- skóla og var búfræðikandídat frá Hvanneyri. Hrossarækt og sauð- fjárbúskapur var atvinna hans og áhugamál alla tíð. Skúli og Rósa bjuggu í Svigna- skarði til ársins 2002 er þau fluttu í Borgarnes. Skúli verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur í Stafholtskirkjugarði. Það var mikið áfall fyrir mig og fjölskyldu mína að fá hringingu frá Íslandi hinn 17. janúar sl. um skyndilegt fráfall tengdaföður míns. Við höfðum átt góða daga á Kan- aríeyjum, en allt breyttist við þessa sorglegu frétt. Ég sá Skúla fyrst árið 1970 þegar Bergur bróðir minn fór í sveit að Svignaskarði, ég gleymi aldrei þeirri stund sem ég sá hann fyrst, hann tók vel á móti okkur og eftir góða stund stökk þessi ungi og fimi maður út á tún og fór á handahlaupi niður allt túnið. Árin liðu, við komum í heim- sókn á hverju sumri og alltaf sömu höfðinglegu móttökurnar hjá þeim hjónum Skúla og Rósu. En svo gerð- ist það að ég varð tengdadóttir þessa merka manns sem vissi svo mikið, hann var vel lesinn, afskaplega greindur og hafði gaman af að segja frá. Við Skúli höfðum sama áhuga- málið, þ.e.a.s. hrossarækt, mikið gát- um við rætt um hvaða stóðhestar hentuðu hryssunum okkar. Við átt- um á síðustu árum góðar stundir þegar við fórum með sparihryssurn- ar okkar þær Musku og Fjöður lang- ar leiðir til að hitta stóðhesta. Skúli var tíður gestur hjá okkur í Heyholti og alltaf var jafn gaman að fá hann í mat. Þegar hann kom spurði hann mig oft hvort ég ætti brauð, þetta var ekki venjulegt brauð heldur mexíkanskt snakk, sem honum fannst sérstaklega gott. Það síðasta sem við gerðum sam- an var að mæta á folaldasýningu á Stað í nóvember sl. Þar var hugur- inn mikill og mætti Skúli með þrett- án hross á staðinn. Að lokum vil ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, þín verður sárt saknað en minn- ingin lifir. Guð blessi þig. Oddný. Elsku Skúli afi minn, ég get ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín, ég var alltaf svo stolt af þér því hvert sem þú fórst vaktir þú alltaf mikla athygli. Þú varst kall sem allir þekktu, dimmraddaður harðjaxl. Ég gat talað endalaust við þig um hest- ana okkar sem ég þjálfaði og jafnvel spurt þig ráða með þjálfunina á þeim þó svo að þú hefðir aldrei komið á bak þeim sjálfur, aðeins séð þá hlaupa um í stóðinu. Þetta fannst mér ótrúlegur hæfileiki hjá þér. Ég gleymi aldrei svipnum á þér á fjórðungsmótinu í sumar þegar við unnum B-flokkinn, en þá horfir þú svo stoltur í augun á mér í verð- launaafhendingunni og þá sá ég að við hliðina á mér stóð stoltur afi, ein- mitt það sem ég vildi, ég vildi gera þig stoltan. Ég á svo margar góðar minningar um þig, afi minn, sem ég mun aldrei gleyma. Það var lærdómsríkt fyrir mig að vera hjá þér og Rósu ömmu á hverju sumri á Svignaskarði þegar ég var lítil, það var alltaf nóg að gera í sveitinni og mér leið alltaf vel í kringum þig og ömmu. Þegar ég hugsa til baka sé ég þig á rauða pikkanum þínum með rollur á pall- inum og hana Tobbu þína í framsæt- inu. Hún Tobba saknar þín mjög mikið en þú þarft ekki að hafa áhyggjur af henni því við munum hugsa vel um hana fyrir þig. Elsku Skúli afi, ég veit að þú fylgist áfram með okkur og hestunum þínum. Vonandi líður þér vel hjá Guði og öll- um englunum, ég mun aldrei gleyma þér, elsku Skúli afi minn. Kveðja, Berglind Rósa. Elsku Skúli afi. Ég á margar góðar minningar úr sveitinni frá ykkur ömmu síðan ég var lítill. Þú kenndir mér svo margt m.a þegar ég var með þér í fjárhús- unum og þú kenndir mér að gefa dýrunum, leggja á og sitja hest. Svo var það heyskapurinn sem þú varst svo duglegur við og ég beið eftir að túnið við bæinn væri slegið svo ég gæti farið í fótbolta og stundum fór ég í hindrunarhlaup yfir garðana og oftast varst þú þá í glugganum drekkandi svart kaffi og horfandi á mig. Ég man hvað þú og amma höfð- uð alltaf gaman af því að horfa á mig borða. Einnig hvað ykkur fannst gott að ég nennti að leika við hundana og byggja spilahús á hvort heldur sem er stofuborðinu eða gólf- inu. Ég man líka hvað þú varst dug- legur, allaf á sumrin farinn úr húsi snemma á morgnana og kominn heim seint á kvöldin. Þú sem varst svo vinnusamur, duglegur, hjálp- samur og barngóður. Mér fannst þú vera skemmtileg- asti gamli karlinn sem ég þekkti og á eftir að sakna þín sárt. Þinn nafni Skúli. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég á aldrei eftir að gleyma því hversu góður þú varst alltaf við mig, sérstaklega ekki sumrinu sem ég varð 12 ára og þú gafst mér leirljósa folaldið, sem mér þótti svo fallegt, í afmælisgjöf. Okkur fannst ekki erf- itt að finna nafn á það og skírðum hann Kant í sameiningu en hann fæddist í vegkantinum hjá Svigna- skarði. Það var alltaf gaman að sjá þig koma keyrandi á rauða pallbílnum þínum upp í Heyholt með Tobbu í framsætinu, ég skal passa hana vel fyrir þig. Elsku afi, ég veit að þér líð- ur vel þar sem þú ert núna, hjá öllum gæðingunum sem þú hafðir umgeng- ist í gegnum árin, en hestar voru þitt líf og yndi. Blessuð sé minning þín, afi minn. Kveðja Guðný Birna. Elsku Skúli afi. Nú þegar þú ert farinn hugsa ég um allar góðu stund- irnar með þér og allt sem ég hef lært af þér. Öllu sem þú hefur kennt mér um hesta mun ég aldrei gleyma, ég held að ég hafi nú fengið að erfa smá af genum frá þér. Þegar þú gafst mér hann Þrym minn þá varð ég svo glöð, og þú líka. Svo var alltaf svo gaman í sauðburðinum með þér, að fá að vakta kindurnar meðan þú varst heima að leggja þig eftir næt- urvaktina í fjárhúsunum. Og í rétt- unum, það var alls ekki lítið gaman. Þú varst alltaf að hrósa okkur frændsystkinunum fyrir að vera svona dugleg að borða, hreyfa okkur og búa til eitthvað fallegt. Svo eftir að þið fluttuð úr sveitinni vildir þú ekki vera annars staðar en hjá dýr- unum þínum og hugsa um þau. Þér þótti virkilega vænt um þau og okk- ur öll. Okkur þykir líka vænt um þig og ég mun alltaf muna eftir þér, þú sem ert besti afi í heimi. Þín dótturdóttir Heiða. Elsku afi, mikið sakna ég þín mik- ið, nú getur þú, afi minn, farið á hest- bak á honum Leikni sem bíður eftir þér hjá Guði. Þú varst alltaf svo góð- ur við mig, í vor gafst þú mér gimbur sem ég skírði Stjörnu og ætla ég að hugsa vel um hana og Tobba ætlar að hjálpa mér við það. Þú hafðir svo gaman af því að horfa á mig á hest- baki og vildir að ég væri á góðum og viljugum hestum. Alltaf þegar ég hitti þig stökk ég í fangið á þér og kyssti þig og það þótti þér afar vænt um. Það verður skrítið að koma í Heyholt og enginn afi að horfa á mig hoppa á trambólíninu. Ég veit að guð og englarnir passa þig vel, ég sakna þín mikið, afi minn. Kveðja, Valdís Björk. Vinur minn Skúli Kristjónsson frá Svignaskarði hefur kvatt þennan heim. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera samferðamaður hans og félagi um langan tíma. Minning- arnar um þennan mann, sem var í raun þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, eru mér dýrmætur fjársjóður. Það var fyrir rúmum 35 árum að ég var sendur í sveit að Svignaskarði í Borgarhreppi. Þarna átti ég að hjálpa til um sauðburðinn. Ég var ókunnugur bóndanum og verður að segjast að borgarbarninu þótti hann nokkuð mikilúðlegur á að líta í fyrstu. Það var á mörkunum að mér litist á vist hjá honum. Þetta var fljótt að breytast eftir því sem dagar liðu. Ég hafði aðeins verið þarna í fimm daga þegar fimmtándi afmæl- isdagur minn rann upp. Þann dag eignaðist ég minn fyrsta hest. Skúli gaf mér folald í afmælisgjöf. Það var í mörg horn að líta á stóru heimili og ég strax settur til verka. Mér er minnisstætt þegar ég var ný- kominn í sveitina að Skúli segir mér að ná í slóða á traktornum niður á Fróðhúsatún, bara að passa að keyra hjá garðinum. Svo var hann rokinn að gera eitthvað annað. Ég hafði ekki hugmynd hvar þessi garð- ur var en lagði samt af stað, fór vit- laust og setti traktorinn á bólakaf. Skúli sá hvernig komið var og hund- skammaði hann mig fyrir að fara ekki rétta leið. Þegar var búið að draga traktorinn á þurrt þá brosti hann út í annað og sagði: ?Það er víst komið kaffi.? Þannig var hann skapi farinn eins og íslenska veðráttan, gat rokið upp í stuttan tíma en síðan sól og blíða. Hann var ekki þeirrar SKÚLI ÖGMUNDUR KRISTJÓNSSON Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SOPHUSAR A. GUÐMUNDSSONAR, f. 6. apríl 1918 ? d. 4. janúar 2006. Einnig þökkum við starfsfólki Landakots, dagdeildar á Vitatorgi og Sóltúns hjúkrunarheimilis fyrir góða umönnun. Friðrik Sophusson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðmundur Sophusson, Elín Guðmundsdóttir, María Sophusdóttir, Sigurjón Mýrdal, Kristín Sophusdóttir, Sigþór Sigurjónsson, og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar dóttur okkar og barnabarns, RÓSU HAUKSDÓTTUR. Haukur Agnarsson, Kolbrún Benediktsdóttir, Agnar Þór Hjartar, Guðrún Anna Antonsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Rósa Kristjánsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna and- láts og jarðarfarar MARÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, Halldórsstöðum, Bárðardal. Aðstanendur. Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR SIGFRÍÐAR GUÐFINNSDÓTTUR, Gerðavöllum 1, Grindavík. Guðmundur Agnarsson, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Hallgrímur Ó. Helgason, Þuríður Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Hafþór Halldórsson, Agnar Á. Guðmundsson, Friðrik B. Guðmundsson, Karen Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU INGIMARS frá Þórshöfn. Soffía Jónsdóttir, María Jónsdóttir, Hallgrímur Ingólfsson, Arnþrúður Jónsdóttir, Arngrímur Jónsson, Hildur Ingvarsdóttir, Eyþór Atli Jónsson, Svala Sævarsdóttir, Víkingur Jónsson, Sigríður Harpa Jóhannesdóttir, ömmubörn og langömmubörn. SÓLSTEINAR CID140 Gæði CID140 Góð þjónusta CID140 Gott verð CID140 Mikið úrval CID140 Gæði CID140 CID140 CID140 Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi ? s: 564 4566 www.solsteinar.is ? sol@solsteinar.is 15-50 % afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.