Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞINGMENN úr öllum flokkum
fögnuðu á Alþingi í gær samkomu-
lagi menntamálaráðherra og Kenn-
arasambands Íslands um áform um
breytta námskipan til stúdents-
prófs. „Ég vil óska hæstvirtum
menntamálaráðherra til hamingju
með að hafa hlustað á rödd skyn-
seminnar og að hafa tekið ákvörðun
um að falla frá tillögum sínum um
skerðingu stúdentsprófsins,“ sagði
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður
Samfylkingarinnar og málshefjandi
umræðunnar um styttingu náms til
stúdentsprófs.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra fjallaði í
stuttu máli um samkomulagið, en
hún hafði skýrt frá því á blaða-
mannafundi fyrr um daginn, eins og
fram kemur annars staðar í blaðinu
í dag. Hún kvaðst taka undir með
Björgvini um að breytingar á nám-
skipan yrði að gera í sátt og sam-
vinnu við skólasamfélagið. „Ég tel
að samkomulag það sem ég undirrit-
aði fyrr í dag, ásamt formanni
Kennarasambands Íslands, um tíu
skrefa sókn í skólamálum í
tengslum við áform um breytta
námskipan til stúdentsprófs, vera
afar mikilvægt skref í þeim efnum,“
sagði hún.
Björgvin sagði m.a. í framsögu
sinni að fyrri tillögur ráðherra um
styttingu náms til stúdentsprófs
hefðu fyrst og fremst virst vera póli-
tísk ákvörðun um sparnað og nið-
urskurð í menntamálum, til að mæta
stórum árgöngum og aukinni sókn í
framhaldsskóla. Síðar sagði hann:
„Ég óska skólasamfélaginu til ham-
ingju með þann sigur sem felst í yf-
irlýsingu ráðherrans. Samkomulag
hennar og Kennarasambandsins
byggir á því að fallið verði frá fyrri
tillögum um styttingu náms til stúd-
entsprófs.“
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, kvaðst einnig fagna sam-
komulaginu. „Það gefur okkur vonir
um að þau hræðilegu mistök sem
hæstvirtur menntamálaráðherra
var nærri búinn að leiða okkur inn í,
verði afstýrt.“
Dagný Jónsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokks, óskaði ráðherra
einnig til hamingju með samkomu-
lagið og það sama gerði Einar Már
Sigurðarson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar. Sigurjón Þórðarson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
fagnaði sömuleiðis samkomulaginu
og sagði að með breytingum á fram-
haldsskólanum þyrfti að taka tillit
til þeirra skólastiga sem væru fyrir
ofan og neðan.
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks og formað-
ur menntamálanefndar þingsins,
sagði að Samfylkingin væri skrýtinn
stjórnmálaflokkur, því hún hefði
einn stjórnmálaflokka á Íslandi haft
það á stefnuskrá sinni á árunum
1999 til 2003 að stytta námstíma til
stúdentsprófs. Nú hefði hún hins
vegar breytt um skoðun. Björgvin
G. Sigurðsson svaraði því hins vegar
til síðar í umræðunni að breytt nám-
skipan fælist ekki í því að nám yrði
skert.
Hlynur Hallsson, varaþingmaður
Vinstri grænna, sagði gott að ráð-
herra skyldi taka upp samvinnu við
kennara; það hefðu Vinstri grænir
viljað allan tímann. Hann kvaðst þó
vona að ráðherra myndi falla algjör-
lega frá málinu. Undir lok umræð-
unnar sagði Hjálmar Árnason, þing-
flokksformaður
Framsóknarflokksins, að það væri
ánægjulegt að sjá hversu margir
hefðu tekið gleði sína á þessum fal-
lega degi.
Fagna samkomulagi ráð-
herra og kennaraforystunnar FRAMBJÓÐENDUR í prófkjöriSamfylkingarinnar í Kópavogi, semfram fer á morgun, eru 21. Samfylk-
ingin fékk þrjá bæjarfulltrúa í Kópa-
vogi í síðustu kosningum. Flosi Ei-
ríksson, sem hefur verið oddviti
flokksins, stefnir á fjórða sæti
listans, en Guðríður Arnardóttir og
Jón Júlíusson stefna á fyrsta sætið.
Kosið er í Hamraborg 11, 3. hæð í
Kópavogi, en kosningin fer fram frá
kl. 10.00 til kl. 20.00. Kosningaréttur
miðast við félaga í Samfylkingunni í
Kópavogi og tengdum félögum og í
félagi Ungra jafnaðarmanna í Kópa-
vogi sem náð hafa 16 ára aldri á
kjördag, með lögheimili í Kópavogi.
Hægt er að ganga í Samfylkinguna í
Kópavogi alla daga og einnig á kjör-
dag.
Þátttakendur í prófkjörinu eru
Arnþór Sigurðsson, Bjarni Gaukur
Þórmundsson, Björk Óttarsdóttir,
Flosi Eiríksson, Guðmundur Örn
Jónsson, Guðríður Arnardóttir, Haf-
steinn Karlsson, Hreiðar Oddsson,
Hulda Björg Sigurðardóttir, Ingi-
björg Hinriksdóttir, Jens Sigurðs-
son, Jóhann Guðmundsson, Jón Júl-
íusson, Kristín Pétursdóttir,
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ragn-
hildur Helgadóttir, Rut Krist-
insdóttir, Sigurður M. Grétarsson,
Tjörvi Dýrfjörð, Þorsteinn Ingi-
marsson og Þór Ásgeirsson.
Prófkjör
Samfylkingar
í Kópavogi
FJÓRTÁN taka þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins á Seltjarn-
arnesi sem fram fer á morgun, níu
karlar og fimm konur.
Í framboði eru Ásgerður Hall-
dórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson,
Gunnar Lúðvíksson, Helga Jóns-
dóttir, Helgi Þórðarson, Jónmund-
ur Guðmarsson, Lárus B. Lárusson,
Magnús Örn Guðmundsson, Oddný
Halldórsdóttir, Ólafur Egilsson,
Ragnar Jónsson, Sigrún Edda Jóns-
dóttir, Sólveig Pálsdóttir og Þór
Sigurgeirsson.
Prófkjörið verður haldið í sal
sjálfstæðisfélaganna á Austur-
strönd 3, og verður kosið frá kl.
9.00 til 18.00.
Í prófkjörinu eiga kjósendur að
velja sjö frambjóðendur með því að
merkja við nöfn þeirra sem kjósa
skal með tölustöfum 1 til 7. Kjörið
er bindandi ef frambjóðandi hlýtur
a.m.k. 50% atkvæða samanlagt. Á
kjörskrá eru allir félagsmenn sjálf-
stæðisfélaganna á Seltjarnarnesi
og þeir sem ganga í félögin í síðasta
lagi þegar kosið er.
Tveir frambjóðendur, Jónmund-
ur Guðmarsson bæjarstjóri og
Bjarni Torfi Álfþórsson, sækjast
eftir að leiða listann. Sjálfstæð-
ismenn hafa nú fjóra bæjarfulltrúa
á Seltjarnarnesi.
Prófkjör
sjálfstæðismanna
á Nesinu
Morgunblaðið/Ásdís
Stjórnarþingmenn ræða málin
EKKERT dæmi er þekkt um áratugaskeið um
jafnjákvæða afkomu ríkissjóðs og raun varð á í
fyrra. Uppgjör fjármálaráðuneytisins fyrir nýlið-
ið ár liggur nú fyrir og samkvæmt því varð breyt-
ing á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 32 millj-
arða króna á árinu 2005. Þetta er jafnframt 32
milljörðum kr. betri útkoma en á árinu á undan.
Í uppgjörinu kemur fram að heildartekjur rík-
issjóðs voru rúmlega 90 milljörðum kr. hærri en
greidd gjöld ríkissjóðs á síðasta ári.
Yfirlit yfir greiðsluafkomu ríkissjóðs í fyrra
leiðir í ljós að svonefndur hreinn lánsfjárjöfnuður
var jákvæður um 82 milljarða kr. samanborið við
22 milljarða á árinu 2004. Mismunurinn er að
mestu skýrður af 56,8 milljarða kr. söluhagnaði
vegna Landssímans hf. svo og 5,6 milljarða króna
fjármagnstekjuskatti vegna sölunnar.
Alls greiddi ríkið 62,3 milljarða í afborganir af
lánum í fyrra.
Tekjur ríkisins jukust verulega í fyrra og námu
alls tæpum 400 milljörðum kr. Hækkuðu þær um
118,6 milljarða frá árinu á undan, eða um 42,2%
og er það í samræmi við áætlanir, skv. upplýs-
ingum fjármálaráðuneytisins.
Skatttekjur ríkissjóðs voru 314,8 milljarðar og
hækkuðu um 20,7% frá fyrra ári. Á sama tíma
hækkaði almennt verðlag um 4%, þannig að
skatttekjur hækkuðu að raungildi um 16,1% á
árinu 2005.
Sé eingöngu litið á skatta á tekjur og hagnað
kemur í ljós að tekjur af þeim námu samtals 102,2
milljörðum kr. í fyrra og jukust um tæplega 18,9
milljarða frá fyrra ári. Þar munar mest um tæp-
lega 8 milljarða kr. aukna innheimtu tekna af
fjármagnstekjuskatti, sem að mestu skýrist með
sölu Landssímans.
Útgjöld ríkisins voru rúmir 308 milljarðar kr. á
síðasta ári og hækkuðu um 28 milljarða frá fyrra
ári, en þar af skýrast 5,6 milljarðar kr. af gjald-
færslu fjármagnstekjuskatts af söluhagnaði Sím-
ans og 4,6 milljarðar kr. af hækkun vaxta-
greiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina
kom til innlausnar í apríl. Að þessum tveimur lið-
um frátöldum hækkuðu gjöldin um 17,8 milljarða
eða 6,7% milli ára. Vega útgjöld til félagsmála
langþyngst, þ.e. vegna almannatrygginga,
fræðslu- og heilbrigðismála, eða 195,7 milljörðum
kr.
Besta útkoma ríkissjóðs í áratugi
Heildartekjur tæplega 400 milljarðar og 62 milljarðar fóru í afborganir af lánum
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
VALNEFND í Laugarnespresta-
kalli ákvað á fundi sínum nýlega
að leggja til að Hildi Eir Bolla-
dóttur guðfræðingi verði veitt
embætti prests í Laugarnes-
prestakalli í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra. Umsóknarfrestur
rann út 15. janúar sl. og embættið
veitist frá 1. mars nk. Fimm um-
sækjendur voru um embættið.
Um er að ræða 50% starf og
greiðist starfið af Laugarnessöfn-
uði. Í auglýsingu vegna þess var
lögð áhersla á reynslu af að sinna
barna- og æskulýðsstarfi kirkj-
unnar, ásamt hefðbundinni
prestsþjónustu.
Biskup Íslands skipar í emb-
ættið til fimm ára að fenginni nið-
urstöðu valnefndar. Valnefnd
skipuðu fimm fulltrúar úr presta-
kallinu auk vígslubiskupsins í
Skálholti.
Nýr prestur í
Laugarnes-
prestakalli
SAMNINGURINN um líffræðilega
fjölbreytni hefur haft mikil áhrif á
stefnumótun og aðgerðir íslenskra
stjórnvalda á sviði umhverfismála og
fleiri málaflokka, sagði Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverfisráð-
herra á Alþingi í gær. Hún sagði að
samningurinn væri einn mikilvæg-
asti alþjóðasamningurinn á sviði um-
hverfismála og að hann veitti leið-
sögn um verndun og sjálfbæra
nýtingu lífríkisins.
Kolrún Halldórsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna, var málshefjandi
umræðunnar um samninginn á Al-
þingi í gær. Hún sagði að hann hefði
verið í gildi síðan í desember 1994 og
að enn hefði ekki verið gerð um það
áætlun hvernig bæri að framfylgja
honum.
Ráðherra sagði m.a. að það dygði
ekki að horfa einungis á tilvísanir til
samningsins í lagatextum „heldur
liggja þær hugmyndir, gildi og til-
mæli sem í honum er að finna víða til
grundvallar í íslenskri löggjöf og
stefnumótun stjórnvalda,“ sagði
hún. „Samningnum og markmiðum
hans er m.a. gert hátt undir höfði í
stefnumörkun Íslands um sjálfbæra
þróun, velferð til framtíðar og
stefnumörkun stjórnvalda um mál-
efni hafsins.“
Hafi áhrif
á stefnu-
mótun á
sviði um-
hverfismála
ÞINGMENN stjórnarandstöðu-
flokka í Suðurkjördæmi hafa lagt
fram á Alþingi þingsályktunartillögu
þar sem skorað er á ríkisstjórn að sjá
til þess að á árunum 2006–2010 verði
lokið við að byggja upp fjögurra ak-
Upplýstur vegur til Selfoss
reina upplýstan veg á milli Reykja-
víkur og Selfoss.
Margrét Frímannsdóttir, þing-
maður Samfylkingar, er fyrsti flutn-
ingsmaður tillögunnar. Í greinar-
gerð segir að umferð um veginn á
milli Selfoss og Reykjavíkur hafi
aukist gríðarlega á undanförnum ár-
um, eða um allt að 80% árin 1992–
2004, og að samkvæmt nýfengnum
upplýsingum frá Vegagerðinni hafi
þessi þróun haldið áfram árið 2005.