Morgunblaðið - 03.02.2006, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Síðustu 20 árin hefur Corolla verið mest keypti bíllinn. Íslendingar treysta
Corolla og bera til bílsins tilfinningar sem gera það að verkum að þeir kaupa
hann aftur og aftur. Kannski er svarið við spurningunni, af hverju Corolla, sú
að Corolla er einstaklega ódýr bíll í rekstri, öruggur, þjónustan við eigendur
er frábær – og svo er auðvitað gott að keyra hann. Kannski er svarið
flóknara. Kannski eru það hinir óendanlegu möguleikar. Því þótt þú veljir
Corolla þá er valið fjölþættara. Hvaða gerð af Corolla viltu, hvaða búnað,
hvaða lit, hvaða skiptingu? Spurningarnar eru fleiri. Corolla er bíllinn þinn,
þú ræður hvernig hann er.
Á endanum velur þú Corolla.
Corolla tilfinningin er góð
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
30
78
1
12
/2
00
5
Toyota
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyotasalurinn
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 421-4888
Toyotasalurinn
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Á endanum
velur þú Corolla
STEFÁN Jón Hafstein, formaður
menntaráðs Reykjavíkurborgar,
segir að hann fái þær upplýsingar í
grunnskólum
borgarinnar að
það sé ekki efna-
hagur fólks sem
geri það að verk-
um að fólk nýti
sér ekki skóla-
máltíðir í skólum,
en í Morgun-
blaðinu í gær
kemur fram að
foreldrar þriðj-
ungs barna kaupi ekki skólamáltíðir
fyrir börn sín.
Stefán Jón sagðist hafa fylgst
mjög vel með því hvernig þessi þjón-
usta, skólamáltíðir, sé nýtt og rætt
það ítarlega við matráða í grunnskól-
um og kennara og skólastjórnendur,
hvort með skólamáltíðum sé verið að
búa til þjónustu sem ekki nýtist efna-
minni börnum. Svörin séu öll á einn
veg að fólk verði í mjög litlum mæli
vart við það, enda sé maturinn í
skólamötuneytunum svo ódýr að það
sé vandséð hvernig heimilin geti gef-
ið börnunum að borða fyrir minna fé.
„Ég fæ þau skilaboð í skólaum-
hverfinu að þetta sé ekki stórt
vandamál að börn hafi ekki efni á að
borða í skólamötuneytunum. Þau
hins vegar, sérstaklega unglingarn-
ir, hafa ekki vanist því að borða heit-
an mat í hádeginu í skóla og þau hafa
greinilega verið sein að tileinka sér
þetta,“ sagði Stefán Jón.
Yngri börnin hafa vanist
skólamáltíðum
Hann benti á að yngri börn noti
skólamáltíðirnar miklu frekar en
unglingarnir. Þau hafi alist upp við
þetta, en þau sem eldri eru hafi ekki
lært að tileinka sér það að fá að
borða í skólanum, auk þess sem ým-
islegt annað komi til, eins og sér-
viska, matarofnæmi og fleira. Þegar
málið sé skoðað nánar komi í ljós að
hlutfallið sé dálítið misjafnt eftir
skólum og sér sýnist að eftir því sem
skólar hafi lengur boðið upp á þjón-
ustuna þeim mun betra sé hlutfallið.
Stefán Jón sagðist hafa verið í
heimsókn í grunnskóla í gærmorgun
og spurt fólk þar út í umfjöllun
Morgunblaðsins og hvort það væri
efnahagur fólks sem stæði í vegi fyr-
ir að fólk notfærði sér þessa þjónustu
í skólunum. Svarið hefði verið af-
dráttarlaust neitandi. Það væri ekki
rétt að hafa skólamáltíðir ókeypis,
því börnin yrðu að fá tilfinningu fyrir
því að um verðmæti væri að ræða.
Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs
Ekki efnahagur
sem ræður
Stefán Jón
Hafstein
SAMKVÆMT þjóðarpúlsi Gallup
myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá
hreinan meirihluta í borgarstjórn ef
kosið væri í sveitarstjórnarkosning-
um í dag, eða um 55,1% atkvæða. Er
það lítil breyting frá síðasta þjóðar-
púlsi sem framkvæmdur var í des-
ember en þá mældist Sjálfstæðis-
flokkurinn með 56% fylgi.
Staðan hjá öðrum flokkum hefur
breyst lítið en Samfylkingin mældist
með 30,1% fylgi, sem er aukning um
2% frá síðasta mánuði, Vinstri-græn-
ir mælast með 8,5%, sem er minnkun
um 1%, fylgi Framsóknarflokksins
eykst frá 3% uppí 4,4% og Frjáls-
lyndir fengju 1,5%, svipað og þeir
hafa fengið í síðustu þjóðarpúlsum.
Samkvæmt þessum niðurstöðum
myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá níu
menn í borgarstjórn, Samfylkingin
fimm og Vinstri-grænir einn.
Fylgi flokkanna er breytilegt eftir
kyni og myndu fleiri karlar kjósa
Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðis-
flokkinn og Frjálslynda, en fleiri
konur kysu Samfylkinguna og
Vinstri-græna.
Könnunin var gerð 3.–30. janúar
síðastliðinn og var svarhlutfall 60%
af 2.517 manna úrtaki.
Litlar breytingar á landsvísu
Einnig var kannað fylgi flokkanna
á landsvísu og er lítil breyting á milli
mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn eyk-
ur fylgi sitt um 1% og er nú með
42,6% fylgi, Samfylkingin stendur í
stað með 27,0%, Vinstri-grænir
halda sig á svipuðum slóðum og
fengju 17,6%, Framsóknarflokkur-
inn tapar um 1% og er nú með 10,5%
og Frjálslyndir fengju 2,1%, svipað
og í síðustu könnun.
Könnunin var gerð á milli 28. des-
ember 2005 og 30. janúar 2006 og var
svarhlutfall 62% af 5.969 manna úr-
taki.
Sjálfstæðisflokkurinn
fengi níu menn
LEIKSKÓLAR í Reykjavík verða
gjaldfrjálsir í allt að 7 klukkustundir
á dag fyrir öll börn frá haustinu 2008
samkvæmt frumvarpi að þriggja ára
áætlun um rekstur, fjárfestingar og
fjármál Reykjavíkurborgar sem
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg-
arstjóri lagði fram á fundi borgar-
ráðs í gær.
Áfram er stefnt að niðurgreiðslu
skulda borgarinnar næstu árin, en
nýgerðir kjarasamningar og sam-
dráttur í fjárfestingu setja einkum
mark sitt á áætlanir borgaryfirvalda
fyrir rekstur borgarsjóðs næstu ár,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá borgarstjóra. Gert er ráð fyrir já-
kvæðri rekstrarniðurstöðu allt tíma-
bilið, um 295 milljónum árið 2007,
598 milljónum árið 2008 og 345 millj-
ónum árið 2009. Gert er ráð fyrir að
afgangur verði af rekstri borgar-
sjóðs öll árin og að hreinar skuldir
lækki um 928 milljónir og verði í lok
tímabilsins 3.929 milljónir.
Frumvarpinu var vísað til borgar-
stjórnar þar sem fyrri umræða um
það fer fram næsta þriðjudag.
Gjaldfrjálsir leikskólar
haustið 2008
Morgunblaðið/Kristinn