Morgunblaðið - 03.02.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÓLGAN meðal múslíma vegna
teikninganna í Jyllands-Posten og
mörgum öðrum dagblöðum í Evrópu
og víðar um heim heldur áfram og
margir óttast, að sums staðar kunni
að sjóða upp úr eftir föstudagsbænir
í dag. Þó eru þess farin að sjást
merki, að múslímum sjálfum og rík-
isstjórnum í löndum þeirra sé farið
að finnast nóg komið. Hafa þær sum-
ar mildað nokkuð tóninn í þessu máli
og í Danmörku eru hófsamir múslím-
ar farnir að óttast afleiðingarnar og
þeir krefjast þess, að íslamskir
klerkar í Danmörku gangi fram fyrir
skjöldu í því að lægja öldurnar.
Per Stig Møller, utanríkisráð-
herra Danmerkur, segir, að það geti
oltið á föstudagsbænum múslíma í
dag hvort æsingarnar haldi áfram og
vindi enn upp á sig eða hvort það fari
að sjá fyrir endann á þeim. Segir
hann, að birting teikninganna í öðr-
um evrópsku fjölmiðlum þurfi ekki
að vera góðs viti, heldur þvert á móti.
Hætta sé á, að múslímar túlki það
sem beina ögrun hinnar kristnu Evr-
ópu við þá og trú þeirra.
Fjölmiðlar í löndum múslíma hafa
fordæmt teikningar og til dæmis
sagði Samir Ragab, ritstjóri Al-
Gomhurriya, eins af þremur stærstu
ríkisblöðunum í Egyptalandi, að
„heimsbyggðin verður að átta sig á
því, að árásar á spámanninn verður
ekki látið óhegnt“. Sagði hann, að
skoðana- og tjáningarfrelsi skiptu
hér engu máli, heldur væri um að
ræða „samsæri gegn íslam og músl-
ímum, sem hefur verið að gerjast ár-
um saman og mun eflast verði ekki
gripið í taumana“.
Hefði hjálpað
að drepa Rushdie!
Nazem al-Masbah, háttsettur
klerkur í Kúveit, hefur gefið út eins
konar trúarlega tilskipun um, að allir
þeir, sem gerðu teikningarnar í Jyl-
lands-Posten, skuli drepnir. „Þeir,
sem móðga spámanninn skulu
drepnir,“ sagði klerkurinn að því er
fram kom á sjónvarpsstöðinni al-
Arabiya en ýmsir aðrir trúarleiðtog-
ar í Kúveit vara við yfirlýsingu al-
Masbah og segja hana munu skaða
ímynd íslams.
Hassan Nasrallah, yfirmaður
Hezbollah-hreyfingar sjíta í Líb-
anon, segir, að það hefði hjálpað að
drepa breska og múslímska rithöf-
undinn Salman Rushdie en hann
vakti reiði trúbræðra sinna með bók-
inni „Söngvum Satans“. Khomeini,
erkiklerkur í Íran, dæmdi hann á
sínum tíma til dauða fyrir guðlast og
enn eru Íranar reiðubúnir að greiða
hverjum þeim, sem myrðir Rushdie,
175 millj. ísl. kr.
„Ef einhver múslími hefði orðið til
að drepa trúvillinginn, hefði enginn
maður í Danmörku, Noregi eða
Frakklandi þorað að feta í fótspor
hans,“ sagði Nasrallah. „Ég er viss
um, að milljónir múslíma eru tilbún-
ar að fórna lífinu til að verja heiður
spámannsins og við verðum að búa
okkur undir það.“
Einn af ritstjórum
France Soir rekinn
Jacques Lefranc, einn af ritstjór-
um franska dagblaðsins France Soir,
sem birti teikningarnar í Jyllands-
Posten, var í gær rekinn úr starfi og
var það ákvörðun eigandans, Ray-
mond Lakah, sem er egypskur. Seg-
ir hann myndbirtinguna óviðunandi
en blaðið, sem berst í bökkum fjár-
hagslega, hefur nú verið bannað í
Marokkó og Túnis. Athygli vekur
hins vegar, að aðalritstjóri blaðsins,
Serge Faubert, er enn í sínum stól en
hann segist aldrei munu biðjast af-
sökunar á teikningunum. Sagði hann
í blaðinu í gær, að kominn væri tími
til að slá skjaldborg um hið lýðræð-
islega samfélag og verja það árásum
ritskoðunar og trúarofstækis.
Afstaða frönsku stjórnarinnar er
sú, að France Soir beri alla ábyrgð á
birtingu teikninganna en franskir
sósíalistar hafa mótmælt brott-
rekstri Lefranc og lýst yfir stuðningi
við blaðamenn, sem nú liggja undir
hótunum. Segja þeir, að „tjáningar-
frelsið og frelsi fjölmiðla sé trygging
fyrir framtíð okkar og frelsi“.
Teikningarnar í
jórdönsku blaði
Teikningarnar umdeildu af spá-
manninum birtast í æ fleiri blöðum
og nú hefur meira að segja íslamskt
vikublað, Al-Shihan í Jórdaníu, birt
þær.
„Múslímar um allan heim, sýnið
stillingu,“ segir ritstjórinn í grein
með teikningunum en á einni þeirra
er Múhameð sýndur með túrban í
sprengjulíki. „Hvort er verra fyrir
íslam, þessar skopmyndir eða mynd-
ir af gíslatökumönnum að skera fólk
á háls, af mönnum, sem sprengja sig
upp í brúðkaupi í Amman?“ segir rit-
stjórinn og bætir við, að myndirnar
birti hann til að fólk viti hverju það
sé að mótmæla.
Í Svíþjóð hefur lítill stjórnmála-
flokkur, hinn hægri- og þjóðernis-
sinnaði Sverigedemokraterna, hvatt
lesendur málgagnsins, SD-Kuriren,
til að senda inn teikningar af spá-
manninum og hafa samtök múslíma
brugðist við því með hótunum um að
fá ríki íslams til setja viðskiptabann
á sænskar vörur.
Danir reiðir og
óttast hryðjuverk
Mikil reiði ríkir meðal Dana vegna
þessa máls og þeirra hótana, sem
þeim berast daglega um morð og
önnur hryðjuverk. Enginn fer í graf-
götur um, að líkurnar á slíkum at-
burðum hafa aukist og sumir eru
farnir að forðast samgöngumiðstöðv-
ar eins og járnbrautastöðvar. Þeir,
sem fara með lestum eða strætis-
vögnum, hafa mikinn vara á sér og
það er almenn afstaða, að um sé að
ræða árás á tjáningarfrelsið og
grundvallarréttindi þegnanna í lýð-
ræðislegu samfélagi.
Dönsku blaðamannasamtökin
lýstu í gær yfir eindregnum stuðn-
ingi við tjáningarfrelsið og vöruðu
við tilraunum til að klekkja á því.
Þögn þeirra fram að þessu hefur hins
vegar vakið furðu og þau létu ekki í
sér heyra fyrr en talsmenn allra
helstu fjölmiðla í Danmörku lýstu því
yfir í viðtali við Jyllands-Posten, að
þeir myndu í engu láta árásir músl-
íma hafa áhrif á sig.
Skerist í leikinn eða …
Hófsömum múslímum í Dan-
mörku er raunar hætt að lítast á
blikuna og einn þeirra, þingmaður-
inn Naser Khader og varaformaður í
dansk-palestínska vinafélaginu,
sagði í fyrradag, að nú yrðu múslím-
aklerkar í landinu, sem bæru mikla
ábyrgð á deilunni, að skerast í leik-
inn. Það yrðu þeir að gera fyrir
föstudagsbænirnar í dag, að öðrum
kosti gæti málið vaxið enn og haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
múslíma og alla aðra.
Óttast að upp úr sjóði
eftir bænahald í dag
AP
Nokkur hópur múslíma baðst fyrir á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær en þeir höfðu haft veður af því, að þar
ætlaði fólk að koma saman til að brenna Kóraninn og palestínska fánann. Var lögreglan hins vegar við öllu búin.
Ofstækið og upp-
námið meðal
múslíma vegna
teikninganna af
Múhameð valda
vaxandi áhyggjum
& $% '
() #
* ' ' ' "
+# "
#
*, %-
!"#!$%&&'
(/,64
7 1>## ./
/
%%7
# /.01
3&74H
.23
9/7
# 3/&,7
# 4.51
(/&40/
#;!/%.4
A(77
# .13
./$%%7
# .43
9,
7H
4.23
-$ 0,0//H%$ .41
-H:?M= NB%
7
# 2. $##7
#
O P
P
Q $'
I
" &$7
/H56
"?!7
J
2 "
#%
57
=$=
*D77
#< (,&#
5$/,$/ %(1<
,&$%#$#4
/#
/
&#$ &//
/
;67H;
7
#
%-
/,
-$= ,?M/#
#;&/%0/
2$ 6 37
=$=
5$=,
"!%0#
/
24$ 6 37
=$=
"R/ 1/?0 M,0#
46 /!#%
:B% (4 1R#%
57!= �/5$/,
,&$%#$#4
/#
/
7 ' 8
' %- 9 :
;
B/7&#$#4
/ (4 >$<
/
5
/ %!770=0 &#$ &//
H#
H
#;!/%0 &$;
<= '
" # )$%!
%- ' ' '
#%
/ -!/0/
#$=4#
/ -H=
H
$=<0,0/7!#0;
DEILAN um teikningarnar af Múhameð spá-
manni þykja sýna vel þann mikla mun, sem er á
skoðunum vestrænna manna á lýðræði og tján-
ingarfrelsi og á skoðunum múslíma, einkanlega
í trúarlegum efnum. Hefur hún einnig kynt und-
ir vangaveltum um, að fyrr eða síðar muni koma
til mikils árekstrar með þessum ólíku menning-
arheimum, hins kristna og hins íslamska.
Sumar íslamskar öfgahreyfingar hafa hótað
þegnum þeirra landa, þar sem teikningarnar
hafa birst, dauða og tortímingu og ritstjórar
viðkomandi fjölmiðla hafa harmað, að þær skuli
hafa móðgað múslíma. Þeir leggja samt um leið
áherslu á, að þeir hafi í krafti tjáningarfrelsisins
fullan rétt til að birta skopmyndir af þessu tagi.
„Þetta mál snýst ekki bara um teikningarnar,
heldur um grundvallarreglur og gildi í lýðræð-
islegu samfélagi,“ sagði Fleming Rose, blaða-
maður á Jyllands-Posten, þar sem teikningarnar
birtust fyrst. Þessi rök falla hins vegar ekki í
frjóan jarðveg í íslömskum löndum þar sem trú-
in er oftar en ekki æðri lögunum. Múslímar
skilja ekki hvers vegna danska stjórnin hefur
ekki refsað Jyllands-Posten og túlka það sem
samsæri gegn íslam.
Skoðanir danskra múslíma um málið eru
raunar mjög skiptar og til dæmis hafa tveir
klerkar þeirra komið til varnar dönsku sam-
félagi og gildum þess í viðtali við sádi-arabískt
dagblað. Segja þeir, að Jyllands-Posten hafi
beðist afsökunar með fullnægjandi hætti og nú
eigi að gleyma þessu máli.
Hvað yrði um frelsið?
Fréttaskýrendur á Vesturlöndum sögðu í
gær, að múslímar yrðu að læra að umbera skop-
myndir af guðdómnum á sama hátt og kristnir
menn og gyðingar, það væri óhjákvæmilegur
hluti af opnu og frjálsu samfélagi.
„Getum við ímyndað okkur fjölmenningarlegt
samfélag, sem reyndi að laga sig að öllum boð-
um og bönnum ólíkra trúarbragða? Hvað yrði
þá um frelsið til að hugsa, tala, já, um sjálft
ferðafrelsið?“ var spurt í leiðara franska blaðs-
ins France Soir í gær en það segir, að tími sé
kominn til að slá skjaldborg um hið lýðræð-
islega samfélag, jafnvel þótt einn af ritstjórum
þess hafi verið rekinn fyrir að birta teikning-
arnar umdeildu.
Átök milli ólíkra menningarheima?
AP
Nokkur hundruð manna létu í gær ófriðlega við
sendiráð Dana í Damaskus í Sýrlandi.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Calsíum og
magnesíum
FRÁ
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
fyrir bein, tennur
og liðamót
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla