Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND SUÐURNES Úthluta lóðum í Helguvík | Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar úthlutaði nokkrum lóðum á athafnasvæðinu við Helguvík á fundi sínum fyrir skömmu. Almenna byggðafélagið ehf. sótti um og fékk loforð fyrir lóðum við Fuglavík og sömu afgreiðslu fékk umsókn frá Hýsi eign- arhaldsfélagi ehf. Mest ehf. sótti um nokkr- ar lóðir. Ráðið samþykkti að úthluta því lóð- um við Fuglavík undir verslun. Jafnframt samþykkti það að úthluta Mest lóð við Hólmsbergsbraut með möguleika á stækk- un í vestur.    Enga fiskþurrkun | Atvinnu- og hafn- arráð Reykjanesbæjar vill ekki fá fisk- þurrkun í bæinn. Á fundi ráðsins var lögð fram umsókn frá J.H.S. ehf. um lóð fyrir iðnaðarhús á hafnarsvæði fyrir rekstur fiskþurrkunar. Ráðið hafnaði erindinu, þar sem ekkert iðnaðarsvæði í Reykjanesbæ hæfði slíkri starfsemi. Grindavík | „Þetta styrkir okkur og gerir okkur kleift að horfa lengra fram í tímann eins og allir vilja geta gert,“ segir Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri verktakafyrir- tækisins Heimis og Þorgeirs ehf. Grindavík- urbær hefur gengið frá viljayfirlýsingu við tvö verktakafyrirtæki, Heimi og Þorgeir og Grindina ehf., um samvinnu um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis í bæn- um. Hvort fyrirtæki fyrir sig tekur ákveðin svæði á nýju byggingasvæði norðan Hóps- brautar í alverktöku. Þau sjá um alla upp- byggingu í hverfinu, svo sem gatnagerð, lagningu gangstétta, malbikun, lýsingu og fleira, auk þess að byggja og selja íbúðir og atvinnuhúsnæði. Á vegum bæjarins er verið að deiliskipu- leggja þetta hverfi en Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að á svæðinu sem fyrirtæk- in taka að sér verði á annað hundrað lóðir með á þriðja hundrað íbúðum, í einbýlis- húsum, parhúsum, raðhúsum og fjölbýlishús- um sem og atvinnuhúsnæði. Þetta er nýjung í uppbyggingarstarfi í Grindavík og segir Ólafur Örn að tilgang- urinn sé að hraða uppbyggingu bæjarins. Gatnagerð og annar undirbúningur er alfarið á vegum fyrirtækjanna sjálfra sem í staðinn sleppa við að greiða gatnagerðargjöld til bæjarins. Jafnframt leggur bæjarstjórinn áherslu á að áfram verði nægilegt framboð af lóðum til einstaklinga og annarra verktaka. Heimir Heimisson hjá Heimi og Þorgeir ehf. segir að 70 til 100 íbúðir verði byggðar á því svæði í Grindavík sem það fyrirtæki fær úthlutað, auk atvinnuhúsnæðis. Hann segir áformað að hefja framkvæmdir næsta vetur og hafa hverfið fullbyggt árið 2011. „Við eig- um eftir að kanna nánar hvar þörfin er mest, áður en við göngum frá endanlegu skipulagi og hönnum byggingarnar, hvers konar íbúðir mest þörf er fyrir,“ segir Heimir en tekur fram að fyrirtækið hafi augastað á að byggja fyrir ungt fólk. Spennandi verkefni „Ég sé fyrir mér að við munum sækja inn á þann markað. Þetta hverfi er góður kostur fyrir ungt fjölskyldufólk, meðal annars vegna öflugs íþróttastarfs í nágrenninu, auk góðrar þjónustu á öðrum sviðum. Ég tel að þetta sé orðið valkostur fyrir ungt fólk af höfuðborg- arsvæðinu,“ segir hann. „Það er nóg að gera, sem betur fer, og verður áfram. En þetta er líka spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Heimir. Fyrirtæki hans hef- ur unnið mikið að gatnagerð fyrir Grindavík- urbæ á undanförnum árum og er einnig að byggja og selja íbúðarhús þar og víðar. Það er með verkefni víða í gangi. Stærsta ein- staka verkefnið um þessar mundir er gatna- gerð á vegum Reykjavíkurborgar í nýju hverfi við Úlfarsfell. „Jú, það er gaman að taka þátt í uppbygg- ingunni í Grindavík, enda margir spennandi hlutir að gerast þar,“ segir Heimir. Uppbyggingu flýtt í Grindavík með úthlutun hverfa til tveggja byggingaverktaka Getum horft lengra fram í tímann Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppbygging Grindavíkurbær reynir að hraða uppbyggingu nýs hverfis með því að úthluta hluta þess til tveggja byggingaverktaka. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Valaskjálf Fosshótel | Hótelrými Valaskjálfar á Egilsstöðum verður rekið undir merkjum Fosshótela næstu tíu ár, skv. nýju samkomulagi þar um. Á að opna hótelið næsta miðvikudag og hafa opið árið um kring. 39 herbergi verða á hótelinu og verður farið í nokkrar end- urbætur, auk þess sem til stendur að opna ítalskan veitingastað í húsinu með vorinu. Samkomusalur hússins er í eigu annarra aðila og tengist ekki hótelrekstrinum. Kári Hlíðar Jósefsson hefur verið ráðinn hót- elstjóri Valaskjálfar. Fosshótel hafa afráðið að ljúka samstarfi við hótel á Reyðarfirði sem starfað hefur sem Fosshótel undanfarin ár. Seyðisfjörður | Umhverfisráðherra hefur úrskurðað að ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2005 um að virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum skuli standa óhögguð. Ráðuneytinu bárust fimm stjórn- sýslukærur í september sl. Segir í úrskurðinum að fyrirhuguð fram- kvæmd við virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði feli í sér stækkun miðl- unarlóns í Heiðarvatni, að gert verði nýtt lón við Þverá, auk jöfn- unarlóns og minni inntakslóna. Í hinni kærðu ákvörðun er vísað til umsagnar Umhverfisstofnunar um að ekki sé líklegt að framkvæmdin hafi umtalsverð áhrif á gróður. Á áhrifasvæði fyrirhugaðrar virkj- unar séu fossar sem njóta sér- stakrar verndar. Ráðuneytið telji að tilhögun framkvæmdaraðila á framkvæmdinni sé til þess fallin að draga úr sjónrænum áhrifum á fossa. Fossar í Fjarðará séu ekki á náttúruminjaskrá eða náttúru- verndaráætlun.Telji ráðuneytið því ekki líklegt að fyrirhugað fram- kvæmd muni hafa umtalsverð um- hverfisáhrif. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gufufoss í Stöfum Einn af nokkrum fossum ofan Seyðisfjarðar sem eiga að geta haldist nokkurn veginn óbreyttir þrátt fyrir virkjun Fjarðarár. Virkjun Fjarðarár ekki í umhverfismat Neskaupstaður | Árlegt komma- blót var haldið í fertugasta sinn um liðna helgi, en það er annað af tveimur þorrablótum sem haldin eru í Neskaupstað. Það voru þeir fóstbræður Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarða- byggð, sem sömdu og fluttu ann- álinn ásamt aðstoðarfólki, líkt og verið hefur til fjölda ára. Við- fangsefni annálsins voru af marg- víslegum toga. M.a. var fráfarandi forstjóri Síldarvinnslunnar, Björg- ólfur Jóhannsson, svo gott sem jarðsunginn í mikilli kveðjuræðu og forstöðulæknir fjórðungs- sjúkrahússins setti bæjarstjórann í nýja sneiðmyndatækið til að komast að hans innstu þrám. Í ljós kom að bæjarstjórinn þráði ekkert heitara en að vera danski mjólkurtæknifræðingurinn Jeff Clemmensen. Blótið var vel sótt, en hátt í 300 manns hlógu sig máttlausa að hnyttnum og skemmtilegum atrið- um þetta árið. Kommablótið í fertugasta skiptið Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sneiðmyndataka undirbúin Jón Björn Hákonarson ræðir við Guðmund Bjarnason bæjarstjóra. Við hlið hans stendur Smári Geirsson, forseti bæj- arstjórnar Fjarðabyggðar, í hlutverki Björns Magnússonar læknis. Seyðisfjörður | Í vikunni bauð Seyðisfjarðarskóli til uppskeruhá- tíðar í félagsheimilinu Herðubreið í lok færeyskrar þemaviku, þar sem allir 60 nemendur skólans hafa unn- ið saman að ýmsum verkefnum. Nemendum var skipt í blandaða hópa; heimasíðusmiðju, tónlistar- smiðju, fjölmiðlasmiðju, listasmiðju, smíðasmiðju, kynningarsmiðju og eldhússmiðju.Afrakstur færeysku vikunnar er m.a. heimasíðan http:// seydisfjardarskoli.sfk.is/Færeyar, viðtal við færeyskan Seyðfirðing, ýmiskonar plaköt og myndræn framsetning á fróðleik um Færeyj- ar, eftirgerðir af hvalvopnum og líkön af fólki í færeyskum þjóðbún- ingum, færeyskir réttir og nem- endur fluttu færeysk sönglög. Þrír kennaranemar frá Færeyj- um komu í Seyðisfjarðarskóla og kynntust nemendum og unnu með þeim; þau Rúni Mortensen, Finn- björn Vang og Eygló Björg Jó- hannsdóttir og sögðust krakkarnir hafa lært mikið af þeim. Þá var tek- inn saman íslensk/færeyskur orða- listi og kennir þar margra grasa. M.a. sést þar að íslenska orðið nem- andi er næmingur á færeysku. Skólastjóri Seyðisfjarðarskóla er Þorsteinn Arason. Litið til frændþjóðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Unnið saman Erling Arnar Erlingsson sýnir skólasystkinum haganlega eftirgerð af hvalvopni sem hann smíðaði í tilefni færeyskrar þemaviku. Njarðvík | Allar lóðir í Ásahverfi í Njarð- vík runnu út á fáeinum dögum. Í hverfinu eru 130 lóðir. Reykjanesbær auglýsti lóðirnar á þriðjudaginn í síðustu viku og var það fyr- irkomulag viðhaft að þeir sem fyrstir sóttu um gátu valið sér bestu lóðirnar. Í ljós kom að mikill áhugi var á lóðunum og runnu þær út á nokkrum dögum. Það var því slegið hraðamet í lóðaúthlutunum hjá umhverfis- og skipulagssviði bæjarins, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Hraðamet í úthlutun lóða   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.