Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 22
Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa Daglegtlíf febrúar „ÞAÐ má búast við að litagleðin verði alls- ráðandi í sumarlínunni minni sem kemur á markaðinn í maí. Ég er að vinna bæði með matt skinn og glansandi skinn af laxi og hlýra. Hlýrinn verður í sínum náttúrulegu litum eins og laxinn, sem fer líka út í sterka bláa, græna og gula liti í bland við jarðliti. Það liggur því fyrir að sumarið verður svo- lítið litaglatt hjá mér,“ segir María Kristín Magnúsdóttir, sem er eini starfandi skó- hönnuðurinn á Íslandi um þessar mundir. Skóhönnun Maríu hefur vakið athygli og er hún nú farin að leita hófanna í útlöndum um stærri markaði en þann íslenska. „Ég er að- allega að líta til Kína og Arabaríkjanna. Þó ótrúlegt megi virðast í augum vestrænna kvenna eru Arabakonur mjög tískusinnaðar og kaupa yfirleitt ekki annað en vandaðar vörur,“ segir María. Nú stendur yfir sýning á skóm eftir Maríu í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi og áformað er að opna aðra sýningu á Akra- nesi um næstu helgi. Báðar sýningarnar munu standa yfir í mánuð. „Ég setti fyrst upp sýningu í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði vorið 2004 og stefni að því að opna sýningu í Árbæjarsafni um miðjan júní nk. María, sem verður þrítug á árinu, sleit barnskónum á Selfossi og fór í myndlist- arnám til Kaupmannahafnar áður en hún hóf hönnunarnámið í Lundúnum. Þar lærði hún skóhönnun í Cordwainers College og útskrifaðist árið 2001. Í fimm ár starfaði hún sem skóhönnuður hjá X18. „Í framhaldi af því fór ég að gera mína eigin skó og stofnaði MKM-footwear ehf. í kringum eigin hönnun. Ég hanna bæði sumar- og vetr- arlínur úr íslensku laxa- og hlýraroði, sem sútað er hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki, og vinn auk þess með kínverskt geitaskinn. All- ir mínir skór og stígvél eru framleidd í Kína. Ég vinn að hönnuninni alfarið heima hjá mér, fer svo til Kína með jöfnu millibili til að fylgja framleiðslunni eftir og sinni lag- er- og markaðsmálum sjálf. Það er nóg að gera, en það að hasla sér völl sem skóhönn- uður á Íslandi tekur tíma og því er um að gera að reyna að vera þolinmóð. Ég er hins- vegar mjög sátt við þau viðbrögð sem ég hef fengið til þessa því lítið er eftir af stígvélum og margir litir eru uppseldir.“ Konur með breiða kálfa Sérstaka athygli í skóhönnun Maríu vekja svokallaðir skófylgihlutir á borð við ökkla- bönd og legghlífar, sem koma í fjórum stærðum og virka þannig að skór eru settir í hlífarnar og þá er búið að breyta þeim í stígvél. „Margar íslenskar konur geta ekki notað stígvél vegna of breiðra kálfa. Legg- hlífarnar eru hinsvegar breiðari en gengur og gerist og hægt er að nota þær við hvaða skó sem er. Hæll þarf þó að vera til staðar svo að hlífin haldist á skónum og viðkom- andi notandi gangi ekki á teygjunni, sem smeygt er undir skóinn.“ María selur hönnun sína á Íslandi í Verk- smiðjunni á Skólavörðustíg sem hún á og rekur í samstarfi við sjö aðra hönnuði og listakonur. Auk þess eru skórnir hennar til sölu í Valmiki í Kringlunni, Anas í Hafn- arfirði, Mónu á Laugavegi og á Nordica hóteli.  HÖNNUN | Íslenskt fiskroð og kínverskt geitaskinn Legghlífar breyta skóm í stígvél Stígvélin hafa notið mikilla vin- sælda og eru nú nær uppseld. Til vinstri má sjá hvernig legghlíf- arnar notast á skó, sem verða þannig að stíg- vélum. Skóhönnuðurinn María Kristín Magnúsdóttir með hluta af hönnun sinni. Skórnir hennar Maríu eru allir með hælum. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Já, ég flutti minni karla áþorrablóti þeirra Súgfirðingaí fyrra,“ segir Ingibjörg Jón-asdóttir, íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem löngum hefur skemmt fólki á hinum og þessum stöðum. „Það var hlegið svo mikið að það sem átti að taka korter að lesa teygðist í hálftíma,“ segir hún sposk á svipinn. Eftir velgengnina á þorra- blótinu í fyrra var hún fengin til að flytja minni karla á þorrablóti Olís í ár og aftur á þorrablóti Hrafnistu. „Ja, hann vildi fá mig til að syngja en ég sagði honum að ég væri búin að missa röddina en ég skyldi gera þetta í staðinn.“ Ingibjörg og eiginmaður hennar Guðmundur A. Elíasson bjuggu lengst af ævi sinni á Súgandafirði. Þau fluttu til borgarinnar fyrir um 11 árum af illri nauðsyn. „Ég er ennþá ósköp mikill Súgfirðingur og við byggjum áreiðanlega enn á Súg- andafirði ef við hefðum haft tök á því,“ segir Ingibjörg um tildrög þess að þau fluttu í bæinn. Öflugt leiklistarlíf „Í svona litlu þorpi eins og Súg- andafirði verður að virkja alla,“ segir hún um þátttöku sína í félagslífinu í plássinu. „Það er ekkert hægt að hringja bara í Halla og Ladda, fólk verður að vera jákvætt og gera hlut- ina sjálft. Ég var á fullu í öllu, blessuð vertu, í hreppsnefnd og nánast öllum félögum og leikflokkum, samdi líka gamanvísur og texta.“ Ingibjörg seg- ir að leiklistarlíf hafi verið mjög öfl- ugt á Súgandafirði. „Við fórum um alla firði með varðskipi og sýndum út um allt.“ Ingibjörg hefur ekki bara skemmt Íslendingum hér heima heldur lenti hún óvænt í því eitt sinn er hún fór til Spánar að skemmta samferðamönn- unum. „Dóttir mín vann ferð og bauð okkur að fara í sinn stað. Á hótelinu voru ýmis skemmtiatriði, þarna voru líka Þjóðverjar og ýmsir fleiri. Ég var að kaupa gítar og tveir strákar sem sáu mig við gítarkaupin komu til mín og spurðu hvort ég vildi ekki taka þátt í keppni sem var í gangi. Ég hélt það nú og það gekk rosalega vel, ég var meira að segja margklöppuð upp og vann þrenn verðlaun.“ Þetta var á þeim tíma sem þau Guð- mundur bjuggu enn á Súg- andafirði og Ingólfur Guð- brandsson sem þá var hjá Úrvali-Útsýn bauð henni seinna að koma suður til að skemmta á sólarkvöldi og í framhaldi af því gaf hann þeim farseðil í sólina á Spáni. „Þegar hann var að kynna mig sagði hann að ég hefði unnið þrenn verðlaun úti á Spáni og ég svaraði bara að maður væri dreg- inn upp úr sundlauginni til að syngja í keppni og ef maður væri minna falskur en næsti maður þá ynni maður!“ Byrjaði að spila á gítar fjórtan ára Þó að gítarinn hafi fylgt Ingibjörgu sem kær vinur alla ævi voru það erf- iðar aðstæður sem urðu til þess að hún fór að spila á hann. „Mamma mín veiktist þegar ég var fjórtán ára. Mér fannst ofsalega gaman í skólanum og mér gekk mjög vel en við vorum fá- tæk og pabbi sagði að ég yrði að vera heima, en hann gaf mér gítar og það bjargaði bara lífi mínu. Ég reyndi eins og ég gat að pikka upp öll grip og svona og lærði sjálf á gítarinn.“ Tónlistarmaðurinn Rabbi var bróðursonur Ingibjargar. „Rabbi kom alltaf til mín þegar hann var að spila fyrir vestan. Hann var í hljóm- sveitum eins og Bítlavinunum og Grafík. Hljómsveitarmeðlimir fengu að borða hjá mér og ég lærði mikið af þeim, náði fleiri hljómum.“ Ingibjörg hafði mjög gaman af því að fá tónlistarmennina til sín. „Ég var með stórar svalir og þeir settust gjarnan þar út. Púkarnir (litlir krakkar voru alltaf kallaðir púkar fyrir vest- an) köstuðu peningaseðlum vöfðum inn í grjót upp á sval- irnar og báðu strákana að gefa sér eiginhandaráritun. Þessum gæjum öllum fannst merkilegt hvað krakkarnir á staðnum væru skemmtilegir og klárir að vera að biðja um eiginhandar- áritun! Svo heyrðist eftir smá- stund kallað úti á götu: Fimm- hundruðkall til sölu á þúsundkall, með nöfnum allra Bítlavinanna! Það voru þá krakkarnir sem sáu gróðaveg í þessu,“ segir Ingibjörg og hlær dátt þegar hún rifjar upp þessa sögu. Ingibjörg er orðin áttræð en hún er ung í anda og er enn að skemmta samferðafólki og sjálfri sér í leiðinni. Gítarinn alltaf kær vinur ÁHUGAMÁLIÐ | Ingibjörg Jónasdóttir, áttræður skemmtikraftur í fullu fjöri á Hrafnistu Þessi diskur er afrakstur dags í stúdíói sem Ingibjörg fékk eitt sinn í afmælisgjöf frá eigin- manni sínum og börnum. Morgunblaðið/RAX „Eru það fjörðurinn og fjöllin, eða fámennið og tjörnin, lognið hér og þögnin,“ söng Ingibjörg af innlifun. Lagið og textinn um Súgandafjörð er hennar. Langt er frá að hún sé búin að missa röddina þó að hún haldi því sjálf fram. Hjónin Guðmundur A. Elíasson og Ingibjörg Jón-asdóttir búa saman í íbúð á Hrafnistu. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.