Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 • Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni Aukaafsláttur af útsöluvöru föstudag og langan laugardag Útsölulok Föt 14.900 - 19.900 - 22.900 Allir jakkar 12.900 Allar buxur 4.500 - 5.900 SÍÐASTI ÚTSÖLUDAGUR LANGUR LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR Ath. allar breytingar innifaldar Laugavegi 47 S. 551 7575 Laugavegi 47 S. 552 9122 Stundum er erfitt að greina ámilli hvort tímarit þjónaþeim tilgangi að vera tímarit eða minjasafn. Þetta kemur oft í hugann þegar Skírni (ritstjórar Sveinn Yngvi Egilsson og Svavar Hrafn Svavarsson) er flett. Hér verður drepið á nokkur atriði í rit- inu, hausthefti 2005. Fyrsta ritgerðin í Skírni að þessu sinni er eftir Unni Birnu Karlsdóttur og nefnist Gulls ígildi. Gullfoss í umræðu um virkjanir. Þetta er fróðleg grein og ítarleg. Athygli vekur næsta ritgerð Ímagismi og vortisismi, Stefnu- yfirlýsingar í íslenskri þýðingu, eftir Benedikt Hjartarson (og fleiri) og fjallar um upphaf svo- nefnds ímagisma í enskum bók- menntum sem rekja má til ársins 1909. Greinar eftir Ezra Pound og Wyndham Lewis sem fylgja eru gagnlegar. Þetta er þörf upprifjun. Bragi Halldórsson skrifar um smásagnagerð Geirs Kristjáns- sonar, Réttaður að viðstöddu miklu fámenni, og tekst að varpa ljósi á smásagnagerð Geirs og smásagna- gerð eins og hún tíðkaðist á hans tíma.    Katrín Axelsdóttir skrifar fræði-lega um Gunnlaug Leifsson og Ambrósíus sögu. Aðalgeir Kristjánsson tínir sam- an mikinn og forvitnilegan fróðleik um Fjónverja og íslensk fræði. Þetta eru helstu ritgerðirnar í Skírni en í Skírnismálum tengir Baldur Hafstað m. a. Austfirð- ingasögur og sögur af Vesturlandi í „Tilgátu um aðferð“ og Magnús Þorkell Bernharðsson fjallar um málefni Mið-Austurlanda og er ljóst af umfjöllun hans að þau fræði eru öll vandasöm. „Ritdómar“ eru nokkrir og má sérstaklega nefna Ugla sat á kvisti þar sem Valgerður Kr. Brynjólfs- dóttir tekur fyrir sjálfsögur í tveimur skáldsögum Gyrðis Elías- sonar.    Skáld Skírnis er að þessu sinniVésteinn Lúðvíksson og er hann kunnari fyrir skáldsögur sín- ar en ljóð. Mér sýnist hann fara bil beggja í þessum ljóðum, iðka ljóð- rænu og vitsmunalegan skáldskap. Æsa Sigurjónsdóttir veitir inn- sýn í myndlist Haraldar Jónssonar, Birtingarmyndir af líkamsástandi, sem er myndlistarmaður Skírnis að þessu sinni. Frá ritstjórum greinir frá því að nú verði skipt um ritstjóra og verð- ur því ekki hafnað að þeir hafa sinnt vestrænni menningarsögu í víðum skilningi svo að gripið sé til þeirra eigin orðalags en stundum hefur ritið verið of fornfálegt að mínu mati, skort tengsl við samtím- ann. Á ég þá einkum við hið bók- menntalega. Margt hefur þó verið vel gert í tímaritinu. Tímarit eða minjasafn? ’stundum hefur ritið verið of fornfálegt að mínu mati, skort tengsl við samtímann.‘ Svavar Hrafn Svavarsson johj@mbl.is AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson Sveinn Yngvi Egilsson Jón Kalman Stefánsson hlautí gær Íslensku bókmennta-verðlaunin 2005 í flokki fag-urbókmennta fyrir bókina Sumarljós, og svo kemur nóttin, sem Bjartur gaf út. Í flokki fræðirita og bóka al- menns efnis hlutu þau Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson verðlaunin fyrir verkið Kjarval, sem Nesútgáfan gaf út. Snæbjörn Arngrímsson, formað- ur Félags íslenskra bókaútgefenda, setti samkomuna og forseti Íslands kynnti niðurstöðu dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöf- undar ávörpuðu síðan gesti. Kristín G. Guðnadóttir þakkaði fyrir sína hönd og meðhöfunda sinna fyrir verðlaunin. Jón Kalman Stefánsson varpaði fram þeirri spurningu í ávarpi sínu til hvers höfundar skrifuðu. Hann sagði nær að spyrja höfundana eins og annað fólk til hvers þeir lifðu og sagði að flestir höfundar glímdu hver á sinn hátt við þessa spurn- ingu. Ekkert sjálfsagt við það að lifa Hann beindi síðan máli sínu að þeirri hættu sem heiminum stafaði af umhverfismengun og yfirgangi bandarískra stjórnvalda á al- þjóðavettvangi og sagði m.a.: „Bandaríkin, þessi mikla þjóð sem neitar að hlusta á rök vísinda- manna, hið góða heimsveldi sem skrifar ekki undir alþjóðasamninga um verndun jarðar og flýgur síðan með fólk á milli landa, pyndar það fjarri Bandaríkjunum svo kvalaópin trufli ekki svefn borgarans, trufli ekki sjónvarpsdagskrána, uppfulla af bíómyndum þar sem Bandaríkja- menn bjarga heiminum.“ Jón Kal- man hvatti síðan til þess að Íslend- ingar sýndu sjálfstæði sitt gagnvart Bandaríkjunum í verki með því að mótmæla framferði þeirra og hafa þannig áhrif á fram- göngu íslenskra stjórnvalda. „Það er nefnilega ekkert sjálfsagt við það að lifa, vera til. Það er ábyrgð- arhluti,“ sagði Jón Kalman Stef- ánsson. Þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir léku þrjú verk við athöfnina á selló og píanó. 750 þúsund í verðlaunafé í hverjum flokki Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð þeim Hrefnu Haraldsdóttur, Árna Bergmann og dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, sem var formaður, valdi verkin úr tíu bókum sem til- nefndar voru til verðlaunanna í desember sl., fimm í flokki fag- urbókmennta og fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Tilnefndar fagurbókmenntir, til viðbótar við Sumarljós, og svo kem- ur nóttin, voru Hrafninn eftir Vil- borgu Davíðsdóttur, Rokland eftir Hallgrím Helgason, Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur og Tími nornarinnar eftir Árna Þór- arinsson. Úr flokki fræðibóka voru auk bókarinnar Kjarvals tilnefnd verkin: Ég elska þig stormur eftir Guðjón Friðriksson, Fuglar í nátt- úru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, Íslensk tunga I-III eftir Guðrúnu Kvaran, Höskuld Þráins- son og Kristján Árnason og Jarð- hitabók eftir Guðmund Pálmason. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrit- uð verðlaunaskjöl og verðlauna- gripir hannaðir af Jóni Snorra Sig- urðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Bókmenntir | Íslensku bókmennta- verðlaunin afhent á Bessastöðum Ábyrgðarhluti að vera til Morgunblaðið/Sverrir Silja Aðalsteinsdóttir, Kristín G. Guðnadóttir, Jón Kalman Stefánsson og Ólafur Ragnar Grímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.