Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Stjórn Kennarasambands Íslands,stjórnir félaga Kennarasam-bands Íslands og menntamála-ráðherra hafa sameinast um tíu skref til sóknar í skólastarfi. Ráðherra og forsvarsmenn KÍ kynntu og undirrituðu samkomulagið á blaðamannafundi í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Á fundinum kom fram að samkomulagið felur í sér að KÍ og ráðherra muni vinna samhent að heildar- endurskoðun á námi og breyttri námsskip- an skólastiganna sem nú fer fram. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verð- ur í samkvæmt samkomulaginu er vinna í kjölfar nýrra hugmynda um framtíð kenn- aramenntunar og eflingu hennar, sveigj- anlegri aðlögunartími framhaldsskóla til að takast á við breytta námsskipan, lög- gilding á starfsheiti og starfsréttindum leikskólakennara og endurskipulagning al- mennrar brautar framhaldsskólanna í samhengi við eflingu náms- og starfsráð- gjafar. Fram kemur að framhaldsskólan- um verði gefinn fjögurra ára aðlögunar- tími til að takast á við breytta námsskipan, en samkvæmt nýju frumvarpi mennta- málaráðherra til breytingar á framhalds- skólum verða allir framhaldsskólar lands- ins komnir með þriggja ára nám til stúdentsprófs árið 2010 og eins munu grunnskólar ekki byrja að kenna eftir nýrri námskrá fyrr en haustið 2007 og skólaganga verði 13 ár í stað 14 ára. Í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur menntamálaráðherra kom fram að sam- komulagið hefði átt sér nokkurn aðdrag- anda. Sagði hún mikilvægt að skrefin í átt að markmiðinu um styttingu náms til stúd- entsprófs eða breytt námsskipan til stúd- entsprófs yrðu tekin í sátt og góðu sam- starfi við fagaðila. Benti hún á að hlustað hefði verið á þær ábendingar sem komið hefðu fram um styttingu náms til stúdents- prófs og nú þegar ljóst að taka yrði nánara tillit til ábendingar um tungumálakennsl- una. „Það er því enn að mörgu að hyggja, en við erum að gera þetta sameiginlega og fara faglega yfir allar ábendingar sem okk- ur berast,“ sagði Þorgerður Katrín. Líta til innihalds námsins „Við höfum skoðað þetta mál lengi, en umræðan hefur oftast verið undir þeim formerkjum að tala um styttingu og skerð- ingu náms. Það er alveg ljóst að KÍ hefur alltaf verið á móti skerðingu náms, hvenær og hvar sem þær hugmyndir hafa birst,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands Íslands, og bætti við: „Við höf- um tekið þá ákvörðun að ganga nú inn í samstarf til þess að hafa áhrif á það með hvaða hætti almennt framtíð skólakerfis- ins verður. Við vitum að valdið í lýðræð- isþjóðfélaginu liggur hjá Alþingi og við vit- um líka að sá aðili sem er líklegastur til þess að hafa áhrif á það með hvaða hætti mál eru lögð fyrir þing er ráðherra við- komandi málaflokks. Við höfum átt mjög góð samskipti við menntamálaráðuneytið og við væntum þess að vinnan framundan byggist á sama trúnaði og gert hefur hing- að til,“ sagði Eiríkur. Hann vonast til að samkomulagið yrði upphafið að nýrra og betra samstarfi KÍ og ráðuneytisins. Lagði Eiríkur áherslu á að punktarnir tíu sem kynntir voru á fundinum væru afar þýðingarmiklir. „Það er mjög mikilvægt að við fáum góðan tíma til að vinna að þeim,“ sagði Eiríkur og nefndi sérlega í því sam- bandi eflingu grunn- og endurmenntunar kennara, sveigjanleg skil skólastiganna og breytilega möguleika nemenda til náms- hraða. „Við ætlum að leita leiða til að finna lausn sem nýtist skólakerfinu sem best,“ sagði Eiríkur og tók fram að mikilvægt væri að líta til innihalds námsins, í stað þess að einblína sífellt á lengd þess í árum. Kennarasamband Íslands og menntamála Mikilvægt að starfa í góðri sátt Elna Katrín Jó arsdóttir menn Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Þetta er ág vinna út frá þe hvernig þessu verðum að átta heitir að styrkj menna braut fr nám eins og kv komulaginu, k veitingar. Því a inga,“ segir Þo Fagn komu Þorsteinn Þorsteinsson Ein af ástæðunum fyrir því að British Air-ways (BA) ákvað að hefja áætlunarflug tilÍslands er sú að hér er nettenging almennog markaðurinn þróaður og umhverfið því hagstætt til að þróa nýjar leiðir í þjónustu við viðskiptavinina. Þetta segir Sam Heine, viðskipta- stjóri BA í Skandinavíu og á Íslandi. Félagið býður 20 þúsund sæti með 50% afslætti til Gatwick í Lond- on. Verðið er 12.145 krónur báðar leiðir. BA ætlar að fljúga til Íslands fimm sinnum í viku yfir sumartímann, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Félagið ætlar að fljúga fjórar ferðir í viku yfir vetrartímann. Afsláttartilboðið gildir til marsloka, en venjulegt verð er 22.990 krónur. Farseðlar eingöngu seldir á netinu BA mun ekki fara í samstarf við ferðaskrifstofur hér á landi heldur selja alla farseðla á netinu á heimasíðu félagsins www.ba.com. Heine sagði að ástæðan fyrir þessu væru ekki einungis sú að félag- ið vildi halda niðri kostnaði heldur teldi félagið að sala á farmiðum í framtíðinni yrði að stærstum hluta á netinu. Ísland væri mjög áhugavert mark- aðssvæði. Markaðurinn væri mjög þróaður og um- svifin stöðugt að aukast. Nettenging væri mjög al- menn. Hér væri því hagstætt umhverfi til að g tilraunir með að þróa nýjar leiðir í markaðsse ingu. BA vildi leitast við að nálgast viðskiptavin með nýjum hætti á Íslandi. Vefsíða félagsins h þróast mikið á síðustu þremur árum og það v orðið mjög auðvelt að gera allar bókanir rafræn vefsíðunni væri hægt að prenta út brottfararspj en fá flugfélög í heiminum byðu slíka þjónu Þetta sparaði tíma og umstang hjá viðskiptavinu Heine sagðist vera sannfærður um að BA my ná góðri markaðshlutdeild á Íslandi, en hann sag jafnframt gera sér grein fyrir að samkeppni á þe ari flugleið væri hörð. Hann sagðist telja að féla væri að bjóða farþegum samkeppnisfært verð, e síst þegar tekið væri tillit til þjónustu um bo Hann minnti einnig á að BA væri að fljúga til áfangastaðar í 72 löndum. Það gæti því boðið m greiða tengingu við aðra áfangastaði. „Við erum staðráðnir í að bjóða þjónustu við þega til Íslands allt árið, en að sjálfsögðu þurf við stuðning viðskiptavina til að geta það,“ sa Heine og bætti við að viðbrögð markaðarins he verið mjög góð, en Íslendingar hafa getað bó flug með BA sl. sex daga. Fyrsta flugið hefst mars. Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, sag blaðamannafundi í gær, þar sem markaðssókn var kynnt, að sókn íslensks viðskiptalífs inn breska markaðinn hefði vakið mikla athygli í B British Airways býður 20 þúsund sæti til Lo Ætla að bjóða ferðir allt árið Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MATUR OG STÉTTASKIPTING Í Morgunblaðinu í gær komu framathyglisverðar upplýsingar umfjölda þeirra nemenda, sem nýtir sér möguleika á að borða heitan mat í skóla. Talið er að um þriðjungur nem- enda að meðaltali í grunnskólum Reykjavíkur borði ekki þann mat, sem boðið er upp á í skólanum. Þetta er svo- lítið mismunandi eftir skólum. Yfirleitt er verðið á heitum mat í skóla um 5.000 krónur á mánuði. Auðvitað geta ýmsar ástæður verið fyrir því, að nemendur notfæri sér ekki þennan möguleika. Sumum líkar ein- faldlega ekki sá matur, sem á boðstól- um er, af einhverjum ástæðum en um þetta segir Þorsteinn Hjaltason, skóla- stjóri í Fellaskóla, í samtali við Morg- unblaðið í gær: „Við höfum ekki gert neina könnun á því, en því miður óttast ég að efnahagur hafi þar eitthvað að segja. Ég mundi persónulega vilja að þetta væri í boði fyrir alla í skólanum þeim að kostnað- arlausu og væri hluti af heildarframlagi til skólanna.“ Fyrir nokkrum dögum birtist grein hér í blaðinu eftir Svandísi Svavars- dóttur, framkvæmdastjóra Vinstri grænna, þar sem hún segir m.a.: „Er ekki sennilegast að sumir for- eldrar treysti sér einfaldlega ekki til þess að kaupa mataráskrift vegna kostnaðar? Og hvernig ætlum við að bregðast við því? Finnst okkur ásætt- anlegt að skipta börnunum okkar í stéttir eftir efnahag, strax í grunnskól- anum? Þau, sem hafa efni á því að borða í mötuneytinu og hin sem hafa það ekki?“ Það er áreiðanlega rétt hjá Þorsteini Hjaltasyni og Svandísi Svavarsdóttur, að meginástæðan fyrir því, að svo stór hluti nemenda nýtir sér ekki þann möguleika að borða heitan mat í skóla er kostnaðurinn. Og það er einfaldlega óþolandi, að allir nemendur eigi þess ekki kost óháð efnahag. Þess vegna eiga sveitarfélögin, sem nú bera ábyrgð á rekstri grunnskól- anna, að koma rekstri þeirra fyrir með þeim hætti að allir nemendur skólanna eigi kost á heitum mat í skólanum þeim að kostnaðarlausu. Auðvitað kostar maturinn en þann kostnað á að greiða með öðrum hætti en nú er gert. Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum hvatt til þess að tekið verði upp sérstakt skólaútsvar í sveit- arfélögum og leggja undir dóm kjós- enda hversu hátt það skuli vera. Rökin fyrir skólaútsvari eru þau, að með því gefst tækifæri til að byggja upp skóla, sem eru í samræmi við hugmyndir og óskir íbúa viðkomandi sveitarfélaga. Með slíkri tekjuöflun væri hægt að standa straum af þessum kostnaði. En það er líka hægt að gera með öðrum hætti. Aðalatriðið er að það er óþolandi fyr- irkomulag að sumir nemendur skóla fari í mötuneyti þeirra og borði heitan mat í skólanum en aðrir eigi þess ekki kost vegna efnahags. Við Íslendingar viljum ekki búa í slíku samfélagi. Það verður aldrei hægt að skapa algeran jöfnuð en það er hægt að koma í veg fyrir að ójöfnuðurinn verði of mikill. Reykjavíkurborg á þegar í stað að koma í veg fyrir að áfram standi þriðj- ungur nemenda að meðaltali fyrir utan dyr mötuneyta skólanna. BUSH OG OLÍUFÍKNIN George Bush Bandaríkjaforsetifjallaði í stefnuræðu sinni á þriðjudagskvöld um „olíufíkn“ Banda- ríkjamanna. Í ræðunni hvatti hann til þess að á næstu 20 árum yrði dregið úr notkun á olíu frá Miðausturlöndum um 75%. Hann kvaðst ætla að hækka fram- lög til rannsókna á hreinum orkugjöf- um um 22% og bætti því við að stjórn- völd hefðu frá árinu 2001 varið tíu milljörðum dollara í slíkar rannsóknir. Bush nefndi ýmsa aðra orkugjafa, þar á meðal kjarnorkuáætlanir, vetniskn- úna bíla, leiðir til að nýta kol án þess að menga og etanól í stað bensíns. „Með því að nota hæfileikana og tæknina, sem er að finna í Bandaríkj- unum, er hægt að koma á umtalsverð- um bótum á umhverfinu, hverfa frá hagkerfi, sem byggir á olíu og binda enda á það að við séum háð olíu frá Miðausturlöndum,“ sagði Bush. Bush á rætur í olíuiðnaði og hefur stutt olíufélögin með ráðum og dáð. Það telst því til tíðinda að heyra hann tala með þessum hætti. Rætur þessa frumkvæðis forsetans liggja hins veg- ar ekki í áhyggjum hans af umhverf- inu, heldur heimspólitík. Margt af því, sem forsetinn nefndi til sögunnar í ræðu sinni nýtur þegar stuðnings. Markmið hans um að draga úr notkun olíu frá Miðausturlöndum á ekki að nást fyrr 16 árum eftir að hann verður horfinn úr embætti. Árið 1974 kynnti Richard Nixon, þáverandi forseti, áætlun um að losa um tök erlendra ol- íufursta á bandarískum efnahag, en það fjaraði út eftir að hann lét af emb- ætti. Af orðum Bush mætti ætla að hann hyggi á róttækar breytingar í banda- rískum orkumálum. En hvað er um að ræða í raun? Bandaríkjamenn flytja inn um 60% af þeirri olíu sem þeir nota og þar af eru 20% frá Miðausturlönd- um. Og hversu mikil alvara er forset- anum? Hann nefndi til dæmis etanól sem annan kost. Í Brasilíu hefur geng- ið vel að nota etanól, sem framleitt eru úr sykurreyr. Etanól hefur meira að segja reynst samkeppnishæft við olíu á brasilískum markaði. Bandarísk yfir- völd leggja 54 senta skatt á hvert gal- lon af etanóli frá Brasilíu, en engan skatt á olíu frá Sádi-Arabíu. Búast má við því að notkun olíu og gass muni aukast gríðarlega á næst- unni vegna uppgangsins í Kína og á Indlandi. Olíuframleiðendur Miðaust- urlanda þurfa því ekki að kvíða fram- tíðinni þótt Bandaríkjamenn dragi úr notkun á olíu frá þeim. Þær aðgerðir, sem Bush boðaði, gera hins vegar lítið til þess að bregðast við þeim umhverf- isvanda, sem brennsla eldsneytis skap- ar. Stjórn Bush hefur virt umhverfis- mál vettugi og hann boðar ekki byltingu með þeim aðgerðum sem hann kynnti með stefnuræðu sinni, þótt hann hafi átt kollgátuna þegar hann talaði um olíufíkn landa sinna. Fleiri eru haldnir þeirri fíkn og það mun þurfa meira til tuttugu ára mark- mið og hraðari handtök eigi að venja þá af fíkninni í tæka tíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.