Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 29 Í leiðara Morgunblaðsins 16. þessamánaðar þar sem fjallað umheimsókn prófessors Wallace B.Broecker hingað til lands og hug- myndir hans um lausnir á loftlags- breytingum af völdum koltvíoxiðs og lausnir þar að lútandi var eftirfarandi setningu að finna: „Íslendingar eru það fáir að form orkunotkunar hér á landi hefur lítil áhrif til eða frá á stöðuna í heiminum.“ Það er þess vert að skoða þetta aðeins nánar. Hvað er það sem veldur loftlagsbreytingunum? Eru það athafnir einstakra þjóða eða einstaklinga? Svarið er væntanlega að það sé einhver blanda af hvoru tveggja. Fram hjá hinu verður ekki litið að allar hagstærðir, hvort sem er á landsvísu eða heimsvísu eru til komnar með því að leggja saman athafnir einstaklinga. Gild- ir einu hvort um er að ræða heildartekjur, útgjöld hins opinbera eða loft- mengun eins og hér um ræðir. Íbúar Bandaríkjanna eru ábyrgir fyrir rúmlega 20% af koltvíoxíðsmengun í heiminum. Það er ekki vegna þess að þeir séu svo margir. Þeir eru innan við 5% af íbúum jarðar. Það er vegna þess að hver ein- staklingur þar notar mikla orku. Við getum brotið þetta meira niður og sagt að íbúar Vermont eða Wyoming ríkja í Bandaríkjunum geti sagt með sama rétti og við Íslendingar að þeir séu svo fáir að form orkunotkunar þeirra skipti ekki máli á heimsvísu; en í öllum tilfell- unum er um að ræða sjálfstæðar stjórnsýslueiningar sem telja á bilinu 300–600 þúsund íbúa. En hvernig sem á það er litið mengar þriggja og hálfs tonna vörubíll, sem notaður er sem heimilissnattari, jafnmikið hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Grípa þarf til fjölþættra aðgerða Það er alveg rétt sem kemur fram hjá prófessor Broecker að á næstu ára- tugum mun orkuþörf og þar með orku- notkun heimsins tvö- til þrefaldast. Það er líka rétt hjá Broecker að drifkraft- urinn í aukinni orkunotkun orsakast af viðleitni íbúa þriðja heimsins til að öðl- ast betri lífskjör. Jafnvel þó öllum ráð- um sé beitt til þess að auka sjálfbæra orkuframleiðslu mun það í besta falli ná að koma í veg fyrir að hlutfall jarð- efnaeldsneytis af orkunotkun heimsins aukist frá þeim um 85% sem það er í dag. Þetta kemur m.a. fram í gögnum frá Alþjóða viðskiptaráðinu um sjálf- bæra þróun. Það er einfalt reiknings- dæmi að finna út hvað þetta þýðir í aukinni loftmengun. Það er einnig rétt hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins að með því að taka þátt í að þróa tækni til að binda kolt- víoxið í jörðu geta Íslendingar lagt lóð á vogarskál í rimmunni við áhrif lofts- lagsbreytinga. Þetta er hins vegar að- eins einn þáttur málsins. Sá þáttur sem prófessors Wallace B. Broecker hefur helgað starfskrafta sína. Það er vissu- lega jákvætt ef Íslendingar geta lagt prófessornum lið í þessari vinnu. Til þess hins vegar að ná tökum á vanda- málinu þarf miklu fleira að koma til. Ef ekki verður gripið til fjölþættra aðgerða nú þegar verða orkumál heimsins óleysanleg á næstu áratugum. Áður nefnd samtök, Alþjóða við- skiptaráðið um sjálfbæra þróun, taka þetta fyrir í skýrslu sem þau sendu frá sér fyrir rúmu ári. Þar segir að það verði að grípa til allra tiltækra að- gerða. Fyrsta stig verði að stórauka nýtingu á gasi í stað kola þar sem þau mengi mun meira. Síðan er talið upp; endurbætur í samgöngum og bifreiða- flota, kjarnorkan hljóti að koma sterk- ar inn, leggja verði aukna áherslu á alla þætti endurnýjanlegrar orku þar með talið vatnsafl og jarðvarma, hvers kyns orkusparandi aðgerðir, ný nálgun í efnahagsmálun og förgun á koltvíox- iði. Það er væntanlega rétt hjá prófess- or Broecker að það síðastnefnda er lík- lega árangursríkasta aðgerðin til skemmri tíma litið ef tekið er mið af vægi jarðefnaeldsneytisins. Með sam- settum aðgerðum í anda þess sem hér er nefnt telja samtökin að um miðja öldina megi snúa þróuninni við samfara því að þróunarlöndin auki orkunýtingu sína í viðleitni sinni til mannsæmandi lífskjara. Framlag Íslendinga Þessi sjónarmið end- urspeglast í umræðunni í dag. Þau koma fram í um- ræðunni um stjórn- málalegt mikilvægi gas- flutninga til Vestur- Evrópu. Þau endur- speglast í umfjöllun um að nýta kjarnorku í aukn- um mæli. Þau birtast í stefnubreytingu Alþjóða- bankans varðandi vatns- aflsvirkjanir. Þau sjást í ályktun síðasta þings Al- þjóða orkuráðsins, þar sem sjónarmiðin voru til skamms tíma þau að olía og gas gætu leyst orku- þörf þessarar aldar en nú er á þeim vettvangi rætt um að beita verði öllum ráðum til að sporna við loftslagsbreytingunum. Við þessar aðstæður getur enginn skorist úr leik; sama í hversu fá- mennan hóp viðkomandi getur skilgreint sig. Þar skiptir allt máli. Orkulindir okkar Ís- lendinga, nýttar innan skynsamlegra marka, geta skapað rými fyrir lága- marksaðgang að orku fyrir milljónir þeirra tveggja milljarða í heiminum sem í dag hafa ekki aðgang að heimilis- orku á viðskiptalegum grunni. Það vill hins vegar þannig til að nú um stundir er eina leiðin til þess að koma íslensku loftmengunarfríu orkunni inn í al- þjóðaorkubúskapinn með sölu til stór- notenda s.s. til rafgreiningar á súráli, sem annars hefði líklegast verið gerð með gasi eða hugsanlega kolum með margalt meiri loftmengun. Meðan við seljum orkuna á hærra verði en sem nemur meðalverði til þessarar fram- leiðslu í heiminum, þannig að ekki sé til staðar hvati til aukinnar neyslu vegna hennar; er erfitt að mæla því mót að hún hafi jákvæð áhrif á orkubúskap heimsins. Á þennan hátt getum við Ís- lendingar skapað rými fyrir orkunotk- un án aukningar á loftmengun eins og nefnt er hér að framan. Einnig getur sú þekking sem hefur byggst upp hér á landi við virkjun vatns- og gufuafls ver- ið verðmætt framlag í baráttunni við að draga hlutfallslega úr notkun jarð- efnaeldsneytis. Orkunotkun þróunarlandanna vex Eitt er víst að þetta vandamál verð- ur ekki leyst með því að orkusvelta þróunarlöndin. Ætlum við, Vest- urlandabúar, að koma í veg fyrir að kínverska verkafólkið sem er að fram- leiða ódýru neysluvörurnar okkar geti eignast bíl við batnandi efnahag með hærri launum þar í landi; og hvernig ætlum við að koma í veg fyrir það? Við þessar aðstæður hefur verkafólk í Afr- íku mjög líklega tekið við keflinu af þeim hvað varðar ódýrt vinnuafl og með því átt fyrir frumþörfum s.s. orku. Við þær aðstæður sem lýst er fyrr í greininni skiptir framlag hvers ein- staklings miklu máli. Ekki síst í sam- félagi eins og okkar Íslendinga þar sem bæði eru til staðar verulegar orkulindir án loftmengunnar og mikil þekking til að nýta orku. Hvað orkuna varðar gild- ir það sama og í annarri þróunaraðstoð t.d. í mennta- og heilbrigðismálum; það sem í okkar augum virðist lítið framlag getur riðið baggamuninn fyrir fjölda einstaklinga sem í dag höggva kjarr til ljósa og hita með ómældum neikvæðum umhverfisáhrifum. Skiptir íslensk orka máli? Eftir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Jóhannes Geir Sigurgeirsson ’Ef ekki verðurgripið til fjöl- þættra aðgerða nú þegar verða orkumál heims- ins óleysanleg á næstu áratug- um.‘ Höfundur er stjórnarformaður Landsvirkjunar. aráðherra kynna 10 skref til sóknar í skólastarfi Morgunblaðið/Ásdís ónsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, Þorgerður Katrín Gunn- ntamálaráðherra og Karl Kristjánsson, verkefnastjóri hjá menntamálaráðuneytinu. „ÉG fagna þessu sam- komulagi,“ segir Þor- steinn Þorsteinsson, formaður Skólameist- arafélags Íslands, um nýtt samkomulag stjórnar Kennara- sambands Íslands, stjórna félaga KÍ og menntamálaráðherra sem undirritað var í gær. gæt byrjun og gott að essu, en svo er eftir að sjá verður fylgt eftir. Því við a okkur á því að allt sem ja eða efla starf, s.s. al- ramhaldsskólans og verk- veðið er á um í sam- kallar á auknar fjár- allt kostar þetta pen- orsteinn. nar sam- ulaginu STJÓRN Félags framhaldsskólakenn- ara væntir mikils af samkomulagi Kenn- arasambands Íslands og mennta- málaráðherra um samstarf að brýnum verkefnum í menntamálum á grundvelli heildarendurskoðunar á námi og nám- skipan í leik-, grunn- og framhalds- skólum. Þetta kemur fram í ályktun. Í ályktuninni segir m.a.: „Viðfangs- efni samkomulagsins hafa öll verið mik- ilvæg baráttumál kennarasamtakanna til margra ára. Samkomulagið felur í sér mörg sóknarfæri menntuninni og skóla- starfi í landinu til heilla. Lengri og breytt kennaramenntun og öflug endur- menntun eru mikilvægar forsendur sóknar í menntamálum á Íslandi. Það er lykilatriði að breytingar á námi og nám- skipan bæti menntun þannig að betur verði komið til móts við mismunandi þarfir nemenda og nemendahópa, allt frá leikskóla til loka framhaldsskóla. Unnið verður að því markmiði að sem flestir nemendur standist próf við lok 10. bekkjar grunnskóla og að fleiri út- skrifist með lokapróf úr framhaldsskóla. Enn fremur að fleiri nemendur útskrif- ist úr grunnskóla þegar eftir 9. bekk og að fleiri nemendur ljúki framhaldsskóla á þremur árum í stað fjögurra. Kenn- arasamtökin leggja ríka áherslu á að nemendum bjóðist þessi sveigjanleiki og samfella í námi, óháð búsetu. Ljóst er að tilfærsla verður á námi innan og milli skólastiga. Það er meginatriði að nám verði ekki skert, þannig að menntun samkvæmt nýrri skipan verði minni en það nám sem nemendum býðst nú. Í til- færslum og breytingum á námi þarf að gæta þess að menntun kennara nýtist sem best, nemendum og skólum til hags- bóta. Bættur námsárangur og enn betra skólastarf eru mikilvægustu markmið þessa samkomulags.“ „Sóknarfæri menntuninni og skólastarfi til heilla“ gera etn- nina hefði væri t. Á ald, ustu. um. yndi gðist ess- agið ekki orð. 151 mjög far- fum agði efðu ókað 26. gði á BA n á ret- landi. Um 140 þúsund manns ættu atvinnu sína und- ir fyrirtækjum sem Íslendingar ættu að hluta eða öllu leyti. Til samanburðar störfuðu um 130 þúsund Bretar hjá fyrirtækjum í svissneskri eigu. Heine sagði einnig að umsvif Íslendinga í Bret- landi hefðu vakið mikla athygli og ættu sinn þátt í því að vekja áhuga BA á flugi til Íslands. ondon með 50% afslætti Morgunblaðið/Ásdís Sam Heine á blaðamannafundi í gær. METFÉ safnaðist í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir vatni í Afríku. Söfnuðust rúmar 28 milljónir króna sem er þriðjungi meira en í fyrra og mesta jólasöfnun stofnunarinnar. Pen- ingarnir renna til þess að grafa brunna í Mósam- bík, styðja smábændur í Malaví til vatnsöflunar og margvíslegrar nýtingar og til þess að kaupa tanka, sem regnvatn safnast í, fyrir börn í Úg- anda sem misst hafa báða foreldra úr alnæmi og búa ein. Verkefnin eru öll í gangi og verður söfn- unarfénu varið á næstu þremur árum. Þörfin er mikil og reynslan af samstarfi við fólkið á staðn- um er góð. Fólkið leggur sjálft til alla vinnu við að grafa brunnana, gera áveitur, fiskirækt- artjarnir, tileinka sér og miðla áfram fræðslu um hreinlæti, smithættu og viðhald á tækjum sem komið er upp. Söfnunarfé er notað í undirbúning og ráðgjöf, efni sem ekki fæst úr náttúrunni og kennslu. Nýlunda var að með gíróseðli á hvert heimili fór nú vatnsdropi til að hengja upp sem jóla- skraut í stað söfnunarbauksins hefðbundna. Með því var ætlunin að ná til fleiri og greiddu nær tvöfalt fleiri framlög til Hjálparstarfsins þessi jól miðað við árið í fyrra. Einnig seldust rúmlega 200 gjafabréf sem eru ný af nálinni. Með þeim gaf fólk framlag til verkefna og afhenti frændum og vinum kvittun upp á það sem jólagjöf, segir í fréttatilkynningu. 28 milljónir söfnuðust fyrir vatni í Afríku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.