Morgunblaðið - 03.02.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 31
UMRÆÐAN
KÓPAVOGUR er næst stærsti
bær landsins og hefur hann stækk-
að ört á síðustu árum. Íbúum í
Kópavogi hefur fjölgað um 17,2%
frá því á árinu 1999
eða um 2,9% á ári. Á
sama tíma hefur íbú-
um alls landsins fjölg-
að um 4,6% eða 1,2%
á ári og íbúum
Reykjavíkur um 4,6%
eða 0,8% á ári. Kópa-
vogur sker sig úr að
þessu leyti með ýms-
um öðrum sveit-
arfélögum, t.d. Hafn-
arfirði þar sem
fjölgunin hefur verið
álíka og í Kópavogi.
Verkefni sveit-
arstjórnar á hverjum
tíma er að skapa þau
skilyrði að fólki finn-
ist fýsilegt að búa og
setjast að í bænum.
Hluti af því er að
skapa skilyrði fyrir
atvinnulífið svo það
vaxi og dafni og
haldist í hendur við
annars konar þróun í
sveitarfélögum. Kópavogur hafði
lengi á sér það nafn að vera svefn-
bær. Fyrstu íbúar í Kópavogi sóttu
auðvitað vinnu til Reykjavíkur á
sínum tíma, en smám saman fór að
þróast öflugt atvinnulíf í bænum
og í dag eru mörg af stærstu fyr-
irtækjum landsins, t.d. BYKO,
Málning og Toyota o.fl. með höf-
uðstöðvar sínar í Kópavogsbæ. Það
má hins vegar ekki einblína um of
á stærstu fyrirtækin, sköpun
starfa, þróun, afleidd áhrif o.s.frv.
tengjast ekki síður minni fyr-
irtækjum.
Markviss stefna í atvinnumálum
skiptir miklu máli fyrir þróun bæj-
ar eins og Kópavogs. Það þarf að
vera algerlega ljóst fyrir alla hlut-
aðeigandi hvaða stefnu bæjaryf-
irvöld hafa, hvaða áherslur eru um
ákveðnar greinar, gerð fyrirtækja,
stærð þeirra o.s.frv. Þá er ekki
síður mikilvægt að
upplýsingar um þróun
atvinnusvæða, lóða-
framboð o.s.frv. liggi
fyrir með aðgengileg-
um hætti fyrir þá sem
þess óska.
Það er kannski
dæmigert fyrir stjórn
bæjarins síðustu ár að
ekkert er að finna um
atvinnumál eða at-
vinnulíf á heimasíðu
bæjarins. Hver sem er
getur sannreynt
þetta með því að slá
t.d. orðin „atvinnu-
mál“, „atvinnulíf“
eða „atvinnu-
málanefnd“ inn í
leitarglugga á
heimasíðu bæjarins.
Niðurstaðan er alltaf
sú sama, þessi orð
finnast ekki á heima-
síðunni og það þýðir
með öðrum orðum að
lítið er hugað að þessum málum í
þjónustu bæjarins, allavega form-
lega séð.
Kópavogur hefur á síðustu árum
haft orð á sér fyrir klíkuskap af
ýmsu tagi. Í sambandi við atvinnu-
málin er sú spurning áleitin hvort
þeim málum hafi ekki verið haldið
allt of lengi í höndum ákveðinna
fárra einstaklinga sem stjórna
bænum. Það er t.d. augljóst að fólk
eða fyrirtæki sem þurfa á þjónustu
bæjarins að halda geta ekki gengið
að skýrum og augljósum upplýs-
ingum um þjónustu bæjarins á
þessu sviði á heimasíðunni. Þessu
þarf að breyta án tafar þannig að
stefna bæjarins sé skýr og öllum
ljós.
Ég tel að það sé mikilvægt að
stefna að flóru fjölbreytilegra fyr-
irtækja í Kópavogi. Stærri fyr-
irtækin eru auðvitað mikilvæg og
hafa skapað sér góða stöðu. Ég tel
hins vegar að mikilvægt að hlúa að
stöðu smærri fyrirtækja með betri
þjónustu af hálfu bæjaryfirvalda.
Mikið hefur verið rætt um Vís-
indagarða eða þekkingarþorp fyrir
hátækni- og sprotafyrirtæki. Fyrir
nokkrum árum voru þrjú svæði
einkum í umræðunni hvað þekk-
ingarþorpin varðar; Vatnsmýrin,
Lundur í Kópavogi og Urriðaholt í
Garðabæ. Minna hefur verið um
aðgerðir og efndir í sambandi við
uppbyggingu á þessum stöðum en
um var rætt á sínum tíma. Lundur
er algerlega úr sögunni hvað þetta
varðar og hin verkefnin tvö virðast
hafa verið sett á ís. Það er því lag
fyrir bæ eins og Kópavog að bjóða
upp á svæði fyrir starfsemi af
þessu tagi þar sem stefnt yrði að
samþjöppun hátæknifyrirtækja og
markvissri og góðri þjónustu af
hálfu bæjarins, t.d. húsnæði á góð-
um kjörum, hvatningu o.s.frv.
Flóra fjölbreytilegra
fyrirtækja í Kópavog
Eftir Jón Júlíusson
’Ég tel að það sémikilvægt að
stefna að flóru
fjölbreytilegra
fyrirtækja í
Kópavogi.‘
Jón Júlíusson
Höfundur er íþróttafulltrúi Kópavogs
og gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Prófkjör Kópavogur
NÚ ER liðinn meira
en mánuður síðan
bæjarfélög ákváðu
álagningu fasteigna-
gjalda í tengslum við
afgreiðslu fjárhags-
áætlunar 2006, en all-
an janúarmánuð hafa
samt ýmis sveitar-
félög verið að lækka
álagningarforsendur.
Hér í Kópavogi hafa liðs-
menn Samfylking-
arinnar haft hátt og full-
yrt að fasteignagjöld séu
hæst í Kópavogi. Til að
glöggva sig á þessu öllu
hef ég tekið saman fast-
eignagjöld á höfuðborg-
arsvæðinu, samanber
meðfylgjandi töflu. Þar
kemur í ljós að Seltjarn-
arnes og Kópavogsbær
eru með lægstu fast-
eignagjöldin en aðrir eru hærri.
Það er skrýtin pólitík vinstri-
manna í Kópavogi að reyna að út-
hrópa sitt eigið sveitarfélag alls-
staðar sem mögulegt er, vitandi vits
að það er farið með rangt mál.
Um fasteignagjöld
Gunnar I. Birgisson
Gunnar I. Birgisson
svarar grein Haf-
steins Karlssonar
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
’… Seltjarnarnes ogKópavogsbær eru með
lægstu fasteignagjöld-
in …‘
STEINGRÍMUR J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, ritar grein í
Morgunblaðið í gær þar sem hann
finnur ráðstefnunni Orkulindin Ís-
land allt til foráttu. Skal hér
brugðist við nokkrum atriðum sem
fram koma í grein formannsins, en
þar er vægast sagt af mörgu að
taka.
Um könnun Gallup
Fyrst ber að nefna umfjöllun
formannsins um könnun sem IMG
Gallup gerði að beiðni Samtaka at-
vinnulífsins um afstöðu til virkj-
ana, áliðnaðar og um-
hverfismála.
Könnunina er hægt
að skoða í heild á vef
SA, sa.is. Spurt var
tólf spurninga og kýs
formaðurinn að ein-
blína á eina sem sker
sig nokkuð úr, en
þegar spurt er hvort
svarendur séu
hlynntir eða andvígir
frekari uppbyggingu
áliðnaðar hér á landi
segjast 47,5% vera
hlynnt, 37% andvíg
en 15,5% taka ekki af-
stöðu. Formaðurinn
segir þetta sýna að
þjóðin sé þverklofin í
afstöðu sinni. Athygl-
isvert er að bera þessa
niðurstöðu saman við
svörin þar sem upp-
bygging áliðnaðar er
tengd virkjun endurnýjanlegra
orkuauðlinda. Þegar spurt er
hvort svarendur séu jákvæðir eða
neikvæðir gagnvart frekari upp-
byggingu áliðnaðar sem byggir á
gufuaflsorku segjast 58,6% vera
jákvæð, 25,6% neikvæð og 15,7%
taka ekki afstöðu. Ef spurt er á
sama hátt um vatnsorku og áliðn-
að eru 52,6% jákvæð, 33,7% nei-
kvæð en 13,7% taka ekki afstöðu.
Stuðningur við áframhaldandi
uppbyggingu áliðnaðar mælist
sem sagt mun meiri þegar sú upp-
bygging er tengd virkjun orkuauð-
lindanna.
10% andvíg frekari
virkjun gufuafls
Með virkjun fallvatna eða há-
hitasvæða til raforkuframleiðslu
og sölu til orkufrekra iðnfyr-
irtækja er orkuauðlindum Íslands
umbreytt í útflutningstekjur.
Óhjákvæmilegt er að fjalla um
uppbyggingu virkjana og stóriðju
saman því frekari uppbygging ál-
iðnaðar án þess að virkjað sé er
ekki möguleg. Mikil neikvæð um-
ræða um virkjanir og áliðnað virð-
ist hins vegar hafa meiri áhrif á
afstöðu fólks til áliðnaðarins held-
ur en til orkuiðnaðarins. Erfitt er
að fullyrða um ástæður þess, en
þess má þó geta að þótt 72% svar-
enda telji álfyrirtæki á Íslandi
standa sig vel í umhverfismálum
(en 16% illa) þá eru það vissulega
álverin fremur en virkjanirnar
sem valda mengun. Álver sem
byggja á kolabrennslu valda þó
5–6 sinnum meiri mengun en álver
sem byggja á endurnýjanlegum
orkulindum, líkt og hér á landi. Ál
verður áfram framleitt í heiminum
og við notum öll hluti og þjónustu
sem byggir á áli.
Ekki verður lokið við þessa um-
fjöllun um könnun IMG Gallup án
þess að rifja upp að 57% svarenda
eru hlynnt frekari virkjun vatns-
afls hér á landi, 28% andvíg, og að
77% svarenda eru hlynnt frekari
virkjun gufuafls hér á landi, 10%
andvíg. Í umræðunni er spjót-
unum gjarnan beint gegn frekari
virkjunarframkvæmdum sökum
áhrifa þeirra á náttúru landsins.
En eru þessar mælingar vitn-
isburður um að þjóðin sé þver-
klofin í afstöðu sinni til virkjana?
Áhrifin á aðrar
útflutningsgreinar
Formaðurinn lýsir furðu sinni á
því að Samtök atvinnulífsins komi
að ráðstefnuhaldi þar sem m.a. er
vakin athygli á ýmsum jákvæðum
áhrifum ál- og orkuframleiðslu á
íslenskt samfélag. Spyr hann m.a.
hvort samtökin séu ekki jafnframt
samtök annarra útflutnings- og
samkeppnisgreina,
sem hann segir nú
sem óðast „rutt úr
vegi í þágu álvæðing-
arinnar“. Þess ber hér
fyrst að geta að hátt
gengi íslensku krón-
unnar verður ekki
nema að hluta rakið til
mikilla virkjana- og
álversframkvæmda, en
kerfisbreytingar á
fjármálamarkaði og
mikil eignaaukning í
kjölfarið vega þar
þyngra. Hitt veit for-
maðurinn mætavel,
að Samtök atvinnu-
lífsins (og Samtök
iðnaðarins sem fá
sömu gagnrýni for-
mannsins) hafa ítrek-
að og árum saman
haldið fram nauðsyn
öflugra mótvægis-
aðgerða í fjármálum hins opin-
bera, einmitt til þess að forðast
svonefnd ruðningsáhrif af stór-
framkvæmdum á sviði orku- og ál-
iðnaðar. Samtökin hafa árum sam-
an gagnrýnt ríki og sveitarfélög
fyrir að standa sig ekki nægilega
vel í þessum efnum.
„Þrælabúðir“
Að lokum er rétt að gera hér at-
hugasemd við þær köldu kveðjur
sem formaðurinn sendir því fólki
sem starfar að framkvæmdunum
við Kárahnjúkavirkjun. Þarna
vinna þúsundir karla og kvenna á
grundvelli sérstaks kjarasamn-
ings, svonefnds virkjunarsamn-
ings, sem ákvarðað hefur lág-
markskjör við allar virkjunar-
framkvæmdir frá því á 8. áratug
síðustu aldar og felur m.a. í sér
hærri launataxta en í gildi eru fyr-
ir sambærileg störf utan virkj-
unarsvæða. Á þessum þenslutím-
um hefur ekki gengið vel að
manna þessi hálendisstörf Íslend-
ingum enda mikil umframeft-
irspurn eftir starfsfólki. Engu að
síður hafa hundruð Íslendinga
kosið að starfa við þessar fram-
kvæmdir á hálendinu, flestir hjá
íslenskum undirverktökum að-
alverktakans en þó hefur hann
haft umtalsverðan fjölda Íslend-
inga í vinnu, þótt stór meirihluti
sé af erlendu bergi brotinn. Að-
búnaður og aðstæður við byggingu
Kárahnjúkavirkjunar eru á allan
hátt sambærileg við fyrri virkj-
unarframkvæmdir á hálendinu og
eftirlitsstofnanir og verkalýðs-
hreyfing fylgjast náið með því að
farið sé eftir þeim reglum sem um
framkvæmdirnar gilda. Það er því
ekki sæmandi af formanninum að
nota orðaleppinn „þrælabúðir“ um
þennan vinnustað.
Formanni svarað
Gústaf Adolf Skúlason svarar
Steingrími J. Sigfússyni
Gústaf Adolf Skúlason
’77% svarendaeru hlynnt frek-
ari virkjun gufu-
afls hér á landi,
10% andvíg.‘
Höfundur er forstöðumaður stefnu-
mótunar- og samskiptasviðs hjá
Samtökum atvinnulífsins.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn