Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Odds-dóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1933. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 28. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- munda Guðjónsdótt- ir, f. 1. október 1894, d. 14. apríl 1967, og Oddur Jónsson, f. 3. októ- ber 1894, d. 13. febrúar 1952. Bræður Guðrúnar eru: Björn, f. 4. september 1927, kvæntur Doris Þórðarson, og Hreinn, f. 28. júní 1937, kvæntur Láru Sveinsdóttur. Hinn 3. október 1954 giftist Guðrún eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði Þórarinssyni. For- eldrar hans voru Kristín Sigurð- ardóttir og Bergur Teitsson. Börn þeirra eru : 1) Guðný Hild- ur, f. 30. janúar 1956, kennari í Reykjavík, gift Héðni Péturssyni, f. 21. júlí 1952, skólastjóra í Reykjavík. Börn þeirra eru Baldur, f. 1980, Heimir, f. 1985, og Hrafnhild- ur, f. 1987. Fyrir á Héðinn Viðar, f. 1969. 2) Oddur, f. 28. apríl 1959, markaðsfræðingur í Dallas. Eiginkona hans er Ana R. Freed Sigurdsson, f. 26. janúar 1962, læknir í Dallas. Börn þeirra eru: Stefán, f. 1995, og Daníel, f. 1998. Guðrún var Reykjavíkurmær og bjó lengst af á æskuheimili sínu á Ljósvallagötu 20, síðar Espigerði 4 í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Uppeldisskóla Sumar- gjafar ári 1953 og starfaði sem fóstra á leikskólanum Álftaborg í Reykjavík. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Þegar að er gáð kemur í ljós að oft virðast hreinar og klárar tilvilj- anir ráða grunsamlega miklu í lífi manns. Þessu til vitnis get ég sagt frá því að þegar við Hilda vorum að stinga saman nefjum fyrir þrjátíu árum síðan áttaði ég mig alls ekki á vægi þess að aukapar af foreldrum fylgdi með í kaupunum. Þetta voru tengdaforeldrarnir sem höfðu á þeim tíma í sjálfu sér lítið með áhuga minn á Hildu að gera. Aug- ljós óvissa fylgir því þegar stofnað er til langtímakynna fólks með þessum hætti en auðvitað kom í ljós að ég hafði heppnina með mér. Það þurfti hálfpartinn að draga mig til fyrsta fundar við Sigga og Unnu á Ljósvallagötuna forðum daga. Ég vildi bíða en það var ekk- ert hik á minni konu. Við mættum og mér varð strax ljóst hvaðan driftin í Hildu er komin. Guðrún var stýrimaður á sínu heimili. Þar var regla á hlutunum og hefðir af ýmsu tagi í heiðri hafð- ar. Fyrr en varði var ég orðinn hluti af nýju samfélagi þar sem margt var öðruvísi en ég hafði átt að venjast. Það sem kom mér mest á óvart á heimili Guðrúnar var sá stóri og fjölskrúðugi vinahópur sem þau hjónin ræktuðu samband við. Þarna var á ferðinni fólk af öllum stigum þjóðfélagsins, innlent sem erlent, og enginn mannamunur gerður. Ég minnist hennar við bréfaskriftir við fólk sem hún hafði ekki séð áratugum saman. Hún var sérlega úthaldsgóður og traustur vinur. Guðrúnu var gestrisnin í blóð borin og engan þekki ég sem var fundvísari en hún á tilefni til að hóa saman vinum á góðri stund. Hún var listakokkur og sífellt að gera tilraunir í eldamennskunni. Þó gat hún verið mjög ströng á hefðunum og mér er minnisstæður kaffitími við smíðar í Ömmukoti þar sem Siggi dró upp skriflegar leiðbein- ingar frá frúnni um hvað ætti sam- an á danska „smörre“-brauðið. Guðrún var amma með stórum staf og alltaf traustur bakhjarl barna sinna og barnabarna. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa til með börnin þegar hún gat og það besta var að hún kunni líka að segja nei ef þannig stóð á. Eftir á að hyggja hef ég líklega vanmetið daga barnabaslsins stórlega. Þetta voru dagar endalausra matarboða, sum- arbústaðaferða, afleysinga og þjón- ustu af öllu tagi. Hvar eru þeir nú? Í þessum efnum fór Guðrún fremst í flokki. Fyrir þremur árum greindist Guðrún með krabbamein í brisi. Læknismeðferðin var erfið en hún náði nokkrum bata. Á haustmán- uðum gerði meinið vart við sig í þriðja sinn og ljóst að vopnum gegn því fór fækkandi. Hún lét veikindin þó ekki koma í veg fyrir síðustu ferðina vestur um haf að vitja barnabarnanna um jólin enda annáluð fyrir ferðagleðina. Þegar hún kom heim voru veikindin kom- in á nýtt stig og ljóst að hverju stefndi. Guðrún tókst á við veik- indin af æðruleysi og mikilli reisn. Það hjálpaði okkur sem eftir lifum að sætta okkur við orðinn hlut. Fjölskyldan er þakklát fyrir framúrskarandi umönnun hjúkrun- arfólks á deild E11 sem og trygg- lyndi og vináttu þeirra fjölmörgu vina og ættingja sem fylgdu henni síðasta spölinn. Hvíldu í friði. Héðinn Pétursson. Það er erfitt að hugsa til þess að við getum ekki lengur komið í heimsón til Unnu ömmu. Þegar maður hugsar til baka og rifjar upp góðar stundir með henni þá er al- veg ótrúlegt hvað listinn er ótæm- andi. Tuttugasti og fyrsti desember var ætíð einn af bestu dögum árs- ins hjá okkur systkinunum. Það var dagurinn sem við gistum hjá þeim Sigga og Unnu. Þegar stigið var inn um dyrnar í Espigerðinu blasti hlýleg jólastemmning við manni með sælgætisskálum í hverju horni. Þetta var dagurinn sem við fengum að vaka langt fram á nótt og horfa á Stöð 2 þar til við lognuðumst út- af. Amma og afi vildu allt fyrir okk- ur gera og þessi hefð var einhvers konar forskot á jólasæluna. Aðfangadagskvöld mun ekki síð- ur minna okkur á Unnu ömmu þar sem hún sló í gegn með jólakartöfl- unum sínum og grunsamlega mörg- um gjöfum frá jólaálfinum. Ekki má gleyma þeim óteljandi ferðum í bústað þeirra hjóna á Laugarvatni. Þar stjanaði amma við okkur meðan við busluðum í heita pottinum, færði okkur veit- ingar þangað til hún fékk nóg af látunum í okkur. Þá taldi hún okk- ur trú um að það væri lítil sjoppa í fjallshlíðinni og við hlupum þangað til að kaupa okkur bland í poka. Þegar við komum til baka þá sagði amma alltaf: „Æi, var lokað?“ og gaf okkur svo nammi í skaðabætur. Morguninn eftir vöknuðum við svo við nýbakaðar lummur. Áramótin minna okkur líka á ömmu. Þá ruddist hún inn til okkar með risastór skrípagleraugu á nef- inu, partýhatt á hausnum og til- heyrandi látum og sprengingum. Partýskvísunni henni ömmu fylgdi semsagt alltaf gleði og stans- laust stuð. Við munum sakna henn- ar sárt og alltaf hugsa hlýtt til hennar. Heimir og Hrafnhildur. Ást og umhyggja hennar Unnu ömmu minnar á stóran þátt í því að gera mig að þeim manni, sem ég er í dag. Ekki er til það aldursskeið í lífi mínu, þar sem amma mín spilar ekki stórt hlutverk, hvort sem það eru fyrstu árin þegar við bjuggum hjá henni og afa á Ljósvallagöt- unni, löngu næturnar sem ég eyddi í Espigerðinu horfandi á menn elt- ast við körfubolta eða heimsóknir hennar og afa til mín, sama hvar í heiminum ég var búsettur. Ég gæti haldið áfram nær endalaust að telja upp samverustundir mínar og ömmu, sem eru mér ómetanlegar. Amma var gædd þeim hæfileika að geta sett sig í spor manns, sama á hvaða aldri maður var. Hún skildi algerlega að He-Man dúkka var það mikilvægasta í heiminum þegar maður var fimm ára og hversu miklu máli það skipti mann að fá bílinn lánaðan þegar ég fékk bíl- prófið og allt þar á milli. Brotthvarf hennar úr lífi mínu skilur eftir sig ófyllanlegt skarð. Minning hennar mun ávallt lifa með mér. Baldur Héðinsson. Elsku Unna frænka er látin. Þótt vitað væri að hverju stefndi var mér mikið brugðið er kallið kom. Ég hugga mig þó við að nú getur Unna hvílst og henni liðið vel. Er ég læt hugann reika til æsku- áranna man ég hversu mikið til- hlökkunarefni það var að heim- sækja Unnu og Sigga á Ljós- vallagötuna. Gestrisnin var þar í fyrirrúmi og alltaf nægur tími til að sinna lítilli frænku. Þar leið mér sem prinsessu. Um leið og gengið var inn úr dyrum var Siggi frændi þotinn upp á loft að ná í „æv- intýrakassann“ á meðan Unna tók til eitthvað í gogginn. Árin liðu, ég gifti mig og eignaðist börn. Unna frænka tók alltaf virkan þátt í mín- um gleðistundum og var ein af þeim fyrstu sem mættu til þess að hitta litlu frændurna eftir því sem þeir komu í heiminn. Hún náði líka sérstöku sambandi við alla þrjá er þeir uxu úr grasi og talaði gjarnan um þá sem vini sína. Þegar ég flutti utan átti ég von á að samband okkar myndi verða minna en áður. Ég hefði mátt vita að Unna myndi nú ekki láta það gerast. Við fórum að skrifast og hringjast á. Bréfin hennar voru alltaf skemmtileg, uppfull af ferða- sögum, fréttum af barnabörnunum eða einhverjum uppákomum. Sam- band okkar varð enn nánara en áð- ur, því í bréfum er oft auðveldara að setja fram hugsanir og tilfinn- ingar. Unna frænka var sem akkeri fjölskyldunnar. Hún var bæði fé- lagslynd og einstaklega fjölskyldu- rækin og hélt alltaf utan um hóp- inn. Henni þótti gaman að bjóða til veislu og notaði hvert tækifæri til þess að efna til fjölskylduveislu hvort sem var heima eða í Ömmu- koti. Unna hafði alltaf gaman af að ferðast. Þegar við töluðum saman í haust voru þau Siggi á leið til Kaupmannahafnar, svo átti að halda jól í Dallas. Hlakkaði hún mikið til. Heilsunni hrakaði en að- spurð um líðan sína var svarið gjarnan: „Ég ætla að lifa lífinu á meðan ég hef leyfi til.“ Ég kveð þig, elsku frænka, með síðustu orðum þínum til mín: „Guð geymi þig, elskan, takk fyrir allt.“ Elsku Siggi frændi, Hilda, Oddur og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk á erfiðri stundu. Helena. Það var fagur haustmorgunn árið 1951 þegar átta ungar stúlkur mættust í Steinahlíð til þess að hefja nám við Uppeldisskóla Sum- argjafar sem stofnaður hafði verið árið 1946 í þeim tilgangi að mennta fólk til uppeldisstarfa og stjórnunar á barnaheimilum. Í þessum hópi var Guðrún Oddsdóttir sem við kveðjum í dag. Þarna varð upphaf að samfelldri vináttu og samleið gegnum nám, leik og starf. Þótt leiðir skildu um stund eins og gengur þegar önnur verkefni tóku við héldust ávallt böndin sem mynduðust þennan dag. Síðan höf- um við skólasysturnar hist reglu- lega við ýmis tækifæri og í mörg ár átt fastar samverustundir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Minningabrotin hrannast upp þegar litið er yfir lífshlaup Guð- rúnar og hve stórt skarð hún skilur eftir sig meðal samferðafólksins. Við minnumst æskuheimilis hennar sem einkenndist af gestrisni og höfðingsskap og einnig hins mikla áfalls sem við upplifðum þegar fað- ir hennar lést langt um aldur fram. Námið í skólanum okkar tók tvö ár og skiptist í bóklegt og verklegt nám. Valborg Sigurðardóttir var skólastjóri og sá til þess að við nyt- um bestu kennara sem völ var á. Fyrir utan skólatíma var margt sér til gamans gert og ekki leið á löngu þar til pilturinn hennar Guð- rúnar kom í ljós. Sigurður varð brátt einn af okkur og sýndi sjald- gæfa þolinmæði í kvennahópnum. Það var alltaf viss birta yfir Guð- rúnu vinkonu okkar. Hún var glæsileg stúlka með ljósa hárið sitt og hún hafði þægilega nærveru þannig að öllum leið vel í návist hennar. Að námi loknu fór Guðrún til fundar við Sigurð sem var þá við nám í Kaupmannahöfn. Dvölin í borginni varð þó önnur en til stóð. Veikindi og spítalalega Guðrúnar komu í veg fyrir að hún nyti dval- arinnar sem skyldi. Seinna bjuggu þau hjónin aftur í borginni við sundin og varð sú dvöl til þess að Kaupmannahöfn öðlaðist sérstakt sæti í huga Guðrúnar. Brátt stækk- aði fjölskyldan og börnin orðin tvö, Hilda og Oddur. Margar okkar hinna voru einnig komnar með börn og allir að koma sér fyrir. Starf úti á vinnumarkaðinum beið þar til börnin voru komin vel á legg. Þegar Guðrún hóf störf á ný gerðist hún leikskólakennari í Álftaborg. Guðrún og Sigurður voru höfð- ingjar heim að sækja og nutu þess að hafa gesti í kringum sig. Minn- isstæð eru ferðalög í bústaðinn á Laugarvatni og í Ömmukot við El- liðavatn. Þá var glatt á hjalla og við kynntumst myndarskap Guðrúnar við framreiðslu á gómsætum veit- ingum. Einnig var rennt vestur á Snæfellsnes en þar áttu þau hjón um tíma aðsetur ásamt öðrum. Guðrún og Sigurður ferðuðust mik- ið bæði innanlands og utan og mörg voru löndin sem þau heim- sóttu. Við skólasysturnar héldum upp á þrjátíu og fimm ára útskrift- arafmæli okkar með ferð til Dublin og sumarið 2003 minntumst við fimmtíu ára afmælisins með nokk- urra daga ferð til Verona. Myndir sem teknar voru í ferð- inni sýna glaðværan hóp sem auðsjáanlega naut samvistanna og fegurðar umhverfisins. Í dag kveðjum við Guðrúnu með söknuði en hún er sú fyrsta sem fellur frá úr okkar litla hópi. Við þökkum alla alúðina og hlýjuna sem hún veitti og minnumst góðu stundanna með henni. Ástvinum hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur og vitum að minningin lifir í hjörtum allra sem þekktu Guðrúnu. Gyða, Hjördís, Margrét, María, Pálína, Sigrún og Valborg Soffía. Við kölluðum saumaklúbbinn okkar „Danska klúbbinn“. Ástæðan fyrir þeirri nafngift var sú að fund- um okkar bar fyrst saman í Dan- mörku, nánar tiltekið í Kaup- mannahöfn. Við áttum það sameiginlegt að vera giftar íslensk- um námsmönnum sem lögðu stund á ýmiss konar nám meðan við vor- um heimaverandi húsmæður og gættum bús og barna eins og venja var í þá daga. Á þessum tíma, fyrir 50 árum, þekktust ekki hjónagarð- ar eins og tíðkast í dag, svo að námsmenn með fjölskyldur urðu að leigja íbúðir úti í bæ og var það ekki alltaf auðvelt. Einhvern veg- inn atvikaðist það svo að úti í Van- löse, í götu sem nefnist Vinkelager, gafst íslenskum námsmönnum kostur á að leigja litlar íbúðir og tók ein fjölskylda við af annarri. Þarna myndaðist Íslendinganý- lenda, og þar bjuggu þau Unna og Siggi, eins og þau voru jafnan köll- uð, með Hildu dóttur sína korn- unga. Fljótlega myndaðist góð vin- átta milli okkar „landanna“ og oft kom það sér vel að eiga góða granna. Unna og Siggi voru þar framarlega í flokki enda þekkt fyrir greiðvikni og hjálpsemi. Að námi loknu skiluðu allir úr hópnum okk- ar sér heim til Íslands, og þá fannst okkur sjálfsagt að endurnýja vináttuna og stofna saumaklúbb og átti Unna frumkvæðið að því. Við vorum upphaflega sex en ein úr hópnum, Guðrún Björgvinsdóttir, lést árið 1978, langt um aldur fram. Þau Unna og Siggi voru vinsæl og vinmörg og miklir höfðingjar heim að sækja. Oft nutum við gestrisni þeirra bæði á árunum í Kaupmannahöfn og seinna á Ljósvallagötunni og í Espigerði, að ógleymdum sumarbú- staðaheimsóknunum, og eigum góð- ar minningar um þá fundi. Unna hafði einstaklega notalega nærveru og manni leið alltaf vel í návist hennar. Þótt hún væri að jafnaði hæglát og róleg í fasi gat hún sann- arlega glaðst í góðra vina hópi. Hún Unna vinkona okkar átti gott líf. Hún átti frábæran eig- inmann og fjölskyldu sem hún mat mikils og gat verið stolt af. Þau voru öll mjög samhent, fóru saman í ferðalög og kunnu að njóta lífsins. Fyrir rúmum tveimur árum veiktist Unna af þeim sjúkdómi sem nú hefur orðið henni að ald- urtila. Í veikindum sínum sýndi hún ótrúlegan styrk og þrautseigju. Hún stóð meðan stætt var, hélt sínu striki og fór í ferðalög, en það var alltaf hennar mesta yndi enda hafði hún víða farið. Um síðustu jól fór hún ásamt fjölskyldunni út til Bandaríkjanna til að heimsækja Odd son sinn og fjölskyldu hans. Þessi ferð var henni til mikillar ánægju en þegar hún kom heim voru kraftar hennar á þrotum. Nú er komið að leiðarlokum. Eft- ir standa minningarnar um ánægjulegar samverustundir bæði fyrr og síðar. Við kveðjum hana með miklum söknuði en efst í huga okkar er þakklæti fyrir góða sam- fylgd í 50 ár. Sigurði og fjölskyld- unni sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Halla, Kristín, Sigurlaug og Svandís. Nóttin horfir myrkvum augum mínum nóttin speglast svört í augum þínum tárin renna hvít úr augum mínum nóttin lokar hljóðlát augum sínum myrkrið streymir hægt úr augum þínum tárin renna hljótt úr augum þínum (Erla.) Þau eru orðin mörg árin sem ég hef verið samferða Guðrúnu. En ég var svo heppin að Hilda dóttir hennar varð vinkona mín strax fyrsta árið í MR. Guðrún var höfðingi heim að sækja og skildi vel skemmtanaþörf unga fólksins og Hilda fékk oft að halda partí og saumaklúbba. Á heimili Guðrúnar kynntist ég sveitastúlkan, dönsku blöðunum, sjónvarpinu, vínmenningu og það væri til eyja á landakortinu sem héti Kanaríeyjar og þangað gæti maður farið og notið lífsins. Guðrún kenndi börnum sínum margt í lífinu eins og trygglyndi, mikilvægi góðra fjölskyldubanda og ræktarsemi við náungann. Guðrún og Sigurður áttu lítinn sumarbústað upp við El- liðavatn sem heitir Ömmukot og þar höfum við vinkonurnar átt margar ánægjustundir sem ber að þakka. Síðan eru öll boðin og mik- ilvægir daga í lífi Hildu og fjöl- skyldu þar sem maður hefur fengið að vera samferða og þá var alltaf ómissandi að setjast hjá Guðrúnu og rabba við hana um heima og geima. Guðrún og Sigurður voru einstaklega samhent hjón og þau ferðuðust vítt og breitt. Hún lét ekki veikindi sín stoppa sig og ferð- aðist töluvert eftir að hún veiktist af krabbameini. Ég kveð hana með söknuði. Elsku Sigurður, Hilda, Oddur og fjölskyldur megi minning um hana ylja ykkur alla tíð. Erla Gunnarsdóttir. GUÐRÚN ODDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.