Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 33 MINNINGAR ✝ Lilja Ólafsdóttirfæddist í Vík í Mýrdal 5. júní 1912. Hún lést í Landspít- alanum í Fossvogi 26. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Lilju voru Ragnhildur Gunnarsdóttir frá Þórisholti í Mýrdal, f. 27. júlí 1869, og Ólafur Ólafsson frá Lækjarbakka í Reynishverfi, f. 17. október 1879. Systkini Lilju voru: Óskar Jónsson, f. 3. september 1899, d. 26. apríl 1969, hálfbróðir, alsystkini voru: Ásta, f. 28. maí 1909, d. 26. desember 1914, Ragn- heiður, f. 2. mars 1908, d. 19. október 1925, Ingibjörg, f. 29. mars 1907, d. 6. janúar 1989, Gunnar, f. 25. apríl 1906, d. 29. júlí 1986, og Rósa, f. 3. október 1910, d. 27. janúar 1996. Lilja giftist Kjartani Tómassyni frá Holtum í Rangárvallasýslu, f. 11. desember 1899, d. 9. mars 1986. Foreldar hans voru Tómas Halldórsson frá Rauðalæk í Rang- dóttir, sonur Kjartans er Styrmir Ingi, b) Halldór Örn, f. 4. desem- ber 1987, unnusta Hulda Ríkey Bjarnadóttir. 3) Ragnhildur, f. 30. júlí 1939, maki Hilmir Þorvarð- arson, f. 26. september 1934, börn þeirra eru, a) Kjartan, f. 21. maí 1964, maki Hrönn Kristbjörns- dóttir, börn þeirra eru Ragnhild- ur Anna, Kristbjörn Hilmir, Þor- varður Bergmann og Bergdís Lind, b) Jón Bergur, f. 19. maí 1971, maki Sigríður Árný Júl- íusdóttir, barn þeirra Æsgerður Elín. 4) Katrín, f. 9. júní 1943, d. 2. nóvember 1944. Uppeldisdóttir, dóttir Rósu systur Lilju, María Kjartansdóttir, f. 28. febrúar 1952, maki Þór Hauksson, börn þeirra eru Guðmundur Haukur, maki María Fanney Leifsdóttir, börn þeirra Haraldur Þór, Adam Örn og Lena María, Valur, Rósa Dögg, maki Sigtryggur S. Rey- naldsson, barn þeirra Þór Elí, og Hjalti. Lilja ólst upp í Vík í Mýrdal til 17 ára aldurs, en fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hún kynntist Kjartani Tómassyni. Lilja starfaði við ýmis störf, meðal annars versl- unarstörf. Til fjölda ára var hún með blómarækt á heimili þeirra á Skjólbraut 11 í Kópavogi. Útför Lilju verður gerð í dag frá Kópavogskirkju og hefst at- höfnin klukkan 15. árvallasýslu, f. 28. ágúst 1860, d. 24. júní 1935, og Vigdís Vigfúsdóttir frá Borgarholti í Flóa, f. 14. september 1875, d. 22. september 1933. Börn Lilju og Kjartans eru: 1) Ragnheiður, f. 6. apríl 1935, d. 5. júní 1936. 2) Kristín, f. 31. desember 1936, d. 30. janúar 1998, maki Gunnar Högna- son, f. 9. nóvember 1938, d. 17. mars 1986. Börn þeirra eru a) Lilja, f. 13. október 1964, maki Birgir Bjarnason, b) Rósa, f. 13. júní 1969, maki Erling Hafþórsson, börn þeirra Gunnar, Kristín Lilja, Jakob Arnar og Ísak Logi, og c) Högni, f. 12. desember 1973. Fyrir átti Kristín með Inga Ólafi Guðmundssyni d) Guðmund Inga Ingason, sem ólst upp hjá Lilju og Kjartani, f. 2. október 1956, maki Fanndís Halla Steins- dóttir. Börn Guðmundar eru a) Kjartan Valur, f. 30. mars 1983, unnusta Katrín Ólöf Normanns- Elsku mamma mín, nú er ævin öll. Eftir langan dag kemur nótt og þá er gott að getað sofnað. Það er sigur sem felst í þessu lífi og það má segja að þú hafir verið sigurvegari í lífinu. Þú varst amma mín, en ég ólst upp hjá þér og afa og kallaði ykkur mömmu og pabba. Þegar ég kom til sögunnar í lífi þínu, elsku mamma, varst þú á besta aldri, rúmlega fer- tug. Á Skjólbrautinni höfðuð þið pabbi búið til heimili sem samanstóð af stórum garði, fagurskreyttum blómum, öryggi og manngæsku. Minningar mínar eru margar og fagrar frá uppvextinum hjá ykkur. Alinn upp í virðingu fyrir öllu sem lifir og hjálpsemi við náungann. Mamma hafði mjög mikinn áhuga á blómarækt og í fyrstu ræktaði hún sjálf blómin í garðinn sinn og sáði fyrir trjám. Lóðin var í byrjun mjög stór en í dag eru a.m.k. fjögur ein- býlishús við lóðina sem var skipt upp í smærri lóðir. Á veturna voru fræ látin spíra og síðan var plantað út og úr þessu urðu fögur blóm sem voru látin herðast og þola íslenska veðr- áttu áður en þeim var síðan plantað út í garð. Þessi framleiðsla var síðan það mikil að mamma fór að selja blóm á hverju sumri í fjölda ára og voru viðskiptavinirnir margir og traustir henni. Hún veitti öllum sem vildu fræðslu í meðhöndlun blómanna og fór sjálf á staðinn til að velja hvað væri best fyrir fólkið að fá í garðinn sinn, með tilliti til skjóls og fegurðar. Vaknað var á morgnana fyrir allar aldir og farið út í garð þar sem hún var með fjölda gróðurkassa og gróðurhús. Það var þreytt og hamingjusöm kona sem síðan kom í hús að nálgast miðnætti til að leggj- ast í hvílu til næsta morguns. Á Skjólbrautinni skapaðist sér- stakt andrúmsloft þar sem allir voru góðir nágrannar og ef einhvern vant- aði aðstoð, hvort sem það var að setja þak á hús eða annað, þá mættu nágrannar hver hjá öðrum og tóku til hendinni. Á hverjum morgni var fundur í borðstofunni á Skjólbraut- inni þar sem Guðný, nágranni mömmu, mætti en hún var með sama áhugamál og mamma og bjó í næsta húsi. Flett var í gróðurbókum og rit- um yfir kaffibolla til að skoða blóm og hefja nýja framleiðslu. Þetta voru dásamlegir tímar og mikil forréttindi að fá að fylgjast með þessu í gegnum árin. Pabbi vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í yfir 50 ár en hann lést árið 1986, fyrir tuttugu árum síðan. Þau voru mjög samrýnd og elskuðu heitt hvort annað. Þau reyndust mér alla tíð bestu foreldrar og kveiktu hjá mér ljós sem lýst hefur mér í gegnum lífið og vil ég meina að það hafi verið mikið lán fyrir mig að fá að alast upp hjá þeim. Mamma var frá Vík í Mýrdal og fann maður alltaf til mikilla tengsla hennar við það land- svæði. Fór ég margar ferðir með þeim í Vík þar sem þau gistu alltaf á hótelinu og heimsóttir voru gamlir vinir. Mamma og pabbi áttu fjórar dæt- ur. Tvær þeirra létust mjög ungar, þær hétu Ragnheiður og Katrín. Í dag er Ragnhildur ein eftir af dætr- unum en hún er gift Hilmi Þorvarð- arsyni. Kristín, móðir mín (Stína mamma) lést eftir stutt og erfið veik- indi í janúar 1998, þ.e. fyrir átta ár- um. Þær voru mjög samrýndar mæðgurnar og var það mikill missir fyrir Lilju mömmu að missa dóttur sína. Lilja mamma átti sex systkini sem komust á legg en ein systir hennar lést ung að árum. Rósa systir mömmu bjó um tíma hjá þeim á Skjólbrautinni með Maríu dóttur sína. Kallaði María þau einnig mömmu og pabba og var, eins og ég, rík að eiga þau að. Ingibjörg (Imba), systir mömmu, bjó í Vestmannaeyj- um og kom Imba á hverju sumri og dvaldi í nokkurn tíma hjá okkur. Það voru skemmtilegir tímar er Imba kom. Gunnar bróðir hennar bjó í Kópavoginum, á Kársnesbrautinni. Einnig átti mamma hálfbróður, Ósk- ar Jónsson sem var kaupfélagsstjóri og alþingismaður. Þau öll voru mjög náin systkini sem alltaf héldu tengslum og voru hvert öðru stoð og stytta er á þurfti að halda. Allt þetta fólk var með gott og fagurt hjarta- lag. Mamma var alla tíð mjög ákveðin manneskja sem stóð á sínu og var fylgin sér. Hún fluttist af Skjólbraut- inni árið 1988, skömmu eftir að pabbi lést. Hún flutti í raðhús í Vogatung- unni þar sem henni líkaði mjög vel að vera. Hún sagðist aldrei geta hugsað sér að fara á elliheimili til að búa. Það var hennar ósk að geta verið í Vogatungunni þar til hún færi á fund dætra sinna, systkina og pabba. Það má segja að henni hafi orðið að ósk sinni. Hún lést eftir viku legu á sjúkrahúsi og fékk að sofna og fara í ferðina sem við öll förum í að lokum. Í faðmi Guðs og englanna þinna hefur heimkoma þín verið falleg og góð. Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Guðmundur Ingi Ingason. Margt kemur upp í huga manns þegar maður rifjar upp minningar frá ömmu og afa á Skjólbrautinni. Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp í næsta húsi við ömmu og afa. Afi kenndi mér að drekka kaffi og mannganginn, en amma gerði sitt besta til að kenna mér að virða og þekkja blómin. Einhvern veginn sit- ur manngangurinn eftir en blóma- þekkingin fór inn um annað eyrað og út um hitt. Frá vori til hausts voru gömlu hjónin komin út klukkan sex á morgnana til að sinna garðyrkju- störfum; vökva, færa blómakassa út og inn, lagfæra gróðurkassana, svo voru seld blóm allan daginn, bæði beint úr blómakössunum og úr blómabeðunum sjálfum sem voru fagurlega skreytt í öllum gerðum lita og blóma, eins konar sýningargluggi blómasalans. Mín fyrsta atvinna var þegar ég var látinn fylgjast með ef einhver var kominn í garðinn til að kaupa blóm á meðan amma var inni að drekka kaffi, líklega fjögurra eða fimm ára gamall, en sú vinna varði ekki lengi þar sem amma var lítið í kaffi og þá ekkert fyrir mig að gera nema kannski hjálpa afa í skúrnum, sem fólst í því að naga harðfisk og sjúga kandís á meðan afi dyttaði að því sem þurfti og sagði sögur. Þegar ég kynntist konunni minni þá komst amma á flug því áhugi Árnýjar var á garðyrkju og náðu þær því vel sam- an. Þegar okkur gafst kostur á því að eignast skrúðgarðinn á Skjólbraut- inni var ekki til setunnar boðið, meira að segja kom amma ár eftir ár að hjálpa til í garðinum, segja okkur til og gera það sem betur mátti fara. Blóm og garðrækt voru hennar líf og yndi og gaman var að fara með henni í Hveragerði þar sem blómaheildsal- ar leystu hana út með gjöfum þrátt fyrir að blómasölumennsku hennar væri löngu lokið. Elsku amma, nú ertu örugglega kominn til betri heima eftir langa og góða ævi í þessum heimi. Þú áttir til að syngja „Suður um höfin“ þegar þér leið vel og alveg er ég viss um að þú ert á leið þangað með afa, því afi hét því að hann ætlaði að ferðast mikið þegar hann færi yfir móðuna miklu, þá hefði hann nægan tíma. Von bráðar verður þú líka farin að taka til hendinni í paradís, klippandi runna og rósir með afa þér við hlið og dætur ykkar þrjár. Með söknuði og þökk fyrir sam- veruna og þína ást kveðjum við þig, elsku amma. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Jón Bergur Hilmisson. Elsku langa, nú þegar þú ert sofn- uð svefninum langa vitum við að þér líður vel. Við nutum þeirra forréttinda að hafa þig hjá okkur bæði á aðfanga- dagskvöld og gamlárskvöld þar sem þú rifjaðir upp fyrir okkur stundirn- ar þegar þú fluttir fyrst á Skjól- brautina, og sagðir okkur frá því þegar Kjartan byggði stofuna okkar. Alltaf var gaman að heyra frá því þegar þú mokaðir djúpar holur í garðinum, svo djúpar að rétt sást í kollinn á þér undir stóru steinana í garðinum, og hvernig Kjartan hjálp- aði þér að láta þá rúlla í holurnar þegar hann kom heim úr vinnunni. Það var bara einn steinn skilinn eftir og voru búnar til sögur af honum Búa, álfinum sem þar á að eiga bæli. Lilja langamma var mikil blóma- kona. Garðurinn á Skjólbraut verður aldrei sá sami án hennar. Hún var ötul að koma til okkar þótt hún væri flutt og aðstoða í garðinum. Þá var ætíð erfitt að fá hana til að taka sér pásu, en trúlegast hefur henni hvergi liðið betur en inn á milli blómanna sinna. Hvert birkitré í garðinum og víðar í götunni er komið af fræjum sem hún sáði. Þetta var og verður ætíð garðurinn hennar. Alltaf tók hún vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn í Voga- tunguna, sérstaklega þó barnabörn- unum sem áttu það til að kíkja til hennar þegar þau áttu leið framhjá. Alltaf átti Langa ís í frysti, kökur og malt. Það eru margar minningar sem skjóta upp kolli nú þegar þú ert far- in, sem eiga það sameiginlegt að vera allar góðar. Í þær munum við halda. Árný Júlíusdóttir, Æsgerður Elín Jónsdóttir. Amma og afi voru ein af frum- byggjum Kópavogs. Þau fluttu árið 1944 í lítinn sumarbústað við Skjól- braut. Í þá daga var reyndar ekki kominn vegur þangað. Fljótlega var hafist handa við að stækka húsið. Í þá daga var ekki gott að verða sér út um byggingarefni og það notað sem í náðist. Járnið á þakinu var meðal annars fengið af gömlum hermanna- bragga. Rétt var úr því af tærri snilld. Og á tímum skömmtunar var steypan í stéttina fengin með því að telja húsið stærra en það raunveru- lega var. Garðurinn var allur út í stórum steinhnullungum sem voru fyrir þeim grænu fingrum sem þangað voru fluttir. Meðan afi var í vinnunni mokaði amma stærðarinnar holur við hlið steinanna. Er afi kom heim var þeim velt ofan í og sléttað yfir. Alla tíð síðan var þarna einn af snyrtilegustu görðum Kópavogs. Er fram liðu stundir hóf amma, með fulltingi afa, blómasölu í garð- inum. Helmingur lóðarinnar var settur undir þessa starfsemi. Þarna var amma í essinu sínu og stundaði blómarækt og sölu af lífi og sál. Við- skiptavinirnir urðu margir og var alltaf mikið að gera. Eitt sinn man ég að tveir menn frá skattinum komu í heimsókn. Vildu þeir fá að sjá bók- haldið. Amma og afi höfðu ekki heyrt aðra eins vitleysu og rak afi þá út af lóðinni með þeim orðum að þeir ættu að láta gamalt fólk í friði. Viku síðar kom annar þeirra og keypti mikið af blómum af ömmu til að fegra garðinn sinn. Ekki minntist hann á fyrri heimsókn sína og aldrei komu þeir í heimsókn í embættiserindum aftur. Það var ömmu alla tíð mikið ánægjuefni að húsið hefur haldist í eigu fjölskyldunnar. Flutti ég þar inn er amma fór í íbúð ætlaða öldr- uðum í Vogatungunni, þar sem hún bjó til dauðadags. Móðir mín og faðir keyptu svo húsið og bróðir minn og hans kona svo af þeim. Búa þau þar enn í dag. Mínar fyrstu minningar eru sam- tvinnaðar minningu minni af ömmu. Við bjuggum í næsta húsi fyrir neð- an ömmu og afa og var opið á milli lóða. Því voru ófá skiptin sem ég labbaði til ömmu og afa. Sérstaklega á sumrin en þá voru þau bæði vinn- andi í garðinum frá morgni til kvölds. Afi að smíða blómakassa og dytta að öðru sem þurfti að laga og amma að hugsa um blómin. Blóm voru hennar líf og yndi. Allt varðandi ömmu bar þess merki. Hún sást varla á sumrin nema bograndi yfir blómakössunum, afgreiðandi blóm og flettandi blómabókum. Inni í borðstofu var tekin stutt hvíld frá stritinu og þess á milli talaði hún um blóm. Er afi tók mig inn og bauð mér upp á „englakaffi“ og skák, kom amma kannski inn eftir langa stund, fékk sér kaffibolla og var svo farin út aftur. Duglegri manneskju hef ég ekki kynnst. Jafnvel þegar hún var orðin háöldruð, langt gengin í nírætt og kom í heimsókn til okkar, var hún komin á hnén úti í garði að reyta arfa áður en maður vissi af og erfitt var að fá hana inn aftur. Sennilega hefur henni ekki fundist við nægilega dug- leg við þetta sjálf, sem var rétt hjá henni. Líf ömmu bar merki um tímanna tvenna. Þær ótrúlegu breytingar, sem orðið hafa á einum mannsaldri, eru meiri en gott er að gera sér grein fyrir. Börnum mínum hafði hún gaman af því að segja sögur frá því í gamla daga. Sögur sem með þeim lifa alla tíð. Sögur sem gera manni grein fyrir hvað ein manneskja getur upplifað mikið á þeim fáu árum sem okkur er úthlutað. Í minningunni getum við enn heyrt rödd hennar: „Afi bjó á Lækjarbakka í Reyn- ishverfi, í torfbæ og þar var baðstofa og undir baðstofunni, þar var fjósið, það var til þess að halda hita í bað- stofunni. Og svo þegar ein beljan þurfti að míga þá þurftu allar að míga og maður gat ekki sofið.“ „Katla gaus árið 1918, þá var ég sex ára. Ég var stödd á túninu í Suð- urvík og allt í einu fór allt að hristast og mér sýnist jörðin koma í bylgjum á móti mér, sem og hún gerði, og ég datt niður. Ég varð ofboðslega hrædd. Fólkið sem bjó niðri í þorp- inu í Vík var allt flutt í húsin sem stóðu efst. Og ég man að við vorum látin fara í Suður-Vík. Það voru teppi sett fyrir gluggana. Fólkið var svo hrætt um að það kæmi flóð. En allt fór nú vel þarna hjá okkur, engin slys á neinum.“ Já, amma jafnt sem afi höfðu frá mörgu merkilegu að segja og oft hugsa ég með mér að ég hefði betur lagt eyrun við mörgu sem frá þeim kom. Elsku amma og langamma, við þökkum fyrir þær góðu stundir sem drottinn leyfði okkur að njóta sam- an. Þær ljúfu minningar sem við eig- um og enginn getur tekið frá okkur. Nú þegar þú ert farin úr þessu jarðríki hafið þið afi sameinast að nýju. Horfið í faðm forfeðranna og þinna afkomenda er fóru þennan veg langt fyrir aldur fram. Það hefur verið mikill harmur að horfa á eftir öllum sínum systkinum, eiginmanni og þremur dætrum. Við vitum að nú ertu umvafin ást þeirra og kærleika í þeim friði og dýrð sem paradís er. Kjartan Hilmisson, Hrönn Kristbjörnsdóttir, Ragnhildur Anna Kjartansdóttir, Kristbjörn Hilmir Kjartansson, Þorvarður Bergmann Kjartansson, Bergdís Lind Kjartansdóttir. LILJA ÓLAFSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.