Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 37
MINNINGAR
✝ Hjörtur Frið-berg Jónsson
fæddist í Melshúsum
á Seltjarnarnesi 10.
september 1920.
Hann lést á heimili
sínu, Fornastekk 11
í Reykjavík, 23. jan-
úar síðastliðinn.
Hjörtur var lengst
af fulltrúi hjá Vega-
gerð ríkisins. For-
eldrar hans voru
Jón Gíslason, stein-
smiður og múrara-
meistari, f. 24.3.
1885, d. af slysförum 5.5. 1942, og
Sigurveig Jónsdóttir, f. 20.10.
1889, d. 13.6. 1977. Hjörtur ólst
upp hjá föður sínum og eiginkonu
hans Mörtu Sigríði Jónsdóttur, f.
26.7. 1872, d. 24.7 1953. Hálfsystk-
ini samfeðra voru tvö, stúlka sem
dó við fæðingu árið 1910 og Stef-
án Ágúst, f. 7.6. 1911, d. 6.10.
1929. Þá á Hjörtur fleiri hálfsystk-
ini sammæðra.
Hjörtur kvæntist 14. sept. 1946
Vigdísi Einarsdóttur frá Neðri-
Hundadal, f. 10.9. 1921. Þau eiga
fjóra syni, þeir eru: 1) Jón Frið-
berg Hjartarson, f. 29.7. 1947,
kvæntur Elísabetu Kemp Stefáns-
dóttur. Börn þeirra eru Hjörtur, f.
Jónsson, f. 3.9. 1977, Áslaug Birna
Jónsdóttir, f. 5.12. 1978, og stjúp-
sonur Stefán Kemp, f. 12.11. 1963,
kvæntur Gunnlaugu Hartmanns-
dóttur, f. 4.10. 1964.
Dætur þeirra eru
Elísabet, f. 1.2.
1988, Marín, f. 11.5.
1995, og Katrín
Kemp, f. 9.10. 1997.
2) Einar Friðberg
Hjartarson, f. 20.6.
1949, kvæntur
Kristínu Þorgeirs-
dóttur, f. 13.9. 1959.
Sonur þeirra er
Kristinn Friðberg, f.
24.5. 1985. Með
fyrrv. sambýliskonu
sinni, Sigríði Stef-
ánsdóttur, á Einar tvær dætur, a)
Vigdísi, f. 3.5. 1977, unnusti Þor-
steinn Guðni Berghreinsson, f.
18.3. 1972, þau eiga stúlku, f.
13.12. 2005, og b) Ásdísi, f. 20.6.
1978, sambýlismaður Þorgeir
Haraldsson, f. 3.3. 1980. 3) Stefán
Friðberg Hjartarson, f. 3.7. 1956,
kvæntur Áslaugu Guðmundsdótt-
ur, f. 10.5. 1957. Kjörsonur þeirra
er Stefán Friðberg, f. 25.3. 1990.
4) Ævar Sigmar Hjartarson, f.
25.12. 1960. Hann kvæntist Jó-
hönnu Rannveigu Skaftadóttur, f.
25.4. 1962, d. 5.6. 2002. Þau
skildu. Börn þeirra eru Lára Guð-
rún, f. 14.10. 1983, Vigdís Hlíf, f.
8.5. 1992, og Jón Sigmar, f. 10.12.
1994.
Hjörtur verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Tengdafaðir minn lést 23. janúar
sl. á heimili sínu. Vigdís og Stefán
sonur hans voru við hlið hans þegar
hann lést og það hefur honum líkað.
Ég kynntist honum fyrir um það
bil 23 árum þegar ég kom inn í fjöl-
skylduna. Hann tók mér fálega í
fyrstu, vildi vera viss um að ég væri
sú rétta fyrir son hans áður en hann
opnaði faðminn, eftir það reyndist
hann mér yndislegur tengafaðir.
Hann var ákaflega hjálpsamur, allt
sem hann tók sér fyrir hendur gerði
hann af mikilli kostgæfni, hvort sem
hann klippti sjálfan sig eða drengina
sína, bólstraði, gerði við bílana, allt
lék í höndum hans. Hann hafði af-
burða rithönd og skrautskriftin hans
var óaðfinnanleg.
Tengdafaðir minn var bundinn
hjólastól frá 1994 eftir áfall sem
hann fékk þá. Seiglan og eljan í hon-
um var ótrúleg, hann vildi sem
minnstu hjálp fá.
Kallið kom óvænt, þvílíkt reiðar-
slag þó svo að maður ætti alveg eins
von á þessu þá er maður aldrei tilbú-
inn þegar dauðinn ber að dyrum.
Ég þakka tengdaföður mínum fyr-
ir samfylgdina.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Ég votta tengdamóður minni og
fjölskyldu hennar mína dýpstu sam-
úð og bið Guð almáttugan að styrkja
þau í sorginni.
Kristín.
Sumarið 1930 kom ungur drengur
að Fellsenda í Dalasýslu, hann var
þá níu ára – f. 10. sept. 1920 – og fór
nú í fyrsta sinn að heiman. Það var á
þessum árum þörf fyrir unglinga til
sveita til margvíslegra snúninga og
ýmissa léttra starfa. Þetta var líka
þroskandi fyrir þéttbýlisbörnin að
kynnast ýmsu nýju í sveitinni. Það
var oftast góður skóli. Á þessum bæ
var Hjörtur Friðberg Jónsson í
mörg sumur og lærði margt og
þroskaðist vel, enda allt fólkið á
bænum vandað og gott á alla lund.
Frá þessum tíma hófust kynni okkar
Hjartar, þau hafa verið öll á eina leið
og engan skugga þar á borið í þessi
rúm 70 ár. Hann var prúður drengur
og orðvar, hjálpsamur og velviljaður.
Þannig var hans fyrsta gerð sem
þroskaðist síðan með aldri og árum
og allri lífsreynslu. Hann var einn af
mörgum sem bjuggu yfir eigin hag-
leik sem nýttist vel við mörg störf
sem til féllu. Hann var sjálfmennt-
aður vélamaður og ökukennari um
tíma og kenndi mörgum á bíl. Hans
tilsögn var markviss og skilaði nem-
endum mikilli fræðslu um bíl og vél
og annað er til aksturs heyrði, því
hann vildi vanda til allra verka sem
mest hann mátti. Hann ók leigubíl
um tíma og margt fleira kom til hans
kasta.
Sumarið 1947 unnum við saman á
jarðýtu við jarðrækt og um mánað-
artíma við vegagerð hjá Vegagerð
ríkisins. Hann var alltaf hinn trausti
og góði félagi sem alltaf mátti
treysta á og aldrei brást nokkru
sinni. Um nokkurn tíma var hann
lagermaður hjá Vegagerð ríkisins og
afgreiddi varahluti í bíla og vélar
þeirrar útgerðar og var þar „á réttri
hillu“, því hann var glöggur á allt
sem viðkom bílum og vélum.
Árið 1946 gekk hann að eiga syst-
ur mína Vigdísi og eignuðust þau
fjóra syni sem þau komu öllum til
mennta. Allir eru þeir vel gerðir
myndarmenn.
Svo nú að leiðarlokum get ég sagt
af eigin reynslu: Hér fór vandaður
maður til orðs og æðis, vel gerður og
velgetinn maður.
Mætti Ísland eignast sem flesta
honum líka.
Eitt af því dýrmætasta á lífsleið
okkar mannanna er að kynnast góðu
fólki og að eignast góða vini og það
er svo sannarlega þakkarvert. Það
er því með þökk í huga til látins vin-
ar, Hjartar Friðbergs Jónssonar, að
ég enda þessi kveðjuorð, því öll hans
vinátta var svo sönn og heil. Þegar
kærir vinir falla frá verður skarð í
vinahópinn og söknuður fyllir hug-
ann. En kristna trúin gefur von og
síðar vissu um að við eigum vin sem
treysta má á sem aldrei mun bregð-
ast þeim sem trúa og treysta á hann.
Við eigum árnaðarmann hjá Föðurn-
um, Jesúm Krist hinn réttláta. Með
samúðarkveðju til vina og ættingja.
Blessuð sé minning Hjartar Frið-
bergs Jónssonar.
Hjörtur Einarsson.
Elskulegur frændi minn kvaddi
þessa jarðvist okkar mánudaginn 23.
janúar sl. á 86. aldursári.
Mín fyrsta minning er frá þeim
tíma er mér var komið fyrir í nokkr-
ar vikur á heimili móður hans.
Bjuggu þau þá tvö saman mæðginin,
þar sem faðir hans var látinn nokkru
áður.
Þessar vikur eru sæluvikur í
minningunni þar sem mér var hamp-
að eins og prinsessu. Marta mín sat
með mig löngum stundum í kjöltunni
og strauk mér um vanga. Ekki
reyndist Hjörtur síðri. Á þessum
tíma var hann í tilhugalífinu, vann
fullan vinnudag, kom heim í kvöld-
mat og var svo horfinn á vit ástarinn-
ar sinnar, en ekki gleymdi hann litlu
frænku sinni. Á leiðinni heim úr
vinnunni kom hann oftast við í búð til
að kaupa smá nammi í munninn
handa krílinu sem heima var. Þá
voru sætindin afgreidd í litla brúna
bréfpoka sem stungið var undir
koddann, því ekki mátti borða allt í
einu.
Örlög Hjartar og Vigdísar hafa
sennilega verið ráðin frá barnæsku.
Oft sagði hún mér frá prúða sæta
piltinum sem var kominn til sumar-
dvalar í Dalina. Þar hafa hjörtun, að
öllum líkindum, byrjað að tifa í takt
þótt hraði takturinn hafi ekki komið
fyrr en síðar. Ekki var ég ánægð
með þennan ráðahag því mér fannst
Vigdís vera að taka frænda minn frá
mér. Fannst mér hún bæði falleg og
góð, þótt ég viðurkenndi það ekki
fyrr en síðar, þegar ég sá að ég gat
líka átt Hjört þótt á annan hátt væri.
Fjóra syni eignuðust þau hjónin,
sem allir hafa erft þetta blíða viðmót
foreldra sinna.
Undanfarin ár höfum við hjónin
ætíð komið til þeirra um jólaleytið.
Eins var það fyrir síðustu jól og átt-
um við yndislega stund saman yfir
kaffibolla og góðgæti. Þessi dagur er
dýrmætur í okkar huga, þar sem
þetta var okkar síðasta samveru-
stund. Við borðsendann sat Hjörtur í
hjólastólnum sínum, rennisléttur á
vangann, eins og unglamb með bros
á vör og glettni í augum. Það var
ljóst að honum leið vel og var sáttur
við allt og alla.
Mér þótti óskaplega vænt um
Hjört alla tíð og leyndi sér ekki að
það var gagnkvæmt. Er ég var fjög-
urra ára árið 1944 smíðaði hann
sveinsstykkið sitt og gaf mér, var
þetta lítill dúkkudívan, sem var að
öllu leyti eins og þeir dívanar sem
sofið var á hér áður fyrr. Þessi mubla
er enn mitt uppáhald.
Hjörtur hafði einstaklega góða
nærveru, hægur, rólegur og blíð-
máll, aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni. Yfirgaf hann okkur
á sama hátt, sveif rólega inn í nýtt líf.
Guð blessi þennan góða mann,
konu hans og fjölskyldu alla.
Jóhanna G. Halldórsdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
kveðja Hjört í Fornastekknum.
Kynni okkar hófust fyrir 30 árum
þegar ég og Ævar sonur Hjartar og
Vigdísar sátum saman í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti, þá 16 ára
gamlir. Upp frá þeim degi er ég kom
fyrst í Fornastekkinn var hús þeirra
hjóna alltaf opið fyrir mér og var
mitt annað heimili. Ég tel mig hafa
verið gæfumann, þá unglingspiltur
kominn til Reykjavíkur norðan úr
Vatnsdal, að kynnast þeim yndislegu
hjónum. Nú er Hjörtur horfinn héð-
an og þakka ég honum af miklum
hlýhug allar ánægjustundir og allt
sem hann kenndi mér.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Hjarta mitt af harmi stynur,
horfinn ertu sjónum mér.
Þú varst trúr og tryggur vinur,
tál var ekki í huga þér.
(Bjarkey Gunnlaugsdóttir.)
Ég votta þér elsku Vigdís mín og
fjölskyldunni allri mína dýpstu sam-
úð og langar að enda þetta á ljóði eft-
ir þig.
Ástin er eldinn kveikir
innst í hverri sál
ylur sem alla vermir
ástar tendrar bál
æskunnar yndisreitir
elskendanna mál.
Ástin hún andann nærir
aflið sem hjartað knýr
gefur þær glæstu vonir
þar göfgi hugans býr
fegurstu listanna lindir
lífsins ævintýr.
(Vigdís Einarsdóttir.)
Blessuð sé minning Hjartar.
Sveinn Eggert Jónsson.
Við kveðjum í dag eiginmann So-
roptimistasystur okkar Vigdísar
Einarsdóttur.
Um margra ára bil hefur hann
verið tengdur starfi okkar í Soropt-
imistaklúbbi Bakka og Selja í
Reykjavík. Vigdís er mjög hagmælt
kona og hafa Soroptimistakonur
sungið ljóðin hennar við ýmis tæki-
færi.
Oftar en ekki höfum við þá haft í
höndum ljóðin hennar fagurlega rit-
uð af Hirti.
Á síðasta ári fórum við fram á það
við Vigdísi að fá að gefa ljóðin henn-
ar út. Það leyfi var fúslega veitt og
daginn fyrir síðasta gamlársdag
heimsóttum við ritnefndarkonur
ásamt formanni okkar þau hjón og
afhentum Vigdísi fyrstu eintökin.
Við munum seint gleyma þeirri
gleðistund og þeirri ljúfmennsku
sem ætíð mætti okkur er við komum
á heimili þeirra. Við vitum að Hjört-
ur gladdist yfir bókinni og var sáttur
við hana.
Vigdísi og fjölskyldu hennar send-
um við okkar einlægustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim Guðs bless-
unar.
Fyrir hönd Soroptimistaklúbbs
Bakka og Selja.
Sigríður Sveinsdóttir.
HJÖRTUR F.
JÓNSSON
Bróðir okkar og frændi,
JÓHANNES JÓNSSON,
Húsanesi,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtu-
daginn 26. janúar.
Jarðsett verður frá Búðakirkju laugardaginn
4. febrúar kl. 13.00.
Systkini hins látna og fjölskyldur.
Ástkær frænka okkar og systir,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Engjavegi 43,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn
4. febrúar kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minning-
arsjóð hjúkrunarheimilisins Ljósheima á Selfossi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hansína Ásta Björgvinsdóttir,
Ingibjörg Ingvadóttir,
Anna Sólveig Ingvadóttir,
Björgvin Ingvason,
Margrét Jónsdóttir
og Stefán Jónsson.
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
EYJÓLFUR GUÐMUNDUR ÓLAFSSON,
Hlíðarvegi 45,
Ísafirði,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðju-
daginn 31. janúar, verður jarðsunginn frá Ísa-
fjarðarkirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Föðurbróðir minn,
GÍSLI VIGFÚSSON
frá Skálmarbæ,
Álftaveri,
lést á dvalarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, aðfaranótt
þriðjudagsins 31. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ættingja,
Kolbrún Gestsdóttir og fjölskylda,
Hjálmar Gunnarsson og fjölskylda.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GRÉTA SVANLAUG JÓNSDÓTTIR,
Villingaholti í Flóa,
sem lést laugardaginn 28. janúar, verður jarðsung-
in frá Villingaholtskirkju laugardaginn 4. febrúar
kl. 13:30.
Börn, tengdabörn, ömmu-
og langömmubörn.