Morgunblaðið - 03.02.2006, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Gíslason fráSkálafelli, Suð-
ursveit, fæddist á
Uppsölum í sömu
sveit 19. júní 1915.
Hann lést á líknar-
deild Landspítala –
háskólasjúkrahúss
aðfaranótt 28. jan-
úar síðastliðins.
Foreldrar hans voru
Gísli Bjarnason, f.
22. janúar 1874, d.
5. desember 1940,
og Ingunn Jónsdótt-
ir f. 10. mars 1882,
d. 26. mars 1980. Jón var yngstur
fjögurra systkina. Elst var Sigur-
borg, húsmóðir á Brunnum, Suð-
ursveit, f. 3. febrúar 1904, d. 20.
desember 1982, næstelstur var
Bjarni bóndi á Jaðri, Suðursveit, f.
18. maí 1905, d. 5. ágúst 1991, og
næstyngst var Þóra, húsmóðir á
Höfn, f. 17. ágúst 1908, d. 5. júlí
1984.
Jón kvæntist hinn 17. maí 1942
Pálínu G. Gísladóttur frá Smyrla-
sett í Reykjavík og á Stella tvo
syni. 4) Sigurgeir stýrimaður, f. 7.
maí 1945, kvæntur Elísabetu Jens-
dóttur. Þau eru búsett í Sandgerði
og á Sigurgeir einn son. 5) Þóra
Vilborg, bóndi Skálafelli, f. 27.
júní 1953, gift Þorsteini Sigfús-
syni. Þau eiga fimm syni.
Jón sleit barnsskónum á Upp-
sölum og hlaut hann ekki aðra
menntun en þá grunnskólamennt-
un sem þá var í boði. En lífsins
skóli var langur og mikið innbyrt
af fróðleik á löngu æviskeiði. Jón
og Pálína hófu búskap á Uppsölum
en fluttu á Skálafell árið 1942 og
keyptu þá jörð skömmu síðar,
byggðu hana upp og ræktuðu vel.
Jón var skoðanafastur og ætíð ein-
dreginn stuðningsmaður sam-
vinnustefnunnar. Hann var heil-
steyptur persónuleiki sem gott var
að umgangast. Jón hafði fótavist
og hélt andlegri heilsu til síðustu
stundar. Jón og Pálína fluttu á
Hjúkrunarheimilið á Höfn í janúar
2005 og nutu þar frábærrar
umönnunar starfsfólks þeirrar
stofnunar. Hann var fluttur til
Reykjavíkur til lækninga um miðj-
an janúar sl. og lést þar.
Útför Jóns verður gerð frá
Kálfafellsstaðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
björgum í Suður-
sveit, f. 30. júlí 1912.
Hún er dóttir Gísla
Friðriks Jónssonar, f.
á Smyrlabjörgum 21.
nóvember 1879, d. 5.
maí 1937, og Sigur-
rósar Bjarnadóttur
húsfreyju á Smyrla-
björgum, f. 7. októ-
ber 1886, d. 29. des-
ember 1968. Pálína
lifir mann sinn.
Jón og Pálína eign-
uðust fimm börn, þau
eru: 1) Ingunn,
starfsmaður Landspítala – há-
skólasjúkrahúss, f. 24. apríl 1940,
gift Eggerti Bergssyni. Þau búa í
Kópavogi og eiga saman fjögur
börn. Fyrir átti Ingunn einn son.
2) Róshildur sjúkraliði, f. 23. júní
1941, gift Eyþóri Ingólfssyni. Þau
búa í Kópavogi og eiga saman eina
dóttur. Fyrir átti Róshildur son og
dóttur. 3) Þorvaldur Þór, vélvirki,
f. 27. nóvember 1942, kvæntur
Stellu Kristinsdóttur. Þau eru bú-
Í Íslandssögu framtíðarinnar
verður tuttugasta öldin talin eitt
mesta umbrota- og framfaraskeið
þjóðarinnar er hún braust úr viðjum
fátæktar til framfara og betri lífs-
kjara. Því fólki sem lifði þessa um-
brotatíma á fyrri hluta tuttugustu
aldar fer nú fækkandi. Einn af þeim
mönnum var Jón tengdafaðir minn.
Ég kom fyrst að Skálafelli 1971 og
ekki óraði mig fyrir því þá, að þar
ætti ég eftir að búa og stofna mína
fjölskyldu. Við Þóra dvöldum okkar
fyrstu búskaparár í ,,gamla húsinu“,
eins og það er kallað nú. Hjá tengda-
foreldrum mínum var þá til heimilis
Ingunn móðir Jóns, stálminnug og
fróð kona sem ómetanlegt var að
kynnast og eiga samleið með, þó
stutt væri. Það vakti fljótt athygli
mína hversu gagnkvæma væntum-
þykju og virðingu þau mæðginin
báru í garð hvort annars, og aldrei
held ég að skugga hafi borið þar á.
Síðan hef ég upplifað þetta aftur með
föður og dóttur, svo sterk voru bönd-
in á milli Þóru konu minnar og Jóns.
Jón var bóndi af guðs náð, veður-
glöggur með afbrigðum, bar virðingu
fyrir náttúruöflunum, og fylgdist vel
með veðurfréttum, enda getur
hvesst vel undir Skálafellshnútunni.
Honum þótti vænt um gripi sína og
annaðist þá af kostgæfni, en ég hafði
nú alltaf lúmskan grun um að honum
þætti ánægjulegra að hugsa um
kindurnar frekar en kýrnar, þó voru
þær góðar og nauðsynlegar til síns
brúks. Hestarnir voru félagar hans,
hann átti góða reiðhesta. Áður fyrr
voru þeir þarfasti þjónninn en á síð-
ari tímum mest til skemmtunar. Þeg-
ar tími gafst frá amstri dagsins brá
hann sér á bak, helst á hverjum degi
alveg fram á níræðisaldur. Það var
sem birti yfir gamla manninum ef
hann sá hestamenn fara hjá garði.
Hestamaður af lífi og sál og gaf sér
alltaf tíma með hrossunum sínum,
stundum held ég að jafnvel tengda-
móður minni hafi þótt nóg um.
Jón var skoðunarfastur maður,
skarpgreindur og víðlesinn. Þó veit
ég að hann las ekki skáldsögur, taldi
það tímasóun. ,,Þetta væri nú bara
skáldskapur“ sagði hann, enda var
hann maður raunveruleikans mótað-
ur af baráttu lífsins fyrir heill fjöl-
skyldu sinnar og heimilis.
Jón hafði mikið jafnaðargeð og
fátt kom honum úr jafnvægi, en um
leið gat hann verið stríðinn og spaug-
samur. Hann gaf sér oftast tíma til
að kíkja í blöðin þegar pósturinn
kom, og helst mátti enginn fréttatími
framhjá honum fara, né góður út-
varpsþáttur. Hann var eindreginn
samvinnumaður, stefnufastur og
rökvís í viðræðum og gat fylgt máli
sínu fast eftir.
Margs er að minnast nú er leiðir
skilja. Eftir stendur minning um ein-
stakan mann. Börn Jóns og Pálínu
eru samhent og sterkir persónuleik-
ar, og ég tel að þau hafi fengið gott
veganesti úr föðurhúsum. Ég er
þakklátur fyrir að synir mínir skyldu
eiga þess kost að alast upp með afa
sínum og ömmu, sem voru óþrjót-
andi sagnabrunnar og kenndu þeim
margt til verka. Nú á tímum er slíkt
forréttindi.
Eftirlifandi eiginkona Jóns, Pál-
ína, sem er á 94. aldursári, hefur nú
misst sína hægri hönd eftir langa
sambúð. Ég votta henni og allri fjöl-
skyldunni, mína fyllstu samúð.
Minningin lifir.
Þorsteinn Sigfússon.
Þegar ég rifja upp bernsku mína
geri ég mér grein fyrir að ég naut
mikilla forréttinda sem barn. Ég átti
nefnilega ömmu og afa sem bjuggu í
sveit og þar var ég alltaf velkomin.
Strax og voraði lá leiðin austur í Suð-
ursveit til ömmu og afa á Skálafelli
og jafnvel var fengið frí í skólanum í
nokkra daga til að geta náð nógu
snemma austur fyrir sauðburðinn. Á
haustin var svo suðað þar til leyfi
fékkst til að vera fram yfir réttir. Þá
var smalað á hestbaki og stundum
fékk maður að taka þátt. Við Nonni
bróðir og Bjössi frændi áttum þarna
okkar annað heimili í fjöldamörg ár.
Þetta var áður en störfin í sveitinni
urðu öll meira og minna vélvædd og
þá gátum við krakkarnir hjálpað
heilmikið til. Sérstaklega við sauð-
burðinn, sláttinn og réttirnar. Þetta
voru líka skemmtilegustu tímarnir
þegar nóg var að gera. Sennilega
blekkir minnið mig eitthvað en í
minningunni var alltaf sól, alla daga,
í Suðursveit.
Afi stóð oft á hlaðinu framan við
gamla húsið og skimaði eftir hross-
unum, þau voru hans líf og yndi.
Stundum horfði hann austur í Hjalla
eða suður í Fót og ef þau voru í sjón-
færi var hann alltaf rórri. Oft rölti
hann til þeirra bara til að klappa
þeim eða spjalla við þau en stundum
kom hann með eitthvert þeirra heim
að bæ svo við krakkarnir gætum not-
ið þeirra með honum. Hrefna var
gæfust og við fengum oftast að fara á
bak henni. Gulltoppur var auðvitað
uppáhaldið hans en hin voru honum
líka öll kær; Blesa og Skjóna gamla,
Hrefna og Kolfinna, Máni og Stjarni.
Hann var oftast klæddur í
gúmmískó og gallabuxur og með ull-
arsokkana utan yfir buxurnar. Hann
elskaði Suðursveitina og ofar öllu
öðru hana Pöllu sína. Margsinnis sá
ég hann klappa ömmu á mjöðmina og
hvísla einhverju að henni sem við
máttum ekki heyra. Hann var róleg-
heitamaður en mikill húmoristi og
gat verið stríðinn. Hann talaði stund-
um við sjálfan sig og oft hló hann að
margra ára gömlum gamansögum
sem hann rifjaði upp í hljóði og ein-
rúmi. Og ég man það eins og það hafi
gerst í gær þegar hann stríddi okkur
Bjössa frænda er við vorum með
frekju og heimtuðum meiri ís eftir
sunnudagssteikina. Hann henti sér í
gólfið í eldhúsinu og gargaði: „ég vil
meiri ís, ég vil meiri ís“. Svo hló
hann, rúmlega sextugur maðurinn,
og hristi hausinn yfir frekjunni í okk-
ur. Þarna lærði ég lexíu sem líður
mér seint úr minni.
Jón afi ætlaði sér aldrei að fara úr
sveitinni sinni en núna er hann far-
inn. Við söknum hans en erum líka
þakklát fyrir að hafa fengið að hafa
hann hjá okkur svona lengi. Amma
Pálína saknar hans þó örugglega
mest af öllum, þau voru búin að vera
saman í rúm 70 ár og þekkjast enn
lengur. Skarðið sem afi skilur eftir
sig er því ansi stórt. Elsku afi: takk
fyrir allar þær ómetanlegu minning-
ar sem ég á frá sumrunum í Suður-
sveit, bestu sveit landsins.
Bergdís I. Eggertsdóttir (Beddý).
Elsku afi minn. Þegar Kristrún
systir hringdi í mig á föstudags-
kvöldið og við fórum niður á spítala
þar sem þú hafðir verið í rúma viku,
til að kveðja þig, runnu í gegnum
hugann allar samverustundirnar
sem við áttum. Ekki var ég hár í loft-
inu fyrst þegar ég kom til þín og
ömmu að Skálafelli og hjá ykkur átti
ég eftir að dveljast mikið öll mín upp-
vaxtarár. Mættur í byrjun maí og var
fram í september, alla páska og
stundum um jól. Já, mikið leið mér
alltaf vel í sveitinni hjá ykkur og þar
liggja flestar mínar bestu æsku-
minningar og rætur. Minnist ég með
gleði þeirra fjölmörgu útreiðartúra
sem við fórum í saman á hverju
sumri. Lá þá leiðin oft út á Nípur,
Hólaland, fjörur eða Austurland.
Afi minn, þú áttir frábæra hesta
sem þú hafðir svo gott lag á. Minn-
isstæðastir eru Skjóna, Blesa,
Hrefna og síðast en ekki síst hann
Gulltoppur, sem var frábær hestur
sem ég fékk að hafa fyrir mig síðustu
árin mín á Skálafelli. Við vorum inni í
Heinabergi fyrst þegar ég fékk að
fara á bak honum og þú sagðir við
mig, „Þarna sérðu hvað ég hef mikið
við þig, Bjössi minn!“ Stoltari hef ég
sjaldan verið.
Minnisstætt er mér líka þegar þú
tuldraðir stundum við sjálfan þig og
hlóst svo á eftir. Einhverju sinni
spurði ég þig hvað væri svona fyndið
og þú svaraðir að þú værir að tala við
svo skemmtilegan mann! Já afi minn,
þú varst öllum skepnum góður og þér
fórst öll störf vel úr hendi. Af þér
lærði ég svo ótal margt bæði í orði og
verki.
Eftir að ég varð eldri urðu sam-
skiptin fátíðari, en að Skálafelli hef ég
þó alltaf komið tvisvar til þrisvar á ári
og alltaf var jafn gaman að setjast við
eldhúsborðið inni í Gamla húsi og
ræða við þig því vel varstu að þér í öll-
um málum þó við værum á öndverð-
um meiði í pólitíkinni.
Það var skrítið að vera í Gamla
húsinu í sumar, þegar þið amma vor-
uð komin á hjúkrunarheimilið á Höfn,
og fannst mér mikið vanta. En Skála-
fell er mér alltaf kær staður og finnst
mér ég alltaf kominn heim þegar ég
kem þangað.
Elsku afi minn, nú veit ég að þú ert
kominn í góðan félagsskap Ingunnar
langömmu, systkina þinna, þeirra
Bjarna á Jaðri, Sigurborgar á Brunn-
um, Þóru í Mörk og annars samferða-
fólks. Og ekki kæmi mér á óvart þó
heyrðist hnegg í haga! Guð blessi þig
og varðveiti og elsku ömmu minni
sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Björn G. Sæbjörnsson.
Hér hefur hann búið ævina alla,
og þekkir hverja þúfu, hvern stein.
Sem á leið hans verður er fer hann til fjalla,
sitt fé að sækja heim.
Hann unir sér vel undir hömrunum háu,
hér hefur hann allt sem þarf.
Fjallakyrrðina og klettana gráu
og kotbóndans draumastarf.
Hann hefur svo margar sögur að segja,
sögur um vonir og þrár.
Hér er hann fæddur, hér mun hann deyja,
hér mun nafn hans lifa um ókomin ár.
(Halli Reynis.)
Einhvern veginn koma þessar ljóð-
línur alltaf upp í hugann þegar ég
hugsa til baka um þig, afi minn.
Ég man þegar við fórum saman í
fyrsta útreiðartúrinn og ég rúllaði af
baki. Ég man eftir þér syngjandi í
fjósinu. Ég man þegar við vorum
saman að girða. Ég man eftir því þeg-
ar þú kenndir mér að tefla og spila.
Ég man þegar við vorum í útreiðartúr
saman og ég var nærri dottinn í ána
og þú byrjaðir að kenna mér að lesa
árnar og hvernig menn ættu að kom-
ast yfir þær á hestum. Ég man þegar
þú varst að stríða ömmu. Ég man
þegar ég, Bjössi frændi og þú, fórum
saman að veiða fiskinn í tjörninni. Ég
man þegar við fórum og náðum okkur
í egg og unga út í Hólaland.
Ég man þegar þú rifbeinsbrotnaðir
á Sunnu. Ég man þegar þú varst að
sötra kaffið þitt úr undirskálinni Ég
man þegar þú sagðir að nú væri ég
orðinn nógu góður að sitja hest og þú
leyfðir mér að nota hnakk. Ég man
þegar við vorum að taka upp kart-
öflur saman. Ég man þegar ég fékk
að ríða um á Gulltoppi. Ég man orða-
tiltækin þín. Ég man eftir þér á drátt-
arvélinni. Ég man þegar við fórum
saman á Þorrablót í fyrsta skipti. Ég
man eftir hestaferðunum okkar. Ég
man þegar ég fór með þig og ömmu í
bíltúr þegar ég fékk bílpróf. Ég man
þegar við stóðum innan um hestana.
Ég man hvað þér þótti saltfiskur,
þorskhausar og lúða góður matur. Ég
man þegar þú prófaðir að keyra bíl.
Ég man þegar þú varst að binda bind-
ishnúta fyrir mig. Ég man þegar þú
kíktir á eina af merunum mínum og
sagðir að það væri hestfolald í henni.
Ég man eftir þér með sixpensarann á
kollinum og í gúmmískóm. Ég man
eftir þínu sæti í eldhúsinu. Ég man
þegar þú kíktir á stóðhest fyrir mig
og sagðir að þér þætti hann „alveg
reglulega ljótur“ og glottir út í annað,
já þú varst með húmorinn á hreinu.
Ég man eftir þér sem frábærum fé-
laga og sönnum og einlægum vin sem
sagðir hvað þér fannst um lífið og til-
veruna.
Takk, afi minn, fyrir það sem þú
hefur kennt mér um lífið á þeim rúmu
30 árum sem ég fékk að hafa þig hjá
mér.
Sigfús Már.
Afi var stórmerkur maður, en því
miður varð ég ekki þess heiðurs að-
njótandi að umgangast hann nema
þessi 16 ár sem ég hef lifað. Á þessum
16 árum upplifði ég þó frábæra tíma
með honum, enda var ég hálfpartinn
alinn upp þarna í hinu húsinu hjá
ömmu og afa. Afi kenndi mér margt
og mikið, og gæti ég nefnt margt sem
ég hef lært af honum gegnum tíðina.
Sem dæmi um það get ég nefnt að það
var hann sem kenndi mér að tefla, og
ætli ég hafi nokkuð verið nema 5–6
ára gamall þegar hann kenndi mér
það. Það var síðan alltaf aðaltak-
markið hjá mér að máta hann, og man
ég vel hvað ég var glaður þegar það
tókst loksins. Þegar ég var lítill strák-
ur var ég frekar óhlýðinn og það eina
sem fékk mig yfirleitt til að hætta ein-
hverju var setningin: „Viltu að ég fari
og nái í afa þinn?“ enda hef ég aldrei
viljað valda honum vonbrigðum og
ætli hann sé og hafi ekki alla tíð verið
sá maður sem ég bar hvað mesta virð-
ingu fyrir.
Ef ég segi ykkur eina sögu af afa,
þá get ég sagt ykkur frá gamlárs-
kvöldi hjá okkur fyrir nokkrum árum.
Mamma var búin að elda þennan dýr-
indis kalkún og bauð síðan ömmu og
afa í mat. Þegar við vorum búin að
borða spurði ég afa hvernig honum
hefði fundist kalkúninn. Þá svaraði
afi um hæl og venju samkvæmt mjög
hreinskilinn: „Ekki góður.“ Þannig
var afi, hann lá aldrei á skoðunum
sínum og sagði bara það sem honum
fannst. Ef ég held áfram að tala um
mat, þá var ég mjög matvandur þegar
ég var lítill, og fannst afa það nú vera
meiri vitleysan og gerði oft grín að
mér fyrir það. Þannig var hann líka,
það var alltaf stutt í grínið hjá honum.
Afi, hvíldu í friði. Ég valdi eftirfar-
andi ljóð, því ég veit hvað þér þótti
vænt um Skálafell og Suðursveit.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín! –
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sigurður Jónsson.)
Sindri Snær Þorsteinsson.
Með hlýju í hjarta birtast mér
minningar um afa minn og megi þær
varðveitast um ókomin ár.
Elsku afi, þegar ég hugsa til þín
minnist ég þess er þú varst að kenna
mér að tefla og spila svartapétur,
minnir að ég hafi nánast aldrei unnið.
Með hækkandi aldri var nú einhvern
veginn orðið erfiðara að fá þig til
leikja, skiljanlega þar sem þú varst
farinn að kenna Valda bróður og fleir-
um. Allmargar útreiðar fórum við í
saman, fyrst niður á veg, svo út í Fót,
Slóða, Austurland, Aura, Hólaland,
Heinaberg og um allt landið sem mér
þykir orðið svo vænt um, þú á Gull-
toppi og síðan að mig minnir Kolfinnu
en ég fékk að vera Bleikskjóna. Alltaf
var nú gott að geta leitað til þín ef mig
vantaði einhver verkfæri: raspurinn á
sínum stað í skápnum undir stigan-
um, hamarinn og naglbíturinn í
gömlu þvottavélinni, bæturnar og
skrúfjárnin uppi á baðskápnum og
vasahnífurinn þar sem hann átti að
vera. Heimturnar voru nú kannski
ekki alltaf góðar eftir að ég hafði
fengið lánað en það stóð nú samt ekki
á því að lána aftur. Mér er í fersku
minni að eitt sinn sem oftar er ég sat í
fangi þínu í húsvélinni raulaðir þú
alltaf ákveðið lag, mig langar svo að
vita hvaða lag það var, kannski áttu
JÓN
GÍSLASON
Elskulegur bróðir minn og frændi okkar,
GUÐJÓN ÞORSTEINSSON,
Litlu-Hólum,
Mýrdal,
verður jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju laugardag-
inn 4. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minning-
arsjóð Hjallatúns, Vík.
Gróa Þorsteinsdóttir
og systkinabörn.