Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 03.02.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 53 Frá Óskarsverðlauna leikstjóranum Roman Polanski kvikmyndir.is mynd eftir steven spielberg Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“ DERAILED kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára. DERAILED VIP kl. 5:45 - 8 - 10:20 MUNICH kl. 6 - 9:15 B.i. 16 ára. PRIDE AND PREJUDICE kl. 8 - 10:40 OLIVER TWIST kl. 5 B.i. 12 ára. RUMOR HAS IT kl. 8 CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 KING KONG kl. 8 B.i. 12 ára. Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 4 DOMINO kl. 10:20 B.i. 16 ára. HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 5 B.i. 12 ára. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI ***** L.I.B. Topp5.is **** G.E. NFS/Fréttavaktin **** S.U.S. XFM 91,9 **** kvikmyndir.is **** Ó.Ö. DV „Munich er tímabært stórvirki sem á erindi við alla.“ ***** S.V. Mbl. DERAILED kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára. MUNICH kl. 6 - 8:15 - 10 B.i. 16 ára. OLIVER TWIST kl. 5:30 B.i. 12 ára. eeeeL.I.N. topp5.iseeeeH.J. Mbl. eeeS.K. DV eeeM.M.J. kvikmyndir.com TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 3TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNAFörðun, hljómblöndun, sjónrænar brellur. 4TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNAM.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley), bestu listrænu leikstjórn og tónlist. TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Bestu listræna stjórnun. LISTAMAÐURINN Curver opnaði yfirlitssýningu á verk- um sínum í Nýlistasafninu á miðvikudagskvöldið en þá fagnaði hann einnig þrítugs- afmæli sínu og breytti af því tilefni nafni sínu úr Birgir í Curver. Verkin á sýningunni spanna allan feril listamanns- ins auk verka frá bernsku og unglingsárum en hann hóf feril sinn snemma, jafnt í myndlist sem tónlist. Auk myndlistarverka í sýning- arsölum verða á sýningunni tónleikar með hljómsveitum sem Curver er meðlimur í eða hefur unnið með í nánu sam- starfi. Sýningunni lýkur á sunnudaginn. Unnur Andrea Einarsdóttir og Hrafnkell Brynj- arsson fögnuðu þrítugsafmælinu með Curver. Einar Sonic, Stephany og Sigtryggur Berg voru við opnunina í Nýlistasafninu. Morgunblaðið/Eggert Listamaðurinn sjálfur með móður sinni og systur, Bryndísi Hönnuh og Evu Engilráð Thoroddsen. Þrír tugir Curvers TÓNLISTAR- og umboðs- maðurinn Max Graham verður sérstakur gestur á klúbbakvöldi Flex Music sem fram fer í kvöld á NASA. Graham á rætur sínar að rekja til Bret- lands en hann hefur starf- að víðast hvar á jarð- kringlunni en lengst af í Kanada þar sem hann býr í dag. Kappinn byrjaði að snúa skífum fyrst aðeins 15 ára gamall, fyrst sem „scratch/hip-hop“ plötu- snúður en hallaðist svo fljótt að hús-tónlistinni en þá var stefnan að ganga í gegnum hálfgert end- urreisnartímabil. Í kringum árið 1992 varð Graham undir áhrif- um BT og Underworld en það var á þeim tíma þegar „progressive house“- stefnan var að taka sín fyrstu spor. Hann varð síðan hugfanginn af plötu- snúðum á borð við Paul Oakenfold og Sasha (sem er væntanlegur hingað til lands þann 12. apríl í boði Flex Music.) og breiddi boðskap þeirra af mikilli atorku um Kanada. Árið 2000 byrjaði Gra- ham svo að framleiða sína eigin tónlist og fljótlega varð hún þekkt um allan heim innan dansgeirans. Heimstúr fylgdi í kjölfarið sem jók enn á vinsældir hans. Eftir tveggja ára tónleikaferðalag tók Gra- ham sér svo frí en sneri svo aftur árið 2004 og gaf þá út endurhljóðblöndun af gamla Yes smellinum „Owner of a Lonely He- art“. Lagið sló í gegn um allan heim og komst inn á topp 10 sæti breska smáskífulistans. Grétar G, Dj Danni og leynigestur sjá um upphit- unina en herlegheitin hefj- ast klukkan 23. Aðgangs- eyrir 1.000 krónur í forsölu og fer hún fram í Þrumunni við Laugaveg. Tónlist | Klúbbakvöld Flex Music á NASA í kvöld Max Graham Max Graham átti mikinn þátt í að gamla Yes lagið „Owner of a lonely heart“ varð vinsælt aftur.Íslenska leikstjóranumDegi Kára verða í dag veitt verðlaun úr minning- arsjóði Carls Th. Dreyer, en þau eru á hverju ári veitt ungum dönskum kvikmyndagerðarmönnum sem þykja skara fram úr. Verðlaunin sem nema um hálfri milljón ís- lenskra króna hafa ver- ið veitt frá árinu 1991 og á meðal fyrri verð- launahafa eru margir af bestu leikstjórum dana; Lars von Trier, Nicolas Winding, Per Fly og Thomas Vinter- berg, svo einhverjir séu nefndir. Verðlaunin eru veitt í minningu Carl Th. Dreyer (1889– 1968). Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.