Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 22
Grundarfjörður | Það er orðin hefð við Leikskólann Sólvelli í Grundarfirði að halda þorrablót fyrir leikskólanema og er þá for- eldrum boðið til blótsins með börnunum. Áður en borðhald hefst flytja nemendur Leikskólans skemmtiatriði en að þeim lokn- um gæða allir viðstaddir sér á þorramatnum. Það var þröng á þingi í Leikskólanum sl. mið- vikudag þegar boðið var til hins árlega þorrablóts. Börnin biðu spennt eftir að byrja á matnum og sumir hökkuðu í sig hákarl- inn meðan aðrir létu rófu- stöppuna nægja. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Rófustappan smakkast vel Leikskólinn Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sólin er nú aftur farin að sjást í fjalla- skörðum eftir að hafa verið ósýnileg íbúum Grundarfjarðar frá því í nóvembermánuði. Það er því fleira en vindar sem hinn tign- arlegi fjallahringur hefur áhrif á þegar bú- setuskilyrði eru skoðuð. Ef horft er á ljósu punktana í því að sjá ekki sólina meðan hún er lægst á lofti má nefna að ökumenn geta verið vissir um að sólin muni ekki blinda þá í innanbæjarakstri í Grundarfirði. Þá gefur endurkoma sólarinnar eldhústæknum kost á því að slá í pönnukökudeig og bjóða ætt- ingjum og vinum í sólarkaffi og stuðla þannig að fleiri samverustundum. Sól- arskorturinn lengir einnig tíma jólaljós- anna því margir hafa fyrir sið að slökkva ekki á útiseríum fyrr en sólin er farin að sjást.    Rigning og rok hafa verið einkenni tíða- farsins frá því í byrjun Þorra eða eftir að ákveðið var að opna skíðalyftuna í kjölfar nokkurs snjóakafla. Í slíku tíðafari er gott að geta létt á sálinni með þátttöku í þorra- blóti sem að vanda var haldið í upphafi febrúarmánaðar. Það hvílir ávallt mikil leynd yfir undirbúningi og er því spenn- ingur mikill hjá fólki að komast á blótið til að sjá hvert muni vera þema kvöldsins sem og til að heyra hverjir lendi á milli tann- anna á þorrablótsnefndinni. Og sem fyrr urðu menn ekki fyrir vonbrigðum nema þá helst þeir sem ekkert skot fengu á sig. Skreytingarnar vöktu enn á ný athygli en að þessu sinni voru það tengsl margra Grundfirðinga við hinn vinsæla spæjara James Bond, eða öllu heldur fyrirmynd hans sem ættuð var úr Laxárdal, sem urðu kveikjan að skreytingum hússins.    Áfleygiferð inn í framtíðina var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var um framtíð Vest- urlands fyrir skömmu en þar kom m.a. fram að vænta megi mikils uppgangs á Vesturlandi í nánustu framtíð. Segja má að margt sé nú þegar á fleygiferð í Grund- arfirði, útboð á ýmsum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins eru auglýst á færi- bandi. Boðnar eru út framkvæmdir við nýja gámastöð í Grundarfirði, grjótvörn og land- fylling á umráðasvæði hafnarinnar, og setja á niður nýjan íbúðarbotnlanga í bænum, svo eitthvað sé nefnt, en það er sammerkt með öllum framkvæmdunum að þeim þarf að ljúka eigi síðan en fyrir vorið. Úr bæjarlífinu GRUNDARFJÖRÐUR EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON Tindaborgir munubyggja tuttugu ogtvær íbúðir í rað- og parhúsum á Borg í Grímsnesi. Gengið hefur verið frá samningum milli sveitarfélagsins og fyr- irtækisins um úthlutun lóða vegna fram- kvæmdanna. Margrét Sig- urðardóttir sveitarstjóri og Valdimar Árnason, stjórnarformaður Tinda- borga, gengu frá samn- ingunum. Sveitarstjórn Gríms- ness- og Grafningshrepps hefur látið skipuleggja þéttbýliskjarna í hlíðinni við Borg. Á staðnum er leikskóli og nýr grunn- skóli. Þá er verið að byggja þar nýja sundhöll. Fram kemur í frétta- tilkynningu frá Tinda- borgum að lóðirnar séu af- hentar á hagstæðu verði og því sé lögð áhersla á að byggja ódýrar íbúðir. Tindaborgir byggja upp í nýju íbúðahverfi á Borg Á þorrablóti Iðunn-ar um liðna helgiorti Sigrún Har- aldsdóttir: Illri flensu fylgir kvef og feikilegur hnerri, strangur hósti, stíflað nef, stöðug pína, hor og slef, lundin slæm og líðan ennþá verri. Bjargey Arnórsdóttir orti um þorra: Þú ert kominn þorri minn þunnan kvið að fylla, það má enginn þrasarinn þeirri gleði spilla. Lagður var fyrir fyrripartur Helga Zim- sens: Það er ekki sjón að sjá svona fyrriparta, Jón Ingvar Jónsson botnaði: líkt og kvenmannskroppinn á kæmi haus með barta. Flensa á þorra pebl@mbl.is Garður | Verktakar undirbúa byggingu svokallaðra herragarða, meðfram sjón- um við innkeyrsluna í Garð. Bæjarráð Garðs hefur samþykkt yfirlýsingu um úthlutun lóða fyrir þetta verkefni. Fyrirtækið J.G. Herragarðar ehf. er með áform um byggingu tólf stórra ein- býlishúsa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði um hektari að stæð og þar er jafnframt gert ráð fyrir hesthúsum. Lóðirnar verða í landi Rafnkelsstaða og eyðibýlisins Gufuskála, sjávarmegin við Garðveg, á milli golfvallarins í Leiru og bæjarins. Sigurður Jónsson bæjarstjóri segir að miðað sé við að framkvæmdir hefjist í ágúst í sumar og að svæðið verði full- byggt innan tveggja ára. Bærinn mun leggja götur að húsunum þegar fram- kvæmdir komast af stað. Sigurður bind- ur vonir við að þetta geti orðið jákvætt fyrir bæjarfélagið. Fasteignagjöld fáist af þessum stóru húsum og svo séu líkur á að vel stætt fólk og þar með góðir út- svarsgjaldendur hafi áhuga á þessum húsum. Skipuleggja herragarðs- byggð í Leirunni Ísafjörður | Prófkjör sjálfstæðismanna vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í Ísafjarðarbæ er haldið í dag. Tólf bjóða sig fram í prófkjörinu. Þar af sækjast þrír eft- ir efsta sætinu, Gísli Halldór Halldórsson, Halldór Halldórsson og Úlfar Ágústsson. Þeir sem bjóða sig fram eru Úlfar Ágústsson, 1.–4. sæti, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, 5. sæti, Níels R. Björnsson, 4. sætið, Ingólfur Þorleifsson, 5. sæti, Ragnheiður Hákonardóttir, 2.–3. sæti, Halldór Halldórsson, 1. sæti, Hafdís Gunn- arsdóttir, 4.–5. sæti, Ingi Þór Ágústsson, 2.–3. sæti, Gísli Halldór Halldórsson, 1.–2. sæti, Birna Lárusdóttir, 2. sæti og Stefán Torfi Sigurðsson sem sækist eftir 4.–5. sætinu. Atkvæði eru greidd í húsnæði sjálfstæð- isfélaganna á Ísafirði kl. 10 til 18 í dag og á Þingeyri og Flateyri milli kl. 10 og 14. Stefnt er að því að úrslit úr prófkjörinu verði kynnt í Faktorshúsinu í Hæstakaup- stað klukkan 20 í kvöld. Fram kemur á vefnum bb.is að búist er við að allir fram- bjóðendurnir verði þar staddir. Þrír sækjast eftir forystusæti ♦♦♦ Árnes | Nemendur 5. bekkjar í Þjórsárskóla í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi fóru nýlega í heimsókn til nemenda í viðskipta og hag- fræðiskor Háskóla Íslands sem eru á námskeiðinu Nýsköpun og vöruþróun. Nemendur 5. bekkjar voru í fylgd Svanborgar R. Jónsdóttur nýsköp- unarkennara sem einnig var með fyrirlestur fyrir allan hópinn um hugmyndasköpun, hugarflugsfundi og nýsköpunarmennt. Nemendur 5. bekkjar unnu svo í litlum hópum með viðskipta- og hagfræðinem- unum þar sem þau eru að vinna að viðskiptaáætlunum og nutu þau yngri visku og reynslu þeirra eldri en þau yngri færðu óþvingaða hug- myndauðgi, ferskleika og skapandi hugsun inn í samvinnuna. Hugmynd að þessu samstarfi kom frá nýsköpunarmenntafrumkvöðl- inum Guðrúnu Þórsdóttur. Áfram- haldandi samstarf verður milli þess- ara nemendahópa og er hver nemandi í 5. bekk núna fóstri eða fóstra þess hóps sem þau unnu með. Viðskiptafræðinemar koma síðar í heimsókn í Þjórsárskóla. Ljósmynd/Svanborg R. Jónsdóttir Í háskóla Jón Karl úr 5. bekk Þjórsárskóla ræðir við háskólanema á ensku. Grunnskóla- og háskóla- nemar vinna saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.