Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR Ásgrímsson, forsætis- ráðherra, sagði á Alþingi í gær að Íslendingar þyrftu að skoða á næstu árum hvernig þeir vildu skapa störf í landinu og hvort þeir vildu nýta þá auðlind sem orkan væri. Orkan væri olíuauðlind Ís- lendinga og ekkert vit væri í því að nýta hana ekki. Þetta sagði ráð- herra í umræðum sem fram fóru um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinn- ar, en Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, átti frumkvæði að henni. Jón sagði mörgum hafa brugðið í brún þegar kynnt voru áform um stórfelldar nýjar álversfram- kvæmdir á næstu fimm til sjö árum. Yfirlýsingar um uppbyggingu nýrra álvera hlytu að setja allt ann- að atvinnulíf í uppnám, svo og þró- un og vöxt nýrra atvinnugreina. „Áhrifin munu áfram koma fram þegar á þessu ári. Gengi krónunnar verður áfram mjög hátt, stýrivextir eru nú þegar háir og því lítið svig- rúm til þess að beita þeim til stýr- ingar verðbólgu og þenslu verði gefnar nýjar álversvæntingar,“ sagði Jón. Þeirri skoðun hefði vaxið ásmegin að nóg væri komið í bili af álverum og vísaði Jón í því sam- bandi til ummæla Ágústs Guð- mundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar, á Viðskiptaþingi. Þar hefði Ágúst sagt að þótt Íslendingar myndu virkja alla hagkvæmustu virkjanakosti landsins myndi arð- semi þess og hagur fyrir íslenskt samfélag aldrei verða meiri en sem næmi framlagi eins öflugs útrásar- fyrirtækis. Jón varpaði fram þeirri spurningu hvort ríkisstjórnin hefði í hyggju að endurskoða stefnu sína í stóriðjumálum og áform um stór- aukin umsvif álfyrirtækja hér á landi. Tveir til þrír kostir til framkvæmda Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra, sagði því miður of snemmt að segja til um það hvað yrði um þau áform sem nú væru uppi í stóriðju- málum. Ef til vill væri raunhæft að tveir af þeim þremur kostum, sem nú væru í umræðunni, gætu komið til framkvæmda fram til ársins 2015, sem þýddi 500 þúsund tonna framleiðslu af áli til viðbótar. Þá væri verið að ræða um fjárfestingu sem gæti verið 250-300 milljarðar króna. Um 2.500 varanleg hálauna- störf myndu skapast í landinu og hagvöxtur sem væri 6% umfram það sem annars yrði. „Ef þetta yrði gæti meðalfjárfesting á ári í þessum greinum orðið í kringum 30 millj- arðar króna. Það eru ekki tölur sem valda neinum vandamálum að mínu mati í sambandi við gengi krónunn- ar eða verðbólgu,“ sagði Halldór. Geir H. Haarde, utanríkisráð- herra, tók í svipaðan streng og Halldór. Það væri stefna ríkis- stjórnarinnar að halda áfram að nýta orkuauðlindirnar í þeim til- gangi að efla hagvöxt, auka kaup- mátt og bæta lífskjörin. „Það er til- gangurinn með því að nýta orkuauðlindir landsins,“ sagði Geir. Það er talað hér um þrjár stórar framkvæmdir sem hugsanlega gætu komið til framkvæmda á næsta ára- tug eða svo. Ég tel sjálfsagt mál að skoða þau mál í mikilli alvöru og sjá hvort ekki er hægt að koma þeim öllum fyrir á þessu tímabili. Kvaðst hann sammála forsætisráðherra um að þetta væri vel hægt. „Það er þess vegna misskilningur að þetta mál snúist annað hvort um álvers- framkvæmdir eða eitthvað annað. Við getum vel gert hvort tveggja,“ sagði ráðherra. Hagsmunir Framsóknarflokksins Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingar, sagði ljóst af ræðu forsætisráðherra að stefna stjórnvalda væri aðeins ein – sú að fjárfesta í álframleiðslu. Ekki ætti að taka tillit til annarra hagsmuna, svo sem annarra at- vinnugreina eða náttúrunnar og umhverfismála. „Hér er bara tekið tillit til hagsmuna Framsóknar- flokksins að því er virðist, og það með fullum stuðningi samstarfs- flokksins í ríkisstjórn,“ sagði Þór- unn. Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði ekki fara á milli mála að með stór- iðju hefðu orðið til fjöldamörg störf. Hins vegar yllu þau stórvirki sem nú væru á framkvæmdastigi öðrum útflutningsgreinum, sjávarútvegi, iðnaði og nýsköpunarfyrirtækjum svo miklum erfiðleikum að þar hættu menn jafnvel starfsemi og stefndu með þá atvinnu úr landinu. Alþingismenn ræddu um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í umræðum utan dagskrár Orkan er olíuauðlind Íslendinga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Valgerður Sverrisdóttir fer yfir gögn en Árni Magnússon og Birgir Ármannsson stinga saman nefjum. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- arráðherra, var í gær gagnrýnd harðlega á Alþingi fyrir ummæli sem hún lét falla í fyrrakvöld undir lok umræðu um byggðamál. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, kvaddi sér hljóðs við upphaf þing- fundar í gær og sagði ummæli ráð- herrans hafa verið ósmekkleg og dónaleg. Valgerður hefði sagt byggðamálaumræðuna neikvæða og nánast raus í háttvirtum þingmönn- um, sem hefðu með framgöngu sinni niðurlægt landsbyggðina og lands- byggðarfólk. Valgerður ákvað að taka ekki til máls í lok umræðunnar í fyrrakvöld. Iðnaðarráðherra sagði í svari sínu í gær að hún stæði við hvert einasta orð ræðu sinnar frá í fyrrakvöld. Umræðan hefði valdið henni gríðar- legum vonbrigðum. „Þetta var raus í uppundir átta klukkustundir,“ sagði Valgerður. Aðeins hefði komið fram ein tillaga í umræðunum, sú að mála- flokkurinn yrði tekinn af iðnaðar- ráðuneytinu. „Fólki á landsbyggð- inni líkar illa þegar svona er talað til þess eins og gert var í gær [fyrra- dag],“ sagði ráðherrann um umræð- urnar. Margir góðir punktar í stefn- unni en ekki farið eftir þeim Allnokkrir þingmenn tóku undir orð Kristjáns L. Möller. Hlynur Hallsson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, lýsti óánægju með ummæli ráðherra. Hann benti á að hún hefði engan þingmann undanskilið þegar hún gagnrýndi málflutning þingmanna. „Í minni ræðu reyndi ég einmitt að benda á það sem er gott. Það eru margir punktar góðir í þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, en það er bara ekki farið eftir þeim,“ sagði Hlynur. Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingar, sagði ræðu og skýrslu ráðherra í gær að mörgu leyti hafa markað endalok byggða- stefnu stjórnvalda eins og þau hefðu rekið hana. Vonbrigðin með fram- göngu ráðherra hefðu verið gífurleg. „Það hvernig hún endaði umræðuna í gærkvöldi [fyrrakvöld] hlýtur að fara á spjöld sögunnar sem einhver ruddalegasta framganga sem um getur í seinni tíma sögu þingsins,“ sagði Björgvin. Undir lok umræðunnar tók Val- gerður Sverrisdóttir til máls að nýju. Þá sagði ráðherra að hún hefði feng- ið á sig stanslausa gagnrýni í átta klukkustundir við umræðuna í fyrra- dag, en svo heyrðist sér fundið að því að hún svaraði. Hún endurtók að byggðamál ættu betra skilið en þá umræðu sem fram hefði farið um þau í þinginu. „Ef ég hef látið einhver orð falla hér í gær [fyrradag] sem eru þinginu ekki til sóma, þá þykir mér það leitt,“ sagði Valgerður að lokum. Iðnaðarráðherra um byggðamál „Raus í átta klukkustundir“ FRUMVARP forsætisráðherra um heimild til að afsala til Landsvirkjun- ar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar var rætt á Alþingi í gær. Þar var þeirri spurningu meðal annars beint til Halldórs Ásgrímsson- ar hvort ekki væri heppilegra að gerð- ur yrði samningur við Landsvirkjun um leigu á nýtingarrétti, sem næði til tiltekins tíma, fremur en að afsala réttindunum til fyrirtækisins. Að því er fram kemur í fylgiskjali með frum- varpinu er tilgangur þess öflun laga- heimildar fyrir forsætisráðherra til að afsala tilteknum réttindum til Lands- virkjunar sem ætlun ríkisins var að leggja til fyrirtækisins við stofnun þess árið 1965, en samkvæmt úr- skurði óbyggðanefndar um eignar- réttindi á Gnúpverjaafrétti og Land- mannaafrétti var framsal þessara réttinda þá byggt á vanheimild. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, sagði málið vekja margar áleitnar spurningar um sér- eign og þjóðareign á auðlindum. Vís- aði hann til yfirstandandi umræðu um hvernig tryggja mætti best eignar- hald þjóðarinnar á auðlindum sínum, í stjórnarskrá og með öðrum hætti, og spurði ráðherra hvort ekki væri heppilegra að gera leigusamning við fyrirtækið. Hugsanlegt væri að eign- arhald á því breyttist á næstu árum. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri- grænna, sagðist ekki telja nauðsyn- legt að afsala til Landsvirkjunar bein- um eignarréttindum eins og kveðið væri á um. Hann spurði ráðherra hvort ekki hefðu farið fram viðræður milli eigenda Landsvirkjunar, ríkisins og sveitarfélaga um að leysa þetta mál með öðrum hætti, svo sem leigu á þessum nýtingarrétti til ákveðins tíma sem gæti fullnægt eðlilegum þörfum og rekstrarskilyrðum Lands- virkjunar. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt Í svari Halldórs Ásgrímssonar kom fram að hann hefði miklar efasemdir um að rétt væri að selja Landsvirkj- un, eðlilegt væri að fyrirtækið væri í eigu ríkisins. Hins vegar mætti vel vera að aðrir kæmu inn í það í framtíðinni. Halldór benti á að ríkið hefði á sínum tíma gert samning gagnvart meðeigendum sínum í Landsvirkjun. Yrði ekki stað- ið við hann kynni ríkið að vera skaða- bótaskylt gagnvart fyrirtækinu eða meðeigendum sínum með einhverjum hætti. Frumvarp um afsal vatnsréttinda til Landsvirkjunar rætt Betra að leigja réttinn? GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir þingsályktunartillögu um að holtasóley yrði þjóðarblóm Íslend- inga, en starfshópur á vegum ráð- herra vann að því í fyrra að velja þjóðarblómið og varð holtasóley fyr- ir valinu í skoðanakönnun og kosn- ingu meðal landsmanna. Guðni minnti á það í ræðu sinni á þingi í gær að þjóðarblómið ætti sér vissulega marga aðdáendur. „Mér er gleði að segja frá því að hér situr hæstvirtur forseti, Jóhanna Sigurðardóttir, sem eitt sinn í upp- reisnarhug stofnaði nýjan flokk og vildi búa til sameiningu um þann flokk,“ sagði Guðni á þinginu í gær. Sýndi hann mynd af merki Þjóð- vaka, sem Jóhanna stofnaði fyrir rúmum áratug en holtasóley var merki flokksins. „Ég vil óska hæst- virtum sitjandi forseta til hamingju með þá framsýni og get sagt það hér að þótt tími Þjóðvaka sé liðinn er tími holtasóleyjarinnar kominn,“ sagði Guðni. Nokkrir þingmenn tóku til máls um þjóðarblómið. Sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, að sér þætti vænt um þá „ræktarsemi sem hæstvirtur landbúnaðarráðherra sýnir arfleifð Þjóðvaka og sögu jafnaðarmanna sem hann gerir svo sannarlega með þessari tillögu“. Beindi hann þeirri spurningu þó til ráðherra hvort ekki væri heppilegra að velja sem þjóð- arblóm, blóm sem ekki minnti jafn sterkt á tiltekna stjórnmálafylkingu. Blómið gleymérei hefði fengið ágæt- ar undirtektir í skoðanakönnun um málið og tengdist engri stjórn- málahreyfingu. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs, sagði að sér þætti sérstakt að Alþingi tæki að sér að kveða upp úr að eitt blóm öðru fremur væri þjóðarblóm. Minnti þingmaðurinn á að allur gróð- ur væri fallegur. Þjóðarblóm og Þjóðvaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.