Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svava EvelynAdolfsdóttir fæddist á Ísafirði 6. júní 1934. Hún lést á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja í Víði- hlíð í Grindavík 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Adolf Ás- grímsson, f. á Ísa- firði 29. nóvember 1901, d. 4. júlí 1967, og Kristín Adolfía Einarsdóttir, f. 24. október 1898, d. 6. júlí 1966. Al- systkini Evelynar eru Hörður Gunnvarður og Karl, sem báðir eru á lífi, en yngri systkinin, Steinólfur, Valgerður Ólöf og Sigurður, eru öll látin. Systkini sammæðra voru Magnús Einar Þórarinsson og Sveinbjörg Guð- ríður Georgsdóttir, sem bæði eru látin. Evelyn giftist 24. ágúst 1957 Skarphéðni Jónssyni frá Sjólyst í Grindavík, f. 1918, d. 2001, og voru þau gjarna kennd við Byggðar- enda, þar sem þau bjuggu fram til árs- ins 1976. Börn þeirra eru: 1) Berg- þóra, f. 1953. Dætur hennar eru Sigríður Evelyn og Ásta Björk Her- mannsdætur. 2) Adolf, f. 1955, kvæntur Margréti Sæunni Bogadóttur. Börn þeirra fimm eru Bogi, Maríanna, Sigurður Svavar, Evelyn og Pét- ur. 3) Sæmundur S., f. 1957. Hann á þrjá syni, Skarphéðin, Róbert Jóhannes og Sigmund Viktor. Í rúma hálfa öld bjó Evelyn í Grindavík. Hún var listfeng, mál- aði m.a. á sprek og hannaði, skrautritaði og myndskreytti fé- lagsfána, gestabækur, platta og jólakort. Útför Evelynar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma lang. Lang það er svolítið skrítið við- urnefni vegna þess að þú varst frekar stutt í annan endann en þetta varstu kölluð af mínum börn- um, og nú sitjum við hér eftir og söknum þín sárt en það sem er mér efst í huga er hvað ég man hvað var ljúft að fá að lúlla hjá ömmu og afa á jólunum þegar ég var lítil stelpa vegna þess að jóla- sveinninn sem kom til þeirra var mun gjafmildari en sá sem kom við heima, það eru nú samt nokkur ár liðin síðan þá og ég heiðrað þenn- an heim með þremur börnum sem þykja svo vænt um þig. Minn elsti átti erfiðan 7 ára afmælisdag því þá kaus almáttugur að sækja þig og litla skottan mín grét sárt. En allir tóku gleði sína á ný þegar ég sagði þeim að hann afi hefði líka komið að sækja þig svo að þið gæt- uð leiðst saman upp stigann til himna þar sem englarnir okkar ættu heima og þið hefðuð orðið svo glöð að fá að hittast á ný. Mikið held ég að þú sért líka feginn að komast til hans og allra hinna sem þú varst farin að sakna svo mikið. Jæja, elsku amma mín, hvíl þú nú í friði og ró í himneskri sælu … Ástar- og saknaðarkveðjur. Marianna, Sigurður, Friðfinnur Sigurður, Ragnhildur Amelía og Hrólfur Helgi. Elsku amma mín. Það er erfitt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig, ást- in mín, því þú varst alltof ung til að deyja núna, aðeins 71 árs göm- ul. En ég veit að afi tekur vel á móti þér og saman eigið þið nú góðar stundir og eruð hamingju- söm saman eins og alltaf. En góðu minningarnar koma upp í hugann núna, eins og til dæmis þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum og þá stoppaði ég oft- ar en einu sinni hjá ömmu og afa og fékk eitthvað gott að borða og best var það þó þegar þú varst bú- in að baka þínar yndislegu kleinur, þær voru æði. Ég á líka góðar minningar frá spilastundunum sem við áttum saman svo oft, við spiluðum kana og vist. Best man ég þó eftir afa og hvað hann var hrikalega tapsár. Maður gat hlegið þegar allir svindluðu og gáfu honum lélegu spilin, og svo var alltaf stranglega bannað að stokka oftar en tvisvar. Þetta voru góðir tímar. Svo langar mig líka til að minnast á nafnið þitt, Evelyn sem ég er svo heppinn að eiga líka. Ég ætla að halda því nafni á lofti og ef ég verð svo heppin að eignast stúlku þá mun hún heita Evelyn til þess að heiðra minningu þína og þannig get ég minnst þín um alla framtíð. Ég vona og veit að þér líður bet- ur núna og kysstu afa gamla frá mér. Þín Evelyn Adolfsdóttir. Elsku amma, nú ertu fallin frá og komin til hans afa aftur. Það er varla hægt að minnast á þig án þess að afi fylgi með því að þið voruð svo samrýnd. Það var svo gott að koma til ykkar í Leyni- sbrúnina, þar fékk maður alltaf svo hlýjar móttökur, hvort sem þú varst að baka kleinur eða undirbúa jólin þá vorum við aldrei fyrir. Við munum stundirnar við eld- húsborðið þar sem við sátum og spiluðum ólsen ólsen við þig og afa. Sögurnar þínar um hann Ása í ruslatunnunni líða okkur seint úr minni, sem og stundirnar sem þú sast við skrifborðið þitt og skrif- aðir á kort eða í bækur eða mál- aðir keramik. Það er svo margt sem liggur eftir þig, þú átt til dæmis heiðurinn af félagsfánum margra félagasamtaka hér í Grindavík, og svo mætti lengi telja. Aldrei vildir þú láta hafa neitt fyrir þér en varst alltaf tilbú- in fyrir okkur ef við þurftum. Elsku amma, þú varst alltaf svo kát og glaðvær, syngjandi og trall- andi og alltaf með húmorinn í lagi. Við gætum skrifað um þig heila bók en ætlum þess í stað að geyma minningarnar til að deila þeim með börnunum okkar því þau fá ekki að kynnast þér eins og við. Mikið eigum við eftir að sakna þín, elsku amma, en við vitum að þér líður betur núna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Evelyn og Ásta Björk Hermannsdætur. Elsku langamma. Mikið söknum við þín sárt, elsku langamma. Það er rosalega skrítið að geta ekki lengur bara skroppið í heim- sókn til þín upp á elliheimili þegar okkur langar til, en við ætlum bara að vera duglegar að hugsa til þín. Núna ertu ekki lengur veik, heldur bara komin til langafa og hinna englanna. Við gleymum þér aldrei, elsku langamma Birna Marija og Emilia Hrönn Lucic. Elsku amma lang mín. Mér þykir leiðinlegt að þú sért dáin og mig langar að senda þér kveðju og segja þér hvað ég elska þig mjög mjög mikið og fara með faðir vorið fyrir þig. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Kveðja, Friðfinnur Sigurður. Langamma, ég man þegar ég var lítil, þá litaðir þú með mér fal- legar myndir, þú varst svo dugleg og flink að lita. Þú keyptir handa mér „spes“ glimmer-liti og ég á þá ennþá. Það var svo gaman að koma og gista hjá þér og langafa á Leyni- sbrúninni. Síðan var ég alltaf að stelast í nammið í skúffunni hjá ykkur. Þegar afi var dáinn komst þú oft í bæinn og gistir hjá mér, það var svo gaman hjá okkur þá. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Elsku langamma, ég sakna þín svo mikið en ég veit að það er betra fyrir þig að vera komin til langafa. Karen Björk. Hann er alltaf að smækka vina- hópurinn sem eitt sinn var stór, tímans straumur hrífur þá með sér einn af öðrum þangað sem við öll að lokum hittumst á ný. … og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. – (Jónas Hallgrímsson.) Þessar ljóðlínur komu í hug mér þegar ég ákvað að festa á blað nokkur minningarorð um Evelyn. Ég hef þekkt Evelyn allt frá því að hún kom ung kona hingað með manni sínum, Skarphéðni Jónssyni frá Sjólyst. Það er af mörgu að taka úr minningarsjóðnum sem snerti hana. Allar eru þær minn- ingar fallegar og ljúfar enda féll aldrei skuggi á okkar vináttu. Við störfuðum í mörg ár saman í Kven- og Leikfélaginu. Bæði félög- in nutu krafta hennar sem voru ómetanlegir og unnir af stakri prýði. Fljótlega kom í ljós hvað fjölhæf og listræn Evelyn var. Má þar minnast á myndir sem hún málaði, hún gerði stórkostlegar leikmyndir fyrir Leikfélagið og ég tel að leikmyndin í Fjalla-Eyvindi hefði varla getað verið betri, þar hefði mátt halda að fagmaður stæði að verki. Þegar Kvenfélagið efndi til samkeppni um fána fyrir félagið var tillaga Evelynar fyrir valinu. Hennar næma auga fyrir því sem Kvenfélagið stóð fyrir lýs- ir sér vel í fánanum, svo ekki verð- ur um villst. Rithönd Evelynar var einkar falleg og því var hún eft- irsótt til að skrautskrifa einkum viðurkenningarskjöl, tækifærisvís- ur og ýmislegt annað. Ekki tel ég að öll sú vinna hennar hafi skilað henni miklum ábata. Síðast en ekki síst var hún mjög söngelsk og um tíma vinsæll skemmtikraftur. Hún gladdi okkur kvenfélagskonur með gamansöng bæði á fundum og árshátíðum. Nú síðustu árin hefur hún dvalið í Víðihlíð og unað sér vel í því góða samfélagi. Fyrir um ári var farið að bera á þeim sjúkdómi sem batt enda á hreyfigetu hennar og minni. Hún lést 30. janúar sl. á hjúkrunardeild Víðihlíðar. Ég kveð kæra vinkonu og þakka henni margar gleðistundir bæði í leik og starfi. Börnum hennar, Bergþóru, Adolfi, Sæmundi og fjölskyldum þeirra, bið ég Guðs blessunar og sendi þeim mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðveig Sigurðardóttir. SVAVA EVELYN ADOLFSDÓTTIR Vorið 1972 fór ég, tíu ára gamall, í fyrsta skipti í flugvél og ég fór einn. Þegar vélin lenti á Vatneyrarflugvelli við Pat- reksfjörð hafði ég aldrei fyrr verið jafnlangt að heiman og fannst ég vera ósköp smár og veröldin fullstór. Ég var líka að fara í sveit í fyrsta sinn og þekkti ekki það fólk sem ég átti að vera hjá þetta sumar. En þeg- ar ég steig út úr flugvélinni mætti mér hið hlýja og bjarta bros þeirrar konu sem ég átti eftir að kalla Kollý mömmu næstu sumur, og reyndar í áratugi eftir það. Hið ástríka faðm- lag hennar var mér miklu meira en aðeins stundarhuggun þarna á flug- vellinum, það var fyrirheit um þá yndislegustu daga sem einn maður getur átt í bernskuminningum sín- um, sumrin hjá Jóa pabba og Kollý mömmu í Litluhlíð á Barðaströnd. Á leiðinni yfir Kleifaheiði, í hvítum Land Rover þeirra hjóna, gætti Kollý þess að spjalla við mig allan tímann, spurði mig um hagi mína og benti mér á fjöll og dali, kynnti mig fyrir Kleifakallinum og sagði mér ör- nefni. Svo hló hún við og sagði: „Þarna er Skápadalur,“ og sagði að það örnefni minnti sig alltaf á eld- hússkápana hjá vinkonu sinni. Það var fyrir tilstilli vinkonu henn- ar og skólasystur, Dagbjartar, að ég var hingað kominn, en milli Dag- bjartar og móður minnar var einnig mikil vinátta – og mikið fliss og hlát- ur. Svo hingað hafði ég verið sendur af hlæjandi konum í fang hlæjandi konu sem bjó yfir þeim fágæta eig- inleika að gefa af sér og sýna mikla hlýju, nærgætni og umhyggju með jafn sjálfsögðum hætti og hún tók á móti sautján manns í kaffi eða kvöld- mat, stillti til friðar milli strákhvolpa eða gantaðist við önuga bændur sem mættir voru í kaffi að ræða pólitík og sveitarstjórnamál við eldhúsborðið í Litluhlíð. Kollý var húsmóðir á sveitaheimili þar sem sumrin einkenndust ekki síst af gestagangi allar helgar, fyrir utan öll þau hefðbundnu störf sem þurfti að sinna daglega. Ég minnist vökutíðar á vorin þegar lömbin til- kynntu sumarkomu með björtu jarmi, ég minnist fjósverkanna, handmjólkunar, flórmoksturs, fjár- reksturs – siglingar á trillunni Vin út á hinn breiða fjörð að vitja um grá- sleppunetin undir heiðríkum himni og bílaflota gesta sem renndu í hlað um helgar til að kíkja í kaffi. Þegar ákveðið hafði verið að kýrn- ar yrðu í minni umsjá orðaði Kollý það þannig að ég væri hér með sett- ur kúrektor. Og með fylgdi hinn dill- andi flauelsmjúki hlátur hennar. Glæsilegra starfsheiti hef ég ekki borið síðan. Þetta var fyrir tíma verulegrar tæknivæðingar í sveitum og störfin tóku lengri tíma og út- heimtu meira þrek og orku en nú. En ég minnist þess einnig að þrátt fyrir langa og erilsama daga sat Kollý mamma stundum langt fram á kvöld – kannski langt fram á nótt – inni í skotinu í stofunni í Litluhlíð, og skrifaði. Ég velti því ekki fyrir mér þá hvað hún var að fást við. En síðar gerði ég mér grein fyrir að hún var að þýða sögur úr þýsku og ensku. Hvorki meira né minna en þýðing hinnar miklu skáldsögu, Þyrni- fuglanna eftir Colleen McCullough, sögu sem síðar varð einhver vinsæl- asta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið, var framkvæmd af hús- móður á íslensku sveitaheimili, sem hafði næg verkefni fyrir. Ég ímynda mér að Kollý mamma hefði gjarnan viljað hafa meiri tíma fyrir ritstörf og lestur bókmennta. Og þó er það KOLBRÚN FRIÐÞJÓFSDÓTTIR ✝ Kolbrún Frið-þjófsdóttir fæddist á Patreks- firði 26. janúar 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 30. janúar síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Grafarvogskirkju 6. febrúar. kannski einmitt raun- in að þær tvær verald- ir sem hún lifði fyrir og voru hennar yndi, kröfuhörð ytri veröld í fallegri sveit og hljóð- lát innri veröld í heimi bókmennta hafi skap- að það stöðuglyndi og jafnvægi sem geislaði af persónuleika henn- ar. Að vera í návist hennar og njóta um- hyggju hennar var mér meiri og stærri gjöf en ég get sett í orð. Ég veit að missir Jóa, barna þeirra og barnabarna er mikill og sár. Hið óskiljanlega og erfiða við þann sjúk- dóm sem Kollý barðist við seinni ár, er hvernig manneskjan sem eitt sinn var virðist ekki lengur vera til stað- ar. Að horfa á eftir ástvini hverfa smám saman innfyrir þau landa- mæri hlýtur að vera einhver sárasta reynsla sem hægt er að ganga í gegnum. En þegar slík barátta er á enda er andinn frjáls og laus úr viðj- um; líkamlegum þrautum er lokið og við tekur hið óþekkta sem bíður okk- ar allra; kannski himnesk íslensk sveit, lítil hlíð í lágu fjalli við breiðan fjörð með gullnum fjörusandi svo langt sem augað eygir. Ég minnist Kollýjar mömmu þegar ég heyri dill- andi hlátur frá hjarta, þegar ég sé umhyggju og hlýju í mannlífinu – og í hvert sinn er ég heyri góðs manns getið. Blessuð sé minning hennar. Friðrik Erlingsson. Með þessum orðum langar okkur til að kveðja Kollý, Kolbrúnu Frið- þjófsdóttur, en við systkinin átta vorum öll nemendur hennar við Grunnskóla Barðastrandar. Við minnumst hennar með hlýju, virð- ingu og þakklæti. Kollý var kjölfestan í starfi Grunnskóla Barðastrandar í mörg ár og fyrirmynd margra meðkennara sinna og nemenda. Hún náði ein- stökum tengslum við nemendur sína, þannig að hverjum og einum fannst hann sérstakur í hennar augum og það var svo sannarlega eftirsóknar- vert. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um Kollý, eins og til dæmis hversu hátíð- legt það var þegar hún skreytti skólastofuna með okkur fyrir jól, las jólasögu á litlu jólunum og hversu umhyggjusöm hún var og gefandi. Kollý var mikil íslenskumann- eskja og lagði mikið upp úr því að við töluðum rétt mál. Hún gaf okkur meira að segja leyfi til að leiðrétta sjálfan forsetann ef við stæðum hann einhvern tímann að því að tala slæma íslensku. Víst er að það verð- ur gert ef ástæða þykir til! Hún brýndi jafnframt fyrir okkur að bera höfuðið hátt og ganga eins og maður ætti allan heiminn. Þeir sem til þekkja vita að fjöl- skyldur okkar voru mjög á öndverð- um meiði í pólitík en okkur fannst Kollý ef til vill vera okkar fyrsta sönnun þess að sjálfstæðismenn væru líka fólk! Hún gat skilið kjarn- ann frá hisminu og leit málin öðrum augum en sveitungar hennar. Hún lagði alltaf ríka áherslu á menntun og hvatti okkur til náms. Hún fylgdist með og spurði mömmu oft hvernig okkur gengi í framhalds- námi. Það er kannski ekki tilviljun að þrjú okkar lögðu fyrir sig kennara- starfið. Kollý kenndi okkur fyrst og fremst að menntun gerir mann dóm- bærari á hluti og eykur víðsýni og umburðarlyndi. Kæra Kollý. Það er auðvelt fyrir hvern þann sem kynntist þér á lífs- leiðinni að verða fyrir áhrifum frá þér og það hefur verið lán ótal barna. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur í veganesti í lífinu. Við vottum Jóa, börnunum og öðrum að- standendum innilega samúð okkar. Systkinin frá Seftjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.