Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 75 MENNING LISTAMENNIRNIR Þórunn Maggý Kristjánsdóttir, Harpa Árnadóttir og Jóhannes Atli Hin- riksson hlutu í gær styrki úr Lista- sjóði Dungals. Var þetta í fjórtánda sinn sem ungir myndlistamenn eru styrktir af sjóðnum, sem áður nefnd- ist Listasjóður Pennans og var stofnað til hans í minningu hjónanna Margrétar og Baldvins P. Dungal. Þórunn Maggý, einnig þekkt sem Dodda Maggý, hlaut styrk að upp- hær kr. 500.000 og Jóhannes Atli og Harpa hlutu 300.000 krónur. Auk þess kaupir sjóðurinn myndverk eft- ir listamennina. Dómnefnd Lista- sjóðsins skipa Gunnar Dungal, Guð- rún Einarsdóttir myndlistarmaður, fulltrúi SÍM, og Kristján Stein- grímur, deildarforseti myndlistar í Listaháskóla Íslands. Í ávarpi Gunnars Dungal við af- hendinguna kom fram að þegar þau Þórdís Alda Sigurðardóttir seldu Pennann á síðasta ári, hefðu þau ákveðið að halda Listasjóðnum eftir og jafnframt safni verka sem keypt hafa verið eftir fyrri styrkþega. Gunnar sagði það tilgang sjóðsins að styrkja ungt myndlistarfólk og hvetja það áfram á listabrautinni, en einnig að kaupa markvisst verk eftir styrkþega og koma þannig upp safni verka eftir yngstu kynslóð lista- manna á hverjum tíma. Gunnar sagði það staðreynd að erfitt væri fyrir ungt listafólk að koma sér á framfæri og afla tekna til að halda áfram. „Oft er það vegna þess að list þeirra þykir of fram- sækin og/eða vegna þess að list- markaðurinn hér á landi er ekki nógu þróaður til að meta verk þeirra. Ungu listamennirnir sjá vissulega um að breyta listinni og „eyðileggja“ hana reglulega, eins og sumir segja en markaðurinn verður að fara að opna augu sín fyrir mik- ilvægi nýsköpunar í listum.“ Dodda Maggý er fædd í Keflavík árið 1981. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2004. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga víða um heim en sem stendur býr hún í Svíþjóð og hyggur á frekara nám. Dodda Maggý vinnur einkum með vídeó og í umsögn dómnefndar kem- ur fram að hún vinni oft með eigin líkama í verkum sínum, og fjalli um kynhneigð og ímynd, tengsl hugar, líkama og sálar. Harpa Árnadóttir fæddist á Bíldudal árið 1965. Hún nam við MHÍ á árunum 1989 til 1993 og við Listaháskólann í Gautaborg 1994 til 1996. Hún bjó lengi í Svíþjóð og hef- ur aðallega sýnt erlendis. Harpa er málari en verk hennar eru lífræn og hafa skírskotun í náttúruna. Jóhannes Atli fæddist á Blönduósi árið 1975 og útskrifaðist frá LHÍ ár- ið 2000. Hann lauk framhaldsnámi frá School of Visual Arts í New York á síðasta ári. Jóhannes blandar sam- an ýmsum miðlum í listsköpun sinni og í verkum hans eru skírskotanir í daglegt líf, en með fáránleika og húmor í forgrunni. Myndlist | Markaðurinn verður að opna augu sín Þrír hlutu styrki Morgunblaðið/Ómar Þórdís Alda Sigurðardóttir, Dodda Maggý, Gunnar Dungal, Jóhannes Atli, Harpa Arnardóttir, Guðrún Einarsdóttir og Kristján Steingrímur. NÁTTÚRAN í sinni smæstu mynd og þeirri stærstu er yrkisefni Ingi- bergs Magnússonar á sýningu hans í Grafíksafni Íslands. Fyrir tíu árum hélt Ingibergur sýninguna Ljós og tími í Gerðarsafni og ber að líta á sýninguna nú sem sjálfstætt fram- hald. Ekki kemur nákvæmlega fram í sýningarskrá hvernig Ingiberg vinnur myndir sínar en hann segir að sólin hafi málað þær fyrir sig, hér er sem sagt ljósmyndatæknin í fyr- irrúmi. Ingiberg skrifar einnig um gildi tímamóta þeirra sem setja mark sitt á sumar og vetur, fegurð og dulúð sumar- og vetrarsólstaðna, lengsta og stysta sólargangs. Á sýn- ingunni má sjá hvernig Ingiberg hefur myndað skugga sem fellur á grasblett á þessum dögum en stærsta verk sýningarinnar er tólf mynda röð sem sýnir hreyfingu skuggans yfir myndflötinn á sum- arsólstöðum. Á sýningunni koma saman nokkr- ir þættir. Líkt og í heimsmynd mið- alda má sjá hið stóra birtast í því smáa, samspil míkrókosmos og makrókosmos í hreyfingum skugg- ans á myndfletinum. Áhorfandinn getur ímyndað sér að skugginn sem varpast sé hans eigin og allt að því fundið jörðina snúast undir fótum sér. Einnig kemur hér fram tilfinn- ing norðurslóðabúa sem við þekkj- um öll, tilfinningin fyrir árs- tíðaskiptunum í daglegu lífi okkar, líkt og upphaf og endalok síend- urtekin í smárri mynd sem end- urspeglar stóra samhengi lífs og dauða. Áhugaverðustu verk sýning- arinnar eru þó að mínu mati þau sem hvað mest leggja upp úr hinum sjón- ræna og grafíska þætti og sýna margbreytilegt og flókið mynstur grasstráanna sem aldrei endurtekur sig en lýtur þó lögmálum náttúrunn- ar eins og við öll. Upphaf og endir MYNDLIST Grafíksafn Íslands Ingiberg Magnússon Til 12. febrúar. Opið fim. til sun. frá kl. 14-18. Sólstöður/Sólhvörf Ljós og tími II Morgunblaðið/Sverrir „Líkt og í heimsmynd miðalda má sjá hið stóra birtast í því smáa.“ Ragna Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.