Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Álfheimum 6 • Sími 553 6280 • www.bakari.is BOLLUR - BOLLUR Í tilefni 6 ára afmælis Bakarans á hjólinu tökum við forskot á sæluna og bjóðum 2 fyrir 1 alla helgina! Verið velkomin! MÉR BRÁ við lestur greinar Svandísar Svavarsdóttur, tilvonandi oddvita Vinstri-grænna (VG) í Reykjavík, í Morg- unblaðinu 6. febrúar sl. Þar reynir hún að eigna VG heiðurinn af því að Austurbæjarbíói var bjargað, enda þótt borgarfulltrúar flokks- ins hafi gengið hart fram í áformunum um niðurrif bíósins. Það var ekki fyrr en á loka- metrum baráttunnar gegn fyrirhuguðu nið- urrifi Austurbæjarbíós sem VG kúventi í mál- inu. Jafnvel Sjálfstæð- isflokkurinn hafði þá snúið við blaðinu. Sem borgarfulltrúi F- listans þekki ég þessa staðreynd vel, enda barðist ég lengi vel einn kjör- inna aðalborgarfulltrúa gegn órofa samstöðu borgarfulltrúa R- og D- lista um niðurrifsáformin. En Svandís Svavarsdóttir lætur sér ekki nægja að fjalla með villandi hætti um málefni Austurbæjarbíós í áðurnefndri grein sinni. Hún fer einnig fögrum orðum um gömlu hús- in við Laugaveg, sem fulltrúar VG hafa við nafnakall í borgarstjórn samþykkt að leyft verði að rífa. Í því máli ríkir enn órofa samstaða borg- arfulltrúa R- og D-lista um niðurrif samkvæmt venju. Svandís Svav- arsdóttir getur ekki firrt sig ábyrgð á niðurrifsáformunum við Lauga- veg, en Árni Þór Sigurðsson er einn höfunda þeirra. Árni Þór sat nefni- lega í starfshópi, sem komið var á fót vorið 2002, til að eldri byggð yrði rutt úr vegi fyrir nýju versl- unarhúsnæði við Laugaveg. Baráttan um Austurbæjarbíó Baráttan gegn niðurrifi Austur- bæjarbíós komst fyrst á dagskrá 15. júlí 2003 en á borgarráðsfundi hinn dag lagði ég fram bókun, þar sem segir: „Á fundi borgarráðs í dag hef- ur komið fram sú túlkun ráðsins, að samþykkt skipulags- og bygging- arnefndar frá 24. júní sl. feli í sér heimild til niðurrifs Austurbæj- arbíós. Það er í andstöðu við umsögn Árbæjarsafns og bygg- ingarlistardeildar Listasafns Reykjavík- ur frá 26. mars 2002. Ég lýsi mig andvígan samþykkt borgarráðs og fyrirhuguðu nið- urrifi Austurbæjarbíós án vandaðrar, fag- legrar umræðu í borg- arstjórn Reykjavíkur.“ Áður höfðu bæði fulltrúar R- og D-lista í borgarráði „tekið undir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar“. En í samþykkt skipulags- og bygging- arnefndar frá 24. júní 2003 kveðst nefndin „jákvæð gagnvart uppbygg- ingu“ á lóðinni nr. 37 við Snorra- braut. Viðbrögðin við fréttatilkynningu um ágreininginn í borgarráði urðu sterk og augljóst að verndun Aust- urbæjarbíós átti sér mikinn hljóm- grunn meðal borgarbúa, eins og fram kom í skrifum fjölda ein- staklinga um málið, þ.á m. Jóns Þór- arinssonar tónskálds og Ómars Ragnarssonar fréttamanns. Á fyrsta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur eftir sumarhlé, sem var haldinn 4. september 2003, lagði ég fram tillögu um verndun Austurbæj- arbíós í samræmi við menningar- sögulegt gildi hússins. Á þeim fundi var Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, varaformanni menningarmála- nefndar og varaborgarfulltrúa R- listans, meinað að taka til máls. Hún var hins vegar ekki tilbúin að láta af sannfæringu sinni í málinu. Hún sagði því af sér sem varaborg- arfulltrúi R-listans en hélt áfram baráttunni gegn niðurrifi Austur- bæjarbíós utan borgarstjórnar. Lofsverð framganga Steinunnar Birnu verðskuldar það ekki að þeir borgarfulltrúar VG sem lutu flokks- aganum innan R-listans eigni sér verk hennar. Það kom hins vegar al- farið í minn hlut og borgarstjórn- arflokks F-listans að halda uppi and- ófi innan borgarstjórnar gegn niðurrifsáformunum, þar til fallið var frá þeim 11. ágúst 2004. Baráttan um Laugaveginn Allt frá því í ársbyrjun 2004 reyndi ég að vekja athygli á áform- um R-listans um gífurlegt niðurrif eldri byggðar við Laugaveg. Það var þó ekki fyrr en eftir borgarráðfund 10. febrúar 2005 sem Laugavegs- málið komst í hámæli. Þá sendi borgarstjórnarflokkur F-listans út fréttatilkynningu, þar sem segir m.a.: „Á fundi borgarráðs í dag (10. febrúar) var lagt fram svar skipu- lags- og byggingarsviðs við fyr- irspurn Ólafs F. Magnússonar frá 3. febrúar sl. um niðurrif húsa við Laugaveg. Í svarinu kemur fram að R-listinn heimilar að rífa 25 hús við Laugaveg byggð fyrir 1918.“ Síðar segir í tilkynningunni: „Af þessum 25 húsum, sem öll eru á svæðinu frá Laugavegi 1–73, og eru um þriðj- ungur húsa á því svæði, eru 22 hús 100 ára og eldri, þar af 13 frá 19. öld.“ Borgarstjóri brást nú hart við og bað mig að fresta flutningi tillögu um að nýr starfshópur yrði látinn endurskoða tillögur starfshópsins frá 2002 um deiliskipulag Laugaveg- arins. Varð ég við þeirri ósk, enda kæmi R-listinn ekki með aðrar til- lögur á meðan. Borgarstjóri gekk hins vegar á bak orða sinna og kom með tillögu til höfuðs tillögu minni með myndun svonefnds rýnihóps, sem skyldi aðeins fjalla um það hvernig byggingar kæmu í stað þeirra húsa, sem heimilað yrði að rífa. Fjölmiðlar gleyptu við þessum blekkingum borgarstjóra og fjölluðu nánast ekkert um Laugaveginn eftir myndun rýnihópsins. Ítarlegar til- lögur mínar í borgarstjórn vorið 2005 til verndar elstu byggðinni við Laugaveg fengu því sáralitla um- fjöllun. Eins og áður er getið felldu fulltrúar VG í borgarstjórn hverja einustu tillagna minna um verndun tiltekinna gamalla húsa við Lauga- veg að viðhöfðu nafnakalli, en tillög- urnar er að finna ásamt greinargerð á heimasíðunni f-listinn.is Þeir borgarbúar sem vilja forða því að ígildi nokkurra Bernhöfts- torfa verði rifin við Laugaveginn ættu að styðja F-listann en ekki VG í næstu borgarstjórnarkosningum. Enn er hægt að forða því að lágreist götumynd og tíðarandi 19. aldar hverfi nær alveg og nokkurra hæða steinkumbaldar bregði skugga og ljótleika yfir björtustu og hlýjustu svæðin við Laugaveg. Svandís Svavarsdóttir ber ábyrgð á niðurrifsstefnunni Ólafur F. Magnússon svarar grein Svandísar Svavarsdóttur um Austurbæjarbíó og Laugaveginn ’Svandís Svavarsdóttirgetur ekki firrt sig ábyrgð á niðurrifs- áformunum við Lauga- veg, en Árni Þór Sigurðs- son er einn höfunda þeirra.‘ Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og oddviti F-listans í borgarstjórn. HUGMYND að breytingum á knattspyrnu- og mótareglum: 1. Algerlega bannað að samherji gefi boltann viljandi á markmann þannig að hann megi taka bolt- ann með höndum. Rök: Mikil breyting til batnaðar varð þeg- ar bannað var að senda boltann til markvarðar með fót- unum. Áður fór lang- ur tími í að gefa á markmann, hann tók boltann sendi á annan fékk boltann aftur, þ.e. liðið gat tafið leik- inn langtímum saman. Einnig datt spennan niður í leiknum þegar varnarmaður gat leyst aðsteðjandi vandamál með því að sparka á markmanninn, sem tók boltann í örugga vörslu með höndunum. Þetta sér maður í leiknum í dag að varn- armaður skallar boltann í öruggar hendur markmanns. Botninn dott- inn skyndilega úr sókninni, spennan búin. Leikurinn yrði miklu skemmtilegri ef markmaður yrði að taka við gjafabolta frá samherja eins og hver annar leikmaður, þ.e. ekki með höndum. 2. Breyta stigagjöf í mótum þar sem allir spila við alla (svo sem úr- valsdeilinni íslensku, ensku úrvals- deildinni og Bundesligunni). Breyt- ingin frá núverandi stigagjöf felst í því að lið sem spilar á heimavelli og ekki skorar mark fær ekkert stig, þó svo leikurinn endi 0-0, en fær alltaf eitt stig ef það skorar. (3 stig eðlilega ef það vinnur leikinn). Rök: Þegar sterku liðin heim- sækja veiku liðin er mikil tilhneig- ing hjá þeim veiku að spila sterkan varnarleik og reyna lítið að sækja. Markmiðið er að fá eitt stig. Leik- urinn gengur út á það, hvort gest- unum tekst að brjóta niður sterkan varnarmúr heimamanna. Afleið- ingin er leiðinlegur leikur. Ef heimaliðið fer inn á völlinn vitandi það að þeir verða að skora, breytist leikurinn, hann verður opnari. Vitn- eskjan um það að þeir geti tryggt sér eitt stig með því að skora mark, eykur stórlega líkur á meira fjöri. Af þessu leiðir meiri sóknarleikur og þar með skemmtilegri fótbolti. 3. Breyta fyrirkomulagi í úr- slitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðinn fjöldi liða ávinnur sér rétt til að spila í úr- slitakeppninni. Sá fjöldi er ákveðinn fyrirfram og lið vinna sér réttinn í undankeppni. Úrslitakeppnin fer svo þannig fram að lið dettur út úr keppninni við annað tap. Lið eru dregin saman í tvær fyrstu umferðirnar. Eftir það er liðum rað- að saman eftir kerfi sem alþekkt er, þannig að taplaus lið leika saman og lið sem hafa tapað einum leik leika saman. Í næstu umferð er aftur raðað eins, þannig að taplaus lið leika saman o.s.frv. Þó má lið aldrei spila á móti liði sem það hefur spilað við áður, nema enginn annar möguleiki sé fyrir hendi (oftast er þá komið að úrslita- leik). Þetta þýðir að lið getur komist taplaust í úrslitaleik, ef það tapar er annar leikur, vegna þess að lið dettur ekki út fyrr en við annað tap. Rök: Með núverandi fyr- irkomulagi (riðlakeppni) hefur það sýnt sig að margir leikir eru al- gjörlega tilgangslausir. Þegar dreg- ið var í riðla í komandi keppni urðu margir mjög spenntir þegar síðasti leikurinn í einum riðlinum var Sví- þjóð-England. Gæti orðið spennandi leikur. En hvernig verður hann ef bæði lið hafa tryggt sig áfram fyrir leikinn? Algerlega óspennandi og bæði lið munu spara sig fyrir næsta leik, sem sagt einskis verður leikur. Með útsláttarkeppni eru allir leikir úrslitaleikir. Hvernig á svo að fá úrslit í jafn- teflisleikjum. Ekki framlenging og svo vítaspyrnukeppni. Við horfum á liðin spila varn- arleik og bíða eftir að komast í víta- spyrnukeppni. Nei, nei. Við framlengjum leikinn um 5 mín. í senn. Ef lið skorar er leik lokið og hefur það lið unnið (gull- mark). En við gerum meira en að framlengja um 5 mín. í senn. Einn úr hvoru liði verður að fara af velli við hverja framlengingu. Ef ekki er búið að skora þegar aðeins 8 eru eftir í hvoru liði, fellur rang- stöðureglan úr gildi það sem eftir er leiks. Það verður gaman að horfa á þessa leiki og baráttan verður all- an tímann, en ekki beðið eftir að dómarinn flauti af til þess að víta- keppni geti hafist. Segja má að skipulagning móts- ins sé erfiðari með þessu móti, en það má t.d. raða keppnisvöllum í röð nr. 1, 2, 3 o.s.frv. Á velli 1 spila alltaf taplausu liðin (bestu liðin), á velli 2 næst bestu o.s.frv. Þeir, sem hafa komið á Stórmót Bridge- sambands Íslands og Flugleiða á Loftleiðahótelinu sem yfirleitt er haldið í febrúar, hafa séð þetta fyr- irkomulag í tvímenningskeppninni þar. Því lægri tala á keppnisborð- inu, því betri lið. Ýmsar fleiri hugmyndir hef ég til að gera skemmtilega íþrótt skemmtilegri, en nóg að sinni. Að gera skemmti- lega íþrótt skemmtilegri Magnús Torfason viðrar nýjar hugmyndir um knattspyrnu- og mótareglur Magnús Torfason ’Með útslátt-arkeppni eru all- ir leikir úrslita- leikir.‘ Höfundur er tannlæknir og fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður með Keflavík. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.