Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Þorlákshöfn | „Mig hefur dreymt um að leika síðan ég var í leiklist í skóla,“ sagði Ásta Margrét Grétars- dóttir, ein þeirra sem var hvatamað- ur að annarri endurvakningu Leik- félags Þorlákshafnar. Félagið heitir raunar Leikfélag Ölfuss að þessu sinni. Ásta sagði að það hefði verið draumur sinn eins og margra ann- arra barna að verða stjarna á sviðinu og standa frammi fyrir hópi aðdá- anda. „Ég sá tækifærið opnast þegar Ráðhús Ölfuss var tekið í notkun með stóru og glæsilegu sviði. Ég get örugglega ekkert leikið en það skipt- ir ekki öllu máli heldur hitt að hafa gaman af þessu og vera innan um skemmtilegt fólk. Svo er þetta örugglega þroskandi.“ Ásta sagði að hún, Árný Leifs- dóttir og Róbert Dan Bergmundsson hefðu komið saman í haust og rætt við menningarfulltrúa Ölfuss sem tók þeim mjög vel, hvatti þau og studdi við að koma félaginu á koppinn. Meira að segja hefðu þau fengið 300 þúsund kr. styrk úr menningarsjóði. „Boltinn var fljótur að bæta utan á sig og áður en við vissum af voru komnir upp undir þrjátíu félagar, frá átta ára til sextugs, og starfsemin á fullu. Það eru ekki allir að leika, það þarf svo margt annað að gera, sauma búninga og leiktjöld, sjá um ljósin og svo erum við komin með hljómsveit því nú stendur til að frumsýna 9. mars. Við erum að æfa söngleik um hippatímabilið sem er heimasmíð- aður af leikstjóranum okkar, Svani Gísla Þorkelssyni, og leikurunum sjálfum,“ sagði Ásta Margrét“. Formaður leikfélags Ölfuss er Jó- hanna Sigríður Emilsdóttir. Leikfélag Þorlákshafnar endurvakið með uppsetningu á heimasmíðuðum söngleik um hippatímabilið Hefur dreymt um að leika Eftir Jón Hafstein Sigurmundsson Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Hippar Búningarnir og leiksviðið í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn eru óðum að taka á sig mynd hippatímabilsins. Hér er hópur leikara og annarra starfsmanna Leikfélags Ölfuss á æfingu enda er æft stíft um þessar mundir. ÁRBORGARSVÆÐIÐ Njarðvík | Sala getraunamiða nærri þrefaldaðist hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur á tilteknu tímabili. Fé- lagið varð í efsta sæti í getraunaleik sem Ungmennafélag Íslands stóð fyrir í samvinnu við Íslenskar get- raunir meðal ungmennafélaga lands- ins. Efstu félögin fengu peninga- verðlaun og sölumönnum sex efstu félaganna var boðið á leik í ensku knattspyrnunni. Leikurinn fólst í því að félögin kepptust við að auka getraunasölu sína á ákveðnu tímabili. Söluaukn- ingin hjá Njarðvík varð 283%. Næst í röðinni var HSV með 74% aukn- ingu, þá Ungmennafélag Grundar- fjarðar með 40%, Hvöt á Blönduósi með 25% og Völsungur á Húsavík með 12% aukningu. Loks voru Golf- klúbbur Kópavogs og Garðabæjar og Ungmennafélag Selfoss með 7% söluaukningu. Þetta er í annað skiptið sem get- raunaleikurinn er haldinn. Einar Haraldsson, stjórnarmaður í UMFÍ, segir að tilgangurinn sé að efla get- raunastarfsemina og um leið að auka tekjur ungmennafélaganna. „Sala getraunamiða er vannýttur tekju- möguleiki hjá mörgum félaganna. Það hefur sýnt sig að þau geta aukið tekjur sínar verulega með því að vinna vel í þessu,“ segir Einar. Sala getraunamiða nærri þrefaldaðist Sigurvegarar Fulltrúar UMFÍ ásamt sigurvegurum úr leiknum fyrir framan Old Trafford, f.v. Guðmundur Gísla- son, Kristinn Kristjánsson, Einar Haraldsson, Ólafur Sigurðsson, Stefán Ólafsson, Þorsteinn Þráinsson, Jóhann K. Torfason, Örn Sævar Júlíusson, Ólafur S. Benediktsson, Ásgeir Ásgeirsson og Pétur Hrafn Sigurðsson. Selfoss | Nýtt, þverpólitískt félag áhugafólks um skipulagsmál var stofnað í Tryggvaskála 8. febrúar. Félagið stendur fyrir opnum fundi um skipulagsmál þriðjudaginn 14. febrúar í Hótel Selfossi klukkan 20. Á fundinum flytja erindi sérfræðing- ar um skipulags- og umhverfismál. Ástæða fyrir stofnum Miðbæjar- félagsins er óánægja með framgang skipulagsmála í miðbæ Selfoss. Telja stofnendur félagsins að ekki hafi ver- ið vandað nægilega til verka við skipulag svæðisins og fá þurfi fram fleiri hugmyndir áður en ákvörðun er tekin um endanlegt deiliskipulag. Svæðið sem um ræðir sé einstakt og í hjarta bæjarins á Selfossi og leita þurfi allra ráða til þess að vel takist til með skipulagið. Í fréttatilkynningu frá Miðbæjar- félaginu segir meðal annars: „Til þess að svo megi verða væri eðlilegt að efna til samkeppni að frumkvæði sveitarfélagsins og í samstarfi við alla lóðareigendur á svæðinu.“ Að loknum stofnfundi félagsins var hópurinn myndaður í Konungssaln- um á annarri hæð Tryggsvaskála en þar drakk Danakonungur kaffi 1921 og var ávarpaður af litlu leiksviði sem þar er. Tryggvaskáli sem er í end- urbyggingu geymir mikla sögu frá upphafi byggðar við Ölfusárbrú og segja má að þar sé menningarlegt hjarta Selfoss frá fyrri tíð. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stofnfundur Stofnendur Miðbæjarfélagsins í Tryggvaskála. Félag vegna óánægju með skipulag í miðbæ Hveragerði | Framkvæmdir eru hafnar við nýtt þvottahús við Ás í Hveragerði. Kristjana Þorgilsdóttir tók í vikunni fyrstu skóflustunguna en hún hefur starfað í þvottahúsi Grundar frá því í nóvember 1949. Þvottahúsið sem verður byggt í vet- ur og tekið í notkun næsta haust mun anna bæði dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík og dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Jarðgufa verður notuð til að þvo, þurrka og strauja og orkukostn- aður vegna þessa er einungis brot af því sem það myndi kosta ef nota ætti rafmagn. Að sögn Gísla Páls Pálssonar, framkvæmdastjóra dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss, hefur hönnun vegna tæknibún- aðar tekið nokkurn tíma því það er flóknara að eiga við jarðgufu en þá gufu sem búin er til t.d. með raf- magni. Byltingarkennt taumerkingarkerfi Samhliða þessu þvottahúsi verð- ur að sögn Gísla Páls tekið í notkun nýtt og byltingarkennt taumerk- ingarkerfi. Í hverja flík tæplega 400 heimilismanna dvalar- og hjúkrunarheimilanna Grundar og Áss, verður saumuð lítil örflaga. Flagan inniheldur upplýsingar um viðkomandi heimilismann, á hvaða deild hann er, í hvaða herbergi o.s.frv. Auk þess verða upplýsingar um á hvaða þvottakerfi beri að þvo flíkina. Þessi nýjung mun minnka líkurn- ar verulega á því að flíkin týnist eða fari á rangan stað og spara mikla vinnu við flokkun og frágang á fatnaði heimilismanna. Eftir því sem best er vitað hefur þetta ekki verið gert með þessum hætti hér á landi og jafnvel þótt víðar væri leit- að. Tækjabúnaður verður allur af nýjustu og bestu gerð og kemur til með að spara vinnuafl frá því sem nú er. Jarðgufa notuð til að þvo, þurrka og strauja Ljósmynd/Guðmundur Karl Framkvæmdir hafnar Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Kristjana Þorgilsdóttir, Guðrún B. Gísla- dóttir, forstjóri Grundar, og Gísli Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Ási. SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.