Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 60

Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 60
60 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólína RebekkaEiríksdóttir fæddist í Vík í Skagafirði 12. sept- ember 1918. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 31. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Sigurgeirsson, f. 24. september 1891, d. 13. maí 1974, og Kristín Vermunds- dóttir, f. 20. júlí 1898, d. 11. nóvem- ber 1973. Ólína var næstelst þrettán systkina. Ólína giftist Hjalta Jónssyni 30.3. 1940. Þau bjuggu fyrstu fjögur árin í Valadal í Skaga- firði, fluttu þá til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu í nokkur ár, en fluttu þá að Víðiholti í Seylu- hreppi og þar bjuggu þau þar til Hjalti lést 1984. Ólína átti heima á Hrafnistu í Reykjavík undan- farin ár. Ólína og Hjalti eignuð- ust níu börn. Þau eru: 1) Þrúður, gift Pálma Guðmundssyni, þau slitu samvistir. Þrúður og Pálmi eiga tvær dætur. 2) Kristín, gift Ásmundi S. Guðmundssyni, þau eiga þrjú börn. 3) Hörður, kvæntur Ásu Sigurlaugu Halldórsdóttur, hún á einn son og gekk Hörður hon- um í föðurstað. Hörður og Ása slitu samvistir. 4) Eirík- ur, kvæntur Jó- hönnu Sigmunds- dóttur, þau eignuðust þrjá syni og er einn þeirra látinn. 5) Árný, gift Guðmundi Pálma- syni, þau slitu samvistir. Seinni maður hennar var Lionel Levesque (látinn), þau eiga eina dóttur. 6) Guðbjörg, gift Haraldi Óskarssyni. Hún á einn son.7) Eygló, gift Halldóri Ólafssyni (látinn), þau eiga þrjú börn. 8) Auður, gift Jóni Þór Guðjóns- syni, þau slitu samvistir, þau eiga tvær dætur. Hlífar, kvæntur Sig- ríði Helgadóttur, þau eignuðust fimm börn, eitt þeirra er látið. Barnabörnin eru 20, þar af tvö látin. Barnabarnabörnin eru 16. Ólína verður jarðsungin frá Víðimýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund og nú svífur þú um í grænum lundi létt á fæti. Minning- arnar á ég eftir úr sveitinni þinni kæru þar sem ég dvaldist öll þau sumur sem í barnsminningunni geymast. Þar var oft líf og fjör enda stór barnaskarinn sem dvaldist hjá þér. Þrátt fyrir að vera oft eina barnabarnið þar hafði ég ekki nein forréttindi fram yfir hin börnin. Það lýsir þér svo vel. Þú hugsaðir um börnin öll eins og þín eigin væru, þau voru líf þitt og yndi. Aldrei man ég eftir því í barnsminningunni að þú svæfir nokkurn tímann enda alltaf fyrst manna á fætur og síðust í rúm- ið. Það var ljúft að fá að tipla í móun- um þínum og gera sér bú úr beinum sem þú hafðir safnað saman. Þér tókst einnig einstaklega vel að út- hluta pökkunum sem við fengum og passaðir vel að enginn væri útundan. Allir skyldu jafnir hvaðan sem þeir komu. Á unglingsárunum fékk ég tæki- færi til að dvelja hjá þér og afa um lengri tíma og er sá tími afar dýr- mætur í huga mér. Alltaf var ég vel- komin í Víðiholt. Mörg voru jólin þar og ætíð var ég eftirvæntingarfull að komast, það var svo gaman að dvelja hjá ykkur afa við umhyggju og gleði. Á þessum tímum var lífið dálítið erf- itt á stundum en ég og hún litla syst- ir mín áttum öruggt skjól hjá þér. Er það ómetanlegt, lýsir vel gæsku þinni og hversu vel þú vaktir yfir vel- ferð okkar. Hafðu ávallt þökk fyrir að taka á móti okkur með opnum og hlýjum örmum. Ljóð voru líf þitt og yndi. Löngum sast þú á efri árum og ortir m.a. um lundinn sem var þér svo kær. Hér áður hafðir þú engan tíma til að yrkja þar sem allur þinn tími fór í að hugsa um aðra. Þig langaði að gefa út ljóðin þín, sá draumur varð þó ekki að veruleika frekar en margir aðrir draumar. Síðustu kvöldstund þína fórum við yfir hluta ljóðanna og ég vildi að við hefðum getað farið yfir þau öll en sá tími gafst því miður ekki. Það ótrúlega var, að þú mundir öll ljóðin þótt þrek og kraftur væri þorrinn sem segir mér hversu kær þau voru þér. Endurspegla þau að allt í lífinu er svo bjart og hlýtt, hvernig við hugum að lífinu er það sem skiptir máli eins kemur fram í ljóðinu þínu Birtan og ylurinn: Breiddu nú yfir þig birtu og yl, brosandi vertu, því gleðin er til, geymdu þitt yndi og æskunnar þrá geisla og gleði sem vernda þig þá. Látt’ana lyfta þér, ljúfurinn, kátt, leidd’ana með þér, þú gleðina átt, breiddu á veg hennar, blómið svo blátt, berð’ana á örmum þér, svo lífið sé kátt. Vil ég nú kveðja þig amma mín með ljóðlínum eftir Davíð Stefáns- son sem lýsir svo vel lífshlaupi þínu. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Þín dótturdóttir Fríða Pálmadóttir. Elsku amma mín er dáin. Hún mamma mín hringdi í mig á laugardegi og sagði mér að hún amma hefði fengið hjartaáfall, væri á sjúkrahúsi og lítið hægt að gera. Á einhvern skringilegan hátt kom það mér á óvart þrátt fyrir að hún amma væri komin vel á veg að verða níræð. Alltaf þegar ég hafði farið í sveitina til hennar sem barn og unglingur leit hún eins út. Í huganum var hún enn sú amma, sem aldrei eldist. Dagana áður en amma dó rann margt í gegnum huga minn. Allar minningarnar úr sveitinni. Ég, sem og flest frændsystkini mín, fórum í sveitina til ömmu þegar við vorum krakkar. Þar bardúsuðum við margt og eru margar bestu minningar mín- ar sem barn úr sveitinni. Hún amma mín, sem var fyrir mér lítil, krúttleg, krullhærð kona, tók á móti manni með faðmlagi og brosi. Hún átti allt- af eitthvert bakkelsi handa manni og fórum við krakkarnir oft upp í kaffi til hennar. Afi minn hafði dáið þegar ég var ung og bjó amma því ein á efri hæðinni í sveitinni. Ég man svo vel eftir að koma upp til hennar og hún sat inn í herbergi við handavinnu og raulaði lög eða átti jafnvel í hörku- samræðum. Við hvern komst ég aldrei að, en var alltaf mjög forvitin hvern hún amma væri nú alltaf að tala við. Amma mín eignaðist fleiri börn en ég held að nokkur nútímakona myndi gera í dag. Við barnabörnin erum um 20 og nokkur stykki eru barnabarnabörnin. Hún hefur því haft nógu að sinna um ævina. Hún vann hörðum höndum fyrir sínu og dáist ég að henni fyrir það. Elsku amma mín, ég vona að guð og englar séu með þér nú. Þín dótturdóttir Sandra Sif. Elsku amma mín. Ég bjóst ekki við því að ég ætti eftir að eiga svona erfitt með að sætta mig við að þú færir. Síðustu árin varst þú orðin þreytt og við ræddum dauðann og ég veit að þú ert sátt. Þú talaðir um að þegar að því kæmi værir þú tilbúin, en fyrir mér var það svo óraunveru- legt að amma mín sem alltaf var til staðar, og ég átti svo margar góðar stundir með, yrði það ekki lengur. Þú og afi tókuð mér opnum örmum þegar mamma veiktist og allar mín- ar bestu bernskuminningar tengjast ykkur í Víðiholti. Afi dundaði sér endalaust við að kenna mér og Hjalta að lesa, skrifa og reikna og þökk sé ykkur las ég Þjóðsögur Jóns Árnasonar reiprennandi 6 ára og kunni margföldunartöfluna upp í 10. Enda segir Systa að ég HAFI verið ÓLÍNA REBEKKA EIRÍKSDÓTTIR Elsku amma Lína Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja Daði, Hörður og Eva Rún. HINSTA KVEÐJA Þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SKÚLA Ö. KRISTJÓNSSONAR frá Svignaskarði. Rósa Guðmundsdóttir, Guðbjörg Skúladóttir, Jón Ívarsson, Guðmundur Skúlason, Oddný M. Jónsdóttir, Sigríður H. Skúladóttir, Guðm. Kjartan Jónasson og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir alla samúð, hlýhug og aðstoð við andlát og útför bróður míns, mágs, frænda og vinar, STEFÁNS BENEDIKTSSONAR, Minni Brekku. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd ættingja og vina, Jóna Benediktsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SÓLMUNDUR AÐALSTEINN JÓHANNSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt mánudagsins 23. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hulda Sigurðardóttir, Ólafur Jóhannes Sólmundsson, Helga Magnea Birkisdóttir, Sigfríður Hafdís Sólmundardóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Jóhanna Guðveig Sólmundardóttir, Páll Björnsson, Sigurður Óskar Sólmundsson, Vilborg Rós Eckard, Rósmarý Dröfn Sólmundardóttir, Björgólfur Jónsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, EYJÓLFS GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, Hlíðarvegi 45, Ísafirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, KARLS INGIMARSSONAR, Engihjalla 19, Kópavogi. Þökkum starfsfólki Landspítalans Fossvogi á bráðamóttöku, deild A2 og deild A6. Sérstakar þakkir til allra á líknardeild Landspítala Landakoti fyrir frábæra umönnun. Stella Stefánsdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR frá Oddsstöðum, Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 1. febrúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3G fyrir góða umönnun og gott viðmót. Útförin hefur farið fram. Guðrún Jóhannsdóttir, Heiðmundur Sigurmundsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Steinar Jóhannsson, Ingigerður Axelsdóttir, Herjólfur Jóhansson, Dagný Másdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, ATLI MÁR ÁRNASON listmálari, lést á Landpítalanum Landakoti fimmtudaginn 9. febrúar síðastliðinn. Ólafía Kristín Gísladóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SVAVAR SIGURÐUR SÆBJÖRNSSON, Tjarnargötu 10, Sandgerði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fimmtudaginn 9. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Svala Guðnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.