Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 71 DAGBÓK Ímynd, gildi og viðhorf“ er heiti fyrirlestra-raðar Mannfræðifélags Íslands 2005–2006.Á þriðjudag mun Þorvaldur Kristinssonvera gestur Mannfræðifélagsins og flytja erindi undir yfirskriftinni „Kynhneigð, vald, fjöl- skylda“. Í erindi sínu mun Þorvaldur ræða um rann- sókn sem hann vinnur að til MA-prófs í uppeld- is- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands: „Rannsóknarritgerð mín fjallar um lífssögur nokkurra íslenskra homma af þremur kyn- slóðum. Ég hef tekið viðtöl við þessa karlmenn þar sem þeir segja mér sögu sína, og leitast við að draga út nokkur atriði sem mér þykja at- hygliverðust í lífi þeirra og reynslu, og skyggn- ist síðan undir yfirborðið,“ segir Þorvaldur. „Í þessum fyrirlestri ætla ég sérstaklega að beina sjónum að upprunafjölskyldu þeirra, sam- skiptum við foreldra og systkini, og ræða um það sem ég kalla þversagnir ástar og andúðar í lífi þessara manna.“ Þorvaldur segist fljótlega hafa greint hjá við- mælendum sínum að þeirra sárustu minningar um kynhneigð sína voru tengdar því fólki sem þeir eru bundnir sterkustum böndum og þykir vænst um, þ.e. foreldrum og systkinum: „Þar hafa þeir átt sína sárustu reynslu og helst kynnst valdbeitingu, en valdbeitingin getur tekið á sig margar myndir,“ útskýrir Þorvaldur. „Voldugasta valdbeitingaraflið er þögnin: að sveipa staðreyndirnar þögn, horfa framhjá þeim, láta sem menn sjái hvorki né heyri. Þá má nefna kúgun sjúkdómsvæðingarinnar; þá aðferð sem öðru hverju kemur upp og tíðkast jafnvel enn í dag, að samkynhneigðum börnum og unglingum sé vísað til sálfræðinga eða geðlækna. Í sjálfu sér hið besta mál, enda er hér oftast um að ræða upplýstar stéttir en þannig er oft að henni staðið af hálfu nánustu ástvina að hún reynist hræðileg auðmýking sem mörgum reynist erfitt að vinna úr gagnvart sínum nánustu. Til eru fleiri birtingarmyndir kúgunaraflanna, sem eru okkur iðulega ómeðvituð, og hvorki að hinn sam- kynhneigði né fjölskylda hans gera sér grein fyrir. Nefna má dæmi þess hvernig foreldrar og systkini vilja styðja, í orði kveðnu, við hinn sam- kynhneigða en ómeðvituð viðbrögð vitna um það öfuga: það er ekki rúm fyrir samkynhneigðina sem þátt í fjölskyldulífinu, og hvað sem líður visku og góðum vilja er grimmd, harka og nið- urlægjandi viðbrögð hvað eftir annað svarið sem verður ofan á.“ Fyrirlesturinn flytur Þorvaldur í húsakynnum Reykjavíkur-Akademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð, kl. 20, næstkomandi þriðjudag. Nánari upplýsingar má finna á www.akademia.is/mi. Fyrirlestur | Kynhneigð og fjölskyldusamskipti á fyrirlestraröð Mannfræðifélagsins Þversögn ástar og andúðar  Þorvaldur Krist- insson er fæddur í Hrís- ey 1950. Að loknu stúd- entsprófi frá MA 1970 stundaði hann nám í ís- lensku og almennri bók- menntafræði við Há- skóla íslands og Háskólann í Kaup- mannahöfn. Hann stundar nú framhalds- nám í uppeldis og menntunarfræðum við HÍ. Þorvaldur hefur í aldarfjórðung starfað sem bókmenntaritstjóri, framan af árum við ýmis forlög í Reykjavík, en nú síðustu ár sem sjálf- stæður ritstjóri og rithöfundur. Frá árinu 1982 hefur Þorvaldur starfað með hreyfingu samkynhneigðra á Íslandi og hefur þrívegis gegnt formennsku í Samtökunum ’78. 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Be3 Rc6 8. Dd2 O-O 9. O-O-O Re5 10. Kb1 a6 11. Be2 Be6 12. Rd4 Bc4 13. f4 Bxe2 14. Dxe2 Rc6 15. Rf5 g6 16. Rh6+ Kg7 17. f5 Bg5 18. Rg4 gxf5 19. Dd2 Bxe3 20. Rxe3 Dg5 21. h4 Dh5 22. Hdf1 Hae8 23. Hxf5 Dh6 24. Hg5+ Kh8 25. Rd5 He6 26. Rxc7 Hg6 27. Hf1 Dxh4 28. Hxg6 hxg6 29. g3 Dh3 Staðan kom upp í B-flokki Corus skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Arkadij Naiditsch (2.657) hafði hvítt gegn Evrópumeistara kvenna, hinni 16 ára Katerynu Lahno (2.500) frá Úkraínu. 30. Dc1! Kg7 svartur gat ekki leyft hvítum að koma drottning- unni á h6 þar sem eftir t.d. 30... Dxg3 31. Dh6+ Kg8 32. Hh1 er fátt um fína drætti. 31. Hh1 Dg2 32. Dh6+ Kf6 33. Hd1! og svartur kaus að gefast upp þar sem eftir t.d. 33... Hd8 34. Rd5+ Ke5 35. Df4+ Ke6 36. Dg4+ er taflið gjörtapað sem og eft- ir 33... Ke7 34. Rd5+ Ke8 35. Df4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Vondur samningur. Norður ♠ÁKD87 ♥ÁG4 ♦5 ♣10643 Suður ♠104 ♥KD3 ♦Á96 ♣Á8752 Suður verður sagnhafi í þremur gröndum og er heppinn með útspil – fær út smátt hjarta. Hvernig er best að spila? Augljóslega er betra að spila fimm lauf eða fjóra spaða, en eftir útspil í hjarta líta þrjú grönd býsna vel út. Sagnhafi er með átta toppslagi og þarf að búa til einn á svartan lit. Sem er einfalt ef spað- inn liggur ekki verr en 4-2. Vandinn er sem sagt að glíma við 5-1 legu í spaða (það eru hverf- andi líkur á 6-0 legu og ekki ástæða til að hafa áhyggjur af henni). Á að spila litlum spaða á tíuna? Norður ♠ÁKD87 ♥ÁG4 ♦5 ♣10643 Vestur Austur ♠G9632 ♠5 ♥10876 ♥952 ♦D102 ♦KG8743 ♣D ♣KG9 Suður ♠104 ♥KD3 ♦Á96 ♣Á8752 Nei. Sú leið skilar árangri í þeirri einu stöðu þegar austur á G9xxx. Betra er að taka fyrst á ás- inn, fara svo heim og spila tíunni að blindum með því hugarfari að láta hana svífa yfir ef vestur fylgir smátt. Þannig má ráða við G9xxx í vestur og gosann blankan í hvorum megin sem er. En aðalatriðið er þó það að hægt er að skipta um áætlun og spila upp á 2-2 legu í laufi ef austur reynist eiga G9xxx í spaðanum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Vegna skrifa Sigrúnar VEGNA skrifa Sigrúnar Krist- insdóttur í Velvakanda 8. febrúar sl. Þannig var að ég og mín fjölskylda fengum einnig leigt sumarhús í Út- hlíð, hjá stéttarfélaginu Eflingu, þá sömu helgi og Sigrún Kristinsdóttir og hennar maður, en höfum allt aðra sögu að segja. Vissulega var færðin afleit en svona er Ísland, aldrei að vita, það vitum við öll sem hér búum. Okkur vantaði einnig, eins og þau hjón, að- stoð við að komast að bústaðnum, sem var auðfengin og sjálfsögð af hálfu umsjónarmanns húsanna, bónd- ans í Miðhúsum. Okkur datt ekki til hugar að þessi sami ágæti umsjón- armaður væri búinn að moka allt í kringum húsið og setja rauðan dregil, það gerðum við sjálf að sjálfsögðu, enda vel útbúin til ferðar að vetr- arlagi, með skóflu í farteskinu. Við förum aldrei öðruvísi af stað í ferð, hvað þá á þessum árstíma. Bú- staðurinn var hlýr og notalegur og heiti potturinn dásamlegur. Sam- skipti okkar við starfsfólk Eflingar voru hin elskulegustu. Ég tek undir með starfsmanni Eflingar; fólk á að vita að von getur verið á öllum veðr- um jafnt sumar sem vetur, það er ekki nýtt hér á Fróni. Takk kærlega fyrir okkur, starfs- fólk Eflingar og umsjónarmaður sumarhúsa í Úthlíð, Biskupstungum. Sigrún Sigurjónsdóttir, Austurbrún 33, Rvík. Trúlofunarhringur tapaðist TRÚLOFUNARHRINGUR úr hvítagulli tapaðist, laugardaginn 4. febrúar sl. Þetta er kvenmanns- hringur, frekar breiður og er áletrun innan í hringnum. Skilvís finnandi hafi samband við Evu í síma 694 8999. Kettlingar fást gefins FJÓRIR kassavanir, kelnir kett- lingar fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 564 2954. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, 11. febrúar,er áttræð Bryndís Bjarnason, Lautasmára 5, Kópavogi. Af því tilefni bjóða hún og börn hennar vinum og vandamönnum upp á kaffi og kleinur í Sjálfsbjargarsalnum, Hátúni 12, í Reykjavík á afmælisdaginn á milli kl. 15 og 17. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn BRÁVALLAGATA 3ja herbergja glæsileg nýstandsett íbúð sem er laus nú þegar. Íbúðin skiptist í hol, tvær stórar skiptanlegar stofur, stórt svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. V. 23,7 m. 5618 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Heimsóknavinir óskast! Kópavogsdeild óskar eftir sjálfboðaliðum til að sinna heimsóknaþjónustu. Undirbúningsnámskeið verður haldið í sjálfboða- miðstöðinni Hamraborg 11 miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18-21. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum. Sjálfboðamiðstöðin Hamraborg 11 opin virka daga kl. 11-15 Sími 554 6626 / kopavogur@redcross.is www.redcross.is/kopavogur Skráning: Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða Heimsóknavinir heimsækja fólk sem býr við einsemd og einangrun. Heimsóknavinir veita félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa fyrir viðkomandi og fara í gönguferðir. Heimsóknir eru að jafnaði einu sinni í viku í klukkustund. Heimsóknavinir Kópavogsdeildar hittast reglulega og fá fjölbreytta fræðslu. Vilt þú taka þátt í gefandi starfi? Laugavegi 71, sími 551 0424. Seyma Seyma Vegna flutnings eru allar vörur með 50% afslætti Lokum á Laugaveginum 25. febrúar nk. Opnum í Hafnarfirði í byrjun mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.