Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þetta er Skaftá,“ segir RoniHorn þegar ég spyr hanaum ljósmyndir af brúnuólgandi vatni sem eru áber- andi í einu af hennar nýjustu verk- um, Doubt by Water. „Skaftá er stórkostlega falleg. Þegar ég var við ána hitti ég fólk sem sagði þetta fá- ránlega á. Og ég gat ekki annað en hugsað með mér, hvað í ósköpunum á fólkið við? Hvert sem maður lítur er eins og það séu teikningar á yf- irborðinu.“ Roni Horn er að lýsa einu nýjasta verki sínu, en það var fyrst sýnt á Whitney-tvíæringnum í New York fyrir ári síðan. Doubt by Water eru háir standar með tveimur myndum á hver; auk yfirborðs Skaftár eru þar ásjónur ungs manns, fugl og ísjakar á lóni. Þetta er nýjasta verk hennar í eigu Péturs Arasonar og Rögnu Ró- bertsdóttur í Safni, Laugavegi 37, en í dag verður opnuð þar sýningin Re- laxness - Some Photographs, en á henni eru öll verk Horn í eigu Safns, um 20 talsins. Verkin eru frá síðustu tveimur áratugum. Þessi bandaríska listakona, sem er fimmtug að aldri, kom fyrst til Ís- lands þegar hún var tvítug. Allar göt- ur síðan hefur hún unnið út frá ís- lenskri menningu og náttúru, hún á hér sitt annað heimili og lítur á ís- lenskt landslag sem framlengingu af vinnustofu sinni. Roni Horn hefur sýnt nokkuð reglulega hér á landi í seinni tíð, meðal annars í gallerí i8 og í Háskólanum á Akureyri er stað- bundin innsetning á ljósmyndum hennar af ánni Thames. Óhætt er að segja Horn meðal virtustu myndlist- armanna sinnar kynslóðar, en hún er þekkt fyrir verk í ólíkum miðlum; skúlptúra, teikningar, ljósmyndir og texta. Við sitjum á hverfiskaffihúsi Roni Horn, Kaffivagninum í Reykjavík, og þar sem kyrr hafflöturinn blasir við hef ég á orði að vatn sé afskaplega áberandi í verkunum í Safni. „Vatnið er góð myndhverfing fyrir svo margt sem er mér hugleikið, og fyrir margs konar reynslu. Vatnið er alls staðar; ég leita vatnið ekki uppi heldur kemur það til mín,“ segir hún. „Á níunda áratugnum var ég farin að fást við ljósmyndun en það var að- allega heimildaöflun fyrir bækurnar sem ég var þá að gera um landið. Svo þróuðust verkin og 1995 gerði ég fyrstu stóru innsetninguna mína með ljósmyndum, You are the Weather.“ Það er röð 100 mynda af ásjónu Mar- grétar H. Blöndal sem teknar voru í sundlaugum víða um land. Öll þessi stóru vá! – Mjög mörg verkanna sem þú hefur gert hér á landi byggja á ljós- myndum. „Það hefur bara æxlast þannig. Fólk getur svo auðveldlega horfið inn í landslagið hér. Fyrst þegar fólk kemur blasa við því þessir glæp- samlega yfirþyrmandi staðir, eins og fossarnir, öll þessi stóru vá! Fyr- irbæri sem að mínu mati er ómögu- legt að ljósmynda. Þegar ég kom fyrst hingað var Ísland einn vígvöllur stórkostlegra upplifana; ég reyndi ekki einu sinni að taka myndir. Núna reyni ég ekki heldur að mynda eitt- hvað sem kalla mætti stórbrotin fyr- irbæri, og mér finnst í raun að ég hafi svo til aldrei tekið landslags- myndir. Ég tek frekar þætti út úr landinu, þætti sem vekja hugmynd um aðstæðurnar, um landið án þess að lýsa því beint. Það finnst mér áhugavert.“ – Leggurðu drög að tilteknum verkum þegar þú ert í burtu og hrindir þeim svo í framkvæmd þegar þú kemur til landsins? „Stundum veit ég upp á hár hvað ég ætla að gera. En stundum líða líka mörg ár frá því að ég tek tilteknar ljósmyndir þangað til ég veit hvað ég á að gera við þær. Dæmi um það eru ísjakarnir í Doubt by Water. Mynd- irnar tók ég um 1990 en notaði þær ekki fyrr en í fyrra, hafði ekki rétta samhengið að nota þær í. Ég hef þetta stóra safn mynda og efnis í New York og get gengið að því sem hráefni fyrir ný verk; eldra efni get- ur hentað í ný form.“ Teikning í öllum miðlum – Hér á landi virðist fólk einkum þekkja ljósmyndaverkin þín á meðan skúlptúrarnir eru líklega þekktari í Bandaríkjunum. „Það er satt. Sumir þekkja einkum teikningarnar, þær hafa verið hvað mest áberandi í Evrópu. Eins og þú segir, þá hafa skúlptúrarnir fengið mestu athyglina á ákveðnum stöðum. Fyrir mér er þetta allt eitt heild- arverk. Mér finnst ég ekki vera skúlptúristi en samt liggur bak- grunnur minn á því sviði. Mín aðal- iðja er teikningin, hún kemur fram í öllum miðlunum. Ég hugsa um ljós- myndaverkin sem teikningar, hvern- ig myndirnar eru settar í klasa og tengjast innbyrðis. Ég held að þess- ar ljósmyndir væru ekki til án vinnu minnar með teikninguna. Og sama má að vissu leyti segja um skúlp- túrana.“ – Þegar þú tekur myndir af fólki er það venjulega í myndröðum. „Mér finnst að stakar myndir fáist aðallega við að lýsa hlutum beint, en ég hef ekki svo mikinn áhuga á því. Menn eins og Irving Penn og Car- tier-Bresson hafa tekið frábærar ljósmyndir en þeir tala á ákveðinn hátt, orðfæri þeirra er einstakt – en ég hef ekki áhuga á því. Ég geri und- irbúningsteikningar að verkum og sökkvi mér niður í nálægðina sem verkin skapa, upplifunina hvernig þau þróast. Þessir þættir í verkunum tengjast síðan arkitektúrnum þar sem þau eru sett upp og tímanum. Doubt by Water er þannig inn- setningarverk, ekki hreint ljós- myndaverk og ekki endilega skúlp- túr. Það er líka eins og nokkrir vegvísar – hvernig það vinnur í rým- inu er þó mjög skúlptúrlegt. Þetta er einhvers konar samsuða.“ – Í Safni eru nokkur af þeim verk- um sem þú hefur gert með myndum af uppstoppuðum dýrum. Ég sé þau alltaf sem táknmyndir taminnar, manngerðrar náttúru. „Það er eitt lagið í merkingunni, getur átt við um jörðina í heild en einnig Ísland. Til dæmis myndirnar af minknum. Þessi grimma skepna var flutt hingað til lands og í fram- haldi af því komu upp alls kyns vandamál. Ef þú horfir á dýrið í myndunum birtast svo margir þætt- ir; það er kynferðislegt, ofbeldisfullt, árásargjarnt, nautnalegt og ban- eitrað, allt í senn. Ég tók þessar dýramyndir hér fyrst í janúar 1998 – Halldór Lax- ness var nýlátinn – og ég skemmti mér vel við myndatökuna. Ég ætlaði fyrst í stað bara að mynda minkana en það leiddi til mynda af fleiri dýr- um og óvæntra lausna. Eins og fuglapörin, sem rímuðu vel við hug- myndir mínar um birtingarmyndir sjálfsins. Refirnir eru annað verk með tveimur hliðum, séðir að framan og aftan; mér fannst það heillandi. Í kettinum fannst mér ég hafa per- sónugert hina íslensku ásjónu. Það er tilbúningur af þeirri gerð sem Ís- land hefur alltaf verið svo frábært í, til að lifa af. Þetta er mynd af dæmi- gerðum heimilisketti, en samt halda allir að þetta sé mjög exótískur kött- ur. Augun eru of stór, þau eru róm- antísk, en þau virka. Þessi venjulegi köttur verður einhvern veginn fram- andi. Það er svo íslenskt að leggja allt að jöfnu; það er eins og sundlaug- in fyrir vestan sem var stærsta bygg- ingin í plássinu, vatnið var tekið úr henni og lauginni breytt í ballstað. Það finnst mér einstaklega íslenskt. Þessar dýramyndir eru með minnstu og einföldustu verkum sem ég hef gert en hafa líklega náð mestu útbreiðslunni af þeim öllum.“ – Þú hefur á liðnum árum viðrað skoðanir þínar á íslenskum umhverf- ismálum og menningu, til dæmis í 26 verka röð sem birtist hér í Lesbók Morgunblaðsins. „Það var einstakt tækifæri að fá að vinna í dagblað með þetta mikla út- breiðslu. Mér fannst það heillandi. Ég hef íhugað að halda þessari seríu áfram, en svo ég segi eins og er, þá kom það mér alveg úr jafnvægi þeg- ar ákvörðunin var tekin um að ráðast í byggingu stíflanna við Kárahnjúka. Mér leið illa vegna þess og þannig líður mér enn vegna þessara mála. Það veldur mér óþægindum að vita hvað er að gerast á hálendinu fyrir austan, því ólíkt flestum Íslend- ingum þá veit ég hvað er að glatast. Fljótlega eftir að ég fór að ferðast um Ísland komst ég að því að ég hafði ferðast meira um landið en flestir Íslendingar. Og ég þekkti landslagið og náttúruna betur. Ég unni þessu landi og fólkinu hér af- skaplega mikið, en á síðustu tíu árum hef ég séð hér gríðarlega aukningu í tilgangslausri neysluhyggju, sem eykur engu við gæði þess lífs sem hér er lifað. Ísland er í sömu hringrás nútíma- væðingar og öll hin Evrópulöndin og Bandaríkin fóru gegnum áður, en Ís- lendingar gætu hafa valið aðra leið, forðast iðnvæðinguna, til að losna við mengunina, og öðlast með því sterk- ari sjálfsmynd. Þess í stað hefur Ís- land farið í sama þróunarferlið og öll hin löndin. Ég held að hér séu ein- hvers konar örlög að verki. Ég hefði svo gjarnan viljað sjá þessa þjóð tak- ast á við meiri ábyrgð en raun er á, en venjulega hafa hin efnahagslegu öfl sigur, öfl sem skipta ekki meg- inmáli þegar um lífsgæði er að ræða.“ Hún horfir í átt til Esjunnar; í still- unni liggur gult mengunarský yfir hafinu. „Það er kaldhæðnislegt að þegar ég er hér á veturna, þá koma oft svona dagar þar sem maður sér mengunina, ég gæti þess vegna verið að horfa til himins í Newark í New Jersey! Og hvers vegna Íslendingar eiga fleiri bíla á hverju fjölskyldu en nokkur önnur þjóð – það er ekkert til að stæra sig af, heldur sorgleg stað- reynd.“ Hún lítur svo á mig, brosir og bæt- ir við: „En það er þó alltaf bót í máli að Íslendingar hafa frábært skop- skyn.“ Svo íslenskt að leggja allt að jöfnu Sýning á verkum eftir Roni Horn, einkum ljósmyndum frá tutt- ugu ára tímabili, verður opnuð í Safni á Lauga- vegi 37 í dag. Einar Falur Ingólfsson ræddi við listakonuna, sem hefur um árabil unnið út frá íslenskri náttúru og á sitt annað heimili hér á landi. Morgunblaðið/Einar Falur Hluti verksins Doubt by Water eftir Roni Horn í Safni. Roni Horn á Kaffivagninum, í ljósmynd Mary Ellen Mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.