Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR ÞAÐ ER ekki heiglum hent að ganga 90 kílómetra á skíðum en svo virðist sem allir Svíar sem maður rekst á annaðhvort þekki einhvern eða hafi sjálfir keppt í þekktustu gönguskíðakeppni heims, Vasagöngunni (Vasaloppet). Gangan dregur nafn sitt af Gustav Vasa og er farin í hans fótspor. Hann flúði þessa leið undan danska kónginum á sextándu öld og varð síðar konungur Svíþjóðar. Vasagangan er árlegur við- burður sem fyrst var haldinn árið 1922. Um er að ræða 90 km leið frá Sälen til Mora, í gegnum þrjú sveitarfélög. Þegar er fullbókað í næstu keppni sem haldin verður 5. mars nk. en áhugasömum er bent á að skrá sig hið fyrsta í göngu næsta árs, sem hefðinni sam- kvæmt verður haldin fyrsta sunnu- daginn í mars. Sextán þúsund þátttakendur Til þessa hafa fjölmargir Íslend- ingar tekið þátt í Vasagöngunni, fyrst árið 1952. Upphafsstaður Vasagöngunnar í Sälen er vel merktur og þegar staldrað er þar við í janúar og horft yfir engið fer ímyndunaraflið af stað. Tveimur mánuðum síðar munu tæplega sex- tán þúsund manns hefja Vasagöng- una í iðandi kös. Áhorfendur eru ófáir og margir þeirra safnast saman við fyrstu beygjuna nokkru lengra í átt að skíðasvæðunum í Sälen til að sjá kappana. Vasa- gangan hefur aukið vinsældir sínar á þeim rúmu átta áratugum sem liðnir eru frá því fyrst var keppt. Aðeins 136 skráðu sig þá til þátt- töku, eins og fram kemur í ferða- mannamiðstöðinni við upphafsstað- inn í Sälen. Þar er hægt að skoða myndir úr fyrri göngum og heim- ildamynd um þennan stærsta íþróttaviðburð Svíþjóðar rúllar. Síðasta áratuginn eða svo hafa nær undantekningalaust yfir 15 þúsund manns skráð sig til leiks þó alltaf heltist einhverjir úr lest- inni. Engar konur fyrr en 1981 Konum var ekki leyft að keppa í Vasagöngunni fyrr en árið 1981 og það var ekki fyrr en árið 1997 að sérstakur sigurvegari í kvenna- flokki var fyrst krýndur. Það tók sigurvegara karla á síðasta ári, Oskar Svärd, 3 klst. og 52 mínútur að komast í mark og sigurvegara kvenna, Sofiu Lind, 4 klst. og 24 mínútur. Hinn almenni þátttakandi getur huggað sig við að meðaltím- inn er um átta klukkustundir. Til hliðar við alvöru Vasagönguna eru ýmsar styttri útgáfur sem geta hentað þeim sem treysta sér ekki í 90 km. KortVasan eða stutta gang- an byrjar viku fyrir aðalgönguna en hún er 30 km. TjejVasan eða stelpugangan er 30 km ganga ein- göngu ætluð konum og þarf að skrá sig í með löngum fyrirvara. Þar að auki er Öppet spår eða opna gangan þar sem vegalengdin er sú sama og í aðalgöngunni en ekki er keppt. Boðganga fyrir fimm manna lið er einnig í boði, hálfganga sem lýst er sem góðri upphitun fyrir aðalgönguna (!) og 45 km ganga í frjálsum stíl. Margir ferðamenn Vasagangan er stórviðburður í ferða-, menningar- og íþróttalífi þeirra sveitarfélaga sem að koma, Malung, Mora og Älvdalen, og lað- ar marga ferðamenn á staðinn. Minjagripabúðir og söfn hafa sprottið upp og þá sérstaklega í Mora, sem er endastöðin. Það er kannski ágætistakmark að taka einhvern tíma þátt í einhverri af þeim göngum sem eru undir hatti Vasagöngunnar, en kannski er líka jafngaman að vera einhvern tíma áhorfandi að þessum viðburði, ef maður er hvort sem er á skíðum í Sälen til dæmis.  HREYF ING | Vasagangan haldin í mars í Svíþjóð Fólk víðsvegar að gengur saman á skíðum www.vasaloppet.se www.tran- strand.se (gistiheimili í næsta ná- grenni við upphaf Vasagöngunnar þar sem einnig er boðið upp á æf- ingabúðir fyrir gönguna.) Áhugasamir þurfa að skrá sig með góðum fyrirvara í gönguna en um sex- tán þúsund þátttakendur spreyta sig í henni þetta árið. Golf í Manchester GB-ferðir bjóða upp á golf og gist- ingu á hóteli í Bretlandi, Marriott Worsley Park í Manchester, en það er í um 20 mínútna fjarlægð frá Manchester-flugvelli. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir, tveir barir, heilsulind, þráðlaust internet, 18 holu golfvöllur og gott æfingasvæði. Golfpakkarnir sem GB-ferðir bjóða innihalda flug til Manchester, 3 næt- ur með morgunverði og kvöldverði og 54 holur. Icelandair flýgur beint til Manchester frá og með 7. apríl. Hjólað í New York Dagana 9.–18. apríl stendur Ís- lendingum til boða að fara í hjólaferð um New York. Leiðsögumaður verð- ur Steve Silver sem fæddur er í Brooklyn en starfar nú sem mynd- listarmaður, skáld og er svo hjól- areiðamaður af ástríðu. Konan hans Louise er bókahönnuður frá Kata- lóníu. Gist er í tveggja manna her- bergjum á loftinu í íbúðarvinnustofu Steves í Williamsburg og hjá ná- grönnum þeirra hjóna. Morg- unmatur er innifalinn en aðrar mál- tíðir eru snæddar á hinum ýmsu veitingastöðum. Hjólað er á 21 gírs hjólum og farnar verða alls sex hjólaferðir um borgina. Þátttak- endur frá hjólreiðakort af borginni og akstur til og frá flugvelli er inni- falinn í verði ferðarinnar. Vikuferð í knattspyrnuskóla Bobby Charlton Ít-ferðir bjóða upp á vikuferð í sumar í knattspyrnuskóla Bobby Charlton eða dagana 4.–11. ágúst. Ferðin kostar 102.900 krónur og er þá innifalið flug til Manchester, akstur, gisting í 7 nætur, fullt fæði, æfingar, kennsla, leikir o.m.fl. Það verður einnig 11 daga ferð á boðstólum dagana 28. júlí til 7. ágúst. Knattspyrnuskóli Bobby Charlton hefur sl. 12 ár tekið á móti um 1.200 íslenskum ungmennum. Fararstjórar ÍT ferða eru tvær „fótboltamömmur", sem farið hafa með íslenska hópa í skólann sl. ár. Allar nánari upplýsingar um hjólaferð fást hjá Arinbirni Jóhannssyni á Brekkulæk. Síminn er 451 2938 og póstfang er brekka@nett.is Nánari upplýsingar um golfpakka í Manchester er hægt að fá á www.gbferdir.is Morgunblaðið/Einar Falur Nánari upplýsingar á www.itferdir.is og www.bcssa.co.uk (en reyndar er verið að uppfæra síðuna um þess- ar mundir). Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. Afgreiðslugjöld á flugvöllum. Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna, og rútur með/án bílstjóra. Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur, allt að 14 manna. Smárútur fyrir hjólastóla. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án greiðslu og við staðfestum síðan og sendum samning og greiðsluseðla. Einnig má greiða með greiðslukorti. LALANDIA Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur. Lágmarksleiga 2 dagar. Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006 Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna- höfn og Flensborg. Getum útvegað hjólhýsi og bíla með dráttarkrók. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456 3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan The International Business Academy Skamlingvejen 32 . DK-6000 Kolding . Tlf. +45 72 24 18 00 . Fax +45 72 24 18 08 iba@ibc.dk . www.iba.dk Alþjóða Markaðs- og Viðskiptanám. Kynningarfundur Mánudaginn 20. febrúar 2006 kl. 17 – 19 á Nordica Hotel, Reykjavík. IBA býður upp á 2 ára markaðs-og viðskiptanám með áherslu á markaðsfræði, viðskipti og hagfræði. Boðið er upp á fimm brautir: Alþjóðabraut –áhersla er lögð á markaðsfræði, samskipti og alþjóðaviðskipti. Hægt er að velja um verklega þjálfun í 3 - 6 mánuði hjá erlendu eða dönsku fyrirtæki. Stjórnunarbraut –áhersla er lögð á stjórnun, (HRM), og stjórnunarfræði. Samskiptabraut –áhersla er lögð á markaðssamskipti og alþjóða markaðssetningu. Auglýsingabraut –áhersla er lögð á hönnun/auglýsingar. Nýsköpunarbraut Áhersla lögð á nýbreytni og sköpun. Verkleg þjálfun Á öllum brautum getur námið tengst verklegri þjálfun hjá þekktum fyrirtækjum í Danmörku og erlendis eins og t.d.: Microsoft, Maersk, IBM, Alfa Laval, Danfoss, LEGO, B-Young o.fl.. Framhaldsnám Bachelor, MBA, HA, HD - í Danmörku eða erlendis. Upplýsingar gefur Íris í síma 860 8888. Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og finndu út hver- nig þú getur orðið hluti af þessu spen- nandi námsu- mhverfi sem IBA býður uppá. Einnig getið þið fengið ýtarlegar upplýsingar hjá skólanum. RANNSÓKNIR sýna að það er verra að búa sig undir hið versta til að koma í veg fyrir vonbrigði heldur en að vera bjartsýnn. Vísindamenn í Seattle í Bandaríkjunum komust að þessu og birtast niðurstöður þeirra í tímaritinu Nature. Í ljós kom að þeir sem bjuggust við hinu versta leið verr en þeim sem höfðu jákvæðar væntingar þótt útkoman í lokin væri neikvæð. Vísindamennirnir drógu þá ályktun að neikvæðar væntingar geta í raun gert gert illt verra. En það er heldur ekki það eina rétta að hafa ætíð jákvæðar væntingar til allra verkefna. Hófleg bjartsýni og hæfilegar væntingar er e.t.v. það besta.  RANNSÓKN Bjartsýnin borgar sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.