Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR „ÞAÐ sem kemur mest á óvart er hversu mikil áhrif hæðin hefur á mann,“ sagði Ívar Örn, 20 ára, sem eyddi dögunum milli jóla og nýárs í að ganga á Kilimanjaro ásamt föður sínum, Viðari Viðarssyni, og yngri bróður, Sævari Loga, 17 ára. „Við flugum til London, frá Lond- on til Naíróbí í Kenýa, þaðan tókum við rútu til Tanzaníu, til borgarinnar Arusha. Fyrst fór fjölskyldan í viku- langa safarí-ferð um þjóðgarðinn í Serengetí, en að henni lokinni skipt- um við liði. Mamma fór með yngsta bróður minn til Zanzibar en við hinir keyrðum að fjallsrótum Kilimanj- aro,“ sagði Ívar um upphaf ferða- lagsins. „Allan tímann vorum við á vegum lítillar ferðaskrifstofu, Scan-Tan, sem er í eigu Dana sem búsettur er úti. Scan-Tan sá um alla skipulagn- ingu ferðarinnar.“ Við rætur Kilim- anjaro voru þeir komnir í 2.000 m hæð. „Þar mætti okkur einstök sjón. Í röðum stóðu burðarmenn og biðu eftir vinnu. Við þrír vorum með tólf manna föruneyti, þ.e. þrír burð- armenn á mann, leiðsögumaður, kokkur og aðstoðarleiðsögumaður.“ Háfjallaveiki í þriðju búðum Þessi hópur gekk svo saman upp í efstu búðir. „Leiðin sem gengin var upp á fjallið er svokölluð Rongai- leið, hún er sú leið sem sjaldnast er gengin upp fjallið.“ Ívar er mjög feg- inn því að þessi leið skyldi verða fyr- ir valinu. „Á leiðinni niður fórum við nefnilega aðalleiðina sem er kölluð Kóka kóla-leið og það er einfaldlega vegna þess að hægt er að kaupa kóka kóla í öllum búðunum á þeirri leið!“ Hann segir að sú leið sé sam- bærileg við að ganga Laugaveginn hér heima, bara í mikilli hæð. „Í þriðju búðum fékk ég há- fjallaveiki. Ég var sá eini sem fékk þessa veiki í hópnum og það var bara fyrir mín eigin mistök. Við ákváðum um kvöldið að setjast niður og ræða saman og höfðum bara tvo stóla. Ég sá myndarlegan stein í svona 20 m fjarlægð, gekk rösklega að honum og greip hann í fangið, gekk með hann til baka og settist á hann. Augnabliki síðar helltist yfir mig hausverkur og ógleði, mér varð ís- kalt og ég gat ekkert borðað.“ Ívar brá sér í allan hlýjan fatnað sem hann var með og stakk sér svo ofan í svefnpoka. „Svo svaf ég bara til morguns.“ Ef menn hreyfa sig hratt í þunnu lofti getur háfjallaveiki orðið afleiðingin. Sama dag urðu þeir fyrir því óláni að kokkurinn fékk malaríu af einhverjum orsökum. Hann var borinn niður og fluttur á sjúkrahús. „Maturinn snarversnaði eftir þetta,“ sagði Ívar. Hlaupandi Suður-Afríkubúar „Að kvöldi 30. lögðum við af stað til að taka lokahnykkinn. Þá gengum við úr 4.700 m hæð og upp á topp sem er í um 6.000 metrum. Þarna eru bara snarbrattar skriður og það er gengið mjög hægt. Ég taldi upp að þremur á milli skrefa. Þetta er al- veg rosalega hægt gengið.“ Ekki fóru þó allir sem voru á sömu leið jafnhægt og Ívar og félagar. „Á þessari göngu komu hálfhlaupandi fram úr okkur tveir Suður- Afríkubúar, ég hef aldrei séð annað eins.“ Þeir gengu í niðamyrkri síðasta spölinn. „Eftir fimm og hálfs tíma göngu eftir eintómum skriðum kom- um við að Gilman’s-point, sem er á brún eldfjallsins. Það var svarta- myrkur og allan tímann á göngunni hugsuðum við um hvort við værum komnir eða ekki. Þegar ég hélt við værum hálfnaðir komum við að skilti þar sem stóð að við værum komnir í 5.000 m hæð, þriðjungur leiðarinnar var sem sé að baki.“ Þegar að Gilman’s point var komið voru þeir nánast örmagna. Allt vatn frosið „Við fengum að hvíla okkur smá- stund en leiðsögumaðurinn rak okk- ur af stað og sagði okkur að drekka vatn, sem var reyndar ekki hægt af því að allt var frosið, og við héldum áfram í einn og hálfan tíma og náð- um toppnum, Uhuru-peak.“ Ívar sagði að mikil gleði hefði gripið þá feðga við að komast á toppinn. „Pabba hefur lengi dreymt um að ganga á Kilimanjaro og hann var nánast klökkur þegar við vorum komnir alla leið, það var rosalega gaman að sjá svipinn á honum.“ Dagurinn sem gengið var upp á toppinn var sá erfiðasti í allri göng- unni. „Við lögðum í uppgönguna klukkan ellefu um kvöld 30. og vor- um komnir upp á topp í birtingu 31., þar stoppuðum við í tvo tíma, kom- um svo niður í efstu búðir í 4.700 m hæð á hádegi 31. Þar fengum við há- degismat og hvíldum okkur í nokkra tíma, svo var gengið niður og það var gengið alveg til sex um kvöldið. Þetta var rosalega erfitt.“ Þá voru þeir komnir aftur í 4.000 m hæð. Þar gistu þeir og ætluðu aldeilis ekki að láta það fréttast að þeir hefðu sofið af sér áramótin. „Þegar klukkan var orðin um átta um kvöldið og allt var komið í ró og enginn vakandi nema við bræður, sitjandi fyrir utan tjald- ið í 4.000 m hæð, ákváðum við að lok- um að láta undan og fórum að sofa til að geta vaknað hressir á nýju ári.“ Í þessum búðum hittu þeir aftur mennina sem hlupu fram úr þeim í uppgöngunni. „Ég náði tali af þeim og spurði þá hvort þeir væru íþrótta- menn. Þeir sögðu að svo væri ekki, þeir hlypu bara smávegis, fjalla- maraþon og svoleiðis, og hjóluðu svolítið!“ Þessir menn höfðu gengið á Mt Kenya tveimur vikum áður. „Það var mjög gaman að sjá þessa menn,“ sagði Ívar. Undirbúningur ferðarinnar hófst í febrúar fyrir ári og var bæði lík- amlegur og andlegur. „Við gerðum sitt lítið af hverju, stunduðum lík- amsrækt, pabbi skokkar reglulega og yngri bróðir minn æfir box sex daga vikunnar. Við höfum líka verið mikið úti.“ Öll fjölskyldan fór saman til Afríku en mamma Ívars, Anna Elísabet Ólafsdóttir, og yngsti bróð- ir, Bjarki, nutu lífsins á Zanzibar meðan karlmennirnir gengu á fjallið. „Mamma og Bjarki slöppuðu af á strönd á meðan við erfiðuðum, enda komu þau heim sólbrún og sæt en við frostbitnir og fleiðraðir.“  FERÐALÖG | Feðgar gengu saman á Kilimanjaro og létu þar með draum pabbans rætast Frostbitnir og fleiðraðir Þrír á toppnum: Frá vinstri: Viðar Viðarsson, Ívar Örn Lárusson, og Sævar Logi Viðarsson. Í 3.400 m hæð var ákveðið að hvílast og nærast. Sævar Logi og Ívar Örn. Í þokunni á Gilman’s point áður en lagt er í síðasta áfangann. Sævar Logi og Ívar Örn. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Vildarklúbbur Iceland- air fyrir kylfinga ICELANDAIR setur í dag á stofn nýjan klúbb sem ætlaður er golf- áhugamönnum. Klúbburinn hefur aðsetur á vefnum icelandairgolf- ers.is og verður formlega opnaður á golfsýningunni á Nordica- hótelinu um helgina. Formaður klúbbsins og ritstjóri vefsins er Heimir Karlsson, fjölmiðlamaður og kylfingur. Í fréttatilkynningu kemur fram, að félagar í Icelandairgolfers.is greiða enga yfirvigt af golfsetti sínu í flugi með Icelandair, þeir fá 2.500 vildarpunkta, ýmiss konar af- sláttarkjör og glaðninga, auk þess sem þeir fá með aðgangi að vefnum upplýsingar um golfferðir og golf- velli sem henta þörfum íslenskra kylfinga.  GOLF www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs. RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.