Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVERNIG borg er Reykjavík? Reykjavík er einstaklega kraft- mikil og skapandi borg. Það vekur jafnan furðu útlend- inga að hér skuli vera jafn mikil starf- semi og raun ber vitni, jafn mikil ný- sköpun í atvinnulífi og jafn mikil gróska í lista- og menningar- lífi. Þetta kraftmikla, skapandi andrúmsloft er nokkuð sem við Reykvíkingar erum víða öfundaðir af en af því engin einföld uppskrift til. Í hverju felast tækifæri Reykjavíkur? „Allar barbiedúkkurnar mínar eru búnar til í Kína!“ sagði sex ára dóttir mín við mig í gær. Það er alveg rétt hjá henni og þangað er mestöll framleiðsla að færast. Þar er fólk tilbúið að vinna mun lengri vinnudag fyrir aðeins brot af því kaupi sem við sættum okkur við. Eina raunhæfa leið Vest- urlandabúa til að viðhalda góðum lífskjörum er að auka forystu sína í nýsköpun, í þróun nýrra vöruteg- unda og tækninýjunga. Þekkingar- og hátækniiðnaður er helsti vaxt- arbroddur hagkerfisins í ná- grannalöndum okkar – enda hafa þau mörg hver sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það eigum við að gera líka. Hver er leiðin? Gróska í listalífi auðgar viðskipta- og atvinnulífið og hefur hvetjandi áhrif á ný- sköpun. Við verðum því að gera list- greinum hærra undir höfði í menntun barnanna okkar en verið hefur ef við vilj- um ná forystu í ný- sköpun, þekkingar- og hátækniiðnaði. Það þarf að færa listnám í auknum mæli inn í skólana, bæði í námið sjálft og eins með því að bjóða upp á listnám í frístunda- tíma barnanna í skólanum eftir að hefðbundum skóladegi lýkur. Það þarf líka að leggja stóraukna áherslu á iðnmenntun. Við verðum að halda áfram að bjóða upp á fyrsta flokks háskólamenntun og efla rannsóknasamstarf háskóla og atvinnulífs. Virkjum stærstu auðlindina Náttúra Íslands hefur í gegnum aldirnar þótt óblíð og hörð en nú þegar nánast allir búa í góðum vel upphituðum húsum og aka í vel búnum bílum um uppbyggða vegi er náttúran ekki lengur sú harða fóstra sem hún áður var. Við höf- um vaxið henni upp fyrir höfuð. Þeir eru því miður of miklu ráð- andi sem finnst það erfið til- hugsun að ótal lítrar vatns renni daglega til sjávar án þess að þeir framleiði ódýrt rafmagn fyrir ál- verksmiðjur. Þeir hinir sömu dauf- heyrast við kalli nýrrar kynslóðar sem telur tækifærin felast í öðru. Staðreyndin er sú að við eigum eina ótakmarkaða auðlind – höf- uðið. Hún er þeirri náttúru gædd að því meira sem við virkjum hana því öflugri verður hún. Hún er hin sanna uppspretta tækifæra og velmegunar og hana eigum við Reykvíkingar að nýta. Tökum saman höndum og gerum Reykjavík að fremstu borg Evr- ópu í nýsköpun, þekkingar- og há- tækniiðnaði. Reykjavík – borg nýsköpunar, mennta og menningar Eftir Dofra Hermannsson Dofri Hermannsson ’Gróska í listalífi auðgarviðskipta- og atvinnulífið og hefur hvetjandi áhrif á nýsköpun.‘ Höfundur býður sig fram í 4. til 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík ÞRÁTT fyrir að Framsóknarflokk- urinn hafi undanfarið verið að mælast með allt niður í 4–5% fylgi í Reykja- vík í skoðanakönnunum þá er nú þeg- ar byrjað að nefna nýkjörinn leiðtoga þeirra, Björn Inga Hrafnsson, sem mögulegan borgarstjórakandídat eft- ir næstu kosningar. Sjálfur hefur Björn Ingi látið í það skína að hann hafi áhuga á að komast í oddaaðstöðu og muni þá jafnvel krefjast borg- arstjórastólsins fyrir sjálfan sig. Ef þetta gengi eftir væri staðan orðin sú að einn minnsti flokkur landsins færi með tvö valdamestu embætti þjóð- arinnar. Slíkt væri að mínu mati í mikilli andstöðu við öll almenn lýð- ræðissjónarmið. Fái ég brautargengi í prófkjöri Samfylkingarinnar nú um helgina mun ég beita mér fyrir róttækri upp- stokkun á stjórnkerfi borgarinnar. Meðal annars mun ég leggja til að borgarstjórinn í Reykjavík verði fram- vegis kosinn í beinni kosningu. Slík breyting myndi koma í veg fyrir að nokkur gæti gegnt þessu mikilvægasta embætti höfuðborg- arinnar án þess að sá hinn sami nyti viðtæks stuðnings borgarbúa. Mín skoðun er sú að borgarbúar eigi að velja borg- arstjórann. Þetta embætti er of mik- ilvægt til að vera skiptimynt í hrossa- kaupum milli flokka. Borgarbúar vilja skýra valkosti við stjórn borg- arinnar og borgarstjóri sem kosinn er beint ber skýrari ábyrgð gagnvart kjósendum. Leiða má líkur að því að beint kjör borgarstjóra myndi laða fleiri að því að taka þátt í kosning- unum. Að fá að hafa bein áhrif á hver gegnir þessu mikilvæga emb- ætti myndi þannig ýta undir kosningaþátttöku sem er mikilvægt lýð- ræðismál. Vilmundur heitinn Gylfason var fyrstur til að leggja til að forsætisráðherra yrði kosinn beinni kosningu. Í gegn- um árin hafa menn við og við dustað rykið af þessum hugmyndum Vil- mundar en af einhverjum ástæðum hafa þær aldrei fengið byr undir báða vængi. Hverjar skyldu vera ástæður þess að stjórnkerfið er hér eins og meitlað í stein á meðan fjöldi Evr- ópuþjóða hefur haldið áfram að þróa sitt lýðræði og gert ýmsar breytingar á stjórnkerfinu? Það er sömuleiðis nokkuð sérstakt að á Íslandi skuli eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinni kosningu vera sá sem hef- ur hvað minnst raunveruleg völd, en það er forseti lýðveldisins. Það má spyrja sig hvers vegna sé verið að hafa fyrir því að vera með þjóðkjör- inn forseta? Ef það eru aðeins emb- ætti með táknræn völd sem þjóðin fær að taka þátt í að ráðstafa þá er kannski eins gott að forsetinn sé bara kjörinn af alþingi. Í London, París og New York eru borgarstjórarnir allir kosnir beint af íbúum þessara borga. Ef borgarstjórinn væri kosinn beint þá er líklegt að fram á sjónarsviðið gætu komið frambjóðendur með fjöl- breyttari bakgrunn. Borgarstjórar framtíðarinnar gætu þannig komið úr atvinnu- eða menningarlífinu eða jafnvel úr íþróttaheiminum. Þeir gætu tengst ákveðnum stjórn- málaflokki, eða ekki. Þessum og fleiri aðgerðum til að auka lýðræði í borg- inni mun ég beita mér fyrir fái ég stuðning í prófkjörinu nú um helgina. Því lofa ég. Tryggjum að borgarstjóri þurfi stuðning meirihluta borgarbúa Eftir Andrés Jónsson ’Þessum og fleiri aðgerð-um til að auka lýðræði í borginni mun ég beita mér fyrir fái ég stuðning í prófkjörinu nú um helgina.‘ Andrés Jónsson Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna og frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík MEÐ samkomulagi mennta- málaráðherra og kennarasambands- ins frá sl. fimmtudegi er stigið eitt stærsta framfaraskref í ís- lenskum mennta- málum í langan tíma. Samkomulagið tryggir samstöðu skólafólks um löngu tímabæra styttingu á námstíma til stúdentsprófs, auk þess að stuðla að nauð- synlegri samfellu milli skólastiga og eðlileg- um sveigjanleika í námi hvers og eins. Hagvöxtur okkar og velferð til lengri tíma mun ekki ráð- ast af frekari nýtingu nátt- úruauðlinda eða vaxandi stóriðju. Framtíð okkar sem þjóðar mun ráð- ast af menntunarstigi og gæðum skólanna, allt frá leikskólum til há- skóla. Framtíð okkar mun ráðast af þeirri auðlind sem öllu skiptir í framtíðinni, mannauðnum. Til að há- marka nýtingu hans, þurfum við skóla á heimsmælikvarða. Menntasókn okkar Íslendinga undanfarin ár er með ólíkindum, en betur má ef duga skal. Við þurfum að vinna gegn brottfalli í framhalds- skólum sem er allt of hátt. Eðlilegt er að allur þorri ung- menna ljúki framhalds- skólaprófi, út frá ein- staklingsbundnum þörfum hvers og eins. Við þurfum einnig að stefna að því að minnst 60% af hverjum ár- gangi ljúki fyrstu há- skólagráðu auk þess að stórefla meistara- og framhaldsnám á há- skólastigi. Þarfir þjóðarinnar til menntunar í sí- breytilegu alþjóðlegu samkeppnisumhverfi eru skýrar. Samfélagið og atvinnulífið þurfa á betur menntuðu fólki að halda. Það er því afar mikilvægt að menntakerfið í heild sé samkeppn- ishæft. Forgangsatriði í þeim efnum er að við sem þjóð veitum okkar fólki menntun af meiri gæðum, en á sam- bærilegum tíma og flestar aðrar vestrænar þjóðir. Svo er ekki í dag og í því felst gríðarleg sóun sem ger- ir ekkert annað en að lækka ævi- tekjur alls háskólamenntaðs fólks og draga úr framtíðarhagvexti lands- ins. Samkomulag ráðherra og kenn- ara um styttingu námstíma til stúd- entsprófs er því mikið heilla- og framfaraspor. Samkomulagið er hins vegar víð- tækt og mun kosta hið opinbera töluverða fjármuni. Til að byggja upp bestu skóla í heimi þarf bæði fjármagn og faglegan metnað. Hér virðast af samningsaðilum gefin fyr- irheit um hvorutveggja og er það vel. Mennt er máttur Runólfur Ágústsson fjallar um samkomulag menntamálaráð- herra og Kennarasambandsins ’Til að byggja upp bestuskóla í heimi þarf bæði fjármagn og faglegan metnað. Hér virðast af samningsaðilum gefin fyrirheit um hvoru- tveggja og er það vel. ‘ Runólfur Ágústsson Höfundur er rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. NÚ FER fram dýrasta prófkjör Íslandssögunnar. Nú þegar hafa frambjóðendur Samfylkingarinnar, undir forystu Steinunnar Valdísar, Stefán Jóhanns og Dags B., látið hækka laun og tilkostnað hjá Reykjavíkurborg fyr- ir hundruð milljóna, eða lofað að eyða enn meiri fjármunum. Reikningurinn verður sendur kjósendum í formi hærri skatta. Búseta í Reykjavík er að verða venjulegu launafólki ofraun, vegna ofurskatta og skipulagsleysis í sam- göngumálum. Sam- fylkingin býður nú lóðir til sölu fyrir hina ríku, venjulegt fólk er sett hjá. VG hafa þvegið hendur sínar af þessu máli, eins og Pontíus Pílat- us gerði forðum. Allt stefnir í met- skattlagningu á hvern íbúa Reykjavíkur og skuldasöfnun, sem ætluð er börnum framtíðarinnar til greiðslu. Dýrasta prófkjör Ís- landssögunnar mun bitna á íbúum Reykja- víkur um ókomna framtíð. Dýrasta prófkjör Íslandssögunnar Hreggviður Jónsson fjallar um prófkjör Samfylkingarinnar Hreggviður Jónsson ’Dýrasta prófkjör Ís-landssögunnar mun bitna á íbúum Reykjavíkur um ókomna framtíð.‘ Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í DAG og á morgun gefst Reykvík- ingum kostur á að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar og hafa þannig áhrif á það hverjir skipa fram- boðslista flokksins við borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Frambjóð- endur hafa síðustu daga og vikur kynnt sig, verk sín og skoðanir. Ég hef lagt áherslu á reynslu mína sem varaborgarfulltrúi og formaður og fulltrúi í nefndum og stjórnum á sviði velferðar, um- hverfis, jafnréttis og rekstrar. Þá hef ég lagt áherslu á sjón- armið mín um velferð fyrir alla, jafnrétti, umhverfisvernd, gott atvinnulíf og heil- brigðan rekstur borg- arinnar. Ég hef lagt áherslu á að það þurfi að efla starfið í leikskólum og hverfisskólum borgarinnar því það er börnunum og framtíð borgarinnar fyrir bestu, og að auðvelda þurfi enn frekar íþrótta- og listiðkun barna. Ég hef lagt áherslu á að eyða þurfi kynbundnum launamun og auka jafnrétti kynjanna, og að brýnt sé að koma á mannrétt- indastefnu sem taki til ólíkra hópa og í raun allra íbúa. Ég hef lagt áherslu á að við þurfum að virða þarfir aldr- aðra, hefja sem fyrst byggingu nýs hjúkrunarheimilis og bæta þjónustu við aldraða sem búa heima. Þá hef ég lagt á það áherslu að við förum vel með það fé, landrými og umhverfi sem okkur er trúað fyrir. Ég hef ritað um þetta margar blaðagreinar, einkum hér í Morg- unblaðinu, auk þess sem ég hef rætt þessi mál í útvarps- og sjónvarps- þáttum. Þá er allt þetta efni meira og minna á þeim vef sem ég hef komið mér upp í tengslum við þetta próf- kjör. Slóðin er www.stef- anjohann.is og þar er hægt að kynna sér þessi mál. Ég hvet Reykvíkinga til að taka þátt í próf- kjöri Samfylkingarinnar og ég hvet þá einnig til að setja mig í þriðja sæt- ið á listanum, eða því sem næst. Tökum þátt í opnu prófkjöri Eftir Stefán Jóhann Stefánsson ’Ég hvet Reykvíkinga tilað taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og ég hvet þá einnig til að setja mig í þriðja sætið á list- anum …‘ Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er varaborgarfulltrúi, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík TENGLAR .............................................. www.stefanjohann.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.