Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 55
Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 12. febrúar verður kvöld- vaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sem hefst kl. 20. Hjónabandið verður til umfjöllunar og gestir að þessu sinni eru þau hjónin Ágústa María Arnardóttir og Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Að venju mun hljómsveit kirkjunnar leiða tónlistina en hljómsveitina skipa Örn Arnarson, Guðmundur Pálsson og Skarphéðinn Hjartarson. Þá mun kór kirkjunnar syngja. Myndir af Jesú – kvöldguðs- þjónusta í Hafnarfjarðarkirkju AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið rætt um mynd- ir og listir í hinum ýmsu trúarbrögðum eins og allir vita. Af því tilefni verður þema kvöldguðsþjónustu næstkomandi sunnudags í Hafnarfjarðarkirkju „Myndir af Jesú“. Sr. Þórhallur Heimisson hefur tekið saman myndir sem listamenn hafa gert samkvæmt sínum hug- myndum um Jesú frá ýmsum tímum og öllum heims- hornum. Þar getur að líta afrískan Jesú, japanskan Jesú, Jesú í Suður-Ameríku, Jesú í Evrópu, Jesú á Ís- landi og Jesú eins og listamenn túlkuðu hann í forn- öld, á miðöldum og gera enn á okkur tímum. Mynd- irnar verða sýndar á stóru tjaldi í guðsþjónustunni og mun sr. Þórhallur segja frá þeim og túlkun þeirra á kristinni trú. Sr. Gunnþór Ingason leiðir helgihald en hljómsveitin Gleðigjafar leikur undir söng. Eftir stundina er boðið upp á hressingu í safn- aðarheimilinu og gefst þá tækifæri til að ræða nánar um kristna trú og listir. Grafarvogskirkja – kyrrðarstundir HELGISTUND í hádegi kl. 12 alla miðvikudaga. Alt- arisganga og fyrirbænir. Tekið er á móti fyrirbænum í kirkjunni í síma 587 9070 alla daga frá kl. 9–17. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir alt- ari, organisti er Hörður Bragason. Allir velkomnir. Kvennakirkjan í Neskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðsþjónustu í Neskirkju sunnudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Yfirskrift mess- unnar er: Kvennakirkjan – það sem var, er og verður. Kvennakirkjukonurnar Guðný Guðmundsdóttir, Sig- ríður Magnúsdóttir og Elísabet Þorgeirsdóttir munu fjalla um efnið, rifja upp aðdraganda og stofnun Kvennakirkjunnar, segja hvað Kvennakirkjan hefur gert fyrir þær og spá í framtíðina. Kór Kvennakirkj- unnar leiðir sönginn undir stjórn Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Kvöldmessa og virk hlustun í Laugarneskirkju VIÐ viljum vekja athygli á tvennu sem fram fer í Laugarneskirkju á morgun, sunnudag. Kl. 13–16 verður haldið námskeið í virkri hlustun fyrir sambúðarfólk og hjón, þar sem hjónin Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Valdís Ösp Ív- arsdóttir fíkni- og fjölskylduráðgjafi er leiðbeinendur. Stofnaðir verða vinnuhópar sem koma saman í heima- húsum á 6–8 vikna fresti og starfa eftir þrautreyndu kerfi. Það kostar ekkert að sjá nýtt fólk og kynna sér málið. Kl. 20.30 er svo kvöldmessa febrúarmánaðar. Þar mun María Magnúsdóttir syngja einsöng og Djass- kvartettinn skipa að þessu sinni Gunnar Gunnarsson, Ómar Guðjónsson, Erik Qvick og Tómas R. Einarsson. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsönginn. Bjarni Karlsson sóknarprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þor- kelssyni meðhjálpara og hópi safnaðarfólks sem flyt- ur eigin bænir og ritningarorð. Að messu lokinni er boðið til fyrirbæna við altarið og messukaffi Gunnhildar kirkjuvarðar framreitt í safnaðarheimilinu. Athugið að djasskvartettinn hefur leik kl. 20, svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta alls frá byrjun. Klassísk messa í Hallgrímskirkju LUX Aeterna, sem er áhugahópur um klassíska messu og iðkun gregorssöngs, stendur fyrir messu með gregorslagi 2. sunnudag hvers mánaðar kl. 20 í Hallgrímskirkju. Hópurinn kallar til helgiþjónustu ýmsa presta. Kynning og æfingar á messunum verða hálfri klukku- stund fyrir messuna sjálfa eða kl. 19.30 í Hallgríms- kirkju. Næsta messa verður sunnudaginn 12. febrúar kl. 20, prestur er sr. Kristján Valur Ingólfsson. Allir eru hjartanlega velkomnir. Klassísk messa og gregorssöngur er dýrmætur arf- ur kirkjunnar og kjarnmikið andlegt fóður. Það er von þeirra sem að þessari messuröð standa að með henni skapist vettvangur fyrir þau sem gleði hafa af því að iðka klassíska tilbeiðsluhætti, hins elsta söngs kirkjunnar, sem tjáningarform trúarinnar. Samskipti foreldra og barna í Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudag kl. 10 verður fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju. Þar mun Anna Margrét Sigurð- ardóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, flytja erindi um samskipti foreldra og barna. Heimili og skóli hafa í sívaxandi mæli látið til sín taka á vett- vangi uppeldismála og í samstarfi heimilis og skóla. Í vaxandi margmiðlunarsamfélagi er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar hafi góð og aðhaldssöm tengsl við börn sín. Erindið er framlag Hallgríms- kirkju til átaksins: Verndum bernskuna. Kl. 11 hefst síðan barnastarf og messa með þátt- töku fermingarbarna, þar sem þau lesa ritning- arlestra og flytja bænir, Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju syngur í messunni. Þá mun Kristján Rúnarsson menntaskólanemi leika á flautu. Prestur er sr. Sigurður Pálsson, barnastarfið annast Magnea Sverrisdóttir djákni. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Kvöldmessa í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGINN verður kvöldmessa í Dómkirkj- unni kl. 20. Marteinn H. Friðriksson við orgelið og flygilinn, sr. Hjálmar Jónsson við ræðupúltið. Jóhann Friðgeir syngur einsöng og stjórnar almennum söng. Verið velkomin til kvöldstundar í Dómkirkjunni. Tónlistarmessa í Hjallakirkju með íslenskri tónlist VIÐ tónlistarmessuna í Hjallakirkju í Kópavogi sunnudaginn 12 febrúar kl. 11 mun Kór Hjallakirkju mæta og flytja íslenska kirkjutónlist, ýmist eftir ís- lensk tónskáld eða raddsett af Íslendingum. Má þar t.d. nefna þrjá sálma úr gömlum bókum sem Smári Ólason hefur raddsett. Einnig sálminn nr. 356 með texta og lag eftir feðgana dr. Sigurbjörn Einarssson, biskup og Þorkel Sigurbjörnsson, Íslenskt lag frá 18. öld sem breytt var af Pétri Guðjohnsen og raddsett af honum og einnig perluna Ó, faðir gjör mig lítið ljós eftir Jónas Tómasson sem verður sungin í almennum safnaðarsöng ásamt fleiri sálmum sem tilheyra boðskap dagsins. Morgunblaðið/Ómar Fríkirkjan í Hafnarfirði lok samkomu. Allir velkomnir. Barnakirkja á meðan á samkomu stendur, öll börn vel- kominn frá 1–12 ára. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á Lindinni fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is Á Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. www.go- spel.is KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdeg- is á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Tilbeiðslu- stund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Trúfræðsla barnanna fer fram á laugardögum kl. 13.00 í Landakotsskóla. Barnamessan er kl. 14.00 í Kristskirkju. Reykjavík, Mar- íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnu- daga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðþjónusta kl. 11.00. Ræðumaður: Gavin Anthony. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.00. Ræðumaður: Maxwell Ditta. Safnaðar- heimili aðventista Gagnheiði 40, Sel- fossi: Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðþjón- usta kl. 11.00. Ræðumaður Stefán Rafn Stefánsson. Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðþjónusta kl. 11.00. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíu- fræðsla kl. 10.00. Guðsþjónusta kl. 11.00. Ræðumaður Eric Guðmundsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Messa sunnudag kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Gunnar Kristjánsson sóknar- prestur. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Sunnudagaskóli í Lágafells- kirkju kl. 13 í umsjá Hreiðars Arnar og Jónasar Þóris. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduhá- tíð kl. 11. Unglingakór kirkjunnar syngur undir leiðsögn Helgu Loftsdóttur. Undir- leik annast Anna Magnúsdóttir. Báðir prestar kirkjunnar þjóna. Sr. Þórhallur segir söguna af því hvernig Guð skapaði manninn í sinni mynd. Brúður koma í heimsókn. Hljómsveitin gleðigjafar leiðir söng. Eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á heilsunammi í safnaðarheimilinu. Strætisvagn ekur frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55 og heim aftur kl. 12. „Myndir af Jesú“ – kvöldguðsþjónusta kl. 20. Hljóm- sveitin gleðigjafar leikur. Sr. Þórhallur Heimisson sýnir og segir frá myndum sem listamenn hafa gert í mörgum löndum og á ýmsum tímum samkvæmt sínum hug- myndum um Jesú. Sr. Gunnþór Ingason leiðir helgihaldið. Eftir stundina er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Skemmtileg stund fyr- ir börn á öllum aldri. Guðsþjónusta kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Sunnudaga- skóli kl. 11, góð stund fyrir alla fjölskyld- una. Umsjón hafa Edda, Hera og Örn. Kvöldvaka kl. 20. Kirkjubandið og kórinn leiða söng. Gestir að þessu sinni eru hjónin Ágústa María Arnardóttir og Hjör- leifur Valsson fiðluleikari. ÁSTJARNARSÓKN: Barnaguðsþjónustur í samkomusal Hauka Ásvöllum á sunnu- dögum kl. 11–12. Léttar veitingar og hlý- legt samfélag eftir helgihaldið. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Tjarn- arsal Stóru-Vogaskóla á sunnudögum kl. 11–12. Léttar veitingar og hlýlegt sam- félag eftir helgihaldið. Messa í Kálfatjarn- arkirkju sunnudag kl. 14. Altarisganga, foreldrar fermingarbarna fylgi börnum sín- um til altarismáltíðarinnar, mæting kl. 13.30 fyrir þau. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn á saman tíma. Börn borin til skírnar. Kór Vídalínskirkju leiðir safnaðarsönginn. Organisti Jóhann Bald- vinsson. Sr. Friðrik J. Hjartarþjónar. Mola- sopi eftir guðsþjónustu í safnaðarheim- ilinu. Allir velkomnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Umsjón: Kristjana, Ásgeir Páll, Sara og Oddur. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Allir velkomnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa sunnudag kl.11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, Gréta Konráðsdóttir djákni, Halldóra Pálsdóttir kirkjuvörður og fermingarbörn þjóna í messunni ásamt Bjarti Loga Guðnasyni organista og Álftaneskórnum, einnig verð- ur barn borið til skírnar. Allir velkomnir. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Baldur, Sissa og Julian. Messa kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Fermingarfræðsla kl. 13. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Barn borið til skírn- ar. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organ- ista. Sunnudagaskóli sunnudaginn 12. febrúar kl. 11 í umsjá Ástríðar Helgu Sig- urðardóttur, Kristjönu Gísladóttur og Arn- ars Inga Tryggvasonar. Kirkjutrúðurinn mæti. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Sunnudagaskólinn verður í Ytri-Njarðvík- urkirkju og verður börnum ekið frá Safn- aðarheimili Njarðvíkurkirkju kl. 10.45. Að- alsafnaðarfundur Innri-Njarðvíkursókn verður haldinn 19. febrúar nk. að lokinni fjölskylduguðsþjónustu. Dagskrá; Venju- leg aðalfundarstörf. Hlévangur. Helgi- stund 12. febrúar kl. 14. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 árd. Laufey Gísla- dóttir, umsjónarmaður sunnudagaskól- ans, Sara Valbergsdóttir, Sigríður H. Karlsdóttir, Víðir Guðmundsson og Elín Njálsdóttir. Vestfirðingafélagið tekur þátt í guðsþjónustunni. Prestur sr. Kjartan Jóns- son. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Org- anisti og stjórnandi Hákon Leifsson. Með- hjálpari Guðmundur Hjaltason. Kaffi og djús eftir guðsþjónustu. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðsþjón- usta í Borgarneskirkju kl 11.15. Messa í Álftaneskirkju kl 14. Taize-guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl 20. Barnakór syngur, ásamt kirkjukór undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Hljóðfæraleikarar Gunnar Ringsted og Ólafur Flosason. Sóknar- prestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta verður fyrir allt prestakallið sunnudag kl. 11 f.h. Mikill og skemmti- legur söngur. Börn taka þátt í guðsþjón- ustunni. Allir velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Á orgelið leika Ey- þór Ingi Jónsson og nemendur úr Tónlist- arskólanum á Akureyri. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Kvöld- messa kl. 20.30. Sr. Sólveig Halla Krist- jánsdóttir. Haukur Árni Hjartarson flytur hugleiðingu. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónsson- ar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sér- staklega hvött til að koma. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Fermingarbörn ásamt foreldrum boðin sérstaklega vel- komin. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Fjöl- skyldusamkoma sunnudag kl. 11. Anna Merethe Jakobsen talar. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Kyrrðar- stund sama kvöld kl. 21. FÁSKRÚÐSFJARÐARKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sérstök stund fyrir börnin niðri eftir guðspjall. Sóknarprestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Egill Hallgrímsson. HAUKADALSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Félagar úr Skálholts- kórnum leiða sönginn. Egill Hallgrímsson. STÓRUBORGARKIRKJA, Grímsnesi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 16. Les- messa án organleiks. Egill Hallgrímsson. MOSFELLSKIRKJA, Grímsnesi: Kvöld- guðsþjónusta sunnudag kl. 20.30. Les- messa án organleiks. Egill Hallgrímsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Aðstand- endur vegna fermingar í voraðstoða við at- höfnina. Fermingarbörn og foreldrar sér- staklega hvött til þess að koma. Barnaguðsþjónusta kl. 11.15 í safnaðar- heimilinu. Léttur hádegisverður eftir at- höfnina. Kirkjuskóli í Félagsmiðstöðinni við Tryggvagötu þriðjudag 14. febrúar kl. 14. Foreldramorgunn miðvikudaginn15. febrúar kl. 11. Opið hús. Guðfinna Tryggvadóttir, íþróttakennari og einkaþjálf- ari, kynnir líkamsrækt handa mæðrum á meðgöngu og eftir barnsburð. Fundur í Æskulýðsfélagi Selfosskirkju fimmtu- dag16. febrúar kl. 19.30. Sr. Gunnar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Orgelstund kl. 17. Ritningarlestur, hugleiðing og bænargjörð. Alfa-námskeið á mánudögum kl. 19–22. Foreldramorgn- ar á þriðjudögum kl. 10. Heilsustofnun NLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 55 MESSUR Á MORGUN KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.