Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 76

Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 76
76 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hann hefur varla farið framhjá nokkru mannsbarni,sirkusinn sem nú er stadd- ur í bænum. Enda hafa forsíður og baksíður blaðanna, stór hluti frétta- tímanna og viðtalsþáttanna verið undirlagðir af kynningarefni um ljósfimleikana og trúðslætin sem, að sögn elstu manna, slá öllum fyrri al- þýðuskemmtunum við. Og það er engin furða því að sirkusinn býður upp á svo mögnuð atriði að sumir neita jafnvel að kalla þetta sirkus, segjast frekar vera á leiðinni í leik- húsið, þarna er jú svið, fjöldi leikara og síðast en ekki síst, söguþráður. Ég er að sjálfsögðu að tala um Silvíu Nótt, (fyrirsögnin og myndin kom ykkur á sporið, var það ekki?) lagið hennar „Til hamingju, Ísland“ og þau sterku viðbrögð sem atriði hennar hefur fengið, frá bæði fjöl- miðlum og almenningi. Það þurfti líklega viðburð á stærð við Söngva- keppni Sjónvarpsins til að umræðan tæki á sig þessa skringilegu mynd en auk þess verður að segjast að vopn sumra, sem fyrir stuttu ætluðu að leggja stein í götu lagsins, hafi í raun snúist í höndum þeirra og í staðinn fyrir að Silvíu væri fleygt út úr keppninni, fékk hún fjölmiðla- umfjöllun sem allir hinir höfund- arnir og flytjendurnir gátu aðeins leyft sér að dreyma um.    Það væri of mikil einföldun aðsegja að gúrkutíð fjölmiðla eða uppsláttarfyrirsagnir sumra blaða væru mótandi afl í þessum sirkus því eins og allir þeir sem sótt hafa slíkar „erlendar“ skemmtanir er alltaf einhver sem kynnir trúðana inn í hringinn. Þeir sem sáu atriði Silvíu Nóttar, umstangið í kringum komu hennar út á Fiskislóð, lífverð- ina, skínandi svarta bílana og svo náttúrlega atriðið sjálft, geta sagt sér það sjálfir að svona uppákoma krefst vandlegrar skipulagningar. Hér þarf að hugsa fyrir öllu, há- marka athyglina og gera sirk- usgestum það ljóst að atriðið sem verið er að kynna sé engu öðru líkt. Í ljósi þeirrar athygli sem lagið hef- ur fengið er óhætt að segja að sirk- usstjórinn hafi leyst þetta vel af hendi. Maður hefur heyrt sögur af því að krakkar allt niður í fimm ára hlaupi um í barnaafmælum syngj- andi hástöfum „Til hamingju, Ís- land“ og nú þegar Nylon-flokkurinn er horfinn til útlanda og Birgitta – ja, hefur einhver rekist á hana? – þá er ekki ólíklegt að innan skamms verði drjúgur hluti yngstu skóla- barnanna búinn að tileinka sér hegðun og atferli Silvíu Nóttar.    En aftur að sirkusnum og við-leitni fjölmiðla til að taka þátt í viðburði sem er greinilega – og öll- um er það vonandi ljóst – uppdikt- aður. Hvað er það til dæmis sem fær fjölmiðil eins og þennan til að gleypa það með húð og hári að á sviðinu út á Granda standi Silvía Nótt en ekki Ágústa Eva Erlends- dóttir? Er það þörf hans fyrir að taka þátt í leik sem allir aðrir virð- ast leika (og þar með kannski forða honum frá því að vera púkó) eða er þetta frekar í ætt við það sem við kynnumst á hverju ári þegar viðtöl er tekin við jólasveininn. Þessi þátt- tökuvilji fjölmiðla náði áður óséðum hæðum þegar fréttamaður NFS reyndi að fá – og takið nú eftir – viðbrögð Silvíu Nóttar við stjórn- sýsluákæru sem lögð var fram á hendur útvarpsstjóra Ríkisútvarps- ins. Segjum nú svo að útvarpsstjóri hefði neyðst til að segja af sér í kjöl- farið, hefði NFS þá kannski fundist það við hæfi að fá viðbrögð Silvíu Nóttar við afsögninni? Að sjálf- sögðu ekki en það fær mann samt til að velta því fyrir sér að ef línan á milli raunveruleikans og hins ímyndaða er til, eru allir með það á hreinu hvar hún liggur?    Ágústa Eva Erlendsdóttir ogönnur foreldri Silvíu Nóttar vilja náttúrlega umfram allt að þessi umrædda lína þurrkist út og vegna þess að flestir eru á því að þessi leikur sé, enn sem komið er skemmtilegur, höfum við gert með okkur þegjandi samkomulag um að hann fái að halda áfram. Hvort þetta samkomulag hafi spilað ein- hvern þátt í ákvörðun útvarpsstjóra að lag Silvíu Nóttar fékk að halda áfram í keppninni er erfitt að segja en það hlýtur óneitanlega að hafa verið skrítið fyrir Kristján Hreins- son og co. að halda uppi málflutn- ingi gegn einhverju sem í raun og veru er ekki til. Franski fræðimaðurinn Roland Barthes skrifaði um miðja síðustu öld, ritgerð um bandaríska fjöl- bragðaglímu en fyrir þá sem ekki þekkja umrædda glímu, þá á hún meira skylt með leiksýningum en íþróttum. Þar heldur Barthes því fram að áhorfendurnir hafi í raun engan áhuga á því hvort úrslit glím- unnar séu fyrir fram ákveðin eða ekki, því að þeir hafi þegar ofurselt sig frumforsendu sýningarinnar; það sem máli skiptir er ekki hvað áhorfendurnir halda, aðeins hvað þeir sjá. Hringir þetta einhverjum bjöll- um?    Það að Barthes hafi valið aðskrifa um fjölbragðaglímu er nokkuð áhugavert því að á síðustu öld var einnig uppi maður sem gerði veröld fjölbragðaglímunnar og viðbrögð fólks við henni að ára- tugalöngu grínatriði. Maðurinn hét Andy Kaufman og var einn áhrifa- mesti skemmtikraftur sem uppi hef- ur verið. Kaufman var upptekinn af því sem stundum hefur verið nefnt „anti-humor“ og snýst í raun og veru um að ganga of langt með brandara; svo langt að hann hættir að vera fyndinn, verður svo aftur fyndinn, hættir því og svo koll af kolli. Þetta gerði hann stundum með því að búa til persónur sem iðu- lega voru fráhrindandi, ófor- skammaðar og dónalegar en svo yf- irgengilegar sem slíkar að þær urðu stórkostlega fyndnar. Grínið sem Kaufmann skóp í kringum fjöl- bragðaglímuna entist honum til dauðadags og því hæpið að útskýra það hér í fáum orðum en kjarni þess var í einu orði sagt, öfgar. Kauf- mann reyndi alltaf að ganga lengra og umfram það sem síðustu hlátra- sköll gáfu tilefni til. Áðurnefnd grein Rolands Barthes hefst á þess- um orðum: „Dyggð fjölbragðaglím- unnar er sú að hún er sýning öfg- anna.“ Kaufmann skyldi þó ekki hafa lesið Barthes – eða þá Ágústa Eva?    Veröld sirkussins er á köldumdögum sem þessum nokkuð heillandi. Hún er veröld skærra lita, stórra svipbrigða, töfra, húmors og hættu. Súrefnið í tjaldinu er annað en það sem við öndum að okkur dagsdaglega og þar er hvorki tími né rúm fyrir smásálarlegar tilfinn- ingar. Maður heldur með þessum trúð og maður er á móti hinum. Sirkusinn vill skemmta og maður vill láta skemmta sér. Hversu lengi þessi tiltekna sýning getur gengið, veltur náttúrlega á færni sirk- usstjórans til að gera okkur mót- tækileg og spennt fyrir næsta at- riði. Hingað til hefur allt gengið eins og í sögu en ef það er ein regla sem allir alvöru sirkusstjórar telja að sé ófrávíkjanleg, þá er hún þessi: Stórkostlegasta atriðið kemur alltaf síðast. Nú er að bíða og sjá. Sirkus Silvíu Nóttar ’Hvað er það til dæmissem fær fjölmiðil eins og þennan til að gleypa það með húð og hári að á sviðinu […] standi Silvía Nótt en ekki Ágústa Eva Erlendsdóttir?‘ Morgunblaðið/Eggert „Herrar mínir og frúr, leyfið mér að kynna; hina ótrúlegu, óborganlegu, og ómótstæðilegu, Silvíu Nótt!“ hoskuldur@mbl.is AF LISTUM Höskuldur Ólafsson LIÐ Réttarholtsskóla bar sigur úr býtum í spurningakeppni grunn- skólanna, sem ber nafnið „Nema hvað?“, en úrslitaviðureignin fór fram í Útvarpshúsinu á mið- vikudagskvöldið. Í úrslitum áttust við lið Borgaskóla og Réttarholts- skóla og fór svo að síðarnefnda liðið sigraði með 27 stigum gegn 21. Sig- urliðið skipuðu þeir Ísleifur Egill Hjaltason, Heimir Þórisson, Einar Daði Lárusson og Adam Þór Þor- geirsson, sem var varamaður. Þeir eru allir í 10. bekk, nema Adam sem er í 9. bekk og þarf því að taka við kyndlinum á næsta ári. Að sögn drengjanna var sigurinn sætur. „Þetta var bara mjög gaman og góð tilfinning,“ segja þeir og bæta því við að þetta sé fyrsti sigur skólans í keppninni. „Já, þetta er í fyrsta skipti sem Réttarholtsskóli sigrar í þessari keppni. Það er líka skemmtilegt að þetta ber upp á 50 ára afmæli skólans sem var stofn- aður árið 1956. Það verður víst mikil afmælishátíð í vor,“ segja dreng- irnir. Aðspurðir segjast þeir hafa feng- ið nokkra athygli skólafélaga sinna út af árangrinum. „Já, einhverja smá. Það er stundum gengið upp að okkur og við spurðir einhverra spurninga í gríni, til dæmis hver sé forsætisráðherra í Chile eða eitt- hvað í þeim dúr,“ segir Ísleifur. Drengirnir segja nokkrar ástæður að baki hinum góða árangri. „Við lesum mjög mikið, en svo er þetta líka meðfætt að einhverju leyti. Svo er Réttarholtsskóli líka mikill gæða- skóli, góðir kennarar og svona,“ segja þeir í einum dúr. „Þetta er lík- lega sambland úr mörgum þáttum,“ segir Adam. Athygli vekur að engin stúlka er í liðinu, en drengirnir benda þó á að ein hafi verið nálægt því að komast í liðið. „Það var ein, en hún komst sjaldan á æfingar þannig að hún lenti bara í varaliðinu. En hún stóð sig vel þegar hún mætti,“ segir Ís- leifur. Að sögn drengjanna var eng- in sérstök verkaskipting í liðinu, þeir séu allir fremur sterkir á flest- um sviðum. „Við erum samt eiginlega allir bestir í landafræði,“ segir Heimir. „Þeir eru mjög góðir í íþróttum en ég er kannski betri í mannkyns- sögu,“ segir Ísleifur. Drengirnir hafa enn ekki ákveðið í hvaða menntaskóla þeir ætla en þó telja þeir Menntaskólann við Sund koma sterklega til greina. Þeir hafa hins vegar lítinn áhuga á að taka þátt í spurningakeppni framhaldsskól- anna, Gettu betur. „Nei ég held ekki. Það er alltof mikil vinna,“ seg- ir Einar. Fólk | Réttarholtsskóli sigraði í spurningakeppni grunnskólanna Fyrsti sigur á 50 ára afmæli skólans Morgunblaðið/Ásdís Sigurlið Réttarholtsskóla með verðlaunagripina: Ísleifur Egill Hjaltason, Heimir Þórisson, Einar Daði Lárusson og Adam Þór Þorgeirsson. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Útsölu lýkur í dag Klapparstíg 44 - sími 562 3614 • Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni Enn meiri afsláttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.