Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÁRLEGA velur dómnefnd á vegum World Press Photo-samtakanna fréttamynd ársins. Í gær var til- kynnt hvaða mynd varð fyrir valinu fyrir árið 2005. Kanadíski ljós- myndarinn Finbarr O’Reilly, starfs- maður Reuters-fréttastofunnar, tók myndina sem sýnir magran fingur ungbarns teygja sig í munn móður sinnar. Var myndin tekin í Tahoua í Afríkulandinu Níger í ágúst í fyrra, en þar geisaði mikil hungursneyð. James Colton, formaður dóm- nefndarinnar, sagði myndina hafa sótt á sig frá því hann sá hana fyrst. „Þessi mynd hefur allt – fegurð, hrylling og örvæntingu. Hún er ein- föld, fáguð og hreyfir við manni.“ Reuters Fréttamynd ársins valin NOKKUÐ virðist hafa dregið úr heift múslíma í Vestur-Evrópu vegna skopteikninganna af Múham- eð spámanni sem birtust í danska blaðinu Jyllands-Posten og síðar í fleiri miðlum. Enn voru þó mót- mælagöngur í allmörgum löndum í gær, víðast hvar friðsamlegar, en í Egyptalandi og Tyrklandi voru danskir fánar brenndir, einnig brúður í líki Anders Fogh Rasm- ussen, forsætisráðherra Danmerk- ur. Mörg þúsund manns söfnuðust saman við sendiráð Dana í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, eftir föstudagsbænir og dreifðu samtök heittrúarmanna út miðum þar sem hvatt var til þess að danskar vörur yrðu sniðgengnar. Vebjørn Selbekk, ritstjóri norska tímaritsins Magazinet, sem endur- birti myndirnar úr Jyllands-Posten, sneri í gær við blaðinu og baðst af- sökunar á því að hafa af gáleysi sært tilfinningar múslíma með myndunum. Hann gekk þó ekki svo langt að harma að hafa birt myndirnar. Selbekk hefur fengið fjölda morðhótana vegna mynd- anna. Ráð norskra múslíma sagðist taka afsökun Selbekk til greina. „Selbekk á börn á sama aldri og ég. Ég vil að börnin hans og börnin mín geti alist upp saman, lifað sam- an í friði og orðið vinir,“ sagði leið- togi ráðsins, Mohammad Hamdam. Sænskur flokkur fjarlægir myndirnar af vefsíðu Könnun í Noregi gefur til kynna að 57% landsmanna álíti að fjöl- miðlar hefðu átt að sleppa því að birta myndirnar. Hægrisinnaður stjórnmálaflokkur í Svíþjóð fjar- lægði í gær teikningarnar af vef- síðu sinni og lagði á hilluna hug- myndir um samkeppni um Múhameðsmyndir. Sænskir fjöl- miðlar hafa ekki birt myndirnar umtöluðu. Talsmaður Venstre, stærri stjórnarflokksins í Danmörku, var- aði í gær menn við að halda að vandamálið yrði senn úr sögunni. „Margt getur enn gerst. Mikilvægt er að menn tali varlega. Við viljum að allt sé gert til að hindra að um- ræðurnar fari út af sporinu,“ sagði talsmaðurinn, Jens Rohde, að sögn Jyllands-Posten. Könnun í Dan- mörku gefur til kynna að meirihluti Dana telji þarlenda múslímaklerka hafa átt mestan þátt í að teikninga- málið varð jafn ofbeldisfullt og reyndin er orðin. Abu Laban, ímam í Kaupmanna- höfn, vísaði í gær á bug ásökunum þess efnis að danskir múslím- aklerkar hefðu ýtt undir deilur og átök vegna teikninganna í löndum íslams. „Við höfum ekki hellt olíu á eldinn,“ sagði Laban. Í ljós hefur komið að lítt þekkt egypskt blað, El Fagr, birti sex af teikningunum 12 þegar í október í fyrra, en þær voru fyrst birtar í Jyllands-Posten í september. Myndirnar í El Fagr vöktu litla athygli, það var ekki fyrr en í janúar að mótmæli hófust víða í múslímaríkjum. Beðist afsök- unar á teikn- ingum í Noregi Danskir fánar á ný brenndir í mót- mælagöngum í múslímalöndum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is London. AP. | Verkamannaflokkur stjórnar Tony Blairs í Bretlandi beið mikinn ósigur í aukakosning- um um þingsæti í skosku kjör- dæmi, Dunfermline og Fife West, í gær. Frjálslyndi demókratinn Wil- lie Rennie var með um 1.800 at- kvæði fram yfir þingmannsefni Verkmannaflokksins, Catherine Stihler. Kjósa þurfti aftur vegna þess að Rachel Squire, þingmaður Verka- mannaflokksins, er látin en hún hlaut liðlega tvo þriðju atkvæða í kosningunum í fyrra. Kjörsókn var lítil að þessu sinni, aðeins um 49%. George Brown fjármálaráðherra, sem nær öruggt má telja að taki við af Blair fyrir næstu kosningar, býr í umræddu kjördæmi. Lagði hann sig fram um að tryggja Stihler sig- ur og kom fjórum sinnum fram á fundum í kjördæminu. Niðurstaðan þykir því vera áfall fyrir Brown. Ekki bætir úr skák að Frjálslyndir demókratar hafa átt undir högg að sækja vegna alls kyns vandræða- mála í kjölfar þess að leiðtogi flokksins, Charles Kennedy, var þvingaður til að segja af sér vegna áfengisvanda. Kemur sigur þeirra því enn meira á óvart en ella. Verka- manna- flokkurinn tapaði ♦♦♦ Jerúsalem. AFP, AP. | Embætt- ismenn í Ísrael fóru í gær hörðum orðum um þá ákvörð- un Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta að bjóða leiðtog- um Hamas-samtakanna til fundar í Moskvu. Mennta- málaráðherrann, Meir Sheet- rit, sagði ákvörðun Pútíns „rýting í bak“ Ísraela og spurði hvað forseti Rússlands myndi segja ef ísraelsk stjórnvöld byðu tétsenskum skæruliðum til skrafs og ráðagerða í Jerúsalem. „Þetta frumkvæði er sann- arlega rýtingur í bakið … því að það felur í sér að hryðju- verkasamtökum verði veitt alþjóðleg viðurkenning og við verðum að mótmæla þessu af öllum kröftum,“ sagði Sheetrit í samtali við ísraelska útvarpsstöð. Fleiri ráðherrar og embættismenn tóku í sama streng. „Þegar Tsjetsjenar standa fyrir árás í Moskvu þá kalla Rússar það hryðjuverk en þegar árás er gerð í Jerúsalem þá gera þeir það ekki. Er blóð ísraelskra borgara minna virði en blóð Rússa?“ spurði háttsettur, ónafngreindur embættismaður AFP-fréttastofuna. Stjórnvöld í Moskvu hafa ekki skilgreint Hamas- samtökin, sem unnu stórsigur í palestínsku þingkosning- unum nýverið, sem hryðjuverkasamtök, ólíkt Evrópusam- bandinu og Bandaríkjastjórn. Pútín Rússlandsforseti greindi fréttamönnum frá því á fimmtudag að hann vildi bjóða Hamas-mönnum til Moskvu til viðræðna, en nú er þess beðið að leiðtogar Hamas hefji undirbúning að mynd- un ríkisstjórnar í Palestínu. Rússar eru aðilar að svokölluðum kvartett sem haft hef- ur milligöngu í friðarviðleitni Ísraela og Palestínumanna – en honum tilheyra, auk Rússa, Bandaríkjamenn, Samein- uðu þjóðirnar og Evrópusambandið – og eiga Rússar því hlut að ályktun kvartettsins sem lýsir Hamas sem ótæk- um samstarfsaðila í ljósi endurtekinna hryðjuverka sam- takanna gegn ísraelskum borgurum. Minnti Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, Rússa á þessa staðreynd í fyrrakvöld. Fleiri var hvassyrtir. „Þetta er tilraun til að friðþægjast við múslímaheiminn á okkar kostnað,“ sagði Avigdor Lieberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, harðlínuflokks rússneskra innflytjenda. Pútín Rússlandsforseti hart gagnrýndur í Ísrael „Rýtingur í bak“ Ísraela að hann hyggist bjóða leiðtogum Hamas til Moskvu til viðræðna Reuters Einn af leiðtogum Hamas-samtakanna í Palestínu, þingmaðurinn Ismail Haniyeh, ræðir við stuðnings- mann í Egyptalandi. Talið er að áhrifamestu leiðtogar séu menn í útlegð í Líbanon og Sýrlandi. Vladímír Pútín Pristina. AFP. | Fulltrúar á þingi Kosovo völdu sér í gær nýjan for- seta í stað Ibrahims Rugova, en hann lést 21. janúar sl. af völdum lungnakrabbameins. Fyrir valinu varð Fatmir Sejdiu, hófsamur fulltrúi flokks Rugova, Lýðræðis- bandalagsins (LDK). Sejdiu er 54 ára gamall lagapró- fessor og hefur verið formaður LDK frá stofnun flokksins 1989 og vann hann náið með hinum látna þjóðhöfðingja Albana í Kosovo, en Rugova hafði verið helsta sjálf- stæðishetja Kosovo-Albana síð- ustu sextán árin. Sejdiu hefur enn- fremur setið á þinginu í Pristina frá upphafi, þ.e. frá 2001. Mikilvægt þótti að fylla skjótt og vel það pólitíska tómarúm sem myndaðist með fráfalli Rugova, en framundan eru viðræður milli Serba og Albana um framtíðar- skipan mála í Kosovo. Kosovo er að forminu til hérað í Serbíu en Alb- anar, sem eru um 90% íbúanna, vilja sjálfstæði og hefur þótt senni- legt að niðurstaða viðræðnanna, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa milligöngu um, yrði sú að þeir fengju sjálfstæði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að tiltekn- um tíma liðnum. Fatmir Sejdiu nýr forseti Kosovo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.