Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR „ÞAÐ eru mjög miklar skemmdir. Það eru mörg hús illa farin eftir fok og einnig bílar. Rúður eru brotnar og þakplötur hafa losnað. Það eru líka skemmdir á húsunum sjálfum, klæðningar og annað ónýtt,“ segir Ívar Kristjánsson formaður björg- unarsveitarinnar Sæbjargar á Flat- eyri en skemmdirnar urðu aðallega af völdum húss sem fauk í veðrinu. „Það er enn fokhætta af húsinu eins og það er í augnablikinu,“ seg- ir Ívar sem var ásamt fjölda björg- unarsveitarmanna að kanna skemmdir og taka til eftir óveðrið í gærkvöldi. Ívar segir að ekki sé vit- að til þess að neinn hafi slasast. Hann segir fólki mjög brugðið og að aðstæður séu líkar því að felli- bylur hafi farið yfir svæðið. „Manni brá bara sjálfum,“ viðurkennir Ívar og segir engan hafa átt von á því- líku veðri. Björgunarsveitin Sæbjörg naut aðstoðar fjölda íbúa í bænum í gær við hreinsunarstarf og fyrirbyggj- andi aðgerðir. Þá fékk hún einnig liðsinni frá björgunarsveitinni á Suðureyri og samtals voru um 20- 30 manns að störfum. „Allir þeir sem vettlingi gátu valdið komu að hjálpa,“ segir Ívar. Hann segir mik- ið verk óunnið. „Það stendur yfir eiginlega allsherjarhreinsun á öll- um bænum. Það er spýtnabrak og þakplötur út um allan bæ. Það er mikil slóð eftir [brak úr skemm- unni] um allan bæ.“ Spáð var þokkalegu veðri í nótt á Flateyri en von er á stormi aftur á morgun, sunnudag. Slóð eftir brakið um allan bæ „ÉG var úti þegar veðrið var og þetta var rosalegt. Rosalegar hvið- ur. Það fuku meira að segja bílar og ljósastaur svignaði þannig að hann smurðist ofan í jörðina,“ segir Ön- undur Hafsteinn Pálsson, íbúi á Flateyri og meðlimur í björg- unarsveitinni Sæbjörg á Flateyri, um ástandið þegar mesta veðrið gekk yfir bæinn í gærkvöldi. „Það var varla stætt úti. Ég rétt komst út í bíl til að fara í útkallið,“ segir Ön- undur sem var á vettvangi að fergja það sem eftir var af skemmunni sem fauk til að fyrirbyggja frekari skemmdir á nærliggjandi húsum og bifreiðum þegar Morgunblaðið náði tali af honum. „Þetta gerðist á skot- stundu því húsið fer í heilu lagi. Fýkur yfir götuna, lendir á húsum og klippti í sundur ljósastaura.“ Öndundur segir að veðurofsinn einn og sér hafi þó nægt til að færa bíla hátt í tvo metra úr stað. „Einn ljósastaur fór alveg og smurðist hreinlega ofan í jörðina.“ Þá hafi um 60–70 fiskikör fokið og dreifst um bæinn. Önundur segir að bæjarbúar hafi ekki átt von á veðri sem þessu í gær. Enginn virðist sem betur fer hafa verið utandyra þegar mestu hviðurnar gengu yfir. „Við byrj- uðum á því að fara um allan bæinn og könnuðum hvort það væri ekki í lagi með alla,“ segir Önundur um störf björgunarsveitarinnar í gær- kvöldi. „Það voru tveir gluggar farnir en það var í lagi með alla. Þannig að við erum að negla niður lausar [þak]plötur og fyrirbyggja frekara fok. Það kemur nú fyrir hjá okkur svona einu sinni á ári að það fjúki þakplötur en ekki svona mik- ið.“ „Þetta var rosalegt“ AFTAKAVEÐUR gerði á Flateyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gamalt trésmíðaverkstæði, áfast við slökkvistöð bæjarins, við Túngötu, neðarlega á eyrinni, hreinlega splundraðist, en vindur fór upp í 43,9 m/s í kröftugustu hviðunum. Að sögn Páls Önundarsonar bíl- stjóra stóð veðrið stutt og var snarpt, en það gekk yfir á tæpum hálfum öðrum klukkutíma í kringum kvöldmatarleytið í gær. Segir hann guðsmildi að ekki hafi verið neinn nálægur þegar verkstæðið splundr- aðist, því brakinu rigndi yfir nær- liggjandi bíla og hús með þeim af- leiðingum m.a. að rúður brotnuðu og húsklæðningar skemmdust. „Mér skildist á þeim sem búa í ná- grenni verkstæðisins að skyndilega hefði heyrst mikill hvellur, síðan fór rafmagnið og svo dundu ósköpin yf- ir,“ segir Páll og tekur fram að í svona aðstæðum sé maður minntur á hversu mannskepnan er lítils megn- ug gagnvart náttúrunni. „Ég get sagt þér að aðkoman að verkstæðinu minnti mann óþyrmilega á aðkom- una eftir snjóflóðið. Það er hreinlega ekkert eftir af húsinu sem sprakk í loft upp, en brakið úr því dreifðist yf- ir stórt svæði og allt handónýtt,“ segir Páll og nefnir sem dæmi að splunkunýr Explorer-jeppi sem stóð rétt hjá verkstæðinu sé „eins og hann hafi lent í hakkavél út af spýtnabrakinu sem rigndi yfir bíl- inn“. Áætlar Páll að tjónið af völdum veðursins skipti milljónum króna. „Væntanlega kemur endanlegt tjón þó ekki í ljós fyrr en í fyrramálið þegar birtir.“ Að sögn Páls var verk- stæðið yfirgefið þar sem síðustu mánuði hafi staðið yfir endurbætur á húsinu, en verkstæðið er í eigu bróð- ur Páls. Að sögn Eiríks Finns Greipsson- ar, aðstoðarsparisjóðsstjóra á Flat- eyri, nefnist veður á borð við það sem gerði á Flateyri í gærkvöldi Grundarendaveður. „Þá kemur vind- urinn frá Hjarðardalsnaustum í átt- ina að eyrinni og koma hnútar sem skella á byggðinni,“ segir Eiríkur og segir umrædda hnúta í raun geta skollið hvar sem er á húsum. Spurð- ur hvort slík veður séu algeng á Flateyri svarar Eiríkur því neitandi og segist síðast muna eftir svona veðri og sterkum hviðum 3. febrúar árið 1991. „En þá fór þakið af beina- verksmiðjunni neðst á eyrinni og fauk yfir byggðina, auk þess sem hnútar skullu á kirkjuna og hús ofar á eyrinni þar sem fjöldi þaka splundraðist. Mér sýnist samskonar veðurhnútar hafa myndast nú og þá.“ Brakið dreifðist í yfir 100 metra radíus Eiríkur býr í þarnæsta húsi við trésmíðaverkstæðið, en sagðist ekki vita hvort hús sitt hefði orðið fyrir miklu tjóni, en Eiríkur var staddur í höfuðborginni þegar blaðamaður náði tali af honum. Segir hann jarð- vinnuverktaka hafa verið að endur- byggja húsið í allan vetur. „Síðast þegar ég heyrði í honum voru end- urbætur vel á veg komnar. Þegar ég heyrði í eigandanum fyrir viku átti hann aðeins eftir að endurbyggja gaflinn á húsinu, sem virðist hafa gefið sig í veðrinu og splundrað hús- inu.“ Að sögn Péturs Björnssonar, varðstjóra lögreglunnar á Ísafirði, höfðu fjölmargar tilkynningar um tjón af völdum veðursins borist í gær. Sagði hann vitað um a.m.k. fjóra bíla sem orðið hefðu fyrir tölu- verðum skemmdum, auk þess sem brak frá trésmíðaverkstæðinu hefði brotið rúður í húsum, skemmt klæðningar húsa og eyðilagt þök, en Pétur sagði sennilegt að brakið hefði dreifst yfir nærliggjandi svæði í alla- vega 100 metra radíus. Var veður að mestu leyti gengið niður þegar blaðamaður náði tali af honum á tí- unda tímanum í gær. Björgunar- sveitin á staðnum var þegar kölluð út er veðrið skall á og einnig var kall- að eftir aðstoð frá Ísafirði og Suður- eyri til þess að ganga frá svæðinu og að fyrirbyggja meiri skemmdir. „Verkstæðið hreinlega sprakk í loft upp“ Eftir Silju Björk Huldudóttur og Sunnu Ósk Logadóttur Ljósmynd/Eiríkur Finnur Greipsson Svona leit verkstæðið út fyrir skemmstu en búið er að eiga töluvert við það að undanförnu, styrkja þak og burðarvirki og til stóð að endurnýja það allt. Ljósmynd/Páll Önundarson Svo virðist sem byggingin hafi hreinlega sprungið í loft upp og fokið nánast í heilu lagi. Björgunarsveitarmenn unnu við hreinsunarstarf í gærkvöldi. Ljósmynd/Páll Önundarson Gríðarlegar skemmdir urðu vegna braks sem fauk á nærliggjandi hús. NÝLEGUR jeppi hjónanna Guðjóns Guðmunds- sonar og Bjarnheiðar Ívarsdóttur eyðilagðist í ofsaveðrinu á Flateyri í gær þegar brak úr ná- lægri skemmu fauk á hann þar sem hann stóð í innkeyrslunni á Grundarstíg 5. „Húsið fór eiginlega allt, það er bara hug- mynd af því eftir,“ lýsir Guðjón aðstæðum en aðeins er eitt hús á milli skemmunnar og íbúð- arhúss Guðjóns. „Húsið fer allt í einu lagi, bæði þak og veggir og fer yfir hornið á húsinu hjá mér, á bílinn og yfir á hús neðar í götunni. Bílinn er handónýtur. Það voru mikil læti og drundi hér í öllu húsinu á meðan þetta var að gerast.“ Guðjón segir að sem betur fer hafi allir fjöl- skyldumeðlimir verið innandyra og beðið þess að veðrið gengi yfir. „Ég var búinn að vera að hlaupa á eftir ruslatunnum og svona drasli, var svo til nýkominn inn þegar þetta gerðist.“ Guðjón segir að veðrið hafi óvænt rokið upp. Brak hafi farið á rafmagnskassa í götunni og því var rafmagnslaust hjá Guðjóni á Grund- arstígnum þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Þá reif brakið ofan af tveimur ljósastaurum í götunni að sögn Guðjóns og skemmdir urðu á kvisti á íbúðarhúsinu. „Ég keypti bílinn núna í desember,“ segir Guðjón um jeppann. Hann þarf því að fara aft- ur á stúfana og kaupa nýjan bíl fljótlega. Í millitíðinni ætlar hann að nota annan bíl sem hann á en sá skemmdist aðeins lítillega í veð- urofsanum í gær. Guðjón segir að eftir eigi að meta skemmdir af völdum veðursins að fullu en augljóst sé að skemmdir hafi orðið á húsum í næsta nágrenni, rúður brotnað og þakplötur losnað. „Við eitt húsið eru stór grenitré. Eitt hefur brotnað og leggst inn um gluggann á húsinu. Ætli bolurinn á því sé ekki um 20 sentimetrar, svo þetta er alvörutré.“ Nýi jeppinn gjörónýtur Ljósmynd/Páll Önundarson Jeppinn gjöreyðilagðist í veðurofsanum þegar brak úr nálægri skemmu lenti á honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.