Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 61

Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 61 MINNINGAR einstaklega gáfað barn. Við Hjalti lékum okkur í beinabúinu okkar og það var yndislegt að heyra í flaut- unni, þá hlupum við eins og fætur toguðu heim í „drekkutíma“ eða mat. Við hjálpuðum til við verkin í fjósinu og líka á heimilinu. Þú kenndir mér að sauma og prjóna og ég var mjög áhugasöm enda var hvatning alltaf til staðar frá þér og afa. Þú bakaði allt sem var á boðstólum í „drekku- tímunum“ og við Hjalti hjálpuðum til við að snúa kleinum. Ég man hve stolt ég var því þú sagðir að ég væri sú fljótasta að snúa kleinunum. Stundum laumaði ég deigi undan og stakk upp í mig og velti því fyrir mér hvort ég fengi nú orma, þú sagðir nefnilega að maður fengi orma af því að borða deig. Þú fórst alltaf fyrst á fætur og síðust í rúmið og mér datt aldrei í hug að þú værir þreytt, ég vissi bara ekki að það væri til hjá þér. En auðvitað skil ég í dag að þetta hefur verið hörkupúl en samt raulaðir þú vísurnar sem þú samdir allan daginn. Eftir að afi dó fluttir þú suður á Laugaveginn og ég kom oft- ast á hverjum degi til að hjálpa þér að passa börnin, spila, spjalla og setja rúllur í hárið á þér. Við áttum sannarlega góðar stundir saman. Takk fyrir allt og þá meina ég allt, elsku besta amma mín, vertu alltaf hjá mér eins og þú lofaðir. Þín Hrund. Hún Lína amma mín átti langa og góða ævi. Ég hef heyrt ættingja mína tala um margt af því góða sem hún lét af sér leiða í lífinu. Sumu fékk ég að kynnast sjálfur en annað gerð- ist áður en ég fæddist. Ég í rauninni kynntist henni ömmu minni ekki al- mennilega fyrr en hún flutti á Hrafn- istu í Reykjavík fyrir um það bil 10 árum síðan. Amma var mjög vel liðin og eign- aðist marga góða félaga þar. Í flest þau skipti sem ég fór í heimsókn til hennar þá var hún að spila eða dansa við vini sína og kunningja. Þó svo að amma hafi verið orðin gömul og að ég held sátt við lífið þá er alltaf erfitt að missa náinn ættingja. Það sem ég hef þó huggað mig við er að hún Lína amma mín getur nú haldið áfram að dansa í lífinu sem nú tekur við hjá henni. Þar hittir hún eflaust fullt af góðu fólki eins og hann pabba sem tekur eflaust vel á móti henni og þau dansa saman inn í eilífðina. Blessuð sé minning hennar ömmu minnar. Ólafur Garðar Halldórsson. Nú er hún gengin yfir móðuna miklu, hún amma. Á slíkum stundum hugsum við margt, margs er að minnast. Fyrir allt þökkum við, af því lærðum við. Það var svo skrýtið, með hana ömmu, að hún ól upp sín níu börn og hafði mikil afskipti af mörgum barnabarnanna, en hún ól líka upp annarra manna börn. Til margra ára rak hún barnaheimili á sumrin og sum börnin voru hjá henni allt árið. Allir bera henni gott orð. Þá voru tímarnir öðruvísi. Við fórum t.d. í bað vikulega en það var ekki nóg af heitu vatni í Víðiholti fyrir allan skarann. Því fórum við í sund í Varmahlíð, yngstu börnin inni í gamla jeppanum, hin í kerru aftan í, ógleymanleg ferð, vikulega. Eftir sundið komum við svo heim og inn, fengum hver okkar skammt af góð- gæti sem borðast skyldi allt. Eins var það laugardagskvöldin, þá var sætindunum skipt jafnt milli allra. Börnin hennar ömmu fengu svo at- hygli eftir þörfum, hún sinnti þeim í gleði og sorg. Dyggðir hennar voru margar, hún var nýtin, sparsöm og útsjónarsöm, en ekki síst vinnusöm og dugleg eins og húsmóðir á mannmörgu heimili í sveit þarf að vera. Þar var köllun að sinna þörfum annarra. Stundirnar fyrir eigin hugðarefni urðu því fáar, stundirnar fyrir handavinnu og ljóðagerð. En hún lætur eftir sig ljóðin sín, ljóðin sem eru svo full af jákvæðni, svo litrík, jákvæð, hlý, ást- úðleg og í þeim er svo mikil sól að ylj- ar um hjartarætur. Eins og hún sjálf, hún varð svo sæt gömul kona, með fallegar blómaspennur í hárinu og í litríku fínu fötunum sínum. Sannur listamaður í anda og útliti. Æðrulaus ævinlega, einnig í dauðastríðinu, en þó við fulla vitund. Það auðveldaði að vera þar hjá þér, okkur sem enn óttumst dauðann. Nú ertu horfin frá okkur og við þökkum samfylgdina, þökkum fyrir súrt og sætt, bæði var jafnmikilvægt á braut til þroska. Brynja, Hallfríður og Steinar Ás. Elsku Lína amma mín. Nú var komið að því að þú þurftir að fara frá okkur til að fara á annan og betri stað. Ég veit að þú átt eftir að fylgjast vel með okkur og vera okkur innan handar ef við þörfnumst þess. Samt er alltaf svo ótrúlega erf- itt að kveðja. En mig langar til að minnast á ýmislegt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Þú áttir heima á efri hæðinni heima í Víðiholti þegar ég var barn og þar eyddi ég mörgum stundum. Þú hafð- ir alltaf tíma til að passa mig og spjalla, spila eða segja mér sögur þegar allir aðrir voru uppteknir. Þú áttir líka alltaf til kandís eða kúm- enkleinur handa sísvöngu stelpu- skotti sem átti leið í eldhúsið hjá ömmu sinni. Þú sast svo oft við hljómborðið þitt, spilaðir eftir eyr- anu og sönglaðir ljóðin þín með. Öll fallegu ljóðin þín sem eru okkur svo mikils virði og við varðveitum eins og allar minningarnar okkar um þig, elsku amma mín. Það kom að því að þú fluttir úr sveitinni og fórst að búa á Hrafnistu í Reykjavík. Þér líkaði vel að búa þar, góður félagsskapur og nóg við að vera. Það átti svo sann- arlega vel við þig að vera innan um fólk, spjalla, spila og dansa því þú varst alltaf svo mikil félagsvera, lífs- glöð og hress. Ég heimsótti þig oft á Hrafnistu, sérstaklega eftir að ég varð eldri og fór að vera meira á ferðinni. Þá áttum við oft mjög góðar stundir saman. Ég hafði alltaf svo gaman af því þegar þú sagðir mér frá þínu lífi og hvernig allt var öðruvísi þegar þú varst ung. Það verður erfitt að koma til Reykjavíkur og geta ekki heimsótt þig á Hrafnistu því það var orðin alveg fastur liður þegar maður var á ferðinni. En ég hugsa bara til þín í staðinn og veit að þú ert hjá mér. Vertu blessuð, elsku amma mín, þín Edda Hlíf. Mig langar að minnast elsku Línu ömmu minnar. Lína amma var góð kona sem allt- af var gott að heimsækja, bæði í sveitina í gamla daga og á Hrafnistu þar sem hún bjó síðustu 10 árin. Þó svo að ég hafi ekki dvalið langdvölum í sveitinni hjá ömmu á ég góðar minningar með henni þaðan sem eru mér dýrmætar. Eftir að amma flutti á Hrafnistu hittumst við mun oftar og í heim- sóknum mínum til hennar spjölluð- um við mikið og hef ég oft undrast gott minni hennar. Hún sagði mér ósjaldan sögur úr æsku sinni sem sumar hverjar voru ævintýrum líkar enda barnæska hennar afar ólík minni. Mér þótti einstaklega gaman við ömmu hversu góðan húmor hún hafði, hún átti aldeilis ekki í vand- ræðum með að skilja húmor unga fólksins og það var sko hægt að hlæja og grínast með henni. Amma hafði mjög gaman af því að dansa. Þótt danssporunum hafi farið fækkandi síðustu árin tók hún alltaf sveiflu af og til, allt fram á síðustu daga sína. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar ég var lítil og amma kom í heimsókn og hún og pabbi tóku dansinn í stofunni heima. Þau þeyttust um stofuna og amma var með eindæmum létt og lipur á fæti eins og unglingur og þótti okkur systkinunum afar gaman af. Ég efast ekki um að danssporin verða nú fljótlega rifjuð upp á ný hjá pabba og Línu ömmu þótt það verði gert á öðrum stað en í stofunni heima. Ömmu var margt fleira til listanna lagt, hún var t.d afburða ljóðskáld og hripaði niður hverja vísuna á fætur annarri og mátti finna heilu ljóða- bækurnar á bréfasneplum og serví- ettum heima hjá henni. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur af ljóðunum hennar ömmu sem verða vel varðveitt hjá okkur sem eftir er- um. Sérstakt kennimerki ömmu var að hún var alltaf svo fín í tauinu, með skartgripi og ósjaldan með rauða rós í hárinu, þannig mun ég muna hana. Þrátt fyrir söknuð og eftirsjá trúi ég því að amma hafi kvatt þennan heim sátt. Ég veit að það er frítt föruneyti sem tekur vel á móti elsku bestu Línu ömmu minni og passar vel upp á hana. Megi minning henn- ar lifa í hjarta okkar. Lilja Ýr. Elsku amma Lína, ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa um eina af mínum fyrstu minningum frá því að ég var lítil. Það var þegar ég ætlaði að fara að heiman því ég hafði ekki fengið það sem ég vildi heima hjá mömmu og pabba. Þá setti ég nokkur pör af sokkum ofan í poka og labbaði af stað út á veg þar sem ég ætlaði að fara með rút- unni til Reykjavíkur svo ég gæti ver- ið hjá þér. Þá vissi ég að ég gæti fengið allt sem ég vildi. Stuttu seinna fluttir þú svo aftur heim í sveitina til okkar þar sem þú bjóst á efri hæð- inni hjá pabba og mömmu. Það er svo gott að geta hugsað um allar þær frábæru stundir sem við höfum átt saman og ef ég loka augunum og hugsa um þig þá get ég enn fundið hlýjuna frá þér og fundið fyrir ör- ygginu sem þú hefur alltaf veitt mér. Það er svo ótal margt sem þú hefur kennt mér og fyrir það er ég svo þakklát. Þú hefur alltaf verið ein mikilvægasta manneskjan í mínu lífi og þannig verður það alltaf, því ég trúi því að þú munir fylgjast með okkur og halda áfram að leiðbeina mér og veita mér styrk þegar á þarf að halda. Elsku amma, nú kveð ég þig í hinsta sinn með sömu orðum og við kvöddumst síðast þegar við hitt- umst. Vertu blessuð, elsku amma mín, mér þykir svo vænt um þig. Þín Þyrey. Elsku langamma mín, mig langar að kveðja þig með því að senda þér uppáhalds bænirnar mínar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Aron Óli Valdimarsson. Lína amma var besta amma (langamma) í heimi. Hún var hress og kát og það var svo gaman að heimsækja hana því hún brosti alltaf. Amma, ég lofa að hugsa vel um Eygló ömmu og öll systkini hennar en það var kannski bara betra að þú færir því að það er ekki gott að vera veikur og þurfa að þjást mikið. Þú færð að hitta afa á ný eftir 21 ár. Það þýðir ekki fyrir okkur að gráta mikið af því að þú ert farin á betri stað. Ég vil bara að þér líði vel en það eru allir að jafna sig og ég sakna þín mikið. Þér fannst alltaf hringarnir mínir svo flottir þrátt fyrir að það væru hauskúpur og læti, en takk fyrir, það var sætt af þér – takk kærlega fyrir. Ég veit ekki hvað ég á að gera svo ég bið Guð að gefa mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli eins og segir í Æðruleysisbæn- inni. Megir þú hvíla í friði og ró, elsku amma mín. Ástarkveðja, barnabarnabarnið þitt Alexander Árnason. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA REBEKKA EIRÍKSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Víðiholti, Skagafirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 31. janúar. Útför hennar fer fram frá Víðimýrarkirkju laugar- daginn 11. febrúar kl. 14.00. Þrúður Hjaltadóttir, Kristín Hjaltadóttir, Ásmundur S. Guðmundsson, Hörður Hjaltason, Eiríkur Hjaltason, Jóhanna Sigmundsdóttir, Árný Hjaltadóttir, Guðbjörg Hjaltadóttir, Haraldur I. Óskarsson, Eygló Hjaltadóttir, Auður Hjaltadóttir, Hlífar Hjaltason, Sigríður Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegu ættingjar og vinir, hjartans þakkir fyrir alla þá hjálp og stuðning sem þið veittuð við frá- fall ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, BRAGA GUNNARSSONAR, Tunguseli 10, Reykjavík. Hjúkrunarlið og læknar á deild 11 E á Landspítal- anum við Hringbraut, bestu þakkir fyrir ykkar starf. Guð blessi ykkur öll. Sjöfn Helgadóttir, Jórunn L. Bragadóttir, Linda B. Bragadóttir, Sveinn H. Bragason, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, KRISTJÁNS STEFÁNSSONAR húsgagnasmiðs, Víðilundi 24, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Seli og lyflækningadeildar FSA fyrir góða umönnun. Guðrún Kristjánsdóttir, Antonio Orpínell, Kristján Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Hanna Stefánsdóttir, afa- og langafabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför GUNNARS ÞORSTEINSSONAR frá Giljum í Mýrdal. Sigrún B. Ólafsdóttir, Ólafur Þ. Gunnarsson, Birna K. Pétursdóttir, Þórir A. Gunnarsson, Sigríður M. Gunnarsdóttir, Helgi J. Jóhannsson, Sólrún E. Gunnarsdóttir, Gylfi V. Guðmundsson, og börn. Þökkum innilega þann hlýhug og samúð við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, BRYNJÓLFS H. HALLDÓRSSONAR, Sólvallagötu 14. Sonja G. Wüum Brynjólfsdóttir, Einar G. Guðmundsson, Sólveig Ruth Wüum Ragnarsdóttir, Stefán Þór Finnsson, Bjarni Guðmundur Ragnarsson, Kristbjörg Ragna Kristjánsd., Björn Ragnarsson, Páley Sonja Ragnarsdóttir, Hlynur Finnbogason, Jófríður Eva Ragnarsdóttir, Steinunn Agnes Ragnarsdóttir, langafabörn, Guðrún St. Halldórsdóttir, Brian Dodsworth.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.