Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í júní sl. heimsótt- um við hjónin gamla vini í Borgarnes, hjón- in sem áður bjuggu um árabil í Svignaskarði. Áttum hlýja stund saman á fallegu heimili, góðgæti á borðum að hætti Rósu. Við Skúli tókum að rifja upp gömul kynni okkar og settir voru niður punktar um horfna fáka, sem báðum voru kærir. Er við kvöddumst var ákveðið að hittast aftur og heyra um Skot- landsferð Skúla og hesta eins og Voðmúlastaða-Lýsing og brokkar- ana miklu, þá Stjarna og Móra, allt skemmtilegt. Þessir klárar voru stórbrotnir harðjaxlar og kjörnir fyrir karlinn. Dúllarar og heng- ilmænur fæddust að vísu á bæjum en voru ekki eftirlæti hans. En nefndir hestar og aðrir afkastavík- ingar eins og reiðhestar Bjarna á Laugarvatni féllu Skúla í geð og áorkaði hann með hæfni sinni að koma þeim í fremstu röð afreks- hesta landsins. En skjótt skipast veður í lofti, nú er þessi harðskeytti öðlingur allur, mig setur hljóðan af söknuði. Já, Skúli var að vísu orðinn við aldur, svo sem enginn unglingur, búinn að lifa bæði súrt og sætt, það er vitað. En hann var það hraust- menni og fjarri allri hvellisýki, svo halda mátti að yrði eilífur. Hann var að vísu maður sem velktist um öng- stræti hins harða heims og því oft sjálfum sér verstur. Skúli var hress í viðmóti og kátur, stundum hljóður og íhugaði aðsvifin vandamál, sem leysa þurfti. Félags- málamaður sem sat víða í stjórnum og nefndum, leiðandi, rökfastur, greindur vel og fljótur að meta hlut- ina af eða á. Því var ekki að sökum að spyrja, maðurinn varð vinmargur enda trygglyndur og er víst að í dag fylgir Skúla fjölmenni, síðasta spöl- inn. Skúli nældi sér í fróðleik eins og framsæknum strák sæmdi, tók B.S. gráðu í landbúnaðarfræðum frá Hvanneyrarskóla en dekraði varla meira en þurfti við námsgreinarnar. Eitt sinn var Skúli á ferð til Skot- lands með skipi og mér var sagt að í þeirri ferð hafi félagar fundið upp á að nefna hann „frumkraft Íslands“. Þessi lýsing er svo snjöll að naglinn hefur varla verið hittur betur á höf- uðið. Skúli var vel gerður, kjark- aður, sterkur og stinnur sem stál, en lundin ljúf sem lambs. Hrókur alls fagnaðar, enginn hávaði. Hjálpsam- ur samferðamönnum sínum. Skúli vann alla tíð við búskap, mikill kindakall og hestelskur. Stundum þegar atið stóð sem hæst, vildi vaða á súðum. Hér syðra sem og í Borg- arfirði þótti hann hamramur hey- skaparmaður. Á yngri árum var Skúli íþrótta- maður, liðtækur á margar greinar SKÚLI ÖGMUNDUR KRISTJÓNSSON ✝ Skúli Ögmund-ur Kristjónsson fæddist í Svigna- skarði 18. febrúar 1935. Hann lést á heimili sínu í Borg- arnesi 17. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Reykholtskirkju 28. janúar. en sagði eitt sinn í við- tali, að hestamennsk- an hefði þó orðið sín höfuð íþróttagrein og var stoltur af. Auðvelt er að taka undir það og bæta af sanngirni við að þar hafi hann verið sannkallaður af- reksmaður. Á Laugarvatnsár- unum gerði Skúli hos- ur sínar grænar fyrir matráðskonu staðar- ins, þau féllust í faðma. Það voru hans gæfuspor. Rósa hin eyfirska er lag- leg og vel gerð kona, raunar hetja með lífshlaupi sínu. Þau eiga 3 börn og svo barnabörn, ættstofn sem verður gömlu hjónunum æ til sóma. Við Ester þökkum þeim löng og góð kynni, vottum innilega samúð og biðjum fjölskyldunni farsældar. Þorkell Bjarnason. Kæri Skúli mig langaði til þess að þakka þér fyrir ógleymanlegar sam- verustundir með ykkur Rósu í yfir 40 ár. Ég man það eins og það hefði gerst í dag, þegar þú komst ríðandi heim í Ferjukot í byrjun júní á þín- um glæstu gæðingum og ég 12 ára stelpan horfði með aðdáunaraugum á hestana þína og hugsaði með mér: Svona hesta ætla ég að eignast. Þú snaraðir þér af baki og spurðir hvort foreldrar mínir væru heima, baðst mig um að halda í taumana á meðan þú færir inn og talaðir við foreldra mína um hvort ég gæti ekki hleypt fyrir þig honum Tilbera á Faxaborg í júlí. Þú komst út eftir skamma stund með pabba og mömmu og sagðir að þau hefðu sam- þykkt það og þvílík stund. Allt líf mitt breyttist á þeim degi sem þú tókst mig með þér inni draumaheim kappreiðanna. Næstu árin fór ég með þér vítt og breitt um landið á kappreiðar, oftast ríðandi, hvort sem var vestur í Dali, suður til Reykjavíkur eða í Kjósina. Þú kynntir mig fyrir öllum vinum þín- um og tóku þeir mér eins og ég væri þín eigin dóttir með vinsemd og gestristni og hafa þeir verið vinir mínir síðan. Þú kenndir mér að meta kveðskap, einkum Steins Steinars sem var í miklu uppáhaldi hjá þér, ég held þú hafir kunnað öll hans ljóð utanbókar. Þú varst haf- sjór af fróðleik um örnefni, þekktir öll fjöll og dali, það var ógleyman- legt að fara með þér inn á Langa- vatnsdal þar sem þú þekktir hverja þúfu, þú varst óspar að miðla til mín. Þú varst góður bóndi og skep- nuhirðir, sagðir alltaf að maður ætti að fóðra búfé sitt svo sómi væri að ef maður ætlaði að ná árangri. Þú vast brennandi félagsmálamaður og Faxi var þitt uppáhaldsfélag og vildir veg þess allan sem mestan. Þú smitaðir mig af félagsmálaáhuga og hvattir mig alltaf eindregið að láta ljós mitt skína í félgasmálum og studdir mig ætíð eftir að ég fór sjálf að starfa á þeirri braut. Þú varst óspar að láta skoðanir þínar í ljós þegar ég leitaði til þín þegar taka þurfti stórar ákvarðanir. Ekki get ég fullþakkað þér og Rósu fyrir allan þann stuðn- ing sem þið sýnduð mér og fjöl- skyldu minni eftir að Þorsteinn féll frá síðastliðið haust. Ekki eru marg- ir dagar síðan þú komst og færðir mér fullan vagn af rúllum. En ég veit að nú líður þér vel Skúli minn, hann Móri þinn hefur beðið eftir þér og hann svífur með þig á hinu fasmikla tölti yfir móðuna miklu. Rósu, börnum og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð mína. Guðrún Fjeldsted. Okkur feðginunum brá við þá sorgarfrétt að heyra lát okkar gamla nágranna, Skúla í Skarði. Þegar við áttum heima á Hamra- endum í Stafholtstungum var mikið og gott samband á milli bæja og góð vinátta við þau hjónin og vill faðir minn minnast hans með þessum orðum. „Skúli var alveg einstakur drengur og mikill náttúruunnandi. Hann var greiðvikinn og bóngóður, traustur vinur og vinur sinna. Hann lagði mikið upp úr því að hugsa vel um sínar skepnur og var fremstur í flokki að fara í eftirleitir að leita kinda. Hann var alveg einstaklega fimur og gat farið heljarstökk hvar sem var. Ég held að það hafi komið honum til góða að hafa svona góða stjórn á sínum líkama varðandi góð- an árangur í hestamennskunni. En hann hafði alveg óskiljanlegt lag og tök á hestum að laða allt það góða fram í þeim. Hann þjálfaði líka sína hunda til að fara í kringum fé og tamdi þá sjálfur til þess, sem nýttist vel í smalamennsku. Það voru ekki bara hestar sem hann hafði gott lag á að temja. Þegar ég flutti suður þá bað ég hann fyrir jarpa stóðmeri sem ég átti. Ég ætlaði að greiða honum fyr- ir fóðrið á henni, með því að lofa honum að halda henni og fá folöldin undan henni. Þetta var hryssa af gömlu kyni frá Hamraendum og hafði gefið gott. Það var eins og ann- að hjá Skúla, gjafmildin var þar í fyrirrúmi og hjálpsemin. Hann sendi mörg afkvæmi hennar suður til okkar og þá oft undan dýrum stóðhestum og þetta urðu allt gæð- ingar. Eitt árið þá unnu tveir hestar undan þessari hryssu mót til að komast á landsmót, annar í Hafn- arfirði og hinn í Hveragerði. Mín börn eru enn þann dag í dag að rækta út frá þessu kyni. Þökk sé Skúla fyrir það. Ég fór svo á hverju sumri, þegar ég gat, að heimsækja Skúla og Rósu hans góðu konu. Þá voru móttök- urnar hjá þeim alveg eins og ég hefði aldrei flutt úr sveitinni. Alltaf tekinn opnum örmum og mikið spjallað um gamla og nýja tíma. Það var númer eitt, tvö og þrjú að fara að Skarði og aðrar heimsóknir látn- ar mæta afgangi, ef ekki var tími til þess á einum degi. Það var gott að vera nálægt Skúla. Þetta eru góðar minningar um góðan vin, sem ég gleymi aldrei. Þökk sé honum fyrir allt.“ Þessi orð ritaði ég fyrir föður minn. Ég veit að faðir minn meinar hvert orð sem hann segir og að hann saknar síns gamla vinar. En ég man eftir því sem barn og unglingur hvað það var gaman þeg- ar Skúli kom í heimsókn og alltaf vel ríðandi. Hann var bara á gæðingum. Ég man eftir öðrum bændum sem komu í heimsókn, en þeir voru oft- ast á bílum. Ég man ekki eftir að hafa séð hann á öðru farartæki en hesti, og þannig er mín minning um hann. Hann kom stundum á stórum móbrúnum hesti, sem hann hélt mikið upp á. Það var alltaf gaman að halda í hestana fyrir hann, á meðan hann fékk sér kaffisopa. Ég stalst stundum til að prófa hestana, sem ég mátti í raun ekki og hestarnir hans voru mest spennandi, mikill gangur og vilji. Það var einnig mikil upplifun að sjá hann á hestamannamótum, í keppni eða sýningu, og þar var hann okkar maður. Hann var laginn við öll hross og fékk það besta út úr þeim. Hann sá hjá okkur einu sinni barnahest sem hann langaði til að fara á bak. Þegar hann var kominn á hestinn þá var hann orðin flugvakur gæðingur. Lífið er þannig að hugsun manns er oft hjá fólki án þess að það sé heimsótt, eða slegið á þráðinn til þeirra. Oft hefur mig langað að heimsækja Skúla, frá því að ég flutti suður, eða hringja í hann og spyrja hann um afkomendur Jarpar okkar. Það hefði verið gaman að vita hvernig þau hefðu komið út. Nú er bara hægt að hugsa um minningarnar en ekki spyrja spurn- inga. Skúli var ákaflega sanngjarn og góður að eiga viðskipti við. Hann keypti mínar kindur þegar ég flutti alfarið suður og stóð það allt eins og stafur á bók. Ég held að þeir sem sáu hann og Stjarna á landsmótinu á sínum tíma, gleymi því aldrei. Þvílíkt samspil manns og hests og ég held að þeir hafi getað talað saman án þess að nota venjuleg orð. Það var ákveðið tungumál á milli þeirra sem þeir einir skildu. Þessi orð eru rituð til að rifja upp góðar minningar um mann sem reyndist okkur vel. Samúðarkveðjur sendum við Rósu konu hans, börn- um og fjölskyldum þeirra. Guðfinna Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson. Vinur minn og æskufélagi Guðmund- ur Teitsson lést á heimili sínu á Akra- nesi hinn 26. janúar síðastliðinn langt fyrir aldur fram. Það þurfti ekki að vera lengi í Barnaskólanum á Kleppjárnsreykjum til að átta sig á því að í hópi margra góðra náms- manna var einn svokallaður af- burðanemandi, Guðmundur Teits- son. Þetta átti jafnt við um bóklegar greinar sem verklegar og ekki síst íþróttir. Enda þótt hann væri sam- viskusamur námsmaður eyddi hann síst meiri tíma yfir bókunum en aðr- ir, enda voru íþróttir og leikir utan- húss eitt aðaláhugamálið. Í heima- vistarskóla eins og þá var á Kleppjárnsreykjum var dagurinn ekki nema rétt hálfnaður þegar kennslu lauk. Við höfðum því mikinn tíma til íþróttaiðkunar og annarrar félagsstarfsemi eftir skóla. Fyrir vikið urðu kynni okkar nánari sem deildum kjörum á heimavistinni og margir voru saman á herbergi árum saman. Gummi eins og hann var ávallt kallaður var rauðhærður snaggaralegur strákur sem tók þátt í strákapörum eins og aðrir og gat verið uppátækjasamur í þeim gleð- skap. Líklega yrði sumt af því sem við tókum okkur fyrir hendur ekki viðeigandi efni í minningargrein. Gummi var fremur dulur en alltaf einlægur og stutt í grínið hjá honum þrátt fyrir allt, jafnvel í síðasta sam- talinu sem að ég átti við hann í síma í október 2005. Mörg okkar sem ólumst upp í Borgarfirði á sjöunda áratugnum nutum góðs af öflugri íþróttastarf- semi ungmennafélaganna.Vilhjálm- ur Einarsson þrístökkvari var skóla- GUÐMUNDUR TEITSSON ✝ GuðmundurTeitsson fæddist á Grímarsstöðum í Andakílshreppi 26. janúar 1954. Hann lést á heimili sínu 26. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Akra- neskirkju 2. febr- úar. stjóri í Reykholti og hann ásamt Eyjólfi Magnússyni í Borgar- nesi og mörgum öðr- um öflugum liðsmönn- um reif starfið upp. Héraðsmót voru hald- in í öllum aldurslokk- um og UMSB sendi einnig lið á landsmót og meistaramót Ís- lands eftir atvikum. Það var einmitt á slíku héraðsmóti í Húsafelli sem Gummi kastaði 600 gramma spjótinu yfir 50 metra árið sem hann varð 16 ára. Þetta þótti ótrúlegt á grasi á flatbotna skóm, en hæfileikarnir voru miklir. Með mótinu fylgdist annar rauðhærður strákur dálítið yngri en við, sonur Vilhjálms í Reykholti. Þetta var Einar sem fljótlega varð einn besti spjótkastari heimsins og það um árabil. Eftir að barnaskóla lauk lágu leiðir okkar Gumma töluvert saman í keppnis- ferðum með Borgfirðingum. Minn- isstæðast er mér þó ferðalag sem við fórum tveir einir á Unglinga- meistaramót Íslands á Laugarvatni sumarið 1972. Gummi var kominn með bílpróf og varð að ráði að hann myndi sækja mig upp í Lundar- reykjadal og héldum við síðan sem leið liggur yfir Uxahryggi og austur á Laugarvatn í blíðskaparveðri á fal- legu sumarkvöldi. Þá var ekki erfitt að vera til. Ætla hefði mátt að einstaklingi með slíkt atgervi andlegt sem lík- amlegt væru allir vegir færir. En það fór á annan veg. Veikindi þau sem urðu Gumma erfið æ síðan gerðu vart við sig eftir að hann hóf menntaskólanám í Reykjavík. Þrátt fyrir þetta vann hann fulla vinnu í yfir 20 ár meðan kraftar hans stóð- ust kröfur vinnumarkaðarins. Hann stofnaði heimili með konu sinni á Akranesi og eignaðist með henni fjögur börn. Það er einmitt í minn- ingargreinum barnanna frá því í Morgunblaðinu hinn 2. febrúar sl. sem við sjáum hversu vel hann reyndist fjölskyldu sinni. Kæri vinur. Ég þakka samveruna og félagsskapinn fyrr á árum, sím- tölin og vináttuna alla tíð, þann streng sem aldrei slitnaði. Eftirlif- andi eiginkonu Guðmundar, Elínu Bjarnadóttur, börnum þeirra og barnabörnum, svo og öðrum að- standendum, votta ég mína innileg- ustu samúð. Júlíus Hjörleifsson. Lát vinar míns Guðmundar Teits- sonar varð mér ljóst er ég sá jarð- arför hans tímasetta og minningar- greinar í Morgunblaðinu. Leiðir okkar lágu saman í MR á fyrstu ár- um áttunda áratugar síðustu aldar. Við félagarnir rákum augun í íþróttalegan strák sem var stundum í UMSB-jakka. Lengi vel gekk hann undir nafninu UMSB okkar á milli, en varð svo sessunautur minn í 4. bekk og hét þá Guðmundur Teits- son. Ég komst fljótt að því að Guð- mundur var hörkugóður námsmað- ur og traustur félagi. Við lukum 4. bekk og byrjuðum saman í eðlis- fræðideild 5. bekkjar. Fram til jóla var Guðmundur sjálfum sér líkur. Lauk öllum verkefnum á tíma og all- ar einkunnir eins og við hefðum öll óskað okkur. Hæfilega alvörubland- ið líf menntaskólanema lagðist vel í okkur, og við gátum allt og sam- glöddumst æsku okkar. Eftir ára- mót fór að gæta mikilla breytinga í hegðun og þessi samviskusami þægilegi og áreiðanlegi félagi var allur annar. Hann stóðst þó próf sem var ótrúlegt. Ekkert okkar átt- aði sig á að Guðmundur var mikið veikur. Það var síðan sumarið 1974 að ég leiddi vin minn inn í land hinna veiku. Þaðan átti hann aldrei aft- urkvæmt. Ég heyrði alltaf í honum og við sáumst af og til. Veikindi hans voru mikil og alvarleg. Hans kross var þungur og erfitt að finna gagn- rýna hárbeitta hugsunina bugaða af veikindum. Þegar við hringdum okkur saman heyrðist minn gamli vinur í gegn, þó blæbrigðalítil rödd- in væri veikindum mörkuð. Augljós- lega var öll fjölskyldan undirlögð af hans veikindum, og enginn getur ímyndað sér þá byrði. Slík örlög geta líka hafið mannlega tilveru til virðingar umfram flest annað Ég votta Elínu og börnum þeirra Guðmundar mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, kæri vinur Þórður Sverrisson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda- föður og afa, BENEDIKTS BENTS ÍVARSSONAR, Lágholti 17, Mosfellsbæ. Ívar Benediktsson, Kristín B. Reynisdóttir, Agnes G. Benediktsdóttir, Gunnar Jónsson, Almar Snær Agnesarson, Axel Helgi og Eiður Ívarssynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.