Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GRÍÐARGÓÐ aðsókn var að mál-
þingi Sjónarhóls sem fram fór í Gull-
hömrum í gær. „Þetta tókst vonum
framar. Það hafa líklega hátt í sjö
hundruð manns fylgst með mál-
þinginu, þar af 550 í salnum og 160 á
netinu,“ segir Þorgerður Ragn-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Sjón-
arhóls.
Á málþinginu, sem er fyrir að-
standendur barna með sérþarfir,
alla sem veita þeim þjónustu og aðra
sem láta sig velferð þeirra varða, var
varpað ljósi á þjónustu ríkis, sveitar-
félaga og félagasamtaka við fjöl-
skyldur barna með sérþarfir frá
sjónarhóli þeirra sem nýta sér þjón-
ustuna.
Segir Þorgerður mikla almenna
ánægju hafa ríkt á málþinginu, ekki
síst með að þar hefði gefist tækifæri
til að heyra raddir sem ekki heyrist
svo oft, þ.e. sýn foreldra barna með
sérþarfir sem og reynslu fullorðins
fólks sem sjálft glímir við fötlun.
Í stað blóma fengu allir fyrirles-
arar tuskudýrið Engilráði, sem er
lukkudýr Sjónarhóls, til eignar, eins
og sjá má á meðfylgjandi mynd. Að
sögn Þorgerðar kemur nafngift
tuskudýrsins til af því að öndin Eng-
ilráð er bæði ráðrík og ráðagóð, en
hún er jafnframt boðberi umburð-
arlyndis og náungakærleika. „Engil-
ráð er sjónvarpsstarna og birtist
reglulega í Stundinni okkar,“ segir
Þorgerður, en þættirnir um hana
eru framleiddir í samstarfi Sjón-
arhóls og Stundarinnar okkar með
styrk frá velferðarsjóði barna.
Málþingið tókst
vonum framar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Freyja Haraldsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Fór að-
sókn fram úr björtustu vonum, en alls má gera ráð fyrir að á sjöunda hundrað manns hafi fylgst með málþinginu.
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna,
FÍS, hyggst senda inn erindi til
samkeppnisyfirvalda til að kanna
hvort skipafélögin Eimskip og Sam-
skip hafi staðið löglega að nýju
gámagjaldi á alla innflutningsvöru.
Að sögn Andrésar Magnússonar,
framkvæmdastjóra FÍS, hafa fjöl-
mörg aðildarfyrirtæki kvartað yfir
gjaldtökunni og lýst hneykslun
sinni á vinnubrögðum skipafélag-
anna. FÍS hvetur aðildarfyrirtæki
sín til að hunsa tilkynningar um
nýju gjöldin.
Innflytjendur benda á að gjaldið
heiti hið sama hjá báðum félögum;
staðsetningargjald, það hafi verið
sett á á svipuðum tíma og sé ná-
kvæmlega jafnhátt. Um sé að ræða
150 evrur (um 11.000 kr) á hvern 40
feta gám, 75 evrur á 20 feta gám,
12 evrur á hvert tonn og 4 evrur á
hvern rúmmetra. Segja stórkaup-
menn staðsetningargjaldið hafa í
för með sér verulegan kostnaðar-
auka fyrir innflytjendur, sem á end-
anum geti bitnað á neytendum.
Andrés segir tímasetningu og
alla umgjörð málsins gefa fullt til-
efni fyrir FÍS til að senda erindi til
samkeppnisyfirvalda. Fyrirtækin
telji þetta heldur ekki geta staðist
þar sem þau séu flest með fasta
samninga um farmflutninga við
skipafélögin.
Ekki verðsamráð
Baldur Guðnason, forstjóri Eim-
skips, vísar því alfarið á bug að
skipafélögin eigi með sér eitthvert
verðsamráð, eins og innflytjendur
séu að ýja að. Hann segir Eimskip
hafa sett þetta gjald á vörur til Am-
eríku um mitt síðasta ár, án þess að
fleiri hafi gert það, og gjaldið hafi
síðan verið innleitt á vörur hingað
til lands í janúar sl. Hann viti ekk-
ert hvað önnur skipafélög aðhafist
eða hvenær þau eigi að hafa sett
samskonar gjöld á hjá sér. Það sé
ekki mál Eimskips, félagið hafi gert
þetta algjörlega á eigin forsendum.
Baldur segir kostnað við flutn-
ingana hafa aukist og verið sé að
tengja gjaldtökuna við aukinn
kostnað. Ákveðið hafi verið að fara
þessa leið í stað þess að hækka
flutningsgjöld almennt.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam-
skipa, vísar því ennfremur á bug að
skipafélögin hafi með sér samráð
um gjaldtöku. Milli félaganna fari
fram gríðarlega hörð samkeppni.
Samskip hafi verið að bregðast við
auknum kostnaði af flutningnum.
Undanfarin tvö ár hafi það gerst að
innflutningur hafi stóraukist á með-
an magn útflutnings hafi staðið í
stað. Á þeim tíma hafi flutnings-
getan tvöfaldast til að mæta auk-
inni eftirspurn flutninga til Íslands.
Skipin komi hlaðin vörum til lands-
ins en sigli nær hálftóm úr landi.
Þetta hafi skapað óhagkvæmni og
misræmi í rekstri sem Samskip séu
nú að bregðast við.
Ásbjörn segir það ekki rétt hjá
kaupmönnum að gjöldin hafi verið
sett á á sama tíma. Keppinauturinn,
Eimskip, hafi sett gjaldið á fyrst og
nokkrum vikum síðar hafi Samskip
ákveðið að bregðast við með löngu
tímabærum aðgerðum gegn aukn-
um kostnaði.
Kvartað undan nýju gáma-
gjaldi skipafélaganna
Skipafélögin vísa gagnrýni stórkaupmanna alfarið á bug
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ATLI Már Árnason,
teiknari og listmálari,
lést á Landspítalanum
Landakoti fimmtudag-
inn 9. febrúar síðastlið-
inn, 88 ára að aldri.
Hann fæddist í
Reykjavík 17. janúar
1918. Foreldrar hans
voru Árni Óla, rithöf-
undur og blaðamaður á
Morgunblaðinu, og
kona hans María Jór-
unn Pálsdóttir.
Atli Már vann um
skeið við bókavörslu á
Alþýðubókasafninu í Reykjavík. Ár-
ið 1937 fór hann til náms við Kunst-
håndværkerskolen í Kaupmanna-
höfn og lauk þaðan prófi í
auglýsingateiknun 1940. Að námi
loknu vann hann á Auglýsingastofu
KRON en stofnaði 1948 eigin auglýs-
ingastofu, sem hann
rak upp frá því.
Atli Már var einn af
stofnendum Félags ís-
lenskra teiknara, FÍT,
og var gerður að heið-
ursfélaga þess 1993.
Eftir hann liggur mikið
starf á sviði grafískrar
hönnunar.
Atli Már fékkst frá
upphafi starfsferils síns
sem teiknara jafnframt
við að mála. Hann sneri
sér nær alfarið að list-
málun tæplega fimm-
tugur að aldri og vann að list sinni
allt þar til hann lagðist inn á sjúkra-
hús í desembermánuði síðastliðnum.
Eftirlifandi eiginkona Atla Más er
Ólafía Kristín Gísladóttir. Börn
þeirra eru Björg, María Lára, Gísli
Árni, Arngunnur og Ásgerður.
Andlát
ATLI MÁR ÁRNASON
ERLING Ásgeirsson, formaður
bæjarráðs Garðabæjar, segir góðan
grundvöll fyrir viðræðum við bæjar-
yfirvöld í Kópavogi um hesthúsa-
byggð á Kjóavöllum sem eru á bæj-
armörkum Kópavogs og
Garðabæjar. Hann segir málið hins
vegar enn á frumstigi og margt þurfa
að koma til enn áður en slíkar hug-
myndir komi til framkvæmda.
Í fyrrakvöld kynnti Gunnar I.
Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs,
hugmyndir um hesthúsabyggð fyrir
um fjögur til fimm þúsund hesta á
Kjóavöllum. Um yrði að ræða sam-
eiginlegt svæði hestamannafélagsins
Gusts í Kópavogi og Andvara í
Garðabæ. Sá fyrirvari var hins vegar
gerður að svæðið væri á vatnsvernd-
arsvæði Garðabæjar.
„Uppbygging á hestasvæðinu í
Garðabæ hefur verið afar takmörkuð
í mörg ár vegna þess að það er inni á
vatnsverndarsvæði vatnsveitunnar.
Við höfum verið viðkvæm fyrir því að
fjölga hestunum um of á þessu svæði
og það sjónarmið er enn í fullu gildi,“
segir Erling en bætir við að þeirri
hugmynd hafi verið fleygt fram að
varanlegri lausn yrði fundin í vatns-
málum Garðbæinga og tengist fyr-
irhuguðum vatnsveituframkvæmd-
um Kópavogsbæjar. „Það eru um
það bil að hefjast viðræður um að
Garðabær fái vatn frá Kópavogi, en
við verðum eðli málsins samkvæmt
mjög vör um okkur fyrr en við sjáum
hvað er í spilunum.“
Erling segist sjálfur vera tilbúinn í
viðræður um hesthúsahverfi á Kjóa-
völlum og vísar m.a. til fjórhliða við-
ræðna milli Golfklúbba Kópavogs og
Garðabæjar annars vegar og bæjar-
yfirvalda Garðabæjar og Kópavogs
hins vegar um aðstöðu fyrir iðkendur
golfíþróttarinnar fyrir um það bil tíu
árum síðan. „Í gegnum þær viðræð-
ur náðum við mjög fínni lendingu og
gerðum sameiginlegan golfvöll, sem
er á góðri leið með að verða allra
besti golfvöllur á landinu og ég efast
ekki um að einstakir bæjarfulltrúar,
örugglega hjá báðum bæjarfélögum,
beri þá von í brjósti að nú væri hægt
að gera eitthvað svipað.“
Erling sér hins vegar eitt til hindr-
unar, því einnig þarf að tryggja góð-
ar reiðleiðir á svæðinu. Annað væri
eins og að byggja stóra íþróttahöll án
hlaupabrauta og knattspyrnuvallar.
„Að mínu mati verða að koma þar
að fagnefndir beggja sveitarfélaga,
skipulagsnefndir og ekki síður um-
hverfisnefndir því að þessar reiðleið-
ir þurfa að öllum líkindum að liggja
um svæði eins og Heiðmörk og aðrar
náttúruperlur. Fullkomin sátt verð-
ur að ríkja um það hvernig slíkar
framkvæmdir fara af stað.“
Formaður bæjarráðs segir grundvöll fyrir viðræðum um hesthús á Kjóavöllum
Varanlega lausn
þarf í vatnsmál-
um Garðbæinga
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
!"## $%
$ #
&$
!"## $'
(#!()
SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar
greiddi Birni Inga Sveinssyni, fyrr-
um sparisjóðsstjóra, 84 milljónir
vegna starfsloka hans.
Fram kemur í ársreikningi SPH
fyrir árið 2005 að greiðslan hafi verið
í samræmi við ákvæði í ráðningar-
samningi Björns Inga, sem lét af
störfum í fyrra.
Björn Ingi var ráðinn í starf spari-
sjóðsstjóra SPH í október 2004 en
lét af störfum í apríl 2005.
84 milljónir í starfslok
BÆJARSTJÓRN Hveragerð-
isbæjar boðar til borgarafundar á
morgun, sunnudaginn 12. febrúar,
kl. 17 á Hótel Örk. Efni fundarins
er fyrirhugaður samstarfssamn-
ingur við byggingafélagið Eykt ehf.
um uppbyggingu austan Varmár.
Á fundinum mun Orri Hlöðvers-
son bæjarstjóri kynna samnings-
drögin sem til umræðu eru. Því
næst er gert ráð fyrir að fulltrúar
flokkanna í bæjarstjórn muni taka
til máls, en síðan verður opnað fyrir
umræður. Eru allir velkomnir á
fundinn.
Borgarafundur
um uppbyggingu
JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 3,7
stig á Richter-kvarða varð um 40
km norðnorðvestur af Grímsey um
sexleytið í gærkvöldi. Þrír smærri
skjálftar mældust á sömu slóðum
fyrr um daginn, en jarðskjálfta-
hrinur eru ekki óalgengar á þessu
svæði.
Samkvæmt upplýsingum frá
Halldóri Geirssyni, jarðeðlisfræð-
ingi á Veðurstofu Íslands, hefur lítil
hrina verið í gangi um 18 km austur
af Grímsey síðan á fimmtudag.
Hann býst við áframhaldandi smá-
skjálftavirkni á þessum slóðum.
Skjálftahrina
austur af Grímsey