Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 23
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
„SÓLSKIN á eftir að vera hér ríku-
legt,“ sagði sr. Pétur Þórarinsson
prestur í Laufási þegar hann blessaði
orlofshús sem Umhyggja hefur feng-
ið til afnota í Vaðlaborgum, sem eru í
Vaðlaheiði, gegnt Akureyri. Þar hef-
ur fasteignafélagið Vaðlaborgir reist
nokkur orlofshús og verða tvö þeirra
til afnota fyrir umbjóðendur Um-
hyggju. Um rekstrarleigu er að ræða
og hefur félagið fengið fé úr Menn-
ingarsjóður Baugs mun standa
straum af kostnaði vegna leigunnar.
„Það er okkur sönn ánægja að taka
á móti þessum húsum, það hefur ver-
ið langþráður draumur okkar að geta
skapað okkar skjólstæðingum hvíld-
arstað þar sem fjölskyldan getur öll
verið saman og hvílt sig frá amstri
dagsins,“ sagði Ágúst Hrafnkelsson,
formaður Umhyggju. „Nú gefst okk-
ur tækifæri til þess að bjóða upp á
þennan kost.“ Stefnt er að því að hús-
in verði tilbúin þegar um páskana, nú
í aprílmánuði. Gat Leifur þess að
staðsetningin hentaði einkar vel,
„einkum vegna þess hve stutt er í
sjúkrahús ef eitthvað kemur upp á
meðan á dvöl stendur. Vitanlega von-
um við að til þess komi ekki, en engu
að síður er gott að vita af góðu sjúkra-
húsi í nágrenninu.“ Hann vænti þess
að skjólstæðingar Umhyggju myndu
eiga farsæla og ánægjulega daga í
væntanlegri orlofsdvöl sinni í Vaðla-
borgum.
Kristján Vilhelmsson sem er í for-
svari fyrir Vaðlaborgir tók í sama
streng, vænti þess að fólk myndi eiga
góða daga í húsunum og gat þess
einnig að um heilsárshús væri að
ræða, menn gætu dvalið þar jafnt að
sumri sem vetri.
Við sama tækifæri var skrifað und-
ir samning milli Umhyggju og Flug-
félags Íslands um samstarf á sviði
kynningar- og ferðamála. Mun Flug-
félagið bjóða ríflegan afslátt, 75%, af
flugfargjöldum, til handa þeim Um-
hyggjufélögum sem ferðast milli
landshluta til Vaðlaborga.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Gleðilegt Skrifað undir samning um rekstrarleigu á tveimur orlofshúsum að Vaðlaborgum, en þar munu skjól-
stæðingar Umhyggju fá tækifæri til að dvelja. Kristján Vilhelmsson frá Vaðlaborgum og Ágúst Hrafnkelsson, for-
maður Umhyggju, og Ragna Marinósdóttir framkvæmdastjóri.
Sólskin á eftir að vera hér ríkulegt
Umhyggja fær tvö orlofshús í Vaðlaborgum til afnota
Kviksjá | Arna Valsdóttir sýnir
ljósmyndir og videoverk á Karólínu,
en um er að ræða hluti af far-
andverki Örnu, „Ögn í lífrænni
kviksjá“ en það verk hefur hún
ferðast með á milli sýningarstaða
síðustu 2 ár og hefur verkið tekið
breytingum eftir því hvaða rými það
mætir.
Ný stjórn | Ný aðalstjórn í Íþrótta-
félaginu Þór var kjörin á aðalfundi á
fimmtudagskvöld. Formaður var
kosinn Sigfús Helgason og með hon-
um í stjórn eru Nói Björnsson, Árni
Óðinsson og Páll Jóhannesson. Til
vara er Halldór Áskelsson.
Myndir | Hlynur Hallsson opnar
sýninguna Myndir – Bider – Pictures
í Jónas Viðar Gallery á Akureyri í
dag, 4. mars, klukkan 14. Hlynur sýn-
ir 14 textaljósmyndir sem eru nokk-
urs konar dagbók eða myndaalbúm.
Myndirnar eru af hversdagslegum
hlutum sem eru ef til vill ekki hvers-
dagslegir og textarnir eru hugleið-
ingar um hlutina eins og þeir eru ef til
vill þá stundina. Sýningin stendur til
26. mars nk. og er opin á föstudögum
og laugardögum frá kl. 13 til 18 eða
eftir samkomulagi.
Forsala | Hafin er forsala á söng-
leikinn Litlu hryllingsbúðina sem
Leikfélag Akureyrar mun frum-
sýna 24. mars nk. Boðið er upp á
sérstakt tilboð á fyrstu 1.000 mið-
unum sem seljast í forsölu, geisla-
diskur með tónlistinni úr sýning-
unni fylgir með í kaupbæti. Hann
kemur út innan skamms og hefur
að geyma 20 lög, en það fyrsta er
þegar farið að heyrast á útvarps-
stöðvum. Það er lagið Gemmér í
flutningi Andreu Gylfadóttur og
Guðjóns Davíðs Karlssonar. Litla
hryllingsbúðin er sígildur rokk-
söngleikur sem hefur farið sigurför
um heiminn síðan hann var frum-
sýndur fyrir 25 árum.
Fjölmiðlar | Námskeiðið Listin
að vera sýnileg/ur í fjölmiðlum
verður haldið hjá Símenntun Há-
skólans á Akureyri dagana 10. og
11. mars.
Á námskeiðinu fjallar Sigrún
Stefánsdóttir, svæðisstjóri Rásar
2, um atriði sem skipta máli fyrir
einstaklinga og fyrirtæki sem vilja
gera sig sýnilegri í fjölmiðlum.
Sýning | Jónas Viðar Sveinsson
opnar sýningu sína, Óskabrunnur, í
Populus tremula á Akureyri í dag, 4.
mars kl. 16. Jónas er einkum þekkt-
ur fyrir málverk sín en að þessu
sinni sýnir hann á sér nýja hlið og
sýnir innsetningu, þrívítt verk sem
hann vinnur í sýningarrýminu. Sýn-
ingin verður einnig opin á morgun,
sunnudaginn 5. mars, frá klukkan
14–17.
Miðstöð | Ungir jafnaðarmenn á
Akureyri opna í dag, laugardag, kl.
13, miðstöð fyrir ungt fólk á Ráðhús-
torgi 5. Miðstöðin verður opin alla
daga fram að kosningum frá kl. 18 til
23. Formaður Samfylkingarinnar,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður
við opnunina.
Pæjur | Kvennahreyfing Samfylk-
ingar boðar til opinna spjallfunda á
Dalvík, Akureyri og Húsavík í dag,
laugardag, um konur og sveitar-
stjórnarmál undir yfirskriftinni
Pæjur og pólitískt plott. Fundurinn
á Dalvík verður í Sogni kl. 10 og á
sama tíma verður fundur á Húsavík í
sal stéttarfélaganna. Á Akureyri
verður fundur kl. 15