Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 23 MINNSTAÐUR AKUREYRI „SÓLSKIN á eftir að vera hér ríku- legt,“ sagði sr. Pétur Þórarinsson prestur í Laufási þegar hann blessaði orlofshús sem Umhyggja hefur feng- ið til afnota í Vaðlaborgum, sem eru í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri. Þar hef- ur fasteignafélagið Vaðlaborgir reist nokkur orlofshús og verða tvö þeirra til afnota fyrir umbjóðendur Um- hyggju. Um rekstrarleigu er að ræða og hefur félagið fengið fé úr Menn- ingarsjóður Baugs mun standa straum af kostnaði vegna leigunnar. „Það er okkur sönn ánægja að taka á móti þessum húsum, það hefur ver- ið langþráður draumur okkar að geta skapað okkar skjólstæðingum hvíld- arstað þar sem fjölskyldan getur öll verið saman og hvílt sig frá amstri dagsins,“ sagði Ágúst Hrafnkelsson, formaður Umhyggju. „Nú gefst okk- ur tækifæri til þess að bjóða upp á þennan kost.“ Stefnt er að því að hús- in verði tilbúin þegar um páskana, nú í aprílmánuði. Gat Leifur þess að staðsetningin hentaði einkar vel, „einkum vegna þess hve stutt er í sjúkrahús ef eitthvað kemur upp á meðan á dvöl stendur. Vitanlega von- um við að til þess komi ekki, en engu að síður er gott að vita af góðu sjúkra- húsi í nágrenninu.“ Hann vænti þess að skjólstæðingar Umhyggju myndu eiga farsæla og ánægjulega daga í væntanlegri orlofsdvöl sinni í Vaðla- borgum. Kristján Vilhelmsson sem er í for- svari fyrir Vaðlaborgir tók í sama streng, vænti þess að fólk myndi eiga góða daga í húsunum og gat þess einnig að um heilsárshús væri að ræða, menn gætu dvalið þar jafnt að sumri sem vetri. Við sama tækifæri var skrifað und- ir samning milli Umhyggju og Flug- félags Íslands um samstarf á sviði kynningar- og ferðamála. Mun Flug- félagið bjóða ríflegan afslátt, 75%, af flugfargjöldum, til handa þeim Um- hyggjufélögum sem ferðast milli landshluta til Vaðlaborga. Morgunblaðið/Margrét Þóra Gleðilegt Skrifað undir samning um rekstrarleigu á tveimur orlofshúsum að Vaðlaborgum, en þar munu skjól- stæðingar Umhyggju fá tækifæri til að dvelja. Kristján Vilhelmsson frá Vaðlaborgum og Ágúst Hrafnkelsson, for- maður Umhyggju, og Ragna Marinósdóttir framkvæmdastjóri. Sólskin á eftir að vera hér ríkulegt Umhyggja fær tvö orlofshús í Vaðlaborgum til afnota Kviksjá | Arna Valsdóttir sýnir ljósmyndir og videoverk á Karólínu, en um er að ræða hluti af far- andverki Örnu, „Ögn í lífrænni kviksjá“ en það verk hefur hún ferðast með á milli sýningarstaða síðustu 2 ár og hefur verkið tekið breytingum eftir því hvaða rými það mætir.    Ný stjórn | Ný aðalstjórn í Íþrótta- félaginu Þór var kjörin á aðalfundi á fimmtudagskvöld. Formaður var kosinn Sigfús Helgason og með hon- um í stjórn eru Nói Björnsson, Árni Óðinsson og Páll Jóhannesson. Til vara er Halldór Áskelsson. Myndir | Hlynur Hallsson opnar sýninguna Myndir – Bider – Pictures í Jónas Viðar Gallery á Akureyri í dag, 4. mars, klukkan 14. Hlynur sýn- ir 14 textaljósmyndir sem eru nokk- urs konar dagbók eða myndaalbúm. Myndirnar eru af hversdagslegum hlutum sem eru ef til vill ekki hvers- dagslegir og textarnir eru hugleið- ingar um hlutina eins og þeir eru ef til vill þá stundina. Sýningin stendur til 26. mars nk. og er opin á föstudögum og laugardögum frá kl. 13 til 18 eða eftir samkomulagi.    Forsala | Hafin er forsala á söng- leikinn Litlu hryllingsbúðina sem Leikfélag Akureyrar mun frum- sýna 24. mars nk. Boðið er upp á sérstakt tilboð á fyrstu 1.000 mið- unum sem seljast í forsölu, geisla- diskur með tónlistinni úr sýning- unni fylgir með í kaupbæti. Hann kemur út innan skamms og hefur að geyma 20 lög, en það fyrsta er þegar farið að heyrast á útvarps- stöðvum. Það er lagið Gemmér í flutningi Andreu Gylfadóttur og Guðjóns Davíðs Karlssonar. Litla hryllingsbúðin er sígildur rokk- söngleikur sem hefur farið sigurför um heiminn síðan hann var frum- sýndur fyrir 25 árum.    Fjölmiðlar | Námskeiðið Listin að vera sýnileg/ur í fjölmiðlum verður haldið hjá Símenntun Há- skólans á Akureyri dagana 10. og 11. mars. Á námskeiðinu fjallar Sigrún Stefánsdóttir, svæðisstjóri Rásar 2, um atriði sem skipta máli fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja gera sig sýnilegri í fjölmiðlum.    Sýning | Jónas Viðar Sveinsson opnar sýningu sína, Óskabrunnur, í Populus tremula á Akureyri í dag, 4. mars kl. 16. Jónas er einkum þekkt- ur fyrir málverk sín en að þessu sinni sýnir hann á sér nýja hlið og sýnir innsetningu, þrívítt verk sem hann vinnur í sýningarrýminu. Sýn- ingin verður einnig opin á morgun, sunnudaginn 5. mars, frá klukkan 14–17.    Miðstöð | Ungir jafnaðarmenn á Akureyri opna í dag, laugardag, kl. 13, miðstöð fyrir ungt fólk á Ráðhús- torgi 5. Miðstöðin verður opin alla daga fram að kosningum frá kl. 18 til 23. Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður við opnunina. Pæjur | Kvennahreyfing Samfylk- ingar boðar til opinna spjallfunda á Dalvík, Akureyri og Húsavík í dag, laugardag, um konur og sveitar- stjórnarmál undir yfirskriftinni Pæjur og pólitískt plott. Fundurinn á Dalvík verður í Sogni kl. 10 og á sama tíma verður fundur á Húsavík í sal stéttarfélaganna. Á Akureyri verður fundur kl. 15   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.