Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 39 UMRÆÐAN Á MORGUN, sunnudaginn 5. mars, verður leiðakerfi Strætó bs. breytt í samræmi við ábendingar farþega og vagnstjóra. Nýjar leiðir verða inn- leiddar í Reykjavík og Kópavogi og aðrar breytast, mismikið. Al- menningssamgöngur hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Farþegum hefur fækkað jafnt og þétt sl. 40 ár og þegar Strætó bs. ákvað að blása til sóknar með nýju samræmdu leiða- kerfi á síðasta ári heyrðust einungis óánægjuraddir, en lítið frá þeim sem ánægðir voru. Nú snúum við vörn í sókn með lag- færingum á leiðakerf- inu og öðrum ávinn- ingum sem eru í farvatninu. Það verður þó að halda til haga mikilvægi þess að hafa samræmt leiðakerfi fyrir höfuðborg- arsvæðið sem er eitt búsetu- og atvinnu- svæði. Því var skrefið sem við tókum á sl. ári nauðsynlegur áfangi í bættum almennings- samgöngum. Breiðholt og Grafarholt Meginþorri allra athugasemda sem okkur hafa borist snúa að vönt- un á tengslum Breiðholts við Mjódd, Grensásveg, Suðurlands- braut og þaðan niður á Hlemm. Nýrri leið, nr. 17, verður bætt við og er hún mjög lík gömlu Tólfunni. Leiðin liggur um Fella- og Hóla- hverfin, um Austur- og Vesturberg og þaðan niður í Mjódd. Leið 17 mun aka Sogaveg á leið sinni milli Mjóddar og Grensásvegar og þann- ig verður komið á móts við marga sem sakna aksturs um þá götu. Þá mun stofnleið 4 aka bæði um Aust- urberg og Vesturberg og stofnleið 3 mun nú aka hring um Seljahverfi. Þessar breytingar bæta þjónustu Breiðholtshverfanna verulega. Íbúar Grafarholts hafa eðlilega verið ósáttir við að hafa ekki beina tengingu við miðbæ Reykjavíkur. Leið 18 er ný leið sem mun aka úr Graf- arholti um Bústaðaveg og Snorrabraut niður á Hlemm. Með þessari nýju leið erum við í fyrsta lagi að auka þjónustuna við íbúa Grafarholts, í öðru lagi að bæta tengingar við Landspítalann í Foss- vogi og í þriðja lagi við íbúa Fossvogshverfis sem tengjast miðborg- inni. Hamrahverfi, Hamrahlíð og Hamraborg Það er líklega til- viljun, en íbúar svæða sem draga nafn sitt af hömrum hafa ekki verið ánægðir með strætósamgöngur undanfarna mánuði. Við í stjórn Strætó bs. erum sammála og því verða breytingar í Hamrahverfi, Hamra- hlíð og Hamraborg. Við Hamrahlíð er einn fjölmennasti menntaskóli landsins, MH, og þar er Blindrafélagið til húsa. Nú mun leið 13 sem fer um vesturbæ og miðbæ aka um Hamrahlíð bæði á leið sinni austur á Sléttuveg og eins á vesturleið. Það var sérstaklega gagnrýnt að hafa engin bein tengsl frá Hamra- hverfi í Grafarvogi við aðra hluta hverfisins, svo sem Spöng, Egils- höll og sundlaug Grafarvogs. Þetta verður lagfært á þann hátt, að leið 16 fer nú hring um Hamrahverfið og tengir það við aðra hluta hverf- isins og einnig um hverfið á leið niður í bæ. Hamraborgin er vissulega mið- bær Kópavogs og þar eru fjölsóttir staðir eins og tónlistarskóli og lista- söfn. Í nýja leiðakerfinu vantaði tengingu nokkurra hverfa Kópa- vogs við Hamraborgina og þá sér- staklega norðan Nýbýlavegar. Á morgun mun leiðakerfið taka mikl- um breytingum í Kópavogi sem m.a. fela í sér að tenging verður úr öllum hverfum Kópavogs við Hamraborg. Ég mun ekki tíunda frekar þær breytingar sem farið verður í en þær eru allar til hagsbóta fyrir við- skiptavini okkar. Rétt er að taka fram að ekki var hægt að taka tillit til allra athugasemda sem bárust, enda óskir íbúa á svæðinu mjög mismunandi og fara ekki alltaf saman við heildarhagsmuni al- mennings. En vissulega erum við að koma verulega á móts við þarfir viðskiptavina okkar. Akranes, Árborg og Reykjanesbær Það er gaman að fylgjast með og taka þátt í þeirri sókn sem sveit- arfélögin í útjaðri höfuðborg- arsvæðisins eru í gagnvart almenn- ingssamgöngum. Akranes er komið inn og þar höfum við bara einn vanda – stærstu vagnarnir eru of litlir. Nú þegar liggur fyrir vilji Ár- borgar og Hveragerðis til að tengj- ast Strætó og viðræður eru í gangi við þau sveitarfélög. Þá hefur bæj- arstjórn Reykjanesbæjar óskað eft- ir viðræðum við Strætó bs. um tengingu við leiðakerfið okkar og að sjálfsögðu tökum við á móti slíkri ósk af áhuga og finnum lausn- ir. Ekki ætti að undrast þennan áhuga á almenningssamgöngum þar sem þær eru mikill kostur fyrir umhverfið, samfélagið og síðast en ekki síst pyngju hvers og eins far- þega. Það má með sanni segja, að Strætó bs. sé í öflugri sókn, ekki bara á sínu hefðbundna þjón- ustusvæði heldur á öllu stór- höfuðborgarsvæðinu. Velkomin í strætó sem fer vítt og breitt og þangað sem viðskiptavinir okkar vilja fara. Strætó vítt og breitt Björk Vilhelmsdóttir fjallar um breytingar sem eru á leiðinni hjá Strætó bs. ’Það má meðsanni segja, að Strætó bs. sé í öflugri sókn, ekki bara á sínu hefðbundna þjónustusvæði heldur á öllu stór-höfuðborg- arsvæðinu. ‘ Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stjórnar Strætó bs. FORYSTUMENN Sjálfstæð- isflokksins segja eitt en gera annað. Þeir tala um skattalækkanir en þyngja skattbyrðina hjá þorra al- mennings. Þeir tala um stöðugleika í hagkerfinu en kynda undir þenslu með hagstjórnaraðgerðum sínum. Eins og aðrir hægri flokkar leggur Sjálf- stæðisflokkurinn ríka áherslu á það í stefnu sinni að minnka hið opinbera og draga úr skattheimtu. Hann hefur hins vegar gert hið öndverða. Eftir samfellt 15 ára for- ræði flokksins á fjár- málaráðuneytinu er staðan þessi: Hið op- inbera hefur aldrei frá lýðveldisstofnun tekið til sín stærri hlut af þjóðarframleiðslunni og skattbyrðin hefur þyngst hjá 75–80% skattgreiðenda. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hin ómengaða hægri stefna hefur nefni- lega náð fram að ganga með þeim hætti að á sama tíma og hinir tekju- lægstu greiða hærra hlutfall af tekjum sínum í skatta hefur skatt- byrðin lést hjá stóreigna- og há- tekjufólki. Þannig hefur Sjálfstæð- isflokkurinn stuðlað að auknum ójöfnuði á Íslandi. Á þetta benti ég í grein í Mbl. 8. febrúar sl. Fyrir síðustu kosningar var mikið rætt um skattamál. Sjálfstæð- isflokkurinn lagði til þá lækkun á álagningarhlutfalli tekjuskatts sem nú er orðin að veruleika með þeim afleiðingum sem að ofan eru raktar. Samfylkingin lagði aftur á móti áherslu á að hækka skattleysismörk og barnabætur og stuðla þannig að aukinni tekjujöfnun í skattkerfinu. Að auki lögðum við til að tekið yrði upp víðtækt samráð við samtök launafólks um endurskoðun á skatt- kerfinu, bótakerfinu og kerfi al- mannatrygginga. Markmiðið var að þróa leiðir til að auka jöfnunaráhrif þessara kerfa, draga úr jað- arsköttum og tryggja að enginn þyrfti að una fátækt eða óvissu um afkomu sína. Mikilvægi þessara til- lagna ætti að verða öllum ljóst sem hafa fylgst með umræðunni um aukna skattbyrði almennings, bág kjör lífeyrisþega, ósanngjarna jað- arskatta og nú síðast stagbætt trygg- ingakerfi sem mis- munar fólki gróflega. Fyrir síðustu kosn- ingar var líka rætt um álver og virkjanir á Austurlandi og þá vandasömu hagstjórn sem ríkisstjórn, hver sem hún yrði, myndi standa frammi fyrir á kjörtímabilinu. Í þeim efnum lagði Samfylk- ingin ríka áherslu á mikilvægi þess að hafa víðtækt samráð við að- ila vinnumarkaðarins, fjármálamarkaðinn o.fl. um allar aðgerðir í efnahagsmálum. Það þyrfti samræmda hag- stjórn en ekki eins og nú er þegar rík- isstjórnin kyndir bál sem Seðla- bankinn reynir síðan að slökkva. Á hagstjórnarmistök ríkisstjórn- arinnar benti ég í grein í Mbl. 23. febrúar sl. Aukinn ójöfnuður og handahófs- kennd hagstjórn hafa dregið úr efnahagslegum og félagslegum stöð- ugleika á Íslandi. Ríkisstjórnin hef- ur aðeins eitt ár til að bæta fyrir af- glöp sín. Svo er hennar tíma lokið. Orð og efndir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svarar grein Birgis Ármannssonar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ’ Ríkisstjórninhefur aðeins eitt ár til að bæta fyrir afglöp sín. Svo er hennar tíma lokið.‘ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. ÞAÐ vekur sífellt meiri athygli að menntamálaráðherra okkar er ósýnilegur þegar erfið og óþægileg málefni ber að garði. Þar fetar Þorgerður Katrín í fótspor fyr- irrennara síns, Björns Bjarnasonar sem lék einnig þennan leik. Í fersku minni mínu er enn langa kenn- araverkfallið haustið 2004. Þar heyrðist hvergi né sást til Þor- gerðar og henni virtist ekki koma þetta mál neitt við. Deilurnar í Menntaskóla Ísafjarðar hafa staðið lengi yfir en menntamálaráðherra getur ekki tjáð sig um málið. Og svo er það mál tónlistanem- enda á framhaldsskólastigi. Í langan tíma hefur þetta fólk verið milli steins og sleggju vegna þess að óljóst hefur verið hver borgar með námi þess. Staða málsins er þannig að tón- listarnemar geta flestir einungis stundað nám sitt í nokkrum tónlist- arskólum í Reykjavík eftir að þeir eru komnir á það stig að sérhæfa sig. Reykjavíkurborg hafði tekið ákvörðun um að borga ekki lengur með nemendum annarra sveitarfé- laga – að mörgu leyti skiljanlegt. En hin sveitarfélögin hafa ekki heldur viljað styðja við framhaldstónlist- arnám sinna íbúa. Nú, á síðustu stundu er búið að komast að ein- hverju bráðabirgða- samkomulagi. En óviss- an varir áfram í framtíðinni og verst úti verða þeir sem hafa náð 25 ára aldri því þeir fá engan styrk lengur. Þetta ástand er óvið- unandi því landslög kveða á um að allir skulu njóta sömu tæki- færa til náms óháð bú- setu og aldri. Hingað til hefur ríkið rekið fram- haldsskólana. Hver er staða tónlist- arskóla á framhaldsskólastiginu? Eru þeir ekki framhaldsskólar? Hvernig eru þeir þá skilgreindir? Nemendur þeirra eru ekki í einhvers konar hobbí-námi, þetta er alvör- unám, bæði erfitt og krefjandi. Þetta mál kemur þér, Þorgerður Katrín sem menntamálaráðherra meira en lítið við. Óvissuástandið í þessum málum er búið að vara allt of lengi. Stígðu nú fram á sviðið – líka í erfiðum málunum. Vertu þar jafn- glæsileg og þegar þú ert að sýna þig brosandi, opnandi einhverjar sýn- ingar eða klippa á borða. Vertu líka ráðherra tónlistarmanna því án tón- listar yrði menningarlífið okkar mjög fátæklegt. Vaknaðu nú, Þyrnirós Úrsúla Jünemann fjallar um tónlistarnám í skólum Úrsúla Jünemann ’Vertu líka ráðherra tón-listarmanna því án tón- listar yrði menningarlífið okkar mjög fátæklegt.‘ Höfundur er móðir tónlistanema. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.