Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 59
MENNING
ings sem og nemenda á stærðfræði.
„Það hefur margoft sýnt sig að
uppáhaldsgrein ungra nemenda,
sem eru að stíga sín fyrstu skref í
grunnskóla, er einmitt stærðfræði.
Það er mikilvægt að hlú að þeim já-
kvæða áhuga, og mín skoðun er sú
að farsælasta leiðin að því marki sé
að saga stærðfræðinnar, sem er
glæsileg í alla staði, fái að njóta sín
samhliða stærðfræðikennslunni.“
Kynlegar andstæður
Í greinargerð viðurkenning-
arráðsins kom ennfremur fram að
bækurnar tvær væru kynlegar and-
stæður, þótt þær ættu það sameig-
inlegt að vera þrekvirki einyrkjanna
með atgervi sitt eitt að bakhjarli.
Bók Jóns um þróun grísku reiknil-
istarinnar og frumkvöðla hennar
fjallar um tvö- til fjögurþúsund ára
TVEIR fræðimenn skipta að þessu
sinni með sér viðurkenningu Hag-
þenkis, félags höfunda fræðirita og
kennslugagna, fyrir framúrskarandi
fræðilegt framlag að þessu sinni.
Viðurkenningin var afhent í Þjóð-
arbókhlöðunni í gær og veittu henni
viðtöku þeir Jón Þorvarðarson fyrir
bókina Og ég skal hreyfa jörðina.
Forngrísku stærðfræðingarnir og
áhrif þeirra, og Helgi Hallgrímsson
fyrir bókina Lagarfljót. Mesta
vatnsfall Íslands. Skipta þeir með
sér verðlaunafénu, 750.000 krónum.
Í áliti viðurkenningarráðs Hag-
þenkis kom fram að þeir Jón og
Helgi hefðu „skilað flóknum fræðum
og torræðum viðfangsefnum á ljósan
og lifandi hátt til lesenda bóka sinna
og opnað þeim sýn inn í fjölbreyttan
heim vísindasögu, reiknilistar, raun-
greina og átthagafræði.“
Rétt ákvörðun
Jón sagði viðurkenningu Hag-
þenkis undirstrika það fyrir sér, að
það hefði verið rétt ákvörðun fyrir
tæplega fimm árum að leggja af stað
í þá vegferð að skrifa bók um sögu
stærðfræðinnar. „Við verðum að gá
að því, að áður en þessi bók kom út
hafði svo lítið verið skrifað um sögu
stærðfræðinnar hér á landi að varla
er orð á gerandi,“ sagði hann og
bætti við að fyrir honum hefði enn-
fremur vakað að skrifa bók sem gæti
orðið til þess að efla áhuga almenn-
sannindi og fræðilegar fullyrðingar
sem ekki eru líkur á að hnekkt verði
um ókomna tíð. Bók Helga um Fljót-
ið er aftur á móti hluti af dæg-
urmálaumræðu samtíðarinnar en
hefur þó varanlegt gildi. Hún er inn-
legg í heitasta deilumál síðustu ára-
tuga, sambúð manns við náttúru og
umhverfi, áminning um hverfulleika
náttúrugæðanna. Ekkert er ævar-
andi, allt er breytingum háð,“ sagði í
áliti viðurkenningaráðsins.
Í viðurkenningaráði Hagþenkis
eru Ragnheiður M. Guðmundsdóttir
íslenskufræðingur, Allyson Macdo-
nald prófessor, Árni Hjartarson
jarðfræðingur, Sigríður Matthías-
dóttir sagnfræðingur og Viðar
Hreinsson bókmenntafræðingur.
Fræðirit | Viðurkenning Hagþenkis veitt í gær
„Flóknum fræðum skilað
á ljósan og lifandi hátt“
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
www.hagthenkir.is
Morgunblaðið/Sverrir
Verðlaunahafarnir tveir ásamt fulltrúa Hagþenkis.
Í TILEFNI af fertugsafmæli sínu
opnar listamaðurinn Pétur Gautur
sýningu á málverkum sínum í Hafn-
arborg í Hafnarfirði í dag. Þá eru auk
þess liðin sex ár upp á dag síðan Pét-
ur hélt síðast stóra sýningu sem
þessa.
„Þetta eru svona ákveðin tímamót
hjá mér,“ segir Pétur Gautur. „Í til-
efni af því tók ég saman svona úrval
verka frá því ég hélt mína fyrstu sýn-
ingu í Hafnarfirði fyrir um þrettán
árum. Myndir af þessum verkum
munu svo birtast í bæklingi sem kem-
ur út samhliða sýningunni, þ.e.a.s. ein
mynd frá hverju ári fram til dagsins í
dag. Maður er svona pínulítið að
horfa yfir farinn veg og sömuleiðis á
framtíðina.“
Upptekinn af grunnformunum
Á sýningunni verða aftur á móti
eingöngu áður óbirt verk sem lista-
maðurinn hefur unnið að á síðustu
tveimur árum, en alls verða til sýnis á
bilinu 40–50 verk.
„Ég er sem fyrr í uppstillingunum
og ber sýningin yfirskriftina Uppstill-
ingar með skálum og fleira. „Skálin“
er búin að vera eins konar vörumerki
mitt í nokkur ár án þess að ég hafi
kannski ætlað mér það. Hún er svona
uppistaðan í sýningunni. Þetta skál-
arform þróaðist frá því að ég var í ab-
straktinu þegar ég var að byrja. Þá
var ég mikið í hringlaga formum sem
þróaðist smátt og smátt í þessa skál.
Þetta var eingöngu formsins vegna,
ég var mjög upptekinn af grunnform-
unum, þ.e.a.s. af ferhyrningnum sem
gerir borðið, hringnum sem er skálin
og svo ávextir og slíkt og myndbygg-
ingunni sem er svona þríhyrnings-
laga. Þetta var eiginlega leikur með
grunnform og grunnliti sem hefur
þróast upp í svona tímalausar stemn-
ingar.
Stíliseruð blóm
Síðan er það hitt sem ég hef mjög
gaman af að vinna með og það er
blómið, það er miklu léttara yfir þeim
en uppstillingum,“ segir Pétur en
undanfarin tvö ár hefur hann tekið
upp á að mála myndir af íslenskum
blómum. Slík vinna er tiltölulega ný í
ferli málarans og hafa þessi verk ekki
birst á opinberum sýningum áður.
Það gerðist sumarið 2004, sem var
mjög gott sumar og mikið um hita-
bylgjur, að Pétur ákvað að fara með
trönurnar út í náttúruna og fór að
mála íslenska villiflóru, aðallega
valmúann. „Þetta er svona stílfærð
villiflóra hjá mér. Þetta hefur ekki
beint tekið við af uppstillingum sem
ég geri inni heldur er þetta bara
öðruvísi. Það má segja að blóm-
krónan sjálf endurtaki skálarformið
og stilkarnir hafa tekið við af dúknum
og röndunum í honum sem ég var
með mjög oft áður. Þannig að í raun-
inni hefur lítið breyst, – þetta er bara
annað form af þessu sem ég hef verið
að gera. Ég hef sýnt blómaverkin á
svona óformlegum vinnustofusýn-
ingum.“
Svo skemmtilega vill til að þennan
sama dag og Pétur fagnar afmæli
sínu og opnar málverkasýninguna í
Hafnarborg mun Þjóðleikhúsið frum-
sýna leikverkið Pétur Gaut.
„Vafalaust hafa þau fært frumsýn-
inguna á þennan dag mér til heiðurs,“
segir Pétur og hlær. „Það er rosa
skemmtilegt að leikritið sem ég er
skírður í höfuðið á skuli verða frum-
sýnt á fertugsafmælinu mínu. Það var
sýnt í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu
um það leyti sem ég fæddist.“ Pétur
verður þó ekki viðstaddur frumsýn-
ingu þar sem afmælisfögnuður hans
verður væntanlega í algleymingi.
Myndlist | Pétur Gautur opnar sýningu í
Hafnarborg á fertugsafmælinu sínu
Þína skál, Pétur
Gautur!
Morgunblaðið/ÁsdísListmálarinn Pétur Gautur við eigin málverk.
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is